Morgunblaðið - 07.03.2018, Side 10

Morgunblaðið - 07.03.2018, Side 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jónas Jóhannsson hæstaréttarlög- maður hefur ritað Sigríði Á. Ander- sen dómsmálaráðherra bréf vegna skipunar dómara í Héraðsdóm Reykjavíkur 19. febrúar. Jónas var í hópi 31 umsækjanda um embættið en Arnaldur Hjartarson var valinn. Jónasi barst eins og öðrum um- sækjendum bréf frá ráðherra þar sem tilkynnt var um valið. Var viðtak- endum boðið að óska eftir rökstuðn- ingi fyrir ákvörðun ráðherra. Ákvað Jónas að gera það með vísan til 21. greinar stjórnsýslulaga. Segir í þeirri grein að „aðili máls getur krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt“. Skal bera fram beiðni um rökstuðning fyrir ákvörðun innan 14 daga frá því að aðila var tilkynnt ákvörðunin og skal stjórnvald svara henni innan 14 daga frá því hún barst. Jónas óskaði eftir rökstuðningi 28. febrúar og hefur ráðherra samkvæmt því frest til 14. mars. Mun ráðast af næstu skrefum Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað- ur Alþingis, er að afla gagna vegna starfa dómnefndar um umsækjendur um stöðu dómara. Hann mun síðan ákveða farveg málsins. Mun Jónas vera að baki umræddri kvörtun. Spurður um næstu skref, ef um- boðsmaður telur tilefni til að rann- saka málið frekar, segir Jónas fram- haldið í höndum lögmanns síns. „Ég er með lögmann í málinu, Helga Birgisson hæstaréttarlög- mann. Ég treysti honum til að taka ákvörðun um framhaldið. Það er hans að meta þetta sjálfstætt.“ Spurður hvort til greina komi að fara með mál- ið fyrir dómstóla kveðst Jónas ekki útiloka það. „Ég hef hins vegar engan áhuga á málaferlum við ráðherra. En ég útiloka það ekki.“ Stigagjöfin sett til hliðar Athygli hefur vakið að við skipun dómara í Landsrétt notaði dómnefnd stigagjöf út frá 12 matsþáttum. Við valið á dómara í Héraðsdóm Reykja- víkur var slík stigagjöf hins vegar ekki notuð heldur var valið rökstutt með almennum orðum. Dómnefndina vegna Héraðsdóms Reykjavíkur skipuðu þau Jakob R. Möller, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Kristín Benediktsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helga- dóttir. Fram kom í nýju umsögninni að formannsskipti urðu við valið. Gunnlaugur Claessen, formaður nefndarinnar, og Greta Baldursdótt- ir, varamaður hans, hefðu bæði vikið sæti við meðferð málsins „fyrst og fremst vegna tímabundinna anna“. Til upprifjunar lét Jakob R. Möller þau orð falla á fundi lagadeildar Há- skólans í Reykjavík 24. janúar sl. að stigagjöfin væri varhugaverð. „Hætt- an í sambandi við boxamerkingarnar“ væri t.d. sú að sá sem hefði unnið í 10 ár væri „fimm sinnum betri en sá sem hefur unnið í 2 ár“. „Þetta er hætta sem ber mjög víða á þar sem mann- auðsfræðingarnir hafa ráðið ríkjum,“ sagði Jakob þá m.a. Jakob sagði við Morgunblaðið í gær að dómnefndin hefði frest til 28. mars til þess að svara umboðsmanni. Mismunandi nálgun dómnefnda Benda þessi sjónarmið setts nefnd- arformanns til að munur hafi verið á nálgun dómnefnda vegna Landsrétt- ar annars vegar og Héraðsdóms Reykjavíkur hins vegar. Fram hefur komið að tveir umsækjendur um Landsrétt fengu dæmdar bætur eftir að þeir höfðuðu mál gegn ráðherra fyrir að víkja frá tilnefningum dóm- nefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu. Ákveðið fyrirfram Jónas sótti líka um Landsrétt. Spurður um mismunandi nálgun dómnefnda segir Jónas margt benda til að nefndin undir forystu Jakobs R. Möller hafi ákveðið að tilnefna Arnald sem dómara. Rökstuðningur hafi svo fylgt í kjölfarið. Efnislegur saman- burður á umsækjendum hafi ekki far- ið fram. „Vinnubrögð nefndarinnar gætu bent til þess að hún taki ákvörð- un um hvern skipa skuli og reyni svo að rökstyðja það eftir á,“ segir Jónas um dómnefndina. Morgunblaðið hefur afrit af bréfi hans til ráðherra vegna skipunar dómara í Héraðsdóm Reykjavíkur: „Ég vek sérstaka athygli á því að ég var meðal umsækjenda um emb- ætti 15 dómara við Landsrétt, sem þér skipuðuð í 2017, en eins og með- fylgjandi listi frá dómnefnd um hæfni umsækjenda til að sitja í Landsrétti ber með sér … raðaðist ég í 20. sæti af 33 umsækjendum og var m.a. met- inn hæfari en sex gamalreyndir hér- aðsdómarar; Sandra Baldvinsdóttir, Ólafur Ólafsson, Bogi Hjálmtýsson, Hildur Briem, Ragnheiður Braga- dóttir og Jón Finnbjörnsson. Ragn- heiður raðaðist í 23. sæti og Jón vermdi 30. sætið.“ Lagði áherslu á dómarareynslu Jónas rifjar upp orð ráðherra. „Mér líður ekki úr minni þegar þér lýstuð því ítrekað yfir á opinberum vettvangi, áður en skipað var í emb- ættin, að þér mætuð það svo, sem sér- fræðingur, að efstu 23-24 umsækj- endurnir væru allir jafn hæfir til að hreppa embætti landsréttardómara og að þess utan legðuð þér áherslu á langa dómarareynslu umsækjenda. Með þessum röksemdum skipuðuð þér Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson í embætti landsréttar- dómara,“ skrifar Jónas. Má hér rifja upp að dómsmálaráð- herra lýsti því í bréfi til forseta Al- þingis 29. maí 2017 að hann teldi dóm- nefnd ekki hafa gefið reynslu af dómarastörfum nóg vægi við tilnefn- ingar á landsréttardómurum. Jónas ber í bréfi sínu til ráðherra saman eigin reynslu og reynslu þess sem dómnefnd tilnefndi í Héraðsdóm Reykjavíkur og ráðherra skipaði 19. febrúar síðastliðinn. Mikill munur á reynslunni „Þess er vænst að í rökstuðningi yðar verði skilmerkilega greint frá því hvernig þér teljið lög geta staðið til þess að ég sé að áliti dómnefndar metinn hæfari til að gegna embætti landsréttardómara en ofangreindir tveir dómarar sem þér skipuðuð í Landsrétt, en teljist þrátt fyrir þetta ekki hæfastur til að öðlast héraðs- dómaraembættið sem þér skipuðuð Arnald Hjartarson í. Með fyllstu virð- ingu fyrir Arnaldi er m.a. sá veiga- mikli munur á starfsferli okkar og reynslu að ég var áður héraðsdómari í 17 ár og hef ríflega 6 ára lögmanns- reynslu á meðan Arnaldur hafði verið settur héraðsdómari í 3 mánuði og var með innan við árs reynslu af lög- mannsstörfum. Ég árétta í þessu sambandi fyrri skírskotun mína til 1. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga,“ skrifar Jónas til ráðherrans. Segir í þeirri grein að „í rökstuðn- ingi skal vísa til þeirra réttarreglna sem ákvörðun stjórnvalds er byggð á“. „Að því marki, sem ákvörðun byggist á mati, skal í rökstuðningnum greina frá þeim meginsjónarmiðum sem ráðandi voru við matið.“ Útilokar ekki að höfða mál vegna skipunar héraðsdómara  Umsækjandi við Héraðsdóm Reykjavíkur krefur dómsmálaráðherra skýringa Morgunblaðið/Hari Héraðsdómur Reykjavíkur Dómsmálaráðherra skipaði dómara 19. feb. sl. Umsækjandi um embættið hefur óskað skýringa frá ráðherra vegna valsins. Jónas Jóhannsson Jakob R. Möller Sigríður Á. Andersen Arnaldur Hjartarson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Hita- kútar 30-450 lítrar Umboðsmenn um land allt Amerísk gæðaframleiðsla Tvö vinnuslys urðu í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum um síð- ustu helgi. Annað þeirra vildi þann- ig til að maður féll aftur fyrir sig úr stiga, sem var utan á vinnulyftu á Keflavíkurflugvelli, og lenti á flug- hlaðinu sem er steypt. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráða- móttöku Landspítala í Fossvogi og Vinnueftirlitinu var gert viðvart um atvikið. Í hinu tilvikinu var maður að fara út í bát sem lá við bryggju í Grinda- víkurhöfn en skrikaði fótur og datt á bryggjuna. Hann var fluttur á Landspítala í Fossvogi og reyndist vera með brotna mjaðmakúlu. Datt á bryggju og braut mjaðmakúlu Brotist var inn í hesthús á Suð- urnesjum um helgina og var þar talsverðu magni af reið- tygjum stolið, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Meðal þess sem var stolið voru sjö hnakkar, mörg beisli, reið- hjálmar og ýmis annar búnaður til hestamennsku. Í tilkynningunni segir að lög- reglan á Suðurnesjum rannsaki nú málið. Stálu sjö hnökkum, beislum og hjálmum Reiðtygi Sjö hnökkum var stolið. Matvælastofnun innleysti nú um mánaðamótin lið- lega 607 þúsund lítra greiðslu- mark í mjólk frá 7 bændum og endurúthlutaði til 93 búa. Innlausn rík- isins á mjólk- urkvóta kemur í stað kvótamarkaðar Mast sem í gildi var þar til núverandi búvöru- samningur kom til framkvæmda. Alls sóttu 93 bændur um viðbót- arkvóta, samtals nærri 9,2 milljónir lítra. Allir fengu eitthvað Meirihluti þess kvóta sem Mast úthlutaði að nýju fór til forgangs- hópa, til þeirra sem framleitt höfðu umfram kvóta á tilteknu tímabili og nýliða. 150 þúsund lítrum var skipt á öll þau 93 bú sem sóttu um og kom því lítið í hlut hvers. Innlausnarvirði greiðslumarks- ins er 122 krónur á lítra á þessu ári. helgi@mbl.is Margföld spurn eftir mjólkurkvóta Kýr Mjólkurkvótinn er eftirsóttur. Karlmaður var í gær í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæslu- varðhald, eða til 20. mars, á grund- velli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Maðurinn var handtekinn í síð- ustu viku vegna rannsóknar lög- reglu á innbrotum í umdæminu. Annar maður, sem var handtekinn af sama tilefni, hefur verið úrskurð- aður til að sæta vistun í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda til 20. mars, en hann er 17 ára. Samtals voru fjórir karlmenn handteknir grunaðir um innbrot í síðustu viku, tveir í Hafnarfirði og tveir í Garða- bæ. Mennirnir sem teknir voru í Garðabæ eru erlendir ríkisborgarar sem eru ekki með íslenska kennitölu og talið er að þeir hafi komið hingað gagngert til að stunda innbrot. Ann- ar þeirra sem tekinn var í Hafn- arfirði er Íslendingur en hinn er- lendur ríkisborgari. Áfram í varðhaldi grunaður um innbrot

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.