Morgunblaðið - 07.03.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
Helgi Bjarnason
Anna Sigríður Einarsdóttir
Logi Einarsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, segir að Sigríði Á. And-
ersen dómsmálaráðherra sé ekki
treystandi til að fara með málefni
dómstólanna í landinu. Hann var
fyrsti flutningsmaður tillögu Sam-
fylkingarinnar og Pírata til þings-
ályktunar um vantraust á dóms-
málaráðherra. Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra sagðist ekki fá séð
að rökin með vantrauststillögunni
væru fullnægjandi.
Vantrauststillagan var felld. 29
þingmenn greiddu henni atkvæði en
33 voru á móti. Niðurstaðan fór að
miklu leyti eftir línum stjórnar og
stjórnarandstöðu. Þó greiddu tveir
þingmenn VG, Andrés Ingi Jónsson
og Rósa Björg Brynjólfsdóttir, at-
kvæði með stjórnarandstöðunni,
studdu vantraust, og Bergþór Óla-
son, þingmaður Miðflokksins, sat hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Logi sagði í framsöguræðu sinni
að aðalatriði málsins væri að vegna
ólögmætrar embættisfærslu væri
óvissa um heilt dómstig. Bréf um-
boðsmanns Alþingis gæfi fullt tilefni
til að ætla að allt væri komið fram er
varðaði embættisfærslur dómsmála-
ráðherra. Engin mál fyrir dómstól-
um snérust um stöðu dómsmálaráð-
herra, eingöngu um slæmar
afleiðingar ólögmætrar embættis-
færslu ráðherra. „Þess vegna er
dómsmálaráðherra ekki treystandi
til að fara með málefni dómstólanna í
landinu eða vinda ofan af þeim vand-
ræðagangi sem dómstólar eru komn-
ir í. Hún verður því að axla ábyrgð á
þeim og það er nauðsynlegt að það
birtist með skýrum hætti,“ sagði
hann.
Koma höggi á ríkisstjórnina
Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði meðal annars í sinni
ræðu að þeir sem stæðu að þessari
tillögu væru í leiðangri sem gengi út
á það eitt að reyna að koma höggi á
ríkisstjórnina.
„Í ljósi þeirrar langdregnu um-
ræðu sem stjórnarandstöðuflokk-
arnir hafa staðið fyrir um þetta mál,
sem er löngu upplýst og margskoð-
að, verð ég að segja að það er visst
fagnaðarefni að fá hér tækifæri til að
binda formlega enda á málið, fá
tækifæri til að lýsa stuðningi við ráð-
herrann hér á Alþingi,“ sagði Bjarni.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra og formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, sagði
ekki rétt að afsögn dómsmálaráð-
herra eyddi réttaróvissu vegna skip-
unar dómara í Landsrétt, henni yrði
eingöngu eytt með því að dómstólar
lykju málsmeðferð sinni.
„Ég fæ satt að segja ekki séð að
rökin með þessari vantrauststillögu
séu fullnægjandi,“ sagði Katrín Jak-
obsdóttir.
Sæmir ekki ráðherra
„Í stað þess að gleðjast yfir þeim
tímamótum, sem stofnun Landsrétt-
ar er, þá hafa þau verið sveipuð tor-
tryggni og vantrausti,“ sagði Rósa
Björk Brynjólfsdóttir er hún gerði
grein fyrir sínu atkvæði. Andrés Ingi
sagði stöðu Landsréttar vera eina
ástæðu þess að hann hefði ekki stutt
stjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðis-
flokksins eftir síðustu kosningar.
„Mér þótti málið slæmt í nóvember,
en síðan hefur það stöðug versnað.“
Vinnubrögðin sæmi ekki ráðherra.
Bergþór Ólason, þingmaður Mið-
flokksins, sagðist telja ríkisstjórnina
vonda en lagalegar hliðar dómara-
skipanar væru þó þess eðlis að hann
styddi ekki tillöguna.
Tveir með stjórnarandstöðu
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Atkvæði að mestu eftir línum stjórnar og andstöðu
Andrés Ingi og Rósa Björk fylgdu ekki þingmönnum stjórnarinnar Bergþór Ólason sat hjá
Morgunblaðið/Hari
Úr þingsal Allir þingmenn voru við umræður og atkvæðagreiðslu um tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra. Meirihlutinn felldi tillöguna.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Líkt og fram kom í fréttum í gær-
morgun lögðu þingflokkar Pírata
og Samfylkingar fram vantrausts-
tillögu á Sigríði Á. Andersen dóms-
málaráðherra vegna framgöngu
hennar í landsréttarmálinu. Til-
lagan var send inn laust fyrir mið-
nætti í fyrrakvöld.
Fram kemur á vef Alþingis að
vantraust á ríkisstjórn er lagt fram
og afgreitt sem þingsályktun-
artillaga. Um meðferð vantraust-
stillagna gildi ákvæði 2. mgr. 45.
gr. laga um þingsköp Alþingis, nr.
55/1991. Yfirleitt séu tillögurnar
mjög stuttorðar.
„Frá 1944 hafa verið lagðar fram
þingsályktunartillögur um van-
traust á ríkisstjórn í 24 skipti. Þar
af var ein tillaga um vantraust á
alla ráðherra í ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar 1994 en henni var vísað
frá að tillögu forsætisráðherra. Á
tímabilinu var aðeins ein van-
trauststillaga samþykkt. Það var
árið 1950 þegar ríkisstjórn Ólafs
Thors fór frá. Árið 1974 rauf Ólaf-
ur Jóhannesson þing áður en van-
trauststillaga á ríkisstjórn hans
kom til umræðu á þinginu,“ segir
orðrétt á vef Alþingis, þar sem
fjallað er um vantrauststillögur.
Þar kemur einnig fram að árið
2016 voru fluttar tvær vantrausts-
tillögur, fyrst á ríkisstjórn Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar og
síðar á ríkisstjórn Sigurðar Inga
Jóhannssonar. Sömu flutningsmenn
voru að báðum tillögunum: Árni
Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir,
Óttar Proppé og Birgitta Jóns-
dóttir.
Lýstu vantrausti á ráðherra
Vantrauststillögur afgreiddar sem þingsályktunartillögur
24 slíkar tillögur á ríkisstjórnir hafa komið fram frá 1944
„En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Þessi vantrauststillaga sýnir að valdið til að skipa dóm-
ara á að vera í höndum ráðherra en ekki hjá andlitslausri
stjórnsýslunefnd. Ráðherrann er hægt að draga til
ábyrgðar eins og flutningsmenn reyna að gera með þess-
um hætti. Hæfnisnefndir verða ekki dregnar til ábyrgð-
ar,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í
ræðu við umræður um vantrauststillögu á dómsmálaráð-
herra.
Hún fór yfir tillögu sína til Alþingis um skipan dómara
við Landsrétt. Hún hefði talið að dómarareynslu um-
sækjenda hefði ekki verið gefið nægt vægi. Við breytingu
sína hefði hlutur karla og kvenna í Landsrétti jafnast.
Varðandi rannsókn á málinu sem Hæstiréttur taldi
ekki nægjanlega segist hún hafa innt af hendi viðamikla
rannsókn á umsóknum og öðrum gögnum og talið sig
hafa rannsakað málið nægjanlega áður en hún lagði til-
lögu sína fyrir Alþingi.
Vilja ábót á dómsniðurstöðu
„Þegar menn telja nú dóm Hæstaréttar frá því í des-
ember vera tilefni til afsagnar minnar eða vantrausts Al-
þingis á mér þá er á ferðinni einhver misskilningur um
þrígreiningu ríkisvaldsins. Ráðherra hefur ekki síðasta
orðið um túlkun á lagareglum þegar hann tekur sínar
ákvarðanir.
Þegar um matskenndar reglur er að ræða og ágrein-
ingur er um túlkun þeirra kemur auðvitað fyrir að nið-
urstaða stjórnvalds sé borin undir dómstóla og það eru
dómstólar sem hafa þá lokaorðið. Þetta á ekki síst við um
ýmsar matskenndar reglur stjórnsýsluréttarins. Jafn
eðlilegt er að stundum dæmi dómstólar stjórnvaldi, ráð-
herra, sveitarfélagi, ríkisstofnun, í óhag. Dómstólar eru
stundum ósammála. Þar er einfaldlega réttarríkið að
verki og við höfum komið okkur saman um að una nið-
urstöðunni.
Þessi tillaga um vantraust sem við ræðum hér sýnist
mér til marks um að háttvirtir flutningsmenn uni ekki
niðurstöðu dómstóla og vilji fá einhverskonar ábót á
dómsniðurstöðuna. Menn hafa reynt að kreista slíka ábót
út úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og umboðsmanni
Alþingis,“ sagði Sigríður.
Einhver misskilningur um
þrígreiningu ríkisvaldsins
Sigríður Á. Andersen segist hafa rannsakað málið ítarlega
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Sigríður Á. Andersen og Lilja Alfreðsdóttir við
umræður um vantraust á dómsmálaráðherra.