Morgunblaðið - 05.03.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 05.03.2018, Síða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018 fram að það hafi vafalítið hjálpað þeim Hildi í þeirra vinnu hversu lengi þær unnu að þýðingunni. „Einu sinni lá þýðingin óhreyfð í hálft ár áður en við hófumst aftur handa. Ef maður hefur tækifæri til held ég að það sé oft kostur að geta sett hlutina í salt.“ Spurð um mikilvægi þýðinga vitn- ar Elísabet til Sigurðar heitins Páls- sonar skálds sem sagði að Ísland væri á spássíu í Evrópu. „Við erum lítið málsamfélag og tiltölulega lítið skrifað á íslensku, þó magnið sé mik- ið per haus. Þess vegna er mikilvægt að fá bæði bókmenntir og fræðitexta utan úr hinum stóra heimi inn í okkar hugsun. Þýðingar eru ekki síður mik- ilvægar fyrir tungumálið, því þær endurnýja oft tungumál,“ segir El- ísabet og minnist í því samhengi á Jónas Hallgrímsson. „Hann bjó á 19. öld til alls konar orð sem okkur finn- ast hafa verið til í íslensku frá því á miðöldum.“ Elísabet bendir á að suma texta geti lesendur hreinlega ekki skilið nema á móðurmálinu og nefnir í því samhengi ljóð. Spurð hvort verðlaunin nú séu þeim Hildi hvatning til áframhald- andi þýðingastarfa, segir Elísabet: „Ég veit það nú ekki, enda höfum við ýmislegt annað að gera.“ Þess má að lokum geta að ítarlegt viðtal við þær Elísabetu og Hildi um þýðinguna á Walden birtist í Morg- unblaðinu 5. febrúar sl. Morgunblaðið/Hanna Þýðingar Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti Elísabetu Gunnarsdóttur og Hildi Hákonardóttur verðlaunin. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 8/3 kl. 20:00 58. s Lau 10/3 kl. 20:00 60. s Fös 9/3 kl. 20:00 59. s Sun 11/3 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 17. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 10/3 kl. 16:00 5.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Faðirinn (Kassinn) Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 Auka Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 11/3 kl. 13:00 14.sýn Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Oddur og Siggi (Stóra sviðið) Mán 5/3 kl. 11:00 Þri 6/3 kl. 11:00 Mið 7/3 kl. 11:00 Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30 Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? listsköpuninni að finna sér vinnu sem tónmenntakennari í grunnskóla, eiga þannig fyrir salti í grautinn og þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af hvort tónlistin hans fengi nægilega góða spilun á Spotify til að listsköpunin stæði undir sér. Anna tekur undir þetta og segir mikið frelsi í því fólgið að geta skapað list listarinnar vegna, án þess að hafa áhyggjur af hvort selja má verkin. „Það eru svo mikil gæði að geta einfaldlega fengið að vera skapandi, og veitir mikla lífsfyll- ingu. Og ef maður þarf á meðan að vinna að alls konar öðrum verkefnum býður það einfaldlega upp á alls kyns skemmtilega árekstra sem geta orðið manni innblástur.“ Listsköpun uppi á jökli Gott dæmi um hvernig Anna hefur tvinnað saman verkefni annars eðlis saman við listsköpunina eru verk sem hún byggir á ferðum með Jöklarann- sóknafélaginu. „Ég hef verið félagi síðan 1997 og farið í nánast alla vor- leiðangra félagsins í Grímsvötn,“ segir hún og nefnir að ferðirnar kalli á alls- konar mokstur og líkamlega vinnu. „Rannsóknirnar hafa veitt mér efnivið í fjölda listaverka. Verkið Leiðangur var sýnt á samnefndri yf- irlitssýningu á Kjarvalsstöðum 2017 og unnið út frá Grímsvatnaöskjunni sem er heillandi fyrirbæri,“ segir hún en verkið byggist á þeim 22 leið- öngrum sem Anna hefur farið í Grímsvötn. Verkið er sett saman úr tveimur stórum útsaumuðum landa- kortum af Grímsvatnasvæðinu. Ann- að kortið sýnir fyrsta uppdráttinn af Grímsvatnaöskjunni sem Hakon Wa- dell birti 1920, þar sem engin mæling hafði verið gerð með vélknúnu far- artæki, aðeins mannsaugað og viðmið líkamans komu þar við sögu. Hitt kortið sýnir sama stað 98 árum síðar með skráningu á öllum þeim vís- indalegu mælingum sem gerðar hafa verið á svæðinu þá daga sem Anna hefur dvalið á jöklinum. Anna segir myndlist vera rann- sóknartæki, sem hún notar á mismun- andi vegu. „Ég safna efnivið oft án sýnilegs markmiðs en seinna á vinnu- stofunni fylgdist ég með jökulís um- breytast í vatn og hvernig gjóskukorn fljóta um í plastpoka. Velti fyrir mér hvort vatnið í sýna-pokanum væri ennþá jökull, eða hvort staðurinn þar sem ég fjarlægði ísinn sé ennþá til. Þetta atferli kallaði fram ágengar spurningar: Á hvaða augnabliki hverfur staður? Hvernig verður stað- ur til? Er hann samofinn lífi þeirra sem hafa átt stundir með staðnum, upplifað í gegnum staðinn eða heyrt hans getið. Hvað um stað sem enginn hefur séð, snert eða heyrt af? Og hvaða merking felst í því að eigna sér náttúruundur?“ Það virðist sem þeim listamönnum fari fjölgandi sem nálgast starf sitt með svipuðum hætti og Anna og segir hún orðið minna um að myndlist- armenn vinni eingöngu á vinnustof- unni. „Eða kannski frekar að vinnu- stofan er hreyfanlegri í dag en áður. Vinnustofan, hvar og hvernig sem hún er, er samt alltaf jafn mikilvæg, en eins og t.d. mín vinnustofa þá er hún stundum heima, stundum í Berl- ín, uppi á Vatnajökli og bráðum í Marrakesh og þetta er frekar dæmi- gert fyrir daginn í dag,“ segir hún og bætir við að þessi flötur á starfinu geti verið eitt það skemmtilegasta við starfið: „Maður getur skapað sér ákveðið frelsi og listasamfélagið býð- ur upp á samfélagslegan núning sem gefur mikið. Í gegnum sýningar og samstarf skapast tengsl við fólk víðs- vegar að, oft með reynslu sem gefur innsýn í áður óþekktan heim.“ Við fyrstu sýn virðast sum listaverk Önnu nánast eins og sjálfsprottin, og oft að hún notar mjög hversdagslegan efnivið, eins og garn, tvinna og borðbúnað. Þegar að er gáð eru verkin þó flóknari og hafa mikla dýpt og skýra merkingu. „Það hefur verið ákveðið grunnstef í minni vinnu að spyrja spurninga um hluti sem búið er að samþykkja að séu „normal“, skoða markvisst röð pólitískra ákvarðana sem teknar hafa verið í gegnum aldirnar til að búa til þennan „sáttmála“,“ segir hún „Eitt sinn hélt ég sýningu með yfirskriftinni Kortlagning hversdags- lífsins þar sem ég var í reynd að nota myndlist til að kortleggja ósýni- leg öfl, reyna að átta mig á öllum þessum óskráðu reglum og kröfum sem gerðar eru til okkar allra sem einstaklinga og framkalla þær með myndlist.“ Annað gott dæmi er ljósmyndaverkið Má bjóða þér meira? sem sýn- ir konu í kjól hella kaffi í bolla, nema hvað bollinn er löngu fullur og kaffið fossar niður á gólf. Það sem virðist vera ósköp einföld mynd er í reynd beitt samfélagsádeila. „Þarna fer hverstagsleg athöfn úr böndunum og verður um leið að ógn við ríkjandi ástand. Stundum er hversdagsleikinn svo ósýnilegur að það þarf framköllunarvökva til að hann sjáist.“ Skoðar ósýnilegan hversdagsleikann Útlínur Anna gerði m.a. útsaumað verk út frá jöklamælingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.