Morgunblaðið - 05.03.2018, Side 23
Þorlákshöfn og stundaði síðan nám
við Húsmæðraskólann á Laugar-
vatni og við Héraðsskólann að Laug-
um í Þingeyjarsýslu. Þá lauk hún
námi í tækniteiknun við Iðnskólann í
Reykjavík, stundaði nám við Bænda-
skólann á Hólum í Hjaltadal og lauk
þaðan búfræðiprófi af hrossaræktar-
braut 1992, stundaði framhaldsnám
við Háskólann á Hólum í reiðkenn-
aradeild og útskrifaðist sem reið-
kennari árið 2008 og var í námi í
Ráðgjafaskóla SÁÁ 2003-2008.
Á unglingsárunum vann Súsanna í
fiskvinnslu í Þorlákshöfn, var að-
stoðarmaður tannlæknis í Reykjavík
á árunum 1988-2000, vann við blikk-
smíðar um skeið og var ráðgjafi hjá
SÁÁ á árunum 2003-2008.
Súsanna byrjaði að stússast í
kringum hross þegar hún var korn-
ung í Vestmannaeyjum: „Ég var
aldrei alin upp við hross en hef haft
dálæti á hestum frá því ég man eftir
mér. Ég man að ég safnaði saman
brauði í poka handa þeim örfáu hest-
um sem voru í Eyjum. Ég fór á mitt
fyrsta reiðnámskeið sex ára, hafði
eignast minn fyrsta hest er ég var
níu ára og hef verið með ólæknandi
hestadellu síðan.“
Súsanna eignaðist ótamda meri er
hún var 14 ára en það var fyrsta
hrossið sem hún tamdi. Hún lærði
síðan tamingar á Hólum og vann við
tamningar með annarri vinnu frá
1992 en hefur eingöngu unnið við
tamningar og reiðkennslu frá 2008
og er á félagssvæði Harðar í Mos-
fellsbæ. Auk þess hafa Súsanna og
eiginmaður hennar stundað hrossa-
rækt í smáum stíl, kennda við
Hvítárholt. Hún er nú þjálfari, reið-
kennari, íþrótta- og gæðingadómari.
Súsanna hefur verið knapi frá
1992 með góðum árangri. Hún hefur
verið kjörin íþróttakona Hesta-
mannafélagsins Harðar í Mos-
fellsbæ, verið tilnefnd sem gæð-
ingaknapi ársins á vegum
Landssambands hestamannafélaga
og hefur nokkrum sinnum verið til-
nefnd sem íþróttakona Mosfells-
bæjar.
Súsanna hefur verið formaður Fé-
lags tamningamanna frá 2013. Hún
hefur unnið mikið að félagsmálum
hestamanna: „Hér á ég ekki við setu
í ráðum og nefndum, heldur í formi
opinna málþinga, fræðslukvölda og
pistla. Ég hef einkum haft áhuga á
bættum samskiptum, opinni fræðslu
og samtali í hestamennskunni, milli
knapa, dómara, aðstandenda og allra
sem að mótahaldi koma, milli kenn-
ara, nema og nálgun í kennslu. Þessi
viðleitni snýst kannski fyrst og
fremst um það að byggja upp fremur
en brjóta niður móralinn og um það
að fólk tali saman í stað þess að tala
hvert um annað. Þetta á auðvitað
alls staðar við, en lífið verður bara
svo miklu betra ef við öll drögum úr
kvörtunum og dómhörku hver í sínu
horni og stundum fordómalausa
hestamennsku, enginn er eins.
Auk þess má svo bæta því við að
ég er hálffæreysk og fer reglulega til
Færeyja til að kenna reiðmennsku.“
Fjölskylda
Eiginmaður Súsönnu er Guð-
mundur Björgvinsson, f. 25.8. 1966,
símsmiður. Hann er sonur Björgvins
Guðmundar Ingibergssonar, f. 11.7.
1944, fyrrv. símsmiðs, og k.h., Sól-
veigar Guðmundsdóttur, f. 23.3.
1948, fyrrv. matráðs. Þau búa í
Reykjavík
Börn Súsönnu og Guðmundar eru
Rúrik Sand, f. 12.12. 1984, rekur eig-
ið fyrirtæki í Reykjavík, búsettur
þar en kona hans er Erla Guðrún
Grétarsdóttir nemi og er sonur
þeirra Rökkvi Hrafnar Sand, f. 2016,
og Súsanna Katarína Sand, f. 27.11.
1996, nemi í dýralækningum á
Spáni.
Bræður Súsönnu: Óskar Þór Sig-
urðsson, f. 26.3. 1960, d. 17.12. 2007,
véltæknifræðingur í Þorlákshöfn,
var kvæntur Ástu Margréti Grét-
arsdóttur og eignuðust þau tvö börn,
og Andri Ólafsson, f. 20.2. 1965,
húsasmíðameistari á Selfossi og á
hann tvo syni.
Foreldrar Súsönnu: Ólafur Sand-
Edvinsson, f. 17.9. 1934, d. 19.12.
1995, sjómaður, af færeyskum ætt-
um, og Guðrún Lísa Óskarsdóttir, f.
1.1. 1936, grunnskólakennari á Sel-
fossi.
Súsanna S.
Ólafsdóttir Þórunn Snorradóttir
húsfr. í Eyjum, frá
Skálakoti undir Eyjafjöllum
Jón Jónsson
útgerðarm. í Hlíð í Vestmannaeyjum
Ásta Jónsdóttir
húsfr. í Eyjum
Guðrún Lísa Óskarsdóttir
kennari á Selfossi
Óskar Jónsson
útgerðarm. í Vestmannaeyjum
Elín Einarsdóttir
húsfr. í
Hallgeirseyjarhjáleigu
í A-Landeyjum
Jón Guðnason
b. í Hallgeirseyjarhjáleigu
Ísleifur
Sveinsson
b. í Miðkoti
Margrét Jóna
Ísleifsdóttir
tryggingafulltr.
á Hvolsvelli
Ingibjörg Pálmadóttir
fyrrv. alþm. og ráðherra
Ísleifur Gylfi
Pálmason sveitarstjóri
Rangárþings eystra og
fyrrv. alþingismaður
Margrét
Guðnadóttir
húsfr. í Miðkoti
í Fljótshlíð
Ólafur
Ísleifsson
hagfræðingur
og alþm.
Matthildur
sleifsdóttir húsfr. í
Vestmannaeyjum
Í
Ísleifur A. Pálsson
skrifstofustj.
Skreiðarsamlagsins
og framkvæmdastj.
eigin fyrirtækis
Ísleifur Guðnason
b. á Kirkjubæ í
Vestmannaeyjum
Úr frændgarði Súsönnu S. Ólafsdóttur
Súsanna Katarina Olsen
húsfr. á Sandi í Sandey, Færeyjum
Edvin Sigmund Olsen
sjóm. á Sandi í Sandey, Færeyjum
Ólafur Edvinsson Sand
sjómaður í Eyjum og Þorlákshöfn
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Hafsteinn Þorsteinsson fædd-ist í Vestmannaeyjum 5.mars 1918. Hann var sonur
hjónanna Þorsteins Hafliðasonar,
skósmiðs þar, f. 1879 í Fjósum í
Mýrdal, d. 1965, og Ingibjargar
Þorsteinsdóttur húsfreyju, f. 1883 á
Reykhólum í Reykhólasveit, d. 1949.
Hafsteinn tók gagnfræðapróf frá
Vestmannaeyjum, stundaði rit-
símanám árin 1936-1938, lauk loft-
skeytaprófi 1941 og símvirkjaprófi
árið 1943.
Hann var símritari í Vestmanna-
eyjum og á Siglufirði 1938-1940 og
símvirki hjá Landssímanum í
Reykjavík 1941-1943. Árið 1943 var
hann skipaður stöðvarstjóri við sím-
stöðina á Reyðarfirði.
Eftir það var Hafsteinn skipaður
verkstjóri í símtæknideild Lands-
símans í Reykjavík 1947, fulltrúi í
sömu deild 1954 og fulltrúi bæjar-
símstjóra í Reykjavík 1958. Hann
var skrifstofustjóri bæjarsímans frá
1963, settur símstjóri í Reykjavík 1.
janúar 1975 og skipaður í stöðuna 1.
apríl sama ár. Því starfi gegndi
hann til dauðadags.
Hafsteinn var ritstjóri símaskrár-
innar frá 1952, eða í meira en 30 ár,
en hann vann í rúm 50 ár hjá Pósti
og síma, frá því að hann hóf störf
sem símasendill í Vestmannaeyjum,
og hlaut fyrir það viðurkenningu
stofnunarinnar.
Hafsteinn var árið 1956 kjörinn
formaður Byggingasamvinnufélags
símamanna og sat í því embætti alla
tíð síðan. Félagið byggði á annað
hundrað íbúðir frá því skömmu eftir
stríð og fram til um 1978. Hafsteinn
var enn fremur nokkrum sinnum
kosinn í félagsráð símamanna og sat
á landsfundum þess.
Fyrri kona Hafsteins var Mar-
grét Snorradóttir, en þau slitu sam-
vistir. Síðari kona hans var Nanna
Þormóðs íþróttakennari, f. 28.5.
1915, d. 27.1. 2004. Hafsteinn átti
engin börn en var fósturfaðir
tveggja barna sem Nanna átti frá
fyrra hjónabandi.
Hafsteinn lést 11. apríl 1985.
Merkir Íslendingar
Hafsteinn
Þorsteinsson
95 ára
Birna Sigurðardóttir
90 ára
Guðni Gestsson
Hólmfríður Björnsdóttir
Ingibjörg Steinunn
Valdimarsdóttir
85 ára
Kristrún Jónsdóttir
Sverrir Guðlaugur Ásgeirss.
Þórunn Þórðardóttir
80 ára
Kristín Ína Pálsdóttir
Ragna Guðmundsdóttir
Rúnar Karl Borgþórsson
75 ára
Aðalheiður Júlíusdóttir
Bjarni Kristinn Garðarsson
Eyjólfur Jónsson
Guðmundur S. Grímsson
Ragnheiður Brynjólfsdóttir
Þröstur Magnússon
70 ára
Henning L. Guðmundsson
Hörður Sigtryggsson
Marý Hörgdal Þórðard.
60 ára
Atli Bryngeirsson
Björk Hreiðarsdóttir
Gyða Kristín Ragnarsdóttir
Hafdís Eyland Gísladóttir
Helga Pálmarsdóttir
Helga Þórdís Guðmundsd.
Kristinn Halldór Alfreðsson
Kristján Henry Guðnason
Lúðvík Berg Ægisson
Magdalena M. Hermannsd.
Magnús Jenni Narfason
Margrét Hreggviðsdóttir
Sangwan Sinpru
Sólveig Bára Sævarsdóttir
50 ára
Áslaug Jónsdóttir
Elísabet Jónasdóttir
Elsa Inga Jóhannsdóttir
Helga Jónína Guðmundsd.
Huldar Örn Sigurðsson
Kristín Sigríður Geirsdóttir
Kristín S. Sigtryggsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Miroslaw W. Skwarski
Ólafur Kárason
Pernille Hargbøl Madsen
Sorin Juncanaru
Súsanna Sand Ólafsdóttir
Þorfinnur G. Haraldsson
40 ára
Agnar Áskelsson
Agnieszka Wolkowicz
Andrzej Kamil Markiewicz
Ásgrímur Sigurðsson
Ásthildur Ingvarsdóttir
Benjamín H.A. Þórðarson
Bjarki Traustason
Brynja Dögg Gunnarsdóttir
Brynja Huld Hannesdóttir
Egill Sigurjónsson
Erla Edvardsdóttir
Kjartan Kjartansson
Sigfús Atli Unnarsson
Sindri Sigurjónsson
Zaneta Sliuziene
30 ára
Arnar Þór Björnsson
Bergrós Arna Jóhannesd.
Bjarni Þór Viðarsson
Björn Sindri Eiríksson
Guðfinna Betty Hilmarsd.
Guðrún H. Fossdal Reynisd.
Hafdís Inga Ólafsdóttir
Hallgerður Elín Pálsdóttir
Ingibjörg Elva Vilbergsd.
Piotr Jaroslaw Jurek
Saga K. Finnbogadóttir
Sandra Sif Magnúsdóttir
Símon Einarsson
Til hamingju með daginn
40 ára Brynja ólst upp í
Keflavík en býr í Njarðvík.
Hún vinnur hjá Humar-
sölunni.
Maki: Jakob Hafsteinn
Hermannsson, f. 1976,
eigandi Humarsölunnar.
Börn: Kristján Þórarinn, f.
1999, Brynjar Þór, f.
2003, Salvar Gauti, f.
2006, og Snorri Freyr, f.
2010.
Foreldrar: Hannes Ein-
arsson, f. 1948, og Laufey
Steingrímsdóttir, f. 1948.
Brynja Huld
Hannesdóttir
30 ára Ingibjörg ólst upp
í Garði en býr í Njarðvík.
Hún rekur fyrirtækið Fjar-
form ásamt manni sínum,
og er í meistaranámi í
mannauðsstjórnun.
Maki: Logi Geirsson, f.
1982, einkaþjálfari.
Börn: Vilberg Eldon, f.
2010, og Júlía Eldon, f.
2016.
Foreldrar: Vilberg Jó-
hann Þorvaldsson, f.
1962, og Helena Rafns-
dóttir, f. 1964.
Ingibjörg Elva
Vilbergsdóttir
30 ára Símon ólst upp í
Grafarvogi en býr í Kópa-
vogi. Hann er verkfræð-
ingur, með meistaragráðu
í orkuverkfræði og er að-
stoðarverkefnastjóri hjá
VHE.
Maki: Dorothea Páls-
dóttir, f. 1987, tölv-
unarfræðingur hjá Cyren.
Börn: Benjamín Þór, f.
2013.
Foreldrar: Einar G. Ólaf-
son, f. 1956, og Hulda G.
Gunnarsdóttir, f. 1954.
Símon
Einarsson