Morgunblaðið - 07.03.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á fi
skinn
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er nauðsynlegt að eyða tíma
með ungviðinu og um leið að finna barnið í
sjálfum sér. En mundu að rasa ekki um ráð
fram.
20. apríl - 20. maí
Naut Vináttusambönd þín við aðra verða
hlý, náin og innileg á komandi mánuðum.
Mundu að leita til þeirra sem standa þér
næst þegar þú þarft með.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú gefur gjafir, gerir rausnarlega
samninga eða gefur með þér. Sýndu fjöl-
skyldu þinni hlýju og ástúð því þú vilt að
hamingja ríki á heimilinu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er engin ástæða til þess að þú
takir því steinþegjandi og hljóðalaust að aðr-
ir ráðskist með hluti sem þú átt að stjórna.
Leyfðu þeim að bera byrðarnar með þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einlægni er það sem þú þarft að hafa í
huga þegar þú talar fyrir þeim málefnum
sem þú berð fyrir brjósti. Taktu tillit til skoð-
ana annarra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að reyna að hefja þig upp
fyrir hversdagsleikann svo líf og starf verði
skemmtilegt. Stattu vörð um heilsu þína og
hamingju.
23. sept. - 22. okt.
Vog Flas er ekki til fagnaðar. Vertu á varð-
bergi gagnvart þeim sem tala of mikið og
jafnvel enn meira á varðbergi gagnvart þeim
sem gefa þér loforð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Til að eignast nýja vini þarftu
fyrst og fremst að sýna öðrum vinsemd.
Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hlustaðu ekki á vini þína þegar
þeir eru að hvetja þig til að eyða peningum í
eitt eða annað. Skoðaðu málin með opnum
huga.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Skoðanir þínar hafa vakið nokkra
andstöðu sem þú þarft að taka tillit til og yf-
irvinna með fullri sanngirni. Notaðu innsæi
þitt til að vega og meta vandamál sem upp
kemur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hugsaðu vel um fjármál þín því
þér er eitthvað hætt á því sviði þessa dag-
ana. Láttu ekki velgengni stíga þér til höf-
uðs.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert til í að vinna jafnt og þétt og
vanda þig við hvaða verkefni sem þér eru
fengin og þú kemur miklu frá þér í vinnunni í
dag.
Guðmundur Arnfinnsson þýðirmargt og ávallt vel. Hér er
„Dáravísa“ eftir Nils Ferlin:
Er vorsólin á himni hló
svo hýr og glöð í bragði,
í drykkjuæði dárinn sló
í dáravegg og sagði:
„Hæ, sjálfumglaða sól, þú skín
og sóar geislum þínum,
ef legg ég aftur augu mín,
þú óðar hverfur sýnum!“
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich lætur í sér heyra:
Hvasst er úti, Kári slær á kinn og tásur,
svo lítil kisa króknað getur
kaldur er hann þessi vetur.
Gísli Ásgeirsson er ráðagóður:
Ekki sæmir eðalketti eymdarvælið.
Lausn við þessu fann ég fína:
Farðu í úlpu, Jósefína!
Jósefína svarar um hæl:
Eina læt ég á mig sauma úlpu hlýja
og klæði mig sé kuldinn bitur, –
kisan ráðagóð og vitur.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason:
Ógn er þegar úti kaldur ýlir vindur
Nefburst mun í nösum titra
þá næðir frost um köttinn vitra
Allt mun skárra er úti fer svo enn
að hlýna
þá næðir ei um nefburst þína
í næturferðum Jósefína
Gunnar J. Straumland yrkir heil-
ræðavísu:
Engum gagnast undanbrögð né orða-
gjálfur.
Vera skal frekar heill en hálfur,
helst af öllu maður sjálfur.
Magnús Geir Guðmundsson skrif-
ar í Boðnarmjöð á mánudag:
„Einkar stillt var og fallegt
snemma í morgun norðan heiða,
töluvert búið að snjóa um helgina,
en veður stillt og frostið ekki of
mikið:“
Fannabreiða felur jörð,
fagurbjört og hrein;
þýð, svo ríkir þvert um fjörð,
þögnin sönn og ein.
Ármann Þorgrímsson kveður
„aðdáunarvert“ þetta:
Þó að lendi í þrengingum
og þyngjast taki sporið
syngja margir söngva um
sólina og vorið.
Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson
kveður á Boðnarmiði:
Ég hef þennan dýrðar dag,
í dagbók mína skráð.
Því að ég hef ljóð og lag
lokið við í bráð.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af dára, kisu litlu og heilræði
„HEFURÐU SÉÐ BUXURNAR MÍNAR?“
„ÉG VIL AÐ ÞÚ FARIR ÚT AÐ GANGA Í
HÁLFTÍMA, TÍU MÍNÚTUM ÁÐUR EN ÞÚ
FÆRÐ ÞÉR HÁDEGISMAT.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að segja hvort öðru
drauma ykkar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG HEYRÐI FYNDINN
BRANDARA Í DAG
EN ÉG MAN EKKI
HVERNIG HANN ENDAR
O JÆJA, „BANK,
BANK“
EKKI
BRÓÐIR HRÓLFUR, EF ÞÚ HLUSTAR Á
GUÐ MUNTU ALDREI GERA SKYSSU!
MÉR SKILST AÐ GUÐ HAFI EKKI MÆLT
MEÐ RAKARANUM ÞÍNUM.
Í tveimur kvikmyndum, sem til-nefndar voru til Óskarsverðlauna
á þessu ári, var fjallað um neyðar-
aðgerð Breta til að flytja brott inni-
króaða hermenn í Dunkirk í Frakk-
landi í maí 1940. Önnur myndin
heitir einfaldlega Dunkirk, hin The
Darkest Hour. Alls voru myndirnar
tilnefndar til 14 verðlauna og
hrepptu fimm. Þar á meðal fékk
Gary Oldman verðlaunin fyrir best-
an leik í aðalhlutverki fyrir túlkun
sína á Winston Churchill, forsætis-
ráðherra Bretlands. Báðar eru
myndirnar mikið sjónarspil og fjalla
um viku þar sem stríðið hefði getað
snúist Þjóðverjum í vil, en áhöld eru
um áreiðanleika frásagnarinnar.
x x x
Sagnfræðingurinn Max Hastingsfann að bardagaatriðum í upp-
hafi myndarinnar Dunkirk. Þýski
herinn hafi lítið beitt sér þegar her-
mennirnir voru fluttir brott og ekk-
ert hafi verið barist á jörðu niðri í
borginni eða höfninni.
x x x
Sagnfræðingurinn Anthony Bee-vor segir að breskir kvikmynda-
leikstjórar beri litla virðingu fyrir
„sögulegum sannleika“ og finni hjá
sér þörf til „úrbóta“ jafnvel þegar
þess sé engin þörf. Hann segir að
dregið sé úr þætti breskra herskipa í
aðgerðinni til þess að upphefja hlut
flota smábáta í eigu almennings. Í
raun hafi herskipin sótt megnið af
hermönnunum.
x x x
Leikstjórinn, Christopher Nolan,segir hins vegar að hann hafi
heillast af hinni rómantísku sögu um
óbreytta borgara í fararbroddi í
björgunaraðgerðinni. Hann hafi
sjálfur siglt yfir Ermarsundið á
sama stað í litlum báti með konu
sinni og segir að það sé „ein erfiðasta
og satt að segja hættulegasta lífs-
reynsla“ ævi sinnar.
Beevor gagnrýnir einnig Darkest
Hour og segir að atriði þar sem
Winston Churchill ferðast með
neðanjarðarlest og tekur að ræða við
farþega um rétt og rangt og hvernig
eigi að eiga við menn eins og Adolf
Hitler sé hlægilegt og uppspuni frá
rótum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá
sem fylgir mér mun ekki ganga í
myrkri, heldur hafa ljós lífsins“
(Jóh: 8.12)