Morgunblaðið - 07.03.2018, Síða 16
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hið rótgróna verktaka- og þjónustu-
fyrirtæki VHE í Hafnarfirði hefur
um alllangt skeið átt í erfiðleikum
með að standa skil á greiðslum til
birgja og helsta lánveitanda síns.
Þetta herma heimildir Morgun-
blaðsins. Erfið staða fyrirtækisins
rekur sig raunar allt aftur til banka-
hrunsins 2008 þegar erlend lán þess
stökkbreyttust ásamt því að for-
sendubrestur varð fyrir ýmsum
stórverkefnum sem það vann að á
þessum tíma. Hjá fyrirtækinu starfa
í dag í kringum 400 manns.
Þrátt fyrir ákveðna endurskipu-
lagningu á skuldum fyrirtækisins
sem ráðist var í árið 2013 finna
birgjar og Landsbankinn enn fyrir
því að fyrirtækið hefur skort lausafé
til að standa undir afborgunum af
lánum á réttum tíma og greiða und-
irverktökum vegna þeirra verka.
Hefur Morgunblaðið undir höndum
dæmi um að greiðslur til birgja fyr-
irtækisins hafi dregist svo mánuðum
skiptir á síðustu misserum. Vegna
greiðslutafa af lánaskuldbindingum
fyrirtækisins hefur réttur bankans
virkjast til gjaldfellingar. Bankinn
hefur hins vegar ekki nýtt sér þá
heimild enda ljóst að mikil verðmæti
búa í fyrirtækinu sem glatast myndu
ef rekstur þess myndi stöðvast.
Heildarskuldir VHE og dóttur-
félaga námu ríflega 10,1 milljarði í
árslok 2016. Af því voru ríflega 6,4
milljarðar í formi langtímaskulda.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu
hver skuldastaðan var um nýliðin
áramót. Samkvæmt fyrrnefndum
reikningi, sem ekki var skilað endur-
skoðuðum heldur aðeins með könn-
unaráritun löggilts endurskoðanda,
kemur fram að á árinu 2017 var
stefnt að því að greiða 274 milljónir
af langtímaskuldum samstæðunnar í
fyrra, afborgunin myndi nema 356
milljónum í ár, 407 milljónum á
næsta ári, 645 milljónum árið 2020
og 315 milljónum árið 2021. Á árinu
2016 greiddi samstæða VHE allt 592
milljónir í vaxtagjöld, samanborið
við 534 milljónir árið áður.
Eitt dótturfélagið ógjaldfært
Allt frá hruni hefur VHE átt í
átökum við Landsbankann vegna
hinna stökkbreyttu lána sem fyrir-
tækið sat uppi með. Nú í febrúar féll
dómur í Hæstarétti í máli VHE
gegn Landsbankanum er varðaði
lánsfjármögnun á bryggjukrana sem
félagið hafði keypt frá Þýskalandi.
Vildi VHE meina að lánveitingin
hefði í raun verið í íslenskum krón-
um en ekki erlendri mynt. Hæsti-
réttur tók þar undir sjónarmið
Landsbankans og í kjölfarið var ljóst
að Á.B. Lyftingar, sem er í eigu
VHE stæði uppi með skuldir sem
nema hátt í 400 milljónum króna.
Fyrirtækið er því ógjaldfært og ljóst
að það stefni í þrot að öllu óbreyttu.
Ekki hefur fengist upp gefið hvaða
áhrif niðurstaða dómsins hefur á
VHE gagnvart Landsbankanum að
öðru leyti.
Greiðslur berast hægt til
birgja og banka frá VHE
Morgunblaðið/Eggert
Burðarás VHE hefur lengi verið eitt af umsvifamestu fyrirtækjum Hafnarfjarðar og hjá því starfa hundruð manna.
Rótgróið félag
» VHE eða Vélsmiðja Hjalta
Einarssonar var stofnuð árið
1971.
» Fyrirtækið hefur unnið
brautryðjendastarf í þjónustu
við álver víða um heim.
» Á nýrri öld sneri fyrirtækið
sér í auknum mæli að bygging-
arframkvæmdum.
» Tæpur helmingur veltu þess
kemur úr byggingargeiranum.
Dótturfélagið Á.B. Lyfting ehf. stefnir að öllu óbreyttu í gjaldþrot í kjölfar dóms
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
7. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.3 100.78 100.54
Sterlingspund 138.67 139.35 139.01
Kanadadalur 77.76 78.22 77.99
Dönsk króna 16.589 16.687 16.638
Norsk króna 12.833 12.909 12.871
Sænsk króna 12.152 12.224 12.188
Svissn. franki 107.12 107.72 107.42
Japanskt jen 0.9493 0.9549 0.9521
SDR 145.46 146.32 145.89
Evra 123.55 124.25 123.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.7785
Hrávöruverð
Gull 1324.95 ($/únsa)
Ál 2134.5 ($/tonn) LME
Hráolía 64.65 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður
Lánasjóðs sveit-
arfélaga nam 777
milljónum króna á
síðasta ári. Til
samanburðar var
hagnaðurinn 983
milljónir króna á
árinu 2016 og
skýrist munurinn
einkum af tekjufærslu á árinu 2016
vegna endurheimta af kröfu á hendur
Glitni banka.
Heildareignir sjóðsins í lok síðast árs
námu 85,7 milljörðum króna en voru
78,0 milljarðar í árslok 2016. Heildar-
útlán sjóðsins námu 73,6 milljörðum
króna um áramótin, samanborið við
71,2 milljarða í árslok 2016. Vegið eig-
infjárhlutfall samkvæmt lögum um fjár-
málafyrirtæki var 97% um áramótin.
Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu
2018 verði arður að fjárhæð 388 millj-
ónir króna greiddur til hluthafa í sam-
ræmi við arðgreiðslustefnu sjóðsins.
Lánasjóður sveitarfélaga
hagnast um 777 milljónir
Sveitarfélög Útlán
nema 74 milljörðum.
STUTT
Íbúðaskuldir á mann jukust minna
að meðaltali hérlendis á milli áranna
2005 og 2016 en í hinum norrænu
löndunum í evrum talið. Þetta kemur
fram í nýútkominni mánaðarskýrslu
Íbúðalánasjóðs um húsnæðismark-
aðinn.
Í skýrslunni segir einnig að stöðug
raunaukning hafi orðið í heildar-
stöðu útistandandi íbúðalána hér-
lendis frá því í lok árs 2015, eftir
nokkuð samfleytt tímabil raunlækk-
unar frá árinu 2011.
Þá segir að íbúðaskuldir á mann
hafi verið hæstar hérlendis í lok árs-
ins 2005 eða rúmar 58 þúsund evrur,
samanborið við 35 þúsund evrur að
meðaltali á hinum löndunum á Norð-
urlöndum og tæpar 11 þúsund evrur
í löndum Evrópusambandsins. „Frá
þeim tíma hafa íbúðalán á mann farið
upp fyrir Ísland í Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi og við lok árs 2016
námu þær skuldir um 60 þúsund evr-
um á mann hérlendis á móti um 72
þúsund að meðaltali í þessum ríkj-
um.“
Í skýrslunni kemur einnig fram að
hlutfall vísitölu íbúðaverðs gagnvart
vísitölu neysluverðs, sem líta megi á
sem raunverð fasteigna, hafi aldrei
verið hærra en í janúar. „Þetta hlut-
fall var þá um 3% hærra en það var
þegar það var hæst í aðdraganda
fjármálakreppunnar í október 2007.
Íbúðaverð hefur nú hækkað um 61%
umfram vísitölu neysluverðs síðan í
desember 2010, þegar hlutfall þess-
ara tveggja vísitalna var lægst í
kreppunni. tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsnæði Íbúðalán á mann námu í
lok árs 2016 sextíu þúsund evrum.
Minni aukning
íbúðaskulda
Raunverð fast-
eigna 3% hærra en
í október 2007