Morgunblaðið - 07.03.2018, Side 11

Morgunblaðið - 07.03.2018, Side 11
NÝTT NÝTT Verið velkomin • Peysur • Bolir • Túnikur • Vesti • Leggings • Kjólar • Kvartbuxurnar komnar í 4 litum Vinsælu heimagallarnir alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4XL Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 Aðalfundur Samtakanna ’78 fór fram um síðustu helgi. Þar var stjórn kosin til næstu tveggja ára og var María Helga Guðmundsdóttir endurkjörin formaður með öllum greiddum atkvæðum. Fjölbreytt starf fer fram á vegum samtakanna en hápunktur ársins verður í vor þegar 40 ár verða liðin frá stofnun Samtakanna ’78. Í ræðu sinni á fundinum sagði María að á þessum árum hefði náðst ótrúlegur árangur í baráttu hinsegin fólks fyrir mannréttindum. Í þá daga hefðu viðhorfin í þjóðfélaginu verið slík að margir neyddust til að flýja land undan ofsóknum. Síðan hefði margt breyst, nú leitaði hingað fólk eftir alþjóðlegri vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar og stjórnvöld væru með það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks. „Um leið og við gleðjumst yfir árangri í baráttunni er margt sem minnir okkur á að halda baráttunni áfram. Líkamsárás á homma í mið- borg Reykjavíkur og hatursfull um- mæli á samfélagsmiðlum sem leggja hinsegin fræðslu og barnaníð að jöfnu minna okkur á að fordómar og hatur þrífast allt of víða í samfélag- inu,“ sagði María m.a. í ræðu sinni. Bætti hún við að þótt meðvitund og viðurkenning á trans og intersex fólki færi vaxandi í íslensku sam- félagi væru nauðsynlegar réttar- bætur fyrir þessa hópa enn ekki í höfn. bjb@mbl.is Samtökin ’78 fagna 40 árum  Formaðurinn segir fordóma og hatur þrífast allt of víða Skipulags- og byggingarráð Hafn- arfjarðarbæjar hefur boðað til kynningarfundar miðvikudaginn 14. mars nk. þar sem framtíðarsýn hverfisins Hraun-Vestur verður kynnt. Fundurinn verður í Bæj- arbíói og hefst kl. 20. Á hönnunarstiginu hefur hverfið fengið viðurnefnið „Fimm mín- útna“ hverfið. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjón- ustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins, segir í tilkynn- ingu um fundinn. Þar segir ennfremur að í hverf- inu muni kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verði lögð á góða blöndun íbúð- arbyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla, dagvistunar- og frí- stundasvæða. Bílastæði og bíla- stæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og útfærslur eru á götu- mynd að norrænni fyrirmynd, á sama tíma og aðgengi að almenn- ingssamgöngum sé eins og best verður á kosið. Hugmyndin að Hraun-Vestur hefur verið í þróun í nokkur ár. „Unnið hefur verið að þessum hugmyndum allt kjörtímabilið. En þar er leitast við að mæta kröfum nýrra kynslóða sem eru að fara að koma sér upp heimili en um leið spennandi kostur fyrir fólk sem er komið á þann stað í lífinu að vilja minnka við sig og hafa viðhald í lágmarki og vera í nálægð við mið- bæjarþjónustustig. Hraun-Vestur er ekki bara ný framtíðarsýn held- ur er hverfið ef af verður nýtt glæsilegt andlit Hafnarfjarðar,“ segir m.a. í tilkynningu frá Hafn- arfjarðarbæ. Fimm mínútna hverfi mótast í Hafnarfirði  Kynningarfundur um Hraun-Vestur Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kraftur kemst væntanlega í hrogna- vinnslu upp úr miðri vikunni, en um tvær vikur gætu verið eftir af loðnu- vertíð. Í gær voru skipin dreifð um Faxaflóa við leit og veiðar, frá Garð- skaga og norður undir Malarrif. Á mánudag var yfirleitt lítið að sjá og „kaldaskítur“ á miðunum, en bæði í gær og í fyrradag náðu einhverjir þokkalegum köstum. Loðnu hefur verið víða að sjá, en hún virðist ekki hafa þétt sig í flekki eða stórar torfur eins og hún gerði í fyrravetur. Hrognavinnsla byrjaði hjá HB Granda fyrir helgi og voru unnin svokölluð iðnaðarhrogn. Hrogna- vinnsla er einnig hafin í Vestmanna- eyjum og hjá Síldarvinnslunni og Eskju er beðið eftir að fyrstu skipin komi með farma til vinnslu hrogna. Enn óvissa um verð Loðnan er unnin í marga afurða- flokka og auk lýsis og mjöls er hún fryst fyrir ólíka markaði í Austur- Evrópu og Asíu eftir stærð loðnunn- ar, hrognafyllingu og þroska hrogna. Síðustu daga vertíðar er hrogna- vinnsla til manneldis síðan alls ráð- andi, en hrognin eru verðmætasta afurð loðnunnar. Nokkur óvissa er um verð fyrir hrognin og einhverjar birgðir eru í landinu síðan í fyrra. Oft er ekki samið um endanlegt verð fyrr en að lokinni vertíð þegar fyrir liggur hver framleiðslan er. Útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagði að ekki væri ólíklegt að seljendur og kaupendur myndu hittast og ræða málin á sjáv- arútvegssýningunni í Brussel 24.-26. apríl. Eftir aukningu í byrjun febrúar var heildaraflamark á loðnu við Ís- land í vetur ákveðið 285 þúsund tonn. Af þeim kvóta koma alls 185.575 tonn í hlut Íslendinga. Sam- kvæmt yfirliti á vef Fiskistofu er bú- ið að landa 113 þúsund tonnum, en eitthvað kann að vanta inn í þær töl- ur. Sérstök vertíð í fyrra Í fyrra komu 196 þúsund tonn í hlut íslenskra veiðiskipa og náðist sá afli allur. Útflutningsverðmæti var þá áætlað um 17 milljarðar króna. Vertíðin í fyrra var að mörgu leyti sérstök, því skipin héldu ekki til veiða fyrr en að loknu sjómanna- verkfalli 20. febrúar. Kvóti íslenskra skipa var síðan aukinn 14. febrúar úr rúmum 12 þúsund tonnum í rúmlega 196 þúsund tonn. Gott veður, þéttar göngur og öflug skip gerðu það að verkum að kvótinn náðist þó svo að skammur tími væri til stefnu. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Um borð í Víkingi AK Kastað vestur af Reykjanesi í lok loðnuvertíðar í fyrravetur, en góður afli fékkst þá á skömmum tíma. Loðnuskipin dreifð á Faxaflóa við leit og veiðar  Kraftur að komast í hrognavinnslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.