Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 13
Nýflutt út Alexandra og Kristó, Sigrúnu Dís og Embla Marín og aupair-stúlkan Birgitta Rún Guðmundsdóttir.
mér aftur á skólabekk í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti, í þetta skipt-
ið í nokkra mismunandi líffræðiá-
fanga. Kasólétt náði ég að klára
desemberprófin, en fæðingin var
sett 2. janúar. Ég var alveg orðin
staðráðin í að komast inn í þennan
skóla, enda mjög virtur skóli á
þessu sviði. Á þessum tíma var ég
komin framyfir settan dag og því
hjálpaði Kristó mér svakalega mik-
ið við umsóknarferlið, senda út
pappíra, fá meðmælabréf og annað
sem þurfti að fylgja umsókninni.“
Hvað verður um stelpurnar?
Alexandra fór létt með inn-
gönguviðtalið sem fór fram í gegn-
um Skype og var henni veitt inn-
ganga tveimur dögum eftir það.
„Gleðin leyndi sér ekki á
heimilinu og samdægurs fórum við
að skoða íbúðir í Bournemouth.
Eftir boð um inngöngu í skólann þá
var þetta aldrei spurning, við ætl-
uðum að flytja öll saman út og upp-
lifa nýtt ævintýri. Við fluttum því
út um haustið 2016 með eina 2 ára
og aðra 7 mánaða. Ég viðurkenni
samt að við fengum oft spurningar
frá vinum og fjölskyldu eins og
„hvernig ætlið þið að fara að
þessu? „hvað verður um stelp-
urnar? og slíkt, en það er skemmst
frá því að segja að þessi tími hefur
gengið alveg ótrúlega vel bæði í
námi og utan náms með stelpurnar.
Okkur líkar alveg afskaplega vel.
Bournemouth er skemmtilegur
strandbær á suðurströnd Bret-
lands, ekki of stór en að sama
skapi ekki of lítill og hér er hægt
að finna sér nóg að gera. Þó svo að
öll fjölskyldan okkar sé heima á Ís-
landi, þá erum við búin að skapa
okkur ósköp notalegt heimili hér og
höfum það mjög gott. Það tekur
okkur til að mynda tvær mínútur
að komast í sand og sjó og það er
eitt af því sem stelpurnar okkar
elska.“
Þess virði að leggja á sig
Fyrsta árið voru Alexandra og
Kristófer bæði í námi og réðu sér
au pair til þess að hjálpa sér með
stelpurnar. Kristófer útskrifaðist
með meistaragráðu í alþjóðlegum
fjárfestingum og var í kjölfarið
boðið starf hjá JP Morgan-
fjárfestingabankanum, en Alex-
andra hélt kírópraktornáminu
áfram. Hún segir námið eiga mjög
vel við sig.
„Aðeins er kennd kírópraktík í
skólanum og því eru allir nem-
endur skólans að fara í gegnum
sama prógramm. Lokaárið er
nokkurskonar starfsnám, en þá
vinnur maður sem nemi á stofu
sem skólinn rekur og þá er maður
að vinna sem kírópraktor að sjá um
sína sjúklinga. Við sem erum
styttra komin getum svo alltaf
fengið að fylgjast með á klínikinni
og fengið innsýn í það hvernig er
að sinna alvörusjúklingum með al-
vöruvandamál. Það er ágætis til-
breyting að líta upp úr bókunum og
fá að sjá hvað við munum gera sem
kírópraktorar í framtíðinni,“ segir
Alexandra og bætir við að námið sé
mjög skipulagt og blandað af bók-
legu og verklegu.
„Strax frá fyrstu önn fær mað-
ur tilfinningu fyrir því hvernig það
er að vera kírópraktor og hvað
felst í starfinu. Bóklegu áfangarnir
eru fjölþættir og krefjandi, en við
þurfum að læra mikla meinafræði
og lífeðlisfræði ásamt því að kunna
líffærafræði (anatomy) upp á 10.
Mikið af þessu er ekki ólíkt lækn-
isfræði því við verðum að kunna að
bera kennsl á sjúklinga og meta
hvort þeir þurfi að komast undir
læknishendur eða hvort við getum
aðstoðað þá með stoðkerfis-
vandamál sín. Verklega námið er
augljóslega langskemmtilegast, þá
erum við að læra að þekkja merki
líkamans ef eitthvað er að og
hvernig við getum reynt að bæta
það. Við lærum mörg vöðvapróf,
taugapróf og fleira. Sem við nýtum
til að komast að greiningu á sjúk-
lingnum okkar. Námið er mjög erf-
itt en með skipulagi, metnaði og
þrautseigju er allt hægt. Þó að
skóladagarnir séu oft langir og erf-
iðir, þá er þetta svo skemmtilegt að
það er algjörlega þess virði að
leggja alla þessa vinnu á sig.“
Alþjóðlegt líf framundan
En hvað skyldi svo taka við
eftir útskrift?
„Ég hef alltaf einblínt á að lifa
í núinu og er því ekki mikið farin
að spá í lífið eftir útskrift. Ég á
ennþá tvö og hálft ár eftir og ætla
að njóta þess á meðan ég get. Auð-
vitað sé ég sjálfa mig vinna sem kí-
rópraktor í framtíðinni, annars
væri ég ekki að þessu, en hvar í
heiminum er ennþá óljóst. Kristó
er að vinna í alþjóðlegum banka og
algengt að fólk flytjist á milli staða
og því er allt opið í þessu. Hug-
urinn leitar þó alltaf heim en við
viljum samt halda öllum dyrum
opnum. Okkur líður vel úti í heimi
og getum alveg séð fyrir okkur að
flytja eitthvert annað eftir útskrift
eða jafnvel stoppa lengur hér í
Bretlandi. Þetta á allt eftir að
koma í ljós með tímanum og við
tökum bara framtíðinni fagnandi.“
Gaman Að búa í nálægð við ströndina leggst að sögn Alexöndru mjög vel í
litlu fjölskylduna. Hér leikur hún við dæturnar sínar í góða veðrinu.
„Námið er mjög erfitt
en með skipulagi,
metnaði og þrautseigju
er allt hægt.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
MÁLAÐ GLER
Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa
og margt fleira innandyra.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Á dögunum var haldin svoköll-
uð vorhátíð arnarins í Ulaan-
baatar, höfuðborg Mongólíu.
Kasakar þar í landi halda með
þessari hátíð upp á 6.000 ára
sögu arnarveiða og freista
þess í leiðinni að lokka ferða-
menn til að líta augum fegurð
arnanna og vinna þannig að
því að þessi ævaforna hefð
arnarveiða viðhaldist. Ernir
eru stórfenglegir fuglar og
mikið augnayndi í nálægð, en
ekki er síður magnað að fylgj-
ast með þeim fljúga um loftin
blá í öllu sínu veldi.
Hátíð til heiðurs erninum í Mongólíu
AFP
Tekur flugið Vænghaf arnarins er mikið og fegurð fuglsins á flugi óumdeild.
Örninn flýgur fugla hæst
AFP
Horfst í augu Örn og þjálfari stara stíft.