Morgunblaðið - 10.03.2018, Side 10

Morgunblaðið - 10.03.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 húsum. Hér sé á ferð miðbæjar- verkefni með blandaðri íbúðum en markaðurinn eigi að venjast. „Við Höfðahverfið er fjöldi vinnu- staða. Maður myndi því ætla að margir sæju hag í að minnka við sig og flytja í nýju húsin. Þeir geta í framhaldinu losað sig við annan bíl- inn,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að húsin verði klædd álplötum og því viðhaldslétt. Þegar Bríetartún 9-11 er tilbúið verður ein bygging óbyggð á Höfða- torgi. Meðal nýjunga í Bríetartúni 9- 11 er úðakerfi á hæðum 1-8. Verð íbúða í Bríetartúni 9-11 Heildarverð: 6.371,1 milljón kr.* 200 175 150 125 100 75 50 25 0 m.kr. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.12.hæð **Íbúð 613 er seld. ***Íbúð á 12. hæð: 381 m.kr. miðað við að hún seljist á sama verði og tvær íbúðir á 11. hæð. *** ** *Að auki eru seldir einkabílskúrar og atvinnuhúsnæði á jarðhæð Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á mánudag hefst sala 94 íbúða í nýjum íbúðaturni í Bríetartúni 9-11 í Reykjavík. Húsið er á sjö og tólf hæðum. Á hluta jarðhæðar verður verslunar- og þjónusturými. Bíla- kjallari er undir húsinu. Vinna við að klæða húsið að utan er langt komin og er stefnt að af- hendingu íbúða um nk. áramót. Verð íbúða á 1. til 11. hæð er 40,9- 195 milljónir og er hátt hlutfall á 40- 50 milljónir. Verð þakíbúðar á 12. hæð er ekki gefið upp í verðskrá. Mikil fjölbreytni er í hönnun íbúða og verða til dæmis þrjár ríf- lega 70 fermetra íbúðir á tveimur hæðum. Ætla má að samanlagt söluverðmæti íbúða, bílskúra og at- vinnuhúsnæðis sé yfir 7 milljarðar. Mikið útsýni yfir miðborgina Ólafur Ingi Ólafsson, tæknistjóri hjá Eykt, sýndi Morgunblaðinu hæðir þrjú, sjö og 11 í húsinu. Frá 7. hæð er mikið útsýni til vesturs yfir gömlu miðborgina. Íbúðaturninn er með svalir í allar áttir og útsýni því breytilegt. Frá 11. hæð er mikið útsýni til allra átta. Tvær lúxusíbúðir verða á hæð- inni. Á 12. verður sem fyrr segir ein þakíbúð. Ólafur Ingi segir íbúa geta tryggt sér afnot af bílastæði í kjallara gegn gjaldi. Það verður um 9.900 kr. á mánuði. Að auki verður hægt að kaupa einkabílskúr í kjallara. Verð þeirra er frá 10 milljónum. Með öllum íbúðum fylgir lokuð geymsla í kjallara. Vekur athygli að lofthæð er mikil og eykur það geymslurýmið verulega. Ólafur Ingi segir íbúðir afhentar fullbúnar með heimilis- og blönd- unartækjum og flísum á baði. Meginrými afhendast hins vegar án gólfefna. Hiti er í gólfum hússins og gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara á baði í flestum íbúðanna. Svalirnar yfirbyggðar „Nær allar svalir í húsinu verða yfirbyggðar. Má segja að það stækki íbúðirnar,“ segir Ólafur Ingi. Fasteignasalan Eignamiðlun kemur að sölu íbúðanna. Guðlaugur I. Guðlaugsson, fast- eignasali hjá Eignamiðlun, segir meiri fjölbreytni í stærð íbúðanna í Bríetartúni en í mörgum fjölbýlis- Á Höfðatorgi Horft inn Bríetartúnið til vesturs. Götumyndin breytist. Teikningar/Onno Sýn arkitekta Svona gæti ein af íbúðunum á efri hæðunum litið út. Stórir gluggar og svalir eru í íbúðinni. Nýjar miðborgaríbúðir komnar í sölu  Íbúðir í Bríetartúni 9-11 í Reykjavík fara í sölu  Byggingin er eitt stærsta fjölbýlishús landsins  Þar verða 94 nýjar íbúðir í tveimur húsum sem eru sjö og tólf hæðir  Mikið útsýni frá efri hæðum Nýtt borgarlandslag Nýi íbúðaturninn er við hlið Fosshótelsturnsins. Nýbyggt Horft til austurs. Motus og WOW Air verða í röndótta húsinu.Útsýnið frá 11. hæð Tvær íbúðir eru á 11. hæð en ein á þeirri 12. Nýbreytni Hér eru e.t.v. fyrstu samhliða íbúða- og atvinnuturnar landsins. Morgunblaðið/Baldur GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu bakstursins, við hreinsum fötin Við erum sérfræðingar í erfiðum blettum Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Guðríður Arn- ardóttir hlaut endurkjör sem formaður Félags framhaldsskóla- kennara (FF) til ársins 2022 með 60,5% atkvæða. Auk hennar var Guðmundur Björgvin Gylfa- son, framhalds- skólakennari í Fjölbrautaskóla Suð- urlands, í framboði til formanns en hann hlaut 34,7% atkvæða. Samhliða kosningu formanns fór fram kjör stjórnar FF. Aðalmenn í röð eru Guðjón Hreinn Hauksson, Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, Helga Jóhanna Baldursdóttir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, vara- menn Baldvin Björgvinsson, Óli Njáll Ingólfsson og Simon Cramer Larsen. Rúmlega helmingur á kjör- skrá kaus. ernayr@mbl.is Guðríður endur- kjörin formaður Guðríður Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.