Morgunblaðið - 10.03.2018, Page 1

Morgunblaðið - 10.03.2018, Page 1
Mammaer alls staðarVala Guðnadóttir á óvenjulegalífsins sögu, bæði ævintýralega eneinnig fulla af erfiðum áskorunum.Fjölskyldan naut andlegra verð-mæta en bjó við þröngan kost.Foreldrar Völu misstu heilsunaþegar hún var barn og unglinguren móðir hennar hætti að þekkjahana þegar Vala var um tvítugt. 14 11. MARS 2018SUNNUDAGUR Tímaþjófarða gleðigjafar? Norska undNorðmenn eru hetjur vetrarólSkýringuna á ótrúlegum árangmanna telja þeir að finna í öfluþar sem keppni er út umir bregða á það ráðð takmarka tíma áamfélagsmiðlum 16 Fertug samtök Samtökin ‘78hafa gengið ígegnum ýmislegtá þeim fjörutíuárum sem þauhafa starfað.Baráttunni erhvergi nærrilokið 4 e rið ympíuleikannari sinna íþrótta-gu barnastarfihýst 6 S a s L A U G A R D A G U R 1 0. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  59. tölublað  106. árgangur  VERK UM HÖFNUN OG ÁSTARSORG EINELTI Í BARNAHÓP ER ÓVIÐUNANDI VINÁTTUVERKEFNI 12HILDUR ÁSA 46 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Róbert Wessman á tilkall til ríflega 22% hlutar í lyfjafyrirtækinu Alvogen sem hann stofnaði í félagi við sam- starfsmenn sína árið 2009. Hingað til hefur því verið haldið fram að Róbert eigi ekki hluti í fyrirtækinu. Eignar- hald hans hefur nú fengist staðfest á grundvelli gagna sem Morgunblaðið hefur aflað. Skjölin staðfesta að eign- arhaldið teygir sig um flókið net eign- arhaldsfélaga sem teygja sig frá Ís- landi til Jersey, Lúxemborgar, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Allt að 90 milljarða virði Gengi hlutabréfa í Alvogen er ekki skráð opinberlega. Fréttaveitan Bloomberg hefur það hins vegar eftir heimildarmönnum innan fyrirtækis- ins að það sé metið á um 4 milljarða dollara. Sé það verðmat nærri raun- veruleikanum má gera ráð fyrir að eignarhlutur Róberts, sem vistaður er í sjálfseignarsjóði á aflandseyjunni Jersey, sé metinn á allt að 90 millj- arða króna. Athygli vekur að sjálfseignarsjóð- urinn, sem ber heitið Hexalonia Trust, var stofnaður seint á árinu 2015. Þá staðfestir Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, að sjóður- inn hafi eignast 74% hlut í eignar- haldsfélaginu Aztiq Finance Holding í Lúxemborg sama ár en það félag fer með um 30% hlut í Alvogen. Verð- mætin sem lögð voru til grundvallar hlutafjáraukningunni hafði Róbert lagt inn í sjálfseignarsjóðinn. Ekki hefur fengist staðfest hve mikið fé það var eða hvaðan það kom. Í Morgunblaðinu í dag er ljósi varpað á hið flókna og umfangsmikla net eignarhaldsfélaga sem rekja sig allt frá hinum ört stækkandi lyfjarisa og að sjálfseignarsjóðnum sem ætlað er að tryggja fjárhagslega velferð Róberts og fjölskyldu hans. Á 22% hlut í Alvogen  Róbert Wessman stofnaði sjálfseignarsjóð um eignir sínar á eyjunni Jersey  Sjóðurinn eignaðist 22% í Alvogen árið 2015 á grundvelli hlutafjáraukningar MLjósi varpað á eignarhald Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala íbúða í nýjum íbúðaturni í Bríetartúni er að hefjast. Alls eru 94 íbúðir í tveimur húsum og þjón- usta og verslun á jarðhæð. Fá dæmi eru um að svo margar íbúðir hafi komið í sölu í einu lagi í mið- borg Reykjavíkur á þessari öld. Meðalverð íbúðanna er um 64,4 milljónir króna og samanlagt verð um 6 milljarðar. Við það bætist söluverð þakíbúðar á 12. hæð sem ætla má að kosti um og yfir 400 milljónir. Þá með hliðsjón af því að á 11. hæð kosta tvær íbúðir 186 og 195 milljónir. Þakíbúðinni fylgir mikið geymslurými, en hún er frá- tekin fyrir Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar. Ásamt bílskúrum í kjallara og atvinnu- húsnæði á jarðhæð er söluverð- mæti hússins líklega yfir 7 millj- arðar. Bílskúrarnir kosta frá 10 milljónum. Ólafur Ingi Ólafsson, tækni- stjóri hjá Eykt, sýndi Morg- unblaðinu hæðir þrjú, sjö og 11 í húsinu, en íbúðir afhendast full- búnar. » 10 Dýrasta íbúðin met- in á hund- ruð milljóna Teikning/Onno Höfðatorg Sala hefst fljótlega á íbúðum í turninum í Bríetartúni.  Samanlagt verð íbúða um 6 milljarðar Feðgarnir Valur Guðjónsson og Reynir Valsson á Sunnu Líf KE 7, létu vel af aflabrögðum þegar þeir komu til Sandgerðis um hádegi í gær. Þeir eru á þorskanetum og voru með tæplega fimm tonn af vænum fiski í 32 net. Þeir hafa síðustu daga verið að veiðum norðan Garðskaga eins og fjöldi annarra neta- og handfærabáta. Valur segir að gefið hafi dag hvern frá 28. febrúar og aflinn verið 4-9 tonn í róðri. » 14 Líflegt á netum og handfærum við Garðskaga Morgunblaðið/RAX „Ég var mjög ung þegar hún greindist, var unglingur, þó að skellurinn hafi ekki komið strax því framgangur sjúkdómsins var hægur í fyrstu. Þegar henni fór hins vegar að hraka gerðist það mjög skyndilega og hratt og smátt og smátt hvarf hún inn í þennan sjúkdóm sem í hennar tilfelli var með því versta sem hægt er að fá,“ segir Vala Guðnadóttir söngkona sem í viðtali í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins segir frá æsku sinni og lífi. Móðir hennar greindist með alz- heimer þegar Vala var unglingur og hvarf inn í sjúkdóminn á 15 árum. „Þegar maður gerði sér grein fyr- ir hvað var á seyði kom skömmin. Maður fór að reyna að fela ástandið, að hún væri ekki svona veik. Þegar ég útskrifaðist úr Söngskólanum 22 ára var ég svo stressuð að mamma færi að gera einhverjar gloríur, segja eitthvað við fólk á lokatónleik- unum, að ég var að deyja.“ Vala segist líklega aldrei hafa gert sér grein fyrir, fyrr en í seinni tíð, hvað þetta var erfitt. „Ég hef eiginlega ekki getað talað um þetta, ég gat ekki talað um mömmu í mörg ár. Mér finnst mjög mikilvægt að þessi umræða er í dag komin á allt annan stað.“ Mamma hvarf á 15 árum Vala Guðnadóttir  Móðir Völu Guðna fékk alvarlegasta afbrigði alzheimer  „Þessi nýi búnaður er í raun og veru algjör bylting í slökkvistarfi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgar- svæðinu, í samtali við Morgun- blaðið og vísar í máli sínu til þess að á næsta ári fær slökkviliðið á höf- uðborgarsvæðinu afhenta fjóra nýja slökkvibíla. Kostnaður við bíl- ana er rétt yfir 300 milljónum króna, en þeir verða með nýjum búnaði sem ekki hefur verið not- aður við slökkvistarf hér á landi. Búnaðurinn gerir slökkviliðs- mönnum kleift að úða vatni inn í brennandi rými án þess að rífa það upp og fara sjálfir inn. Jón Viðar segir þetta munu auka mjög öryggi slökkviliðsmanna og borgaranna. mhj@mbl.is »6 Nýir slökkvibílar fyrir yfir 300 milljónir Morgunblaðið/Eggert Brunavarnir Nýi búnaðurinn kemur á næsta ári og þykir mikil bylting.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.