Morgunblaðið - 05.03.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Atvinnuauglýsingar
Interviews will be held
in Reykjavík in May.
For details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492
Fax:+ 36 52 792 381
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Study Medicine and Dentistry
In Hungary “2018”
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl 9,
leikfimi í KR kl 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um
leikfimina. Útskurður og myndlist kl 13, í hreyfisalnum og félagsvist
kl. 13 í matsalnum.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9 - 16. Ganga um nágrennið kl. 11.
Handavinna með leiðb. kl. 12.30 - 16. Félagsvist með vinningum kl.
13. Myndlist með Elsu kl. 16 - 20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40 - 12.45. Kaffisala kl. 15 - 15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
s 535 2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Félagsvist kl. 13. Spjallhópur Boðans kl. 15.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun 8.30 - 12.30. Bókabíllinn á
svæðinu 10 -10.30. Hjúkrunarfræðingur á svæðinu 10 - 11.30. Hand-
aband - opin vinnustofa með leiðbeinendum ókeypis og öllum opið
10 - 12, frjáls spilamennska 13. Bókband 13 -17. Söngstund við
píanóið 13.30 - 14.15, Kaffiveitingar 14.30. Handavinnuhópur 15 - 19.
Verið velkomin á Vitatorg, s 411 9450.
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30
- 16. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14 - 15.40. Vatnsleikfimi
Sjál. Kl. 7.40/8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjál. kl. 9.05. Stólaleikfimi Sjál.
kl. 9.50. Kvennaleikfimi Ásg. kl. 10.40. Tiffany námskeið í Kirkjuhvoli
kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Bridge fellur niður vegna aðal-
fundar FEBG í Jónshúsi kl. 13.30.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30 - 16. Útskurður m/leiðb. kl.
9 - 16. Línudans kl. 13 - 14. Kóræfing kl. 14.30 - 16.30.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 Boccia, kl. 9.30 ath. postulíns-
málun fellur niður í dag, kl.10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 20.
GÓUGLEÐI - Leikarinn og skemmtikrafturinn Örn Árnason kemur og
slær á létta strengi - frítt inn.
Gullsmári Postulínshópur kl 9. Jóga kl 9.30. Ganga kl. 10. Handa-
vinna / Bridge kl 13. Jóga kl 18. Félagsvist kl 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9 - 14. Bænastund kl. 9.30 - 10. Jóga kl. 10.10 -
11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi
kl. 9.45, jóga hjá Carynu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13,
spilað bridge kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, jóga hjá Ragnheiði
kl. 16.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-12, línudansnámskeið kl. 10,
ganga kl. 10, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir kl.
12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi
kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í s. 411 2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9 í Borgum. Postulínsnámskeið
kl. 9 í Borgum. Gönguhópar kl. 10 frá Borgum, Grafarvogsikrkju, inni í
Egilshöll, Félagsvist í Borgum kl. 13 og Skartgripagerð með Sesselju
kl. 13 í Borgum. Fleiri velkomnir í hópinn, Tréútskurður kl. 13 á
Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusystkin kl. 16 í Borgum.
Seltjarnarnes Leir, Skólabraut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Krossgátur
og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum, Skólabraut kl. 11. handa-
vinna, Skólabraut kl. 13. Glerlist á neðri hæð félagsheimilisins við
Suðurströnd kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 8.30.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold kl. 10.30 - undir stjórn
Tanyu.
Smá- og raðauglýsingar
Raðauglýsingar
sími 569 1100
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?
Hörður, „farin heim“ eins og skát-
arnir nefna það að fara til feðra
sinna og mæðra. Þau voru bæði
södd lífdaga þegar kallið kom.
Þeirra er sárt saknað.
Það er svo merkilegt með þetta
líf og reyndar lífslokin, það er eins
og við getum að einhverju leyti
ákveðið sjálf hvenær nóg er lifað.
Ásthildur varð 85 ára þann 3.
febrúar og það var haldin dálítil
veisla heima hjá Bessu og Bjarna,
dóttur og tengdasyni. Hún virtist
njóta mjög nærveru fjölskyldunn-
ar, var kannski ofurlítið angur-
vær. Fáum dögum síðar virtist
vera ljóst að hverju hverju stefndi.
Það var næstum eins og hún hefði
hugsað:
„Orðin 85 ára, naut dagsins í
faðmi fjölskyldu, nú er komið
gott.“
Hún fékk hægt andlát um-
kringd fólkinu sínu. Ég vil að leið-
arlokum þakka þessari einstöku
konu samfylgdina, jólin verða ekki
söm án Harðar og Ásthildar, en
góðar minningar lifa.
Hjördís Smith.
Í dag kveðjum við síðustu
manneskjuna af þeim sem við
kölluðum ömmu og afa. Afar og
ömmur gegna veigamiklu hlut-
verki í lífi ungs fólks og þar var
Ásthildur amma engin undan-
tekning. Hún hafði nóg að gera í
því hlutverki enda á hún 19 barna-
börn. Við vorum svo lánsöm að til-
heyra þeim föngulega hópi og
vegna fjölda barna var oft líf og
fjör á Tjarnarbraut 13. Henni og
afa fannst ekkert tiltökumál að
bjóða börnum sínum sjö og öllum
þeirra fylgifiskum í mat og þá var
nú kátt á hjalla. Það var eitt sem
einkenndi heimsóknirnar á Tjarn-
arbrautina að þar var alltaf nóg að
borða og alltaf eitthvað sem okkur
fannst gott. Amma átti til að
mynda alltaf rúsínur sem hún
fékk sér með kaffinu og stálumst
við gormarnir nú oft í rúsínudall-
inn.
Það var engin lognmolla í
kringum hana ömmu. Það heyrð-
ist í henni hvar sem hún var. Hún
átti oftar en ekki orðið og fór oft
mikinn. Börnin hennar sum hafa
erft þessa eiginleika og þeir vita
sem þekkja til hverjir það eru. En
það var ekki svo að amma kynni
ekki að hlusta því hún hafði ein-
lægan áhuga á því sem aðrir voru
að gera og spurði fólk spjörunum
úr. Hún vissi alltaf hvað allir voru
að fást við og gat tekið upp þráð-
inn frá fyrri samtölum þótt langt
liði á milli. Amma og afi mættu í öll
afmæli barna og barnabarna og
eins og áður hefur fram komið er
fjöldinn slíkur að nóg var að gera
við þær heimsóknir. Amma og afi
gáfu alltaf bækur, enda mennta-
fólk, og eftirvæntingin var alltaf
mikil að eiga von á einum hörðum
pakka frá afa og ömmu.
Amma var mikil kvenréttinda-
kona og það má glöggt merkja á
afkomendum hennar að þar sáði
hún mikilvægu fræi í litla kolla.
Hún spurði okkur iðulega fyrir
allar kosningar hvort við ætluð-
um ekki örugglega að kjósa og
hvort við ætluðum ekki að kjósa
einhverja konu. Hún var góð fyr-
irmynd fyrir stúlkur og drengi,
hafði sterkar skoðanir og lá ekki
á þeim. Það mynduðust því oft
fjörugar og ansi háværar umræð-
ur um menn og málefni þegar
margt var um manninn á Tjarn-
arbrautinni. Við krakkarnir
laumuðumst þá oft upp á loft þar
sem var meiri friður með óminn
af pólitískum umræðum í bak-
grunni.
Við systkinin minnumst ömmu
með hlýju í hjarta og þakklæti
fyrir það sem hún kenndi okkur.
Við gleðjumst yfir því að strák-
arnir okkar fengu að kynnast
henni og munum við halda minn-
ingu hennar á lofti með sögum af
kraftmikilli jafnréttiskonu og
stolnum rúsínum.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Hugrún Ósk Bjarnadóttir og
Kjartan Bragi Bjarnason.
Elsku amma.
Þegar ég hugsa um þig þá
koma nokkur vel valin orð í hug-
ann. Það fór ekki framhjá neinum
að þú varst mikil baráttukona og
afrekaðir margt á þínum árum.
Þú nýttir allan þinn tíma í að
berjast fyrir þá sem minna máttu
sín og kvenréttindi eiga þér mikið
að þakka. En fyrir mér varstu
meira en þetta hörkutól sem tal-
aðir mig reglulega til þegar ég
gerði eitthvað af mér.
Þú varst nefnilega amma mín,
indæl, mjúk og hlý. Einnig varstu
afar þolinmóð. Ég veit ekki
hversu oft ég kom til ykkar afa
eftir skóla. Á köldum vetrardög-
um var það vinsælt að fara út á
ísilagðan lækinn við Tjarnar-
brautina. Ég, grallarinn sem ég
var, átti það til að brjóta ísinn
með þeim afleiðingum að ég
rennblotnaði oftast. Í hvert ein-
asta skipti sagðir þú mér að fara
ekki í vatnið, en um leið og ég fór
út settir þú vatn í ketilinn og föt á
ofninn. Þannig að þegar ég kom
eina ferðina enn blautur inn þá
beið mín heitt kakó og hlý föt.
Það fylgir því mikill söknuður
að skrifa þessa grein og þegar ég
fer að reyna að lýsa því hversu in-
dæl þú varst þá skil ég af hverju
afi samdi hundruð ljóða þér til
heiðurs og hvert öðru fegurra.
Það eru nefnilega engin orð sem
ná að lýsa því hversu góð amma
þú varst og ég mun sakna þín að
eilífu.
Gunnar Þór Sigurjónsson.
Síðustu vikurnar höfum við
rifjað upp margar góðar sam-
verustundir með ömmu, hugur
manns byrjar alltaf á Tjarnar-
brautinni þar sem hún tók á móti
okkur með opnum örmum, rölti
yfir götuna með okkur að gefa
öndunum brauð, var alltaf tilbúin
að búa til grjónagraut handa mat-
vöndum barnabörnum eða taka
eina æsispennandi ótukt.
Við systkinin eigum einnig ótal
minningar frá bílferðum með
ömmu og afa þar sem afi keyrði
og amma stjórnaði (án þess að
hafa nokkurn tímann tekið bíl-
bróf) og þuldi upp allar sögur af
öllum hólum sem ekið var
framhjá, við mismikinn áhuga hjá
okkur. En í dag keyrum við um
landið okkar með vinum eða eigin
fjölskyldum og þyljum upp allt
það sem amma kenndi okkur um
hvern hól og hæð.
Síðustu ár, bæði á Sólvangs-
vegi og á Sólvangi, hafa verið ró-
legri, en það var alltaf mjög af-
slappandi að koma í heimsókn
þar sem hún hélt í höndina á okk-
ur og sagði alltaf góðar sögur frá
sínum yngri árum, til dæmis frá
því þegar hún var ung stelpa í
sveit á Kirkjubóli eða þegar
Gunna týndist í Danmörku þegar
þau bjuggu þar. Amma sagði allt-
af svo skemmtilega frá að yfirleitt
enduðum við skellihlæjandi,
húmorinn var aldrei langt undan.
Þegar maður hugsar til baka
fyllumst við þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast þessari
kraftakonu, hún kenndi okkur
góð gildi en var fyrst og fremst
alltaf góð amma.
Takk fyrir allt, sjáumst síðar,
Hildur, Sigurður (Siggi),
Bjarki, Fjóla og Ólöf.
Fleiri minningargreinar
um Ásthildi Ólafsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Allar eru þær sveipaðar hlýju,
skemmtilegheitum, gleði og
ánægju.
Margt ber að þakka, Atli, og
verður veröldin fátækari án þín.
Vil ég og mín fjölskylda þakka
þér fyrir samfylgdina og megir
þú njóta Guðs blessunar.
Ættingjum og vinum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Valdimar Bergsson og
fjölskylda.
Aldrei hefði mig grunað það á
laugardaginn fyrir rúmri viku að
við ættum ekki eftir að sjást aft-
ur, þegar við spjölluðum saman
og ég spurði þig hvernig þú hefð-
ir það, þá varstu í ljómandi fínum
gír að vanda. Það var mér því
mikið áfall að frétta af því að þú
hefðir kvatt okkur skyndilega
síðastliðinn mánudag.
Mig grunaði það ekki fyrst
þegar ég hitti þig árið 1999 þegar
við störfuðum báðir fyrir Hug að
þú kæmir til með að verða einn af
mínum betri vinum. Það hentaði
okkur vel að vinna sem teymi, þú
hafðir góða þekkingu á bókhaldi
en ég hafði aftur á móti tækni-
þekkinguna sem þig skorti. Ég
lærði margt af þínu skipulagða
vinnulagi og ég nýti mér reglu-
lega atriði sem þú kenndir mér á
sínum tíma. Þú varst það ná-
kvæmur að ef þú varst ekki
mættur svo gott sem á slaginu 9
til vinnu þá var ég jafnvel farinn
að undrast um þig! Það að vinna
með þér er með því skemmti-
legra sem ég hef gert, því það
var ávallt stutt í húmorinn og
léttleikann. Þú varst líka einn sá
þrjóskasti maður sem ég hef
kynnst, það voru litlar líkur á að
ég gæti fengið þig til að skipta
um skoðun en þú bættir það upp
með því að vera einstaklega
skemmtilegur og traustur.
Þú varst mikill stríðnispúki og
þær voru margar skemmtilegar
sögurnar sem þú sagðir mér af
þér á árum áður. Ein var þegar
þú varst á þjóðhátíð í Eyjum og
þú og félagar þínir voruð allir
spurðir hvað þið störfuðuð, allir
voruð þið jú viðskiptafræðingar
en þegar kom að þér þá fannst
þér það engan veginn nægilega
skemmtilegt þannig að þú sagð-
ist vera prestur til þess að lífga
nú aðeins upp á stemninguna.
Það endaði með því að þú gafst
saman par á hátíðinni! Það var
eitthvað sem þú varst stoltur af.
Ég hafði nú líka gaman af því
að stríða þér. Á góðum stundum
kallaði ég þig Tuma Turbo þegar
þú áttir þennan hrikalega kraft-
mikla Subaru Impreza Turbo og
gott ef ég var ekki eilítið smeyk-
ur á köflum þegar þú varst að
keyra þann bíl, svo kraftmikill
var hann. Á endanum skiptirðu
yfir í settlegri bíl og fljótlega eft-
ir það tók ég eftir samskonar bíl
og þú hafðir átt á bílasölu. Ég
velti því fyrir mér hvort þetta
væri bílinn þinn, því í auglýsing-
unni stóð að aðeins einn eigandi
hefði verið að bílnum og sá væri
eldri maður. Ég sýndi þér aug-
lýsinguna en þú hafðir enga trú á
því að þetta væri gamli bíllinn
þinn enda værir þú enginn eldri
maður. Ég lagði þá til að við
kæmum við á bílasölunni og at-
huguðum málið. Í ljós kom að
þetta var sannarlega gamli bílinn
þinn og þú varst þessi eini eldri
eigandi, eftir það var reglulega
gert grín að þessu og eins og
venjulega hafðir þú bara gaman
af.
Þegar ég var að fara að taka
þátt í mínu fyrsta Reykjavíkur-
maraþoni þá hafði ég það á orði
að ég ætti skilið bjór eftir slík
átök, það stóð ekki á þér og þú
varst að sjálfsögðu mættur með
bjór handa mér í markinu.
Mér þykir það virkilega sárt
að eiga ekki eftir að hitta þig aft-
ur og það mun taka tíma að með-
taka það að þú sért farinn frá
okkur. Það er erfitt að sætta sig
við það. Ég mun ylja mér við all-
ar góðu minningarnar. Takk fyr-
ir allt, kæri vinur.
Már Karlsson.
Fleiri minningargreinar
um Atla Heiðar Þórsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.