Morgunblaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 22
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 ✝ Salómon Gunn-laugur Gústaf Kristjánsson fædd- ist í Hafnarfirði 14. ágúst 1943. Hann lést 26. febrúar 2018 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Kristján Jó- hann Hansson, f. 19.1. 1916, d. 30.12. 1986, og Hulda Sigríður Jó- hannsdóttir, f. 9.11. 1918. d. 12.12. 2006. Systur Salómons eru Jóhanna, f. 1940, Sigurrós, f. 1942, d. 2015, Fjóla, f. 1948, og Ragnheiður, f. 1949. Salómon ólst upp á Öldugötu 10 í Hafn- arfirði og fluttist úr foreldrahúsum 1963. Byrjaði að stunda sjóinn 16 ára gamall og ómons og Ingibjargar eru; 1) Guðrún Margrét Salómonsdóttir f. 1964. Eiginmaður hennar er Júlíus Jóhannesson og börn þeirra eru Ingibjörg Ása, Davíð Örn og Veronika Ósk. 2) Hulda Sigríður Salómonsdóttir, f. 1965. Eiginmaður Steingrímur Ólason. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru Ágúst Ingi, Sal- óme Ýr og Vilberg Þór Annes. Stjúpbörn Huldu eru þrjú. 3) Kjartan Friðrik Salómonsson, f. 1.6. 1972. Eiginkona hans er Kolbrún Katla Breiðfjörð Alex- andersdóttir. Börn þeirra eru; Alexander Hrafn Breiðfjörð, Salómon Ernir Breiðfjörð og Viktoría Benný Breiðfjörð. Langafabörnin eru fimm. Útför Salómons fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. mars 2018, klukkan 13. stundaði sjóinn með hléum til ársins 1988. Vann hann við skipasmíði í Bátalóni í nokkur ár, þaðan tók hann sveinspróf í vél- virkjun árið 1984 og vann einnig sem verkstjóri þar sein- ustu árin. Í tæp 25 ár vann hann sem sjálfstæður atvinnurekandi við ýmis verk. Salómon kynnist eftirlifandi eiginkonu sinni árið 1963, Ingi- björgu Kjartansdóttur, f. 4.6. 1947, og giftu þau sig 4.6. 1966. Foreldrar Ingibjargar voru Kjartan Friðriksson, f. 22.3. 1927, d. 27.3. 2017, og Guðrún Margrét Sigurðardóttir, f. 3.2. 1928, d. 19.7. 2012. Börn Sal- Elsku pabbi okkar, komið er að leiðarlokum eftir hetjulega bar- áttu við þennan illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er. Margar minningar streyma um huga okk- ar á þessari stundu. Okkur langar að minnast þín fyrir allt sem þú kenndir okkur og lagðir grunninn að góðum minningum. Þau voru ófá ferðalögin sem hófust á því er þú varst að raða í bílinn en ekkert mátti vanta, en betri „hleðslu- stjóra“ eins og mamma sagði allt- af var vart að finna, því hver hlut- ur í skottinu hafði sinn stað og varla hægt að koma fyrir tann- stöngli þegar verkinu var lokið, svo þétt var pakkað. Ekki má gleyma skemmtilegu utanlands- ferðunum með þér og mömmu sem þú naust svo vel. Það verður ekki annað sagt en að þú hafir svo sannarlega nennt að vera til því duglegri mann var erfitt að finna. Ef þú varst ekki í vinnunni varst þú öllum stundum að smíða sumarbústaðinn ykkar mömmu og þaðan eigum við margar minningar með ykkur. Eftir að þið selduð sumar- bústaðinn við Apavatn tók við vinna við Erluhraunið sem þið mamma keyptuð árið 1988. Þið eydduð miklum tíma í að dytta að húsinu ykkar, smíða palla, gróð- ursetja tré eða blóm í garðinum. Garðurinn einkenndist af snyrti- mennsku eins og þú varst þekkt- ur fyrir. En snyrtimennska var ofarlega í þínum huga. Það má segja að vinnan hafi verið þitt áhugamál. Það lýsti sér best þegar við systkinin vorum að flytja eða framkvæma, þá varst þú alltaf mættur til að aðstoða. Þú varst ofurvandvirkur og stundum svo að það reyndi á þolinmæði okkar systkina, því þú gafst þér svo mikinn tíma til að vinna verk- ið. En í mörg ár átti sjómennskan hug þinn allan og þegar við hugs- um um afrek þín á sjó verðum við óendanlega stolt af þér. Árin þín á björgunarskipinu Eldingu sem kafari hafa alltaf verið okkur systkinum ofarlega í huga þegar við segjum frá sjómennsku þinni. Eftir að þú komst í land fórstu að vinna í Skipasmíðastöðinni Báta- lóni og síðustu árin þar vannstu sem verkstjóri. Árið 1989 hófst þú sjálfstæðan rekstur sem þú stundaðir síðustu 25 árin. Það er sárt til þess að hugsa að við sjáumst ekki meir en við ylj- um okkur við góðar minningar. Elsku mamma okkar, nú er lífs- förunautur þinn horfinn á braut og munum við hugsa vel um þig líkt og pabbi gerði, en hann bað okkur að hugsa vel um ástina sína, þig. Til elsku pabba; Hér er svo dapurt inni – ó, elsku pabbi minn, ég kem að kistu þinni og kveð þig hinsta sinn. Mér falla tár af trega – en treginn ljúfsár er – svo undur innilega þau einmitt fróa mér. Ég þakka fræðslu þína um það, sem dugar best, er hjálpráð heimsins dvína, og huggað getur mest. Þú gekkst með Guði einum og Guði vannst þitt starf, hið sama af huga hreinum ég hljóta vil í arf. Nú ertu farinn frá mér, en föðurráðin þín, þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín: Guðs orðum áttu að trúa og ávallt hlýða þeim, það mun þér blessun búa og ber þig öruggt heim. (BJ) Börnin þín, Margrét, Hulda og Kjartan. Vor í lofti og lífið er fallegt en kveðjustundir sárar. Við ferð- umst á tímabandi, nýtt líf skapast og þeir eldri kveðja. Vitjunartím- inn er valinn og tími Salómons, hans Monna, er kominn. Eftir erf- ið veikindi síðustu árin og hetju- lega baráttu við illvígt krabba- mein er komin kveðjustund. Hugsunin leitar til baka yfir lið- inn tíma og öll góðu árin. Okkar góða vinátta til nær fjörutíu ára, sem aldrei bar skugga á, hófst eft- ir að ég kynntist elstu dótturinni Margréti og kom í Kvíholtið í Hafnarfirði, á heimili þeirra hjóna Monna og Ingu. Eftir fyrstu sam- töl okkar þar sem ættfræðin var rakin vorum við tengdir böndum sem aldrei brustu. Einstök nær- vera og viðmót var einkenni Monna, ávallt léttur í lund, hafði gaman af samræðum og samneyti við fólk, auk þess sem hann tók virkan þátt í félagsstarfi. Vinnan var stór hluti af lífi Monna, einstakur dugnaður og nákvæmni einkenndi allan starfs- ferilinn. Byrjaði til sjós á unga aldri eins og þekktist í þá daga, sigldi á bátum og togurum í nærri tvo áratugi. Oft voru fjarverur langar þegar siglt var mánuðum saman á fjarlæg mið. Þegar hug- urinn stefndi í land starfaði hann tímabundið við köfun og síðan færðist stefnan til vélsmíða. Vél- virkjun varð hans fag og starfaði hann við fagið í fjölda ára í skipa- smíðastöðvum og vélaverkstæð- um. Það lék allt í höndum Monna og færðist starfsvettvangurinn síðar meir yfir í trésmíðar og starfaði hann sjálfstætt við tré- smíðar síðari hluta starfsævinnar. Frá Kvíholtinu lá leiðin á Erlu- hraunið, sem var heimili þeirra hjóna síðustu þrjá áratugina. Heimilið var metnaður Monna, gestrisni og hlýlegt viðmót tók við hverjum manni, enda gestkvæmt á þeim bæ. Utan sem innan fór hendi hans óaðfinnanlega yfir alla hluti, lagað, pússað og málað. Þannig hafði hann unun og yndi af að halda öllu við gömlu sem nýju. Garður þeirra hjóna var mikið áhugamál, þegar voraði var allt komið á fullt, beðin kláruð, allt klippt og skorið, fjölærum blóm- unum klappað og ný sumarblóm sett. Krafturinn, eljusemin og samheldnin hjá þeim hjónum var einstök. Í ferðalögum og útilegum var Monni á heimavelli, sögur dóttur- innar af ferðalögum fyrri tíma hafa aldrei verið toppaðar og lýsa honum best. Áður en ferðin hófst var raðað og þar fór meistari, ekki var hægt að koma sykurmola til viðbótar í skottið, svo vel var rað- að. Skottið fullt og farangurs- grindin á toppnum, þannig voru ferðir fyrri tíma, sem síðan breyttust í tjaldvagna- og felli- hýsaferðir. Sumarhúsið við Apa- vatn sem þau hjón byggðu og áttu á árum áður einkenndi Monna, allt handbragð húss og lóðar fyrsta flokks og þannig vildi hann hafa hlutina, minna mas og meiri vinna. Á kveðjustund koma margar minningar sem varðveittar verða, afkomendum til lærdóms og skemmtunar. Þær eru margar minningarnar eftir samferð með Monna og verð ég ávallt þakklát- ur fyrir okkar tíma kæri vinur, Guð blessi þig og varðveiti í þínu næsta ferðalagi. Þinn tengdasonur og vinur, Júlíus. Fyrir 26 árum kynntist ég Kjartani mínum og eignaðist um leið góða tengdafjölskyldu. Tengdaforeldrar mínir eru ein- staklega gott fólk og miklar fyr- irmyndir og þykir mér afar vænt um þau bæði. Hafa þau bæði reynst mér vel og verið til staðar fyrir mig og mína. En nú er komið að kveðjustund, elsku tengda- pabbi er fallinn frá. Þetta eru skrítnir tímar, skrítið að hugsa til þess að maður hittir hann ekki aftur í þessu lífi. En minningarn- ar verða ekki teknar frá okkur. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til tengdapabba. Ég þekki engan sem fór jafn varlega í lífinu og hann. Það var ósjaldan sem hann skammaði mig fyrir mikla kertanotkun og hafði hann miklar áhyggjur af því að ég myndi kveikja í húsinu einn dag- inn. Ég lofa, elsku Monni, að fara varlega. Eins var það ósjaldan að hann tók Kjartan og fór með hon- um út til að sýna honum hvernig hann ætti að standa að verki þeg- ar við vorum í framkvæmdum. Eitt af því sem ég mun sakna mik- ið er hvernig hann kvaddi mann eftir heimsóknir og símtöl. Kveðjustundin var alltaf jafn löng og símtalið eða heimsóknin sjálf. Ein af þeim minningum sem við erum strax farin að hlæja að og ylja okkur er hvernig þú á þinn einstaka hátt tuggðir súkku- laðirúsínur. Hann var börnunum okkar góður afi og fylgdist vel með lífi þeirra. Mér finnst svo leiðinlegt að hugsa til þess að hann verði ekki viðstaddur allar stóru stundirnar í lífi barnanna okkar Kjartans. Þegar ég og Kjartan byrjuðum að ganga á fjöll og jökla var hann okkar helsti stuðningsmaður. Eftir hverja göngu hjá okkur, hvort sem það var lítil ganga eða stór, hringdu hann og tengdamamma til að vita hvernig hefði gengið og hvort við værum ómeidd og svo vildi hann fá að heyra ferðasöguna í smáat- riðum. Hann var bæði stoltur af okkur og hræddur um okkur. Eft- ir að við fjölskyldan fluttum í Norðurtúnið, sem hann hjálpaði okkur að gera upp, hittumst við alltaf einu sinni yfir sumartímann öll stórfjölskyldan úti á pallinum hjá okkur og áttum saman góðar stundir. Fullt er til af myndbönd- um og myndum frá þeim stundum sem er ómetanlegt núna að eiga. Eftirminnilegast er 50 ára brúð- kaupsafmæli tengdaforeldra minna þar sem var bæði sungið og dansað. Inga og Monni dönsuðu svo fallega saman á pallinum. Mig langar að lokum að þakka ykkur Ingu fyrir hann Kjartan minn. Hann fékk það besta frá ykkur báðum. Þar er einstakur maður á ferð sem ég þakka fyrir á hverjum degi. Ekki hafa áhyggjur, Monni, við pössum vel upp á Ingu þína. Góða ferð elsku Salómon, blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir Kolbrún Katla Breið- fjörð Alexandersdóttir. Elsku afi. Það er skrítið að sitja hérna og skrifa kveðjuorð til þín. Það er svo margt sem ég er þakklátur fyrir. Eins og það að vera fyrsti nafninn þinn og bera upphafsstaf- ina þína S.K. Báðir erum við skírðir þremur nöfnum og berum því löng og mikil nöfn. Það er margt sem við eigum sameigin- legt nafnarnir, t.d. er sagt að ég fái snyrtimennskuna frá þér, söfnunaráráttuna og það að fara vel með hluti. Einnig erum við þekktir fyrir að lykta vel af rak- spíra. Ég var svo heppinn að fá að vinna með þér í nokkrum verkum, t.d. þegar að pabbi og mamma keyptu Norðurtúnið og taka þurfti það í gegn. Þú varst þar að- alverkstjórinn og lærði ég margt af þér þar. Við höfðum sama áhuga á vélum og alltaf þegar við hittumst töluðum við mikið um vélar. Þú sýndir náminu mínu mikinn áhuga enda er ég að læra vélvirkjun alveg eins og þú. Það var því rosalega gaman fyrir mig að geta lagað bláa vinnubílinn þinn fyrir þig eftir að þú veiktist. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman í bílskúrnum þínum uppi á Erluhrauni að laga bílinn fyrir skoðun. Okkur nöfnunum fannst einnig ekki leiðinlegt að skála í ísköldum Víking gylltum svona þegar var verið að dunda sér í skúrnum. Takk, elsku afi, fyrir allan þann tíma sem við átt- um saman og allan þann fróðleik sem þú miðlaðir til mín. Því að heita Salómon fylgir ákveðin ábyrgð eins og dugnaður, ná- kvæmni og snyrtimennska. Ég geri mitt besta, elsku afi, til að standa undir nafni. Ekki hafa áhyggjur af henni ömmu minni, ég lofa þér að við hugsum öll vel um hana. Góða ferð, elsku afi, við hitt- umst aftur seinna. Þitt barnabarn og nafni Salómon Ernir Breið- fjörð Kjartansson. Hann afi okkar var mjög sér- stakur maður, ákveðinn en ljúfur. Þegar við vorum lítil var eitt sérstakt við sumarið sem maður hlakkaði alltaf til og það voru úti- legurnar með afa Monna og ömmu Ingu. Alltaf nóg af nammi enda enginn meiri nammigrís en hann afi okkar, hann var alveg vitlaus í súkkulaðirúsínurnar en alltaf var talað um það hvernig Salómon Gunnlaugur Gústaf Kristjánsson Elskuleg systir, mágkona og vinur, INGILAUG AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Núpstúni, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 25. febrúar. Jarðsungið verður frá Hrepphólakirkju föstudaginn 9. mars klukkan 14. Steinunn A. Guðmundsdóttir Theodór A. Guðmundsson Brynja Bergsveinsdóttir Guðjón Guðmundsson Ágústa Guðjónsdóttir Margrét Larsen Páll Jóhannsson Elskulega eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ MARÍA GUNNARSDÓTTIR, Austurgötu 31, Hafnarfirði, Hagakoti, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 1. mars. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 9. mars klukkan 10:30. Sverrir Júlíusson Jóhann Valdimarsson Soffía Valdimarsdóttir Davíð Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA SIGRÍÐUR HANSDÓTTIR, Akranesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 23. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. mars klukkan 13. Ólafía Guðrún Ársælsdóttir Sigfús Þór Elíasson Ellert Ársælsson Gunilla Kolm Edda Björk Ársælsdóttir Gunnar Ársæll Ársælsson Fjóla Benný Víðisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri BJÖRN MÁR SVEINBJÖRNSSON tæknifræðingur verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 12. mars klukkan 13. Sveinbjörn Björnsson Einar Örn Sveinbjörnsson Guðrún Karls Helgudóttir Birna Þorvaldsdóttir Gunnar Júlíusson Þorvaldur Bragason Guðrún Jóhannsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI JÓN GOTTSKÁLKSSON bifreiðarstjóri, Gaukshólum 2, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 28. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. mars klukkan 11. Jarðsett verður að Prestbakka á Síðu. Ragnar Bjarnason Gottskálk Jón Bjarnason Arndís Anna Hervinsdóttir Heiða Kristín Þ. Bjarnadóttir Helgi Magnússon Hinrik Daníel Bjarnason Kristín Harðardóttir Jón Erlendsson Anna Ólöf Bjarnadóttir barnabörn og langafabörn Elskuleg systir, mágkona og móðursystir, HREFNA JÓNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í New Jersey, Bandaríkjunum, lést þriðjudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. mars klukkan 13. Guðrún Jónsdóttir Þráinn Árnason Jón Halldór Þráinsson Bylgja Björk Haraldsdóttir Hrefna Þráinsdóttir Emma Guðrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.