Morgunblaðið - 05.03.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 5. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. „Guð, ef þú ert til, hjálpaðu …“
2. Hafði ákveðið að myrða Wall
3. Fótboltinn verður að engu
4. Vísindin eiga mig alla
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Óperusöngkonan Guja Sandholt
kemur fram ásamt Antoníu Hevesi
píanóleikara á hádegistónleikum í
Hafnarborg í dag kl. 12. Á undan-
förnum árum hefur Guja komið fram
sem mezzósópran en vinnur nú
smám saman að því að færa sig upp
um rödd á svið sóprans. Verkin sem
þær Antonía hafa valið til flutnings
endurspegla þetta og til gamans titla
þær tónleikana Kynskiptingar og
raddbreytingar í hádeginu.
Kynskiptingar og
raddbreytingar
Finnur Frið-
riksson, dósent í ís-
lensku við Háskól-
ann á Akureyri,
heldur þriðjudags-
fyrirlesturinn Face-
book: Sköpun
sjálfsmyndar í máli
og myndum, í Lista-
safninu á Akureyri,
Ketilhúsi, í dag kl. 17. Finnur mun
fjalla um rannsóknir sínar á tjáningu
unglinga á Facebook og einkum huga
að því hvernig sjálfsmyndarsköpun
fer þar fram með myndrænni jafnt
sem málbundinni framsetningu.
Sköpun sjálfsmyndar
Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur
flytur fyrirlesturinn „Reykjavíkur-
flugvöllur. Saga flugvallarmálsins“ í
dag kl. 12.05 í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafns
Íslands. Þetta er
fjórða erindi þessa
vormisseris í röð fyrir-
lestra sem Sagnfræð-
ingafélag Íslands
skipuleggur í sam-
vinnu við Þjóð-
minjasafnið.
Fyrirlestur um sögu
flugvallarmálsins
Á þriðjudag Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 með suð-
urströndinni í fyrstu. Dálítil él norðan- og austanlands, annars
þurrt að kalla. Frost 0 til 7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Svipað veður og í gær, en bætir í ofankomu
austan til á landinu og hvessir á Suðausturlandi. Norðan og norð-
austan 8-15 m/s. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
VEÐUR
ÍR kom í veg fyrir að Haukar
gætu fagnað deildarmeist-
aratitlinum í körfubolta
karla í Hertz-hellinum í
Breiðholti í gær, með því að
vinna leik liðanna 64:62.
Tindastóll getur jafnað
Hauka að stigum með sigri
á Stjörnunni í kvöld en örlög
Hauka eru áfram í þeirra
höndum fyrir lokaumferðina
á fimmtudag. Þór Þ. heldur í
vonina um að komast í úr-
slitakeppnina. »2
Haukar fengu ekki
fagnað í Hellinum
„Það hafa verið fæðingargallar á
þessu, sem er eðlilegt þegar það er
verið að taka eitthvað nýtt upp. Ég
held að þetta verði bara til góðs, sér-
staklega til framtíðar,“ segir Heimir
Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í
knattspyrnu, um myndbands-
dómgæslu. Allt útlit er fyrir að tækn-
in verði nýtt á heimsmeistaramótinu
í Rússlandi í sumar. »1
Eðlilegir fæðingargallar
en þetta er til góðs
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Ég varð alveg stjarfur þegar úr-
slitin voru tilkynnt, enda æsku-
draumur að rætast,“ segir Ari
Ólafsson, nýkjörinn fulltrúi Íslands í
Eurovision-söngvakeppninni sem
haldin verður í Lissabon í maí. Eftir
að síma- og dómnefndaratkvæði
höfðu verið talin voru lögin „Our
Choice“ með Ara og „Í stormi“ með
Degi Sigurðssyni efst og mættust
þeir því í einvígi þar sem Ari bar
sigur úr býtum. Ari segir að upp-
haflega hafi markmiðið verið að
komast í úrslitaeinvígið.
„Þetta gat auðvitað brugðið til
beggja vona þegar í úrslitakeppnina
var komið. Ég var því orðinn mjög
ánægður þegar ég komst þangað,
en svo var stórkostlegt að takast að
vinna þetta,“ segir Ari sem hefur
haft áhuga á söng- og leiklist frá
blautu barnsbeini. Fyrst kom Ari
fram í sýningunni Oliver Twist í
Þjóðleikhúsinu einungis níu ára
gamall, en síðan þá hefur hann tekið
þátt í fjölmörgum leiksýningum.
Oft verið líkt við Johnny Logan
Nú síðast vakti Ari athygli fyrir
frammistöðu sína þegar hann söng
með norsku stjörnunni Sissel
Kyrkjebø í Eldborgarsal Hörpu.
„Ég frétti af því að Sissel vantaði
sópranrödd til að syngja með sér.
Ég sendi upptöku sem Sissel hlust-
aði á og vildi í kjölfarið fá mig til
að syngja með sér. Það var mik-
il upplifun að syngja með
henni,“ segir Ari.
Í aðdraganda söngva-
keppninnar hér heima hefur
Ara oft á tíðum verið líkt við
söngvarann Jonnhy Logan
sem sigraði tvívegis í Euro-
vision fyrir um þremur ára-
tugum. Spurður um saman-
burðinn segir Ari það vera
mikinn heiður að vera líkt
við stórstjörnu á borð við Johnny
Logan.
„Þetta byrjaði allt saman þegar
mamma vinar míns setti mynd af
okkur tveimur á Facebook-síðu
sína. Síðan þá hefur þetta verið að
koma reglulega upp, en ég kvarta
ekki, enda ekki leiðum að líkjast,“
segir Ari
Í haust mun hann hefja nám við
breska söngskólann, Royal Aca-
demy of Music, sem er í Lundúnum.
„Þetta er einn stærsti söng- og leik-
listarskóli í heimi, en þarna er
manni kennt allt sem hægt er að
læra um tónlist. Ég held að þarna
muni ég ná að bæta mig mikið sem
söngvari þannig að spennan fyrir
flutningnum er orðin mikil,“ segir
Ari.
Æskudraumur Ara rættist
Fer í haust
í einn stærsta
söngskóla heims
Morgunblaðið/Eggert
Sigurvegari Ari Ólafsson bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni eftir úrslitaeinvígi við Dag Sigurðsson.
Ari Ólafsson mun verða næst-
yngsti Íslendingurinn til að
flytja lag í lokakeppni Eurovisi-
on, einungis 20 ára gamall.
Ari verður rúmum fimm
mánuðum eldri en Jóhanna
Guðrún sem er yngsti ís-
lenski keppandinn, en hún
hafnaði í öðru sæti í keppninni
árið 2009. „Ég var búinn að
heyra eitthvað af þessu. Það
kemur kannski ekki mikið
á óvart enda er ég bara 19 ára
gamall,“ segir Ari sem mun fagna
tvítugsafmælinu þegar keppnin fer
fram. „Það eru fáir staðir sem ég
myndi frekar vilja vera á. Þetta
verður án efa afar skemmtilegt,“
segir Ari.
Spurður hvort hann sé farinn að
leiða hugann að lokakeppninni
segir Ari svo vera. Mikil tilhökkun
sé fyrir ferðinni enda um risastór-
an viðburð að ræða.
Næstyngstur - Jóhanna yngst
ARI VERÐUR TVÍTUGUR MEÐAN Á EUROVISION STENDUR
Jóhanna Guðrún
Aðeins er tímaspursmál hvenær Man-
chester City landar Englandsmeist-
aratitlinum í knattspyrnu en liðið
vann fráfarandi meistara Chelsea 1:0
í gær, án þess að Chelsea ætti skot á
mark. City þarf aðeins
fjóra sigra í viðbót til að
verða meistari, og fagn-
ar hugsanlega titlinum
eftir Manchester-
slag í apríl. »6
City er fjórum sigrum
frá meistaratitlinum