Morgunblaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 27
mennum skurðlækningum og æða- skurðlækningum við Landakotsspít- ala 1972-95 og yfirlæknir skurð- deildar 1977-81, sérfræðingur í skurðlækningum og æðaskurðlækn- ingum á Borgarspítalanum (síðar Sjúkrahús Reykjavíkur) 1994-2000, og síðar við Landspítala – Háskóla- sjúkrahús fram á haust 2007. Sigurgeir var dósent í klínískri handlæknisfræði við læknadeild HÍ 1977-94. Sigurgeir sat í stjórn Félags melt- ingarfræða 1977-78, í stjórn Skurð- læknafélags Íslands 1978-80 og 1991- 97 og var formaður 1995-97. Helstu áhugamál Sigurgeirs hafa verið skíðaferðir og siglingar: „Ég naut þess að fara á skíðum frá því ég var ungur maður og auk þess stundaði ég siglingar um langt árabil. Ég átti skútu, með aðstöðu hjá Snarfara í Elliðavog- inum og sigldi mikið um Sundin blá og upp í Hvalfjörð en leigði svo seglbáta í Grikklandi og Tyrklandi. Nú er ég með- eigandi í 28 feta stórri skútu, með fjór- um öðrum. Um áhugamálin er fátt annað að segja nema að ég glamra svolítið á píanó og harmonikku, en það er nú bara fyrir sjálfan mig og mína allra nánustu.“ Sigurgeir ritaði endurminningar sín- ar, Sigurgeir skara’ann, en sú bráð- skemmtilega bók kom út 2015. Fjölskylda Sigurgeir kvæntist 7.3. 1959 Höllu Sigurjóns, f. 15.11. 1937, d. 31.3. 2002, tannlækni og sérfræðingi í tannfyll- ingu, tannsjúkdómafræði og efnafræði. Hún var dóttir Sigurðar Jónssonar, rafvirkjameistara í Reykjavík, og El- ínar Þorláksdóttur, ljósmóður í Ölfusi, síðar saumakonu og húsfreyju í Reykjavík. Börn Sigurgeirs og Höllu eru 1) Að- alsteinn, f. 12.6. 1962, doktor i skó- gerfðafræði, búsettur í Reykjavík en kona hans er Steinunn Geirsdóttir og eru börn þeirra Hugrún, Borghildur og Geir, og 2) Elín f. 9.2. 1967, tannlæknir og sérfræðingur í tanngervafræði, bú- sett í Kópavogi en maður hennar var Kristján Hallvarðsson en þau skildu og eru dætur þeirra Halla, Katla og Embla. Sigurgeir kvæntist 2.12. 2006, Hildi Stefánsdóttur, f. 2.12. 1946, hjúkr- unarfræðingi. Þau skildu 2010. Eiginkona Sigurgeirs frá 4.7. 2017, er Jóhanna G. Halldórsdóttir f. 22.4. 1940, fyrrv. ritari. Hún er dóttir Hall- dórs Gunnars Pálssonar, löggilts vikt- armanns í Reykjavík, og Helgu Jó- hannesdóttur smurbrauðsdömu. Dætur Jóhönnu og stjúpdætur Sig- urgeirs eru Kristín, Bryndís og Áslaug, dætur Garðars Steindórssonar. Systkini Sigurgeirs: Borghildur, f. 23.9. 1922, d. 2.8. 2012, húsfreyja í Reykjavík; Einar Sigurður, f. 3.3. 1925, d. 18.12. 1970, vörubílstjóri í Vík; Ingv- eldur Guðríður, f. 2.8. 1929, d. 9.9. 1999, húsfreyja í Reykjavík; Einar, f. 3.12. 1930, fyrrv. bóndi í Þórisholti, nú á Sel- fossi; Kristinn, f, 28.11. 1942, loft- skeytamaður og kerfisfræðingur í Reykjavík, og Kjartan, f. 1.11. 1944, fyrrv. verslunarstjóri í Reykjavík. Foreldrar Sigurgeirs voru Kjartan Einarsson, f. 27.8.1893, d. 28.7. 1970, bóndi í Þórisholti, og k.h., Þorgerður Einarsdóttir, f. 28.3. 1901, d. 7.1. 2003, húsfreyja. Sigurgeir Kjartansson Þorgerður Jónsdóttir húsfr. á Heiði, frá Flögu Brynjólfur Guðmundsson b. á Heiði íMýrdal, systursonur Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar skálds Sigríður Brynjólfsdóttir húsfr. á Reyni Einar Brandsson b. á Reyni íMýrdal Þorgerður Einarsdóttir húsfr. í Þórisholti Kristín Einarsdóttir húsfr. í Reynishjáleigu Brandur Einarsson b. í Reynishjáleigu íMýrdal Vilborg Sigurðardóttir læknir og hjartasér- fræðingur í Sviss Dr. Kjartan Sigurðsson hagfræðingur Ingveldur Guðríður Kjartans- dóttir húsfr. í Rvík Borghildur Kjartansdóttir húsfr. og saumakona í RvíkUnnur Ólafsdóttir kennari og fyrrv. verslunarstjóri Kjartan Jóhannes Ólafsson prófessor í háloftafræði við Háskólann í Bergen í Noregi Sigríður Kjartansdóttir hjúkrunarfr. á Akureyri Kjartan Kjartansson fyrrv. verslunarstj. í Vík og í Rvík Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst Vilborg Einarsdóttir stofnandi og einn eigendaMentor Einar Kjartansson fyrrv. bóndi í Þórisholti Guðni Einarsson bóndi í Þórisholti Íris Guðna- dóttir verk- fræð- ingur Kjartan Páll Einarsson viðskiptafr. og fyrrv. útibússtj. Búnaðarbankans í Stykkishólmi Ingveldur Árnadóttir húsfr. í Kerlingardal Andrés Andrésson b. í Kerlingardal Vilborg Adrésdóttir húsfr. í Þórisholti Einar Finnbogason b. og hreppstj. í Þórisholti Matthildur Pálsdóttir húsfr. í Þórisholti Finnbogi Einarsson b. í Þórisholti Úr frændgarði Sigurgeirs Kjartanssonar Kjartan Einarsson b. í Þórisholti íMýrdal ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Björn Ásgeir Guðjónssonfæddist í Reykjavík 7.3. 1929og ólst upp á Bráðræðisholt- inu. Foreldrar hans voru Guðjón Þórðarson, skó- smiður í Reykjavík og formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur, og Anna Jónsdóttir. Guðjón var sonur Þórðar Stef- ánssonar, bónda á Bakka í Mela- sveit, af Deildartunguætt, og Sigríð- ar Jónsdóttur frá Ferjubakka. Anna var dóttir Jóns, bónda í Valdakoti í Flóa Þorsteinssonar, smiðs í Gerðakoti Sveinbjörnssonar, pr. í Holti Guðmundssonar. Björn var kvæntur Ingibjörgu Jónasdóttur og eignuðust þau tvö börn auk þess sem Björn átti stjúp- dóttur. Björn var fyrst við tónlistarnám hjá Albert Klahn, Karli Runólfssyni og Wilhelm Lansky Otto. Hann var í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Jóni Þórarinssyni og lærði við Det Kongelige Danske Musik Kons- ervatorium þar sem aðalkennari hans var Kurt Pedersen. Björn var trompetleikari í Sinfón- íuhljómsveit Íslands um árabil, kennari og stjórnandi Skóla- hljómsveitar Kópavogs frá stofnun hennar, 1967, kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík, trompetleikari við óperuna í Gautaborg um skeið, var félagi í lúðrasveitinni Svani í tvö ár, félagi í Lúðrasveit Reykjavíkur í tæpa þrjá áratugi, formaður Lúðra- sveitar Reykjavíkur 1963-66, var varaformaður Félags íslenskra hljóðfæraleikara um skeið, stjórn- andi Lúðrasveitar verkalýðsins og stjórnandi Hornaflokks Kópavogs frá stofnun 1977. Björn var félagi í Det Danske Trompeter Laug. Hann var heið- ursfélagi Lúðrasveitar Vest- mannaeyja og Havnarhornorkestur í Færeyjum. Þá var hann kjörinn heiðurslistamaður Kópavogs 1988 og var vel að því kominn, enda mik- ilhæfur og áhrifamikill tónlist- armaður í bæjarfélaginu um langt árabil og afar vinsæll kennari. Björn lést 23.6. 2003. Merkir Íslendingar Björn Ásgeir Guðjónsson 85 ára Anna Þóra Baldursdóttir Karl Hallbertsson Kristín Hulda Óskarsdóttir Oddur K. Dagbjartsson Stefán Lárus Kristjánsson 80 ára Sigrún Friðriksdóttir Sigurgeir Kjartansson Sonja Lúðvígsdóttir 75 ára Ásta Sigrún Ásgeirsdóttir Jakob L. Kristinsson Jóhanna Jóakimsdóttir Marta Finnsdóttir Reynir Þormar Þórisson Sigríður Kristinsdóttir Sigurdís Valdimarsdóttir 70 ára Aðalsteinn Ingólfsson Halldór Runólfsson Ingvar Einarsson Pétur Rúnar Ragnarsson Reynir Jósefsson Sigríður Valdimarsdóttir Sigurður Kristinsson Steinn Ástvaldsson Tómas Ísleifsson 60 ára Aðalsteinn Hafsteinsson Brynja Ríkey Birgisdóttir Dagný Guðmundsdóttir Elín Soffía Harðardóttir Lilja S. Steingrímsdóttir Marietta Amalie Maissen Pétur Ægir Hreiðarsson Örn Vigfús Óskarsson 50 ára Aðalheiður Þorbergsdóttir Arleta Dorota Adamska Brynja Birgisdóttir Eyrún Níelsdóttir Gísli H. Guðlaugsson Harpa J. Sæþórsdóttir Heimir Þ. Kristinsson Herdís Valsdóttir Ivan Petrov Matakov Jóna Birna Kristinsdóttir Jón Ingi Hjaltalín Linda Björk Árnadóttir Magnús Geir Gunnlaugsson Magnús Þórhallsson Rögnvaldur I. Stefánsson Þorsteinn Guðbrandsson 40 ára Atli Kristjánsson Clarivelle Roca Rosento Fylkir Aðalsteinn Jónsson Hannes Ingi Geirsson Hilmar Ingimundarson Hrönn V. Runólfsdóttir Ívar Áki Hauksson Kristín Rós Egilsdóttir Rafn Franklín Arnarson Sigurður Hólmsteinn Magnússon Sturla Míó Þórisson 30 ára Adam Biganovský Andri Ingólfsson Andrzej Choinski Antonio Burgal Ventura Egill Árni Sigurjónsson Haraldur T. Gunnarsson Ha Thu Nguyen Hákon Stefánsson Hörður Darri McKinstry Irma Hrönn Martinsdóttir Karolina Maria Jaglarz Khoi Hong Nguyen Ómar Smári Skúlason Rakel Karen Hrefnudóttir Rósa Ómarsdóttir Selma Ruth Iqbal Sigurður Guðni Viðarsson Valdís Ósk Sigurðardóttir Þórunn Einarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Hákon ólst upp í Fagraskógi í Hörgársveit, býr á Akureyri og er að ljúka MSc-ritgerð í end- urnýtanlegri orkuverk- fræði við PU í Berlín. Maki: Jóhanna Tryggva- dóttir, f. 1988, fram- kvæmdastjóri. Dóttir: Rakel Ylfa, f. 2017. Foreldrar: Stefán Magn- ússon, f. 1960, bóndi í Fagraskógi, og Sigrún Jónsdóttir, f. 1957, sjúkra- þjálfari. Hákon Stefánsson 30 ára Ómar ólst upp í Kristnesi við Eyjafjörð, er nú búsettur í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá VMA, er markmaður í ís- hokkíi með meistaraflokki Bjarnarins og vaktstjóri hjá Securitas Maki: María Rún Sveins- dóttir, f. 1996, stúdent. Foreldrar: Skúli Torfason, f. 1947, tannlæknir, og Ella Jack, f. 1954, hjúkr- unarfræðingur. Þau eru búsett í Noregi. Ómar Smári Skúlason 40 ára Rafn ólst upp í Grindavík, býr þar, lauk stýrimannaprófi og er skipstjóri á Sandfelli SU. Maki: Eva Björg Sigurð- ardóttir, f. 1978, snyrti- og tómstundafræðingur. Börn: Hafþór Örn, f. 2003; Hilmir Rafn, f. 2005; Heimir Karl, f. 2010, og Ísey Ólöf, f. 2017. Foreldrar: Örn Rafnsson, f. 1957, og Þórdís Þór- arinsdóttir, f. 1956. Rafn Franklín Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.