Morgunblaðið - 07.03.2018, Side 23
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
hann náði að smjatta og tyggja
hátt þegar hann borðaði þær. Afi
sýndi manni alltaf mikla athygli,
spurði hvernig gengi í skólanum
og í vinnunni og sýndi alltaf mik-
inn áhuga ef að maður hafði sögu
að segja. Afi var mjög varkár
maður og alltaf að passa upp á
mann, hann varð alveg vitlaus
þegar hann sá okkur koma ná-
lægt trampólíni því að hann var
svo hræddur um að við myndum
slasa okkur. En enginn maður lét
manni líða jafn vel eins og afi, því
maður vissi alltaf að ef hann var
nálægt var passað upp á mann.
En þótt hann afi okkar sé fallinn
frá vitum við að hann vakir yfir
okkur. Engin knús voru betri en
afa knús, þétt og löng, svo hvíslaði
hann hlýjum orðum í eyra manns.
Oft sagði hann „farðu varlega og
guð veri með þér“.
Elsku afi, nú segjum við við þig
þegar þú kveður okkur farðu var-
lega og guð veri með þér.
Þín barnabörn
Alexander Hrafn Breiðfjörð
Kjartansson og Viktoría
Benný Breiðfjörð Kjart-
ansdóttir.
Elsku afi, það sem það var sárt
að fá símtalið að þú værir farinn
frá okkur; þú barðist eins og hetja
en því miður hafði krabbinn bet-
ur. Það er skrýtið að hugsa til
þess að nú sé komið að endalokum
en minningarnar geymum við í
hjörtum okkar. Elsku afi, þú
varst alltaf svo góður, jákvæður,
hreinskilinn og glaðlyndur. Við
minnumst þessara orða sem þú
sagðir alltaf þegar þú kvaddir
langafabörnin: „Guð blessi barnið
og fjölskylduna líka.“
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem)
Þín afa-, langafabörn og makar
Ágúst Ingi, Salóme Ýr,
Vilberg Þór Annes.
Elsku afi okkar, nú ertu farinn
eftir hetjulega baráttu við
krabbamein sem þú barðist við
eins og þér var einum lagið. Aldr-
ei kvartaðir þú í veikindum þín-
um, sama hve erfiða daga þú áttir.
Þú hefur alltaf verið nagli og
sýndir okkur enn og aftur hve
magnaður einstaklingur þú varst.
Nærvera þín var alltaf svo góð,
þú sýndir okkur mikinn áhuga og
gafst þér tíma til að spjalla um allt
milli himins og jarðar. Þegar við
rifjum upp minningar tengdar
þér verður okkur hugsað til þess
þegar við fórum í útilegur, þar
sem þú lékst við okkur og skap-
aðir minningar sem munu veita
okkur hlýju um ókomna tíð. Afi,
þú varst einstaklega duglegur og
kraftmikill maður, alltaf eitthvað
að stússast hvort sem það var
heima hjá þér eða úti í bæ. Við
eigum margar minningar um þig í
garðinum að dytta að einhverju,
hvort sem þú varst að smíða,
mála, þrífa eða skreyta. Þú var
alltaf mikill snyrtipinni og hugs-
aðir einstaklega vel um alla þína
hluti, öll verkfæri og hver einasta
skrúfa átti sinn stað. Þú varst allt-
af vel til hafður og ilmaðir ávallt
vel, enda voruð þið amma þekkt
fyrir glæsileika. Þið voruð alltaf
dugleg að skreyta húsið ykkar
hver jól og það sem sló í gegn var
jólasveinarnir sem dönsuðu og
sungu sem hægt var að hlæja að.
Þú varst svo góður við langafa-
börnin þín, duglegur að ná í dót
og leika við þau. Styrmir Þór var
varla kominn inn á Erluhraunið
þegar hann var búinn að draga
þig með sér niður í kjallara að ná í
bíla.
Þín verður sárt saknað og stórt
skarð sem þú skilur eftir. Það
mun taka tíma fyrir alla að átta
sig á að þú sért farinn frá okkur,
elsku afi okkar. Nú er stutt síðan
þú kvaddir og breytingin er mikil
þegar við komum á Erluhraunið,
Styrmir litli spyr enn um þig og
verður erfitt að útskýra þetta fyr-
ir honum.
Hvíl í friði, elsku afi Monni, við
elskum þig og þú munt alltaf eiga
stóran stað í okkar hjarta.
Ingibjörg Ása, Davíð Örn
og Veronika Ósk.
Hér sitjum við eftir þrjár syst-
ur til að kveðja þig elsku bróðir.
Við systkinin ólumst upp við
ást og umhyggju góðra foreldra á
yndislegum stað undir hamrinum
og við lækinn. Þar eyddum við öll
æskuárunum. Monni var miðjan
af okkur systkinum, hann var allt-
af kátur og hress.
Þökkum fyrir það að hafa átt
þig sem bróður og fengið að njóta
af öll þessi ár. Sárt er að þurfa að
kveðja þig svona fljótt, elsku
bróðir. Margs er að minnast og
margs er að sakna.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við sendum elsku Ingu okkar
og fjölskyldu okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Þínar systur
Jóhanna, Fjóla og
Ragna og fjölskyldur.
Í dag verður til moldar borinn
minn kæri vinur Salómon Krist-
jánsson, eða Monni eins og við
kölluðum hann alltaf.
Fyrir um fjórum árum greind-
ist Monni með erfiðan sjúkdóm,
sem að lokum dró hann til dauða
eftir hetjulega baráttu, sem hann
háði af miklu æðruleysi.
Það er líklega frekar sjaldgæft
að eignast vini þegar menn eru
komnir vel yfir miðjan aldur, en
árið 2005 kynntumst við Monni
þegar við störfuðum báðir fyrir
SÍF í Hafnarfirði og með okkur
tókst góð og traust vinátta.
Mál þróuðust þannig að
skömmu eftir að við kynntumst
hætti Monni hjá SÍF en vann
áfram fyrir ýmsa aðila í sínu fagi,
sem var vél- og trésmíði.
Það varð svo til þess að Monni
tók að sér að gera upp tvö hesthús
sem undirritaður og fjölskylda
áttu og leiddi það til þess að við
áttum heilmikið saman að sælda
og margar góðar og ógleymanleg-
ar stundir í hesthúsunum.
Monni var einhver allra
vandaðasti smiður og fagmaður
sem ég hef kynnst. Allt sem hann
lagði hönd á var fallega unnið og
snyrtilega um alla hluti gengið.
Að gera upp gömul hús getur ver-
ið snúið, en vafðist aldrei fyrir
Monna, sem leysti alla hluti fag-
lega.
En Monni var ekki bara góður
smiður og fagmaður, hann var
góður drengur með hlýtt hjarta
og fallega framkomu. Oft sátum
við vinirnir tímunum saman uppi í
hesthúsi og ræddum um alla
heima og geima og nutum þess að
segja hvor öðrum sögur af mönn-
um, málefnum og fjölskyldunum.
Þessar stundir eru nú kær
minning og koma oft upp í hug-
ann.
Konan mín Sif og dóttir mín
Thelma, sem báðar eyddu miklum
tíma í hesthúsunum, kynntust
Monna vel og nutu vináttu hans
og umhyggju.
Nú situr lítil dóttir Thelmu og
leikur sér að fallegri dúkku sem
Monni færði henni í haust og
þessi litla brúða minnir okkur á
okkar góða vin og hans fallega
viðmót. Við söknum hans öll og
minnumst með vinsemd og virð-
ingu í huga.
Með dýpstu samúðarkveðjum,
Benedikt Sveinsson.
Að klífa þrítugan hamarinn var
hún nú ekki gönguferð okkar Sal-
ómons upp á Hamarinn í Hafn-
arfirði í júlímánuði árið 2015, en
þennan margumtalaða Hamar
hafði ég aldrei „klifið“ fyrr en í
fylgd þessa góða vinar míns.
Hafði oft auðvitað heyrt talað um
hann en aldrei látið mér detta í
hug að ganga á hann. Salómon
fræddi mig heilmikið um Hafnar-
fjörð í þessari gönguferð. Frá-
sagnir hans hófust við gömlu
Reykdalsvirkjunina, héldu áfram
upp á hamarinn í víðsýnið þar og
fóru á flug þegar við gengum nið-
ur Öldugötuna, m.a. framhjá
heimili hans forðum. Það sem ein-
kenndi frásagnir hans allar var
hógværð og velvilji í garð sam-
borgaranna, lífs og liðinna. Hall-
mælti ekki nokkrum manni –
þvert á móti hafði ég á tilfinning-
unni að góðir grannar hefðu verið
svo til í hverju húsi. En svona var
Salómon, réttlátur eins og nafni
hans Ísraelskonungurinn forðum.
Við Þurý kynntumst Salómon
og Ingu fljótlega eftir að Steini
sonur okkar og Hulda, dóttir
þeirra, felldu hugi saman, og höf-
um síðan átt með þeim fjölmargar
ánægjustundir sem fært hafa
okkur gefandi vináttu. Má í því
sambandi nefna skötuveislurnar á
Lækjargötunni – sjávarfang af
bestu gerð og félagsskapurinn
ekki síðri. Því miður hafði í síð-
ustu veislu fækkað um einn.
Kjartan faðir Ingu fallinn frá og
enn tómlegra verður það næst
þegar við getum ekki skipst á
skoðunum við Salómon um ágæti
hverrar skötutegundar fyrir sig.
Einnig minnumst við ánægju-
legrar heimsóknar Ingu og Sal-
ómons með Huldu og Steina í
sumarbústaðinn okkar í Borgar-
firðinum, sannkölluð gleðistund
sem til stóð að yrðu fleiri.
En undanfarin ár hafa verið
vini okkar erfið, batahorfur góðar
inn á milli, en aftur og aftur syrti í
álinn og síðustu mánuðir og sér-
staklega síðustu vikur voru hon-
um afar erfiðar. Þegar við Þurý
komum til hans og Huldu á líkn-
ardeildina um miðjan febrúar
tókst okkur að ræða lítillega við
hann, og dæmigert var það fyrir
hann að þegar ég spurði um líðan
hans og verki hafði hann fá orð
um það, en spurði, eins og alltaf
þegar ég hringdi til hans, hvernig
mér liði. Þegar ég fór svo aftur í
Kópavoginn, tæpum þremur sól-
arhringum áður en hann lést, náði
ég ekki sambandi við hann og því
miður var ljóst að hverju stefndi.
Hamarinn ókleifur. Stundin við
rúm hans með Ingu, Huldu og
Möggu var því eðlilega harm-
þrungin.
Þeim, Kjartani, fjölskyldum
þeirra og ástvinum öllum, send-
um við Þurý samhryggðarkveðj-
ur. Heiðríkja umlykur minningu
Salómons Kristjánssonar.
Óli H. Þórðarson.
Í dag er borinn til grafar kær
vinur og samferðamaður, Salóm-
on Gunnlaugur Gústaf Kristjáns-
son, best þekktur sem Monni.
Það er erfitt fyrir okkar kyn-
slóð að ganga í fótspor kynslóðar
Monna. Ekkert nema erfiðisvinnu
að fá og þá helst við sjómennsk-
una. Þar voru ólíklegustu atburð-
ir sem þurfti að takast á við og
ekkert gefið eftir.
Monni vann í skipasmíðastöð-
inni Bátalóni 1971 og smíðaði m.a.
70 tonna báta fyrir Indverja sem
ekki voru gerðir fyrir úthöf. Þeir
voru tveir fengnir til að sigla bát-
unum Víkingi 1 og Víkingi 2 frá
Reykjavík til Hamborgar, og
lögðu af stað í enda nóvember. Í
byrjun ferðar meiddist vélstjór-
inn á fæti og áætlaðir voru fjórir
sólarhringar í siglinguna. Vegna
aftakaveðurs urðu þeir að hvílast í
Eyjum og einnig í Færeyjum. Þá
var vélstjórinn orðinn slæmur í
fætinum og var komið á sjúkra-
hús. Þar vildu læknar gefa honum
pensilín og var siglt í brjáluðu
veðri og vélin bilaði í öðrum bátn-
um. Á þessum tímapunkti var vél-
stjórinn orðinn svo slæmur að
Monni tók tæki sem til voru, skar
í fótinn og hleypti greftri út.
Monni sagði svo frá í Fjarðar-
póstinum 15. júní 2017: „Ég sauð
svo tangir og náði heilmiklum
nabba úr, saumaði saman og batt
um. Vélstjórinn var ekki deyfður
eða neitt, öskrandi og veinandi
greyið. Hann sagði alltaf við mig
að ég hefði bjargað fætinum. Við
vorum á endanum 11 sólarhringa
á leiðinni og þegar við komum til
Hamborgar var stórt flutninga-
skip sem bátarnir voru hífðir upp
í lestarlúgu á eins og hver annar
varningur.“
Samtíma Monna í Bátalóni
vann tengdafaðir hans, Kjartan
Friðriksson, og myndaðist þar sú
vinátta sem tengdi þá saman.
Kjartan var ákveðinn maður og
viljafastur og Monni lyfti öllu upp
á léttara plan með sitt létta skap.
Samstarf okkar Monna var
alltaf á góðu nótunum. Eignuð-
umst við sameiginlega vini sem
við unnum með og satt að segja sá
Monni um samskiptalegu hliðina,
var tryggur og trúr þeim sem við
unnum fyrir og hafði alltaf tíma í
kaffispjall á meðan ég var önnum
kafinn í öðrum störfum. Mig vant-
aði þolinmæðina og umhyggjuna
sem Monni hafði.
Monni var yndislegur karakter
sem gott var að umgangast. Það
lýsti sér best þegar hann birtist a
vinnustað mínum, Menntaskólan-
um við Sund, þar sem höfðingleg-
ar móttökur biðu hans alltaf. Það
var eins og hann hefði unnið þar í
mörg ár. Bros hans og framkoma
laðaði alla að honum.
Monni sagði svo frá í greininni:
„Við strákarnir vorum eins og
mýs og rottur að hirða það sem
var nýtilegt í höfninni og feður
okkar komu í verð erlendis. Lífið
var viðburðaríkt þegar ég ólst
upp.“ Á þessum tíma var ákveð-
inn rígur á milli Suðurbæjar og
Vesturbæjar sem gekk aðallega
út á það hvort hverfið væri betra.
„Við hittumst því oft uppi á hamr-
inum, 10-12 ára strákar, til að
gera upp málin með sverðum og
skjöldum eins og sannir víkingar.
Svo fjaraði þetta út þegar við fór-
um að vera saman í skóla.“ Eftir
15-16 ára aldur gekk lífið mikið út
á sjómennsku. Strákarnir sóttu
yfirgefna báta, sæmilega stórar
trillur, í fjöruna og drógu upp á
götu. „Við vorum bara að stríða
lögreglunni. Algjör prakkara-
skapur, ekkert alvarlega en það.“
Þessi lýsing er dæmigerð í
hvaða bæjarfélagi sem er á þess-
um árum og á vel við á mínum
æskustöðvum, Akranesi, þar sem
þessi lýsing á svo sannarlega vel
við.
Megi guð vera Ingu og fjöl-
skyldu hennar stuðningur.
Takk fyrir allt, Monni.
Sigurður Ingi Georgsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
ERLA DÜRR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
27. febrúar, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
9. mars klukkan 13.
Magnús H. Guðjónsson Ása V. Einarsdóttir
Páll R. Guðjónsson Sigurlaug Val Sigvaldadóttir
Kristinn Guðjónsson Marianne E. Klinke
Hjördís Dürr
Anna Sigríður Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SÆMUNDAR HAFSTEINS
JÓHANNESSONAR,
Sóltúni 25, Selfossi.
Sérstakar þakkir fyrir alúð og umhyggju fær
starfsfólk Áss í Hveragerði og Vinaminnis.
G. Magnea Magnúsdóttir
Magnús Orri Sæmundsson Guðrún Gísladóttir
Jóhanna F. Sæmundsdóttir
Katla Magnea, Stígur og Flóki
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVÖVU BRYNJÓLFSDÓTTUR,
áður til heimilis að Langagerði 28.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hrafnistu í Boðaþingi fyrir
góða umönnun.
Kristinn Á. Guðjónsson
Ómar Kristinsson Kristín Geirsdóttir
Hörður Kristinsson Rut María Jóhannesdóttir
Pálmi Kristinsson Salome Tynes
Svandís Kristinsdóttir Sveinn Bragason
Reynir Holm
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Kárastíg 7,
Hofsósi,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki föstudaginn 2. mars.
Útförin fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 10. mars
klukkan 11.
Blóm og kransar er afþakkað. Þeim sem vilja minnast hinnar
látnu er bent á Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi,
kt. 600488-1399, reikningsnúmer 0310-26-043363.
Anna Hulda Hjaltadóttir Sigurður Hólmar Kristjánsson
Kristján Hjalti Sigurðsson Álfheiður Kristín Harðardóttir
Hallur Aron Sigurðsson
Jónas Pálmar N. Sigurðsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR,
Kiddý,
Miðleiti 7,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. mars.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. mars
klukkan 13.
Örn Andrésson
Guðbjörg Erla Andrésdóttir
Magnús Andrésson Þórdís Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn