Morgunblaðið - 07.03.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 07.03.2018, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 ✝ Björgvin Vil-mundsson fæddist 7. júní 1947 í Grindavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Marín Mar- grét Jónsdóttir, f. 22. febrúar 1905 á Löndum á Miðnesi, d. 29. desember 1973, og Vil- mundur Stefánsson, f. 12. sept- ember 1902 á Ketilstöðum á Völlum, S-Múlasýslu, d. 11. nóv- ember 1989. Systkin Björgvins eru Guðríður Stefanía, f. 19. desember 1935, d. 22. maí 2005, Sæbjörg María, f. 10. apríl 1940, og Sigurður Jón, f. 19. mars 1945. Eiginkona Björgvins er Sig- ríður Þórleif Þórðardóttir úr Reykjavík, f. 13. september 1948, og gengu þau í hjónaband 9. desember 1977. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg Marín, f. 27. ágúst 1978, maki Jón Fanndal Bjarnþórsson, f. 14. janúar 1976. Börn þeirra eru Hanna Margrét, f. 18. nóvember 1999, Sigríður Emma, f. 9. nóvember 2004, Kristjana Marín, f. 27. nóvember 2008, og Svala María, f. 28. september 2010. 2) Björgvin, f. 26. nóv- ember 1981, fyrrverandi maki Linda Sylvía Hallgrímsdóttir, börn þeirra eru Elísabet Inga, f. 8. desember 2005, og Sylvía Björg, f. 11. maí 2009. Útför Björgvins fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 7. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Ljúfar minningar líða um huga minn, er legg ég rauða rós á beðinn þinn. Bið hann Guð að leggja okkur lið, líta björtum augum fram á við. (SMV) Elsku eiginmaður minn og vin- ur, ég vil þakka þér samfylgdina í gegnum árin og allar góðu stund- irnar okkar. Megi góður Guð vernda þig og varðveita. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þín eiginkona, Sigríður Þ. Þórðardóttir. Lífið er svo sannarlega þess virði að lifa því í gleði og með bros á vör, því maður veit aldrei hve- nær maður þarf að kveðja. Það sagðir þú alltaf við mig þegar ég var að alast upp. Svo sannarlega gerðir þú það því í minningunni varst þú alltaf brosandi, glaður og með brandar- ana alveg á hreinu. Undanfarna daga hef ég hitt margt gott fólk sem hefur gefið manni knús og segir svo alltaf sömu setninguna „pabbi þinn var alltaf brosandi“. Alveg þar til vikuna sem þú veiktist svona mikið þá varstu glaður og brosandi og reyndir að gera gott úr öllu þó að Alzheim- erinn hefði verið búinn að ná mikl- um tökum á þér. Þú varst mikill pabbi og síðar afi. Vildir gera allt sem þú gætir fyrir okkur systkinin. Alveg sama hvað það var sem ég bað um, gerðir þú það með bros á vör. Hvort sem það var að mála her- bergið mitt, breyta því eða jafnvel færa það, þá var það nú lítið mál. Þegar ég var um átta eða níu ára fannst þér nú ekki tiltökumál að setja vöfflur í allt hárið á mér þeg- ar ég fór í bekkjarafmæli svo ég yrði nú fín. Allar ferðirnar á fót- boltaleikina sem þú skutlaði okk- ur vinkonunum á voru nú skemmtilegar og þú þagðir meðan við fífluðumst í bílnum og komst svo með brandara sem fékk okkur til að hlæja meira. Mikið varstu síðan alltaf stoltur af okkur börnunum, ég man mjög vel eftir deginum þegar við Nonni sögðum þér að ég væri orðin ólétt að okkar fyrsta barni, gleðin og ánægjan skein úr augunum á þér, mikið hlakkaðir þú til að verða afi og góður afi varstu. Þegar við fluttum svo aftur til Grindavíkur hjálpaðir þú okkur mikið, alltaf boðinn og búinn enda mjög klár maður á öllum sviðum. Þú varst svo stoltur af því hvað við værum búin að koma okkur vel fyrir og gera fallegt í kringum okkur, enda mikill snyrtipinni sjálfur. Handlaginn maður varstu og gerðir allt vel. Þið mamma hafið átt þónokkur hús og gerðir þú þau öll upp, vel og vandlega þar til þau voru orðin fullkomin, þá fluttuð þið og byrjuðuð að nýju. Þú þurftir alltaf að vera að, meira að segja eftir að þú veiktist þá varst þú að færa til hluti allan daginn því þú varst svo vinnu- samur og duglegur. Eftir að þú veiktist talaðir þú mikið um hana mömmu þína sem ég er skírð í höfuðið á, hana Maju á Akri, vildir mikið fara að heim- sækja hana og mamma var svo dugleg að keyra að Akri þar sem þú ólst upp og sýna þér að þú ætt- ir ekki heima þar lengur og mamma þín væri löngu dáin og þá kom sorgin í fallegu ljósbláu aug- un þín. En núna getum við hugg- að okkur við það að þú ert loksins búin að hitta hana aftur sem og afa og Gauju eldri systur þína. Á sama tíma og við erum sorg- mædd yfir því að þú sért farinn þá finnum við samt smá fyrir létti að þú sért laus við allar þjáningarn- ar sem fylgdu þessum sjúkdómi, kominn í fang foreldra þinna, glaður og ánægður og með bros á vör eins og allir muna eftir þér. Elsku pabbi, nú kveð ég þig í hinsta sinn og vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elska þig mikið, þín pabba- stelpa Ingibjörg (Inga Marín). Pabbi. Ég sit hér við tölvuna og hugsa til baka og vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig hvort sem það var að skutla mér eitthvað, eða seinna að hjálpa mér við að laga íbúðina eða bara hvað sem var. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa manni með hvað sem var og alltaf varstu kominn um leið og maður bað þig um það. Því þannig maður varstu, alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa. Þín einkenni voru léttleiki, dugnaður, greiðasemi og snyrti- mennska og sýndir þú þetta allt í öllu sem þú gerðir og alltaf varstu að. Takk fyrir allt. Elska þig. Þinn sonur Björgvin. Elsku Böggi. Nú ertu farinn og laus við allar þjáningarnar sem fylgdu þessum hræðilega sjúkdómi. Mikið var skrítið og erfitt að sjá sjúkdóminn ná yfirhöndinni og sjá þig hverfa smátt og smátt. En alltaf var stutt í húmorinn og gátum við hlegið nánast yfir öllu þegar við hittumst sem var nánast daglega. Framkvæmdaáhuginn var allt- af til staðar hjá þér og fylgdist þú með öllu sem við gerðum og hjálpaðir til eins og þú mögulega gast alla tíð. Varst mikill og fær iðnaðar- maður sem vildir alltaf vera að gera eitthvað en gerðir nú lítið úr því og sagðir að þú værir bara rétt að snudda eitthvað. Við áttum líka sameiginlegt áhugamál sem voru bílar og það var sko mikið hægt að tala um þá. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur Ingu og börnin, alla hjálpina og góðu stundirnar. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Kveðja, þinn tengdasonur, Jón Fanndal. Elsku afi. Þú varst alltaf svo góður afi, vildir allt fyrir okkur gera. Þegar við komum til ykkar ömmu sagðir þú alltaf að þú mættir ráða og mættir alveg gefa okkur ís og súkkulaðiköku og vor- um við mjög glaðar með það og nýttum okkur það vel. Þú varst alltaf svo stoltur af okkur afas- telpunum þínum. Við vissum allar vel að þú vær- ir veikur og reyndum við eins og við gátum að hjálpa til, amma hringdi oft í okkur og bað okkur að koma og hjálpa við að gefa þér lyf eða annað sem þurfti, því þú ljómaðir alltaf af gleði þegar við komum, fannst þér mikið öryggi að hafa okkur afastelpurnar þínar til að halda í höndina þína og styðja þig. Stutt var í stríðnina þína og var alltaf mikil gleði í kringum þig. Mikið var gaman þegar við gátum öll verið saman um síðustu áramót. Við allar frænkurnar og þú og amma líka. Þér fannst svo gaman að þú vildir ekki fara heim fyrr en tvö um nóttina. Þá vorum við búin að sprengja allar rakett- urnar og kveikja á öllum blysun- um og drekka allt barnakampa- vínið með þér og ömmu. Við eigum eftir að sakna þín mikið og við lofum að passa ömmu vel fyrir þig. Þínar afastelpur Emma, Elísabet, Jana, Sylvía og Svala. Elsku bróðir, nú ert þú farinn frá okkur eftir löng og erfið veik- indi. Það var erfitt að horfa á þig hverfa smátt og smátt. En þú varst góður og glaður, samt sár og ósáttur síðustu árin í vinnunni, þar sem þú varst farinn að finna fyrir vanmætti þínum og þú þoldir ekki breytingar, en þeir sem í kring um þig voru áttuðu sig ekki á því hvað var að gerast. En þannig er alzheimer-sjúk- dómurinn. Á stuttum tíma misst- irðu verkvitið og gast ekki gert það sem þú hafðir alltaf getað. Böggi bróðir var mikill Grind- víkingur, fæddur og alinn upp á Akri, niðri við sjó, yngstur fjög- urra systkina. Bernskuárin fóru í leiki í sjó- skúrnum, fjörunni og bryggjun- um og að hjálpa til með rollurnar og hænsnin. Bardagaleikir, smíða báta sem róið var á í höfninni, smíða bíla og kofa. Það var gaman að lifa og leika. Tíu ára fékk Böggi berkla og átti við þau veikindi að stríða í um eitt ár og missti úr einn vetur í skóla, sem var honum mjög erfitt alla tíð. Þegar Böggi bróðir er um þrí- tugt kemur stóra ástin inn í líf hans, hún Sirrý. Með henni eign- aðist hann tvö börn, þau Ingu Mæju og Bjögga, sem hafa alla tíð verið augasteinarnir hans og stolt. Síðan komu barnabörnin og þá varð lífið yndislegt. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hversu um- hyggjusöm og dugleg Sirrý hefur verið. Hún hugsaði um Bögga sinn dag og nótt þar til yfir lauk. Hafi hún innilega þökk fyrir, það er ekki sjálfgefið. Það er erfitt að kveðja Bögga bróður og fá ekki að njóta sam- vista við hann lengur, en vonandi líður honum betur núna. Elsku Sirrý okkar, Ingu Mæju, Bjögga og fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin lifir. Sæbjörg systir, Sigurður (Siggi) bróðir, Salbjörg (Salla) og fjölskyldur. Í dag kveð ég yndislegan móð- urbróður minn og hugurinn reik- ar til æsku minnar, ég var svo heppin að vera mikið hjá ömmu og afa á Akri þegar þeir bræður Björgvin og Sigurður voru enn í foreldrahúsum. Þeir voru dugleg- ir að dekra við litlu frænku sína og bjóða á rúntinn stöku sinnum. Þegar ég var að nálgast unglings- árin bjó Björgvin hjá okkur um tíma, hann var þá sjómaður og fór í Norðursjóinn sem kallað var og var aflinn þá seldur í Danmörku. Það var mjög spennandi þegar hann kom heim með alls konar góðgæti sem maður var ekki van- ur að fá hér og minnir mig að þá hafi ég séð og smakkað Mackin- tosh í fyrsta sinn. Björgvin var smiður af guðs náð og byggði hann sér hús ungur maður og kynntist konu sinni Sigríði og eignuðust þau tvö börn sem ég passaði stundum. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra hjóna enda bæði mjög gestrisin, hláturmild og glöð. Ég vil þakka þér, elsku frændi minn, fyrir samfylgdina í gegnum árin og veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í sumarlandinu. Elsku Sigríður, Inga Marín, Björgvin, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, megi minningin um góðan dreng lifa í hjörtum okkar. Þín frænka Kristín Þorsteinsdóttir. Það eru að verða fjörutíu ár síðan ég bankaði að dyrum á Borgarhrauni 22 í fyrsta sinn. Til dyranna kom ungur maður, bros- mildur og hlýr sem ég hafði ekki séð áður. Þetta var Björgvin Vil- mundsson. Það leyndi sér ekki er við röbbuðum saman yfir kaffi- bolla að við myndum ná vel sam- an, enda starfsumhverfi okkar og áhugamál svipuð hvort sem við vorum á sjó, í smíðum, í veiði eða á ferðalagi um landið. Við höfðum fallið fyrir systrum með ríka fjöl- skyldusamstöðu. Það var því ljóst að með okkur tækist góð vinátta sem myndi endast. Í mörg ár höfðum við þá reglu að fara saman í viku veiðiferð í Tungufljótið með fjölskyldum okkar, Sjöfn mágkonu okkar og hennar fjölskyldu. Jafnan var hafður sá háttur á að unga fólkið hafði veiðihúsið fyrir sig en við hin fullorðnu vorum í bústaðnum okkar sem er í næsta nágrenni. Þessar ferðir voru ekki bara veiðiferðir, heldur var það frelsið sem allir höfðu til að leika sér, fara í dagsferðir á Hornafjörð, Landmannalaugar, Skaftafell eða jafnvel í búðarferð til Víkur eða á búðarloftið á Melhóli. Að sjálfsögðu endaði svo hver dagur með góðri grillveislu. Það leyndi sér aldrei að þetta var ómissandi þáttur í sumarfríi okkar allra. Ég vissi alltaf að þessar ferðir gáfu þér mikið eins og kom berlega í ljós síðustu árin því þrátt fyrir veikindi þín spurðir þú mig alltaf er við hittumst hvort við ættum ekki að fara í bústaðinn í sumar. Það gleymdist aldrei. Það er með söknuði sem ég kveð þig í dag, vinur, en mér er huggun að vita að góðir menn fara alltaf á góðan stað. Elsku Sirrý, Inga Maja, Björgvin og ástvinir allir, megi Guð vera með ykkur og gefa ykk- ur styrk í sorginni. Gísli Sveinsson. Það er sól í heiði og í grasi gró- inni brekkunni á Flögu í Vestur- Skaftafellssýslu stendur skæl- brosandi maður, þessi ljóslifandi mynd kemur upp í hugann er ég minnist Björgvins Vilmundsson- ar. Þarna úti í guðsgrænni nátt- úrunni umvafinn stórfjölskyld- unni var hann glaður. Reyndar minnist ég Björgvins aldrei öðru- vísi en brosandi. Hann var góð- mennskan uppmáluð, og vildi allt fyrir alla gera. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 38 árum, og á þau kynni hef- ur aldrei fallið skuggi.Við Björg- vin vorum ólíkir, hann fæddur og uppalinn í Grindavík en ég hið dæmigerða borgarbarn sem aldrei hafði í sveit komið. Við átt- um þó eitt sameiginlegt, en það var að hafa sem ungir menn stundað sjómennsku. Hann sagði mér margar skemmtilegar sögur frá því er hann stundaði síldveið- ar í Norðursjó, og landlegum í Hirtshals í Danmörku. Ekki er hægt að minnast Björgvins án þess að minnast á hversu ein- staklega handlaginn hann var, en sem ungur maður byggði hann sér sjálfur glæsilegt einbýlishús í Borgarhrauni 22 í Grindavík. Þær eru líka ófáar íbúðirnar sem hann gerði upp, og allt sem hann gerði gerði hann einstaklega vel. Það var ekki eigingirninni fyrir að fara hjá Björgvini, hann hugs- aði alltaf meira um aðra en sjálf- an sig. Mér fyrir hugskotssjónum stendur hann nú í annarri grasi gróinni brekku, brosandi kveðju- brosi. Hafðu þökk fyrir allt, kæri vin- ur – við sjáumst síðar. Þinn vinur Árni Jónsson Sigurðsson. Björgvin Vilmundsson Sunnudagurinn 18. febrúar var og er ein af mínum erf- iðustu lífsreynslum. Að missa þig, elsku besta vinkona mín, og að koma að þér og geta ekki vakið þig, sama hvað ég reyndi, ég bara vildi ekki trúa því að þú værir farin. Ég veit að þú ert komin á betri stað en mér finnst þetta bara svo ósann- gjarnt. Ég var nýbúin að fá þig til baka og við vorum búnar að plana að fara að gera góða hluti og gera eitthvað af viti við líf okkar. Ég bara verð að viðurkenna að ég er reið út í Guð og lífið og bara mjög reið. Ég skil ekki hvað er Sunneva Edith Fjeldsted ✝ Sunneva EdithFjeldsted fæddist 30. júlí 1983. Hún lést 18. febrúar 2018. Útför Sunnevu fór fram 2. mars 2018. lagt á fjölskylduna þína og hvað þá elsku strákana þína þrjá. Þú varst svo góð mamma, ég dáðist svo að þolin- mæði þinni og elsku Sunna mín, sannari og betri vinkonu er erfitt að finna og ég mun aldrei finna neina eins og þig. Þú hefðir vaðið eld og brennistein fyrir vini þína og fjölskyldu og ekki hugsað þig tvisvar um. Við vorum búnar að vera bestu vinkonur frá því við vorum ung- lingar, við vorum ekkert þær allra stilltustu, en samt með pínu- lítinn geislabaug, hvað heldur þú að margir trúi því? En þú vildir öllum vel. Varst með svo stórt og fallegt hjarta elsku engillinn minn. En Sunna, þú stóðst alltaf með minni máttar og máttir ekkert aumt sjá og réttlætiskenndin, vá. Og það sem þú elskaðir fallegu strákana þína, þú ljómaðir öll þegar þú talaðir um þá, þeir voru þitt líf og yndi. Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að þeir fengju þig til baka, elsku, góðu, fallegu, skemmtilegu og fyndnu mömmu sína aftur. Þú varst ein af þeim góðu og sönnu og varst bara þú sjálf, þér var alveg sama hvað öðrum fannst. Þú sagðir bara hlutina eins og þeir voru og ef þú varst ekki sátt við eitthvað sem ég var að gera þá sagðir þú það við mig, ekki á bak við mig. Mér finnst ég bara tala í hringi en hvað með það, veit að þér er sama, elsku hjartað mitt. Þú varst svo mikil skellibjalla, gleymi aldrei þegar við vorum í Rockville, þú varst út um allt, upp um allt og einmitt talaðir í hringi. Þú gast alltaf fengið mig til að hlæja og ég elskaði það við þig, reyndar elskaði ég allt við þig, elsku Sunna. Hvað á ég að gera án þín? Ég sakna þín svo sárt að mig verkjar í hjartað. Gabríel spyr mikið um þig, þú varst í algjöru uppáhaldi hjá hon- um og hann gefur sig ekki að öll- um og ég veit að þú elskaðir hann líka. Þú hafðir svo gaman af hon- um, hann er stríðnispúki eins og þú. Ég segi honum að nú sért þú fallegur engill og sýni honum styttu af engli og að þú passir hann og þú lifir áfram í hjarta okkar. Hann leit niður og sagði: Sunna er inni í mér. Hvernig út- skýrir maður þetta fyrir tveggja ára pjakk? Elsku Sunneva mín, ég er að fara í tattú á eftir og ætla láta setja nafnið þitt, ég veit ekki hvað ég get sagt meir, en ég elska þig og mun alltaf gera, ég mun sakna þín alla daga, ég verð að læra að lifa með því að þú ert far- in. Ég ætla að gera þig stolta af mér og standa mig, ég mun leggja inn á strákana þína hver mánaðamót. Bless í bili, ástin mín, þú átt hjarta mitt sem núna er í molum, það getur enginn komið í staðinn fyrir þig því þú varst einstök manneskja. Elsku Baldur Elmar, Elvar Máni, Bjartur Elí, Bryndís, Bald- ur Freyr, Barbara, Reynir, Dag- ur Ragnar, vinir og aðrir ættingj- ar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð frá innstu hjartarótum. Þín vinkona að eilifu, Guðrún Eva. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.