Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Brynja Dögg Gunnarsdóttir, eigandi barnafataverslunarinnarAgú, á 40 ára afmæli í dag. Hún er frá Hveragerði en býr núnaí Þorlákshöfn.
Hún hefur verið prjónandi og saumandi frá því að hún man eftir
sér. „Prjónavörurnar mínar vöktu athygli en það var svo mikið að
gera í saumaskapnum að ég festist í honum. Núna prjóna ég bara á
dóttur mína.“
Brynja stofnaði Agú fyrir fimm árum og saumar föt á krakka frá
fæðingu og fram að tíu ára að aldri. Í síðustu viku opnaði Brynja síðan
netverslun. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við henni og hef nóg að
gera að taka á móti pöntunum og fór öll helgin í það.“
Brynja bjó um tíma í Reykjavík og þá voru vörur hennar til sölu á
Laugaveginum og einnig hefur hún sýnt hjá Handverki og hönnun.
Núna er hún með saumastofuna sína í bílskúrnum hjá sér í Þorláks-
höfn. Mestallur tími hennar fer í saumaskapinn. „Ég er ekki einu sinni
búin að ákveða hvað ég ætla að gera í tilefni afmælisins, það er búið
að vera svo mikið að gera. En við stefnum á að hafa matarboð um
næstu helgi og svo verður utanlandsferð í sumar.“
Sambýlismaður Brynju er Bjarni Valur Ásgrímsson, smiður og rek-
ur eigið byggingafyrirtæki, BV verk ehf. Börn þeirra eru Ásgrímur
Þór, f. 1998, Þorbergur Böðvar, f. 2001 og Ingibjörg Rós, 2012.
Saumakonan Brynja með hluta af vörunum sínum.
Opnaði netverslun
í síðustu viku
Brynja Dögg Gunnarsdóttir er fertug í dag
S
úsanna Sand Ólafsdóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 5.3. 1968 og ólst
þar upp fram að gosi,
1973, en flutti þá til Þor-
lákshafnar og ólst þar upp eftir það:
„Pabbi var á fiskibátnum Gunnari
Jónssyni og við flúðum með þeim bát
til Þorlákshafnar gosnóttina frægu.
Ég man þetta ekki allt greinilega en
man þó að ég var í brúnni og þegar
við sigldum frá Eyjum sáum við
bjarmann frá gosinu lýsa upp him-
ininn.
Allir flýttu sér sem mest þeir gátu
og ég man að mamma sneri við til að
sækja einhverja peninga sem
gleymdust heima og við urðum nátt-
úrulega dauðhrædd um hana. En all-
ir komust klakklaust frá Eyjum eins
og alþjóð veit.“
Súsanna var í Grunnskólanum í
Súsanna Sand Ólafsdóttir hestakona – 50 ára
Fjölskyldan Súsanna með eiginmanni sínum og dóttur, Guðmundi Björgvinssyni og Súsönnu Katarínu Sand.
Temur, keppir, kennir,
dæmir og ræktar hesta
Sonur og tengdadóttir Rúrik Sand með eiginkonu, Erlu Guðrúnu, og syni.
Hafnarfjörður Brimir
Logi Ingólfsson
fæddist í Reykjavík
24. febrúar 2017 kl.
21.40. Hann vó 3.745
g og var 53 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru
Ingólfur Björgvin
Jónsson og Stefanía
Eir Ómarsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
eldu á milli fimm girnilegra tegunda
f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru
ægilegir, ljúffengir og fljótlegir.
ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS
V
a
þ
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is