Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur G. Sigurgeirsson Selfoss Segja má að hálft samfélagið hér á Selfossi hafi verið í spennumóki undanfarna daga í aðdraganda bikarkeppni HSÍ. Um fátt hefur verið meira skrafað á kaffistofum hér á bökkum Ölfusár en ágætt gengi Selfossliðsins í handbolta karla, sem kom upp úr næstefstu deild boltans í fyrra, en er nú meðal bestu liða handboltans á landinu, þrátt fyrir lágan meðalaldur liðs- manna. Er því haldið á lofti með ákveðinni kímni að margir leik- mannanna þurfi að fá far hjá móður sinni á æfingar þar sem þeir hafi ekki öðlast rétt til að taka bílpróf. Hvað sem því líður gengur liðinu af- ar vel og er alltaf þéttsetinn áhorf- endabekkurinn í íþróttahúsinu í Vallaskóla þegar liðið tekur á móti mótherjum sínum í boltanum.    Hundruð æstra áhangenda liðsins voru mætt síðdegis í gær til að æfa baráttusöngvana fyrir leik kvöldsins og ljóst mátti vera að stúkan í Laugardalshöllinni yrði vín- rauð að stórum hluta. Vonandi held- ur gengi liðsins áfram á sama veg, og nýverið skrifuðu þrír af lykil- mönnum liðsins undir nýjan samn- ing við Selfoss, sem eykur vonir stuðningsmanna um að hin nýja „mjaltavél“ fái tilefni til að syngja sigursöngva um ókomna framtíð.    Nú hefur verið ákveðið að menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2018“ verði haldin dagana 18. til 22. apríl næstkomandi og mun hún að þessu sinni verða tileinkuð 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Ár- borgar. Menningarhátíð þessi hefur verið haldin með ákveðnum hætti undanfarin ár, en misjafnlega mikið í hana lagt hverju sinni. Skipulagn- ing er á undirbúningsstigi og leitað er eftir hvers kyns tillögum að dag- skráratriðum eða hugmyndum að menningarviðburði í tengslum við hátíðina.    Leikfélag Selfoss fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir og stendur félagið fyrir glæsilegri dag- skrá á afmælisárinu. Nú standa yfir sýningar á gamanverkinu Glæpir og góðverk í leikgerð Sigrúnar Val- bergsdóttur, byggt á leikriti Anton Delmar. Sýningatímabilið er um það bil hálfnað en frumsýnt var hinn 16. febrúar. Í gegnum tíðina hefur Leikfélag Selfoss sett upp tæplega 90 verk sem gefur glögga mynd af því hversu öflugt starf félagsins hef- ur verið í gegnum árin sextíu. Sýn- ingin Glæpir og góðverk hentar vel fyrir alla fjölskylduna og hefur upp- setning leikfélagsins fengið góðar viðtökur gesta.    Áformað er að hefja byggingu knatthúss á íþróttasvæðinu við Engjaveg á Selfossi í haust. Húsið, sem verður klætt segli, á að verða liðlega 3100 fermetrar að gólffleti. Hlaupabraut verður með langhlið og við annan endann. Bygging hússins er samstarfsverkefni ungmenna- félagsins og bæjaryfirvalda á Sel- fossi. Húsið verður reist við suður- enda gervigrasvallar á íþróttasvæðinu en þar er til staðar skipulagt svæði undir slíka starf- semi. Viðlíka hús hefur verið reist í Hafnarfirði og eru áform um bygg- ingu slíks húsnæðis í Mosfellsbæ á næstunni. Hönnunarferli er hafið og vonir eru bundnar við að hefja megi bygginu þess á haustdögum. Morgunblaðið / Sigmundur Sigurgeirsson Fjör Spenntir Selfyssingar fylktu liði með sínum mönnum í bikarleiknum í gærkvöldi og var stemningin mikil. Handboltaspenna skekur bæinn Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veitur hafa sent öllum viðskiptavinum sínum póst til þess að vekja athygli á því að komið sé að því hjá þeim að lesa af rafmagns- og heitavatnsmælum. „Við komum ekki nema sérstaklega sé óskað eftir því,“ segir Sigrún Viktors- dóttir, forstöðumaður þjónustustýr- ingar, en Veitur eru með 155.000 mæla í notkun hjá viðskiptavinum. Sigrún segir að fyrir nokkru hafi vegferðin hafist með því að benda fólki á að gott væri að það kynni að lesa af mælunum vegna þess að það ætti að skila álestri árlega. Venjulega hafi starfsmenn Veitna farið í hús og lesið á mælana en þeim bæri ekki skylda til þess að gera það nema á fjögurra ára fresti. „Hins vegar ber viðskiptavinum að skila inn tölunum einu sinni á ári,“ áréttar hún. Á heimasíðu Veitna eru upplýsingar um hvernig lesa á af mælunum auk þess sem þar er myndband til nánari skýringa. Sigrún segir mikilvægt að fólk læri að lesa á mælana til þess að geta fylgst með eigin notkun. Það að fara vel með vöruna sé til hagsbóta fyrir alla, jafnt notendur sem Veitur. Sérstaklega sé fólki ráðlagt að fylgjast með eigin notkun á „Mínum síðum“ á vef Veitna með því að skrá notkunina oftar en einu sinni á ári. Þannig megi koma í veg fyrir óeðlilega notkun. „Það er krafa á okkur að sýna ábyrgð í rekstri,“ segir Sigrún til nán- ari útskýringar á umræddri ákvörðun og bendir á að með þessu sé einnig verið að reyna að búa til meðvitaða neytendur. Sparnaður geti verið að fylgjast með eigin notkun og rekstr- arkostnaður hverrar veitu fyrir sig byggist meðal annars á kostnaði við af- lestur. „Það er okkar ósk að rekstr- arkostnaður verði minni sem komi á endanum fram í lægra vöruverði,“ seg- ir hún. Fólki ber að lesa af mælum Veitna  Langtímamarkmiðið er að skila lægra vöruverði til neytenda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lestur Auðvelt er að lesa á raf- magns- og heitavatnsmæla Veitna. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við viljum fá hugmyndir um hvað hægt er að gera nýtt úr jarðhita. Okkur er alveg sama hvernig hug- myndin er formuð, bara að hún teng- ist næringu og jarðhita,“ segir Snæ- björn Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Eims sem efnir til samkeppni um bestu hugmyndina um matvæla- framleiðslu með jarðhita. Eimur er samstarfsverkefni um bætta nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra. Bætt nýting auðlinda Samkeppnin er haldin undir yfir- skriftinni: Gerum okkur mat úr jarð- hitanum. Leitað er eftir hugmyndum um matvælaframleiðslu með jarðhita sem stuðlar að bættri nýtingu nátt- úruauðlinda á Norðurlandi eystra. Samkeppnin er öllum opin og fær besta hugmyndin tvær milljónir í verðlaun og önnur besta hugmyndin tvær og hálfa milljón. Tekið er fram að hugmyndirnar mega vera á hvaða stigi sem er; frumvinnsla, fullvinnsla, hliðarafurð- ir, hráefni, nýjungar, eitthvað spes eða eiginlega hvað sem er. Sérstök áhersla er lögð á sjálfbærni, sam- vinnu ólíkra aðila og að finna nýjar leiðir til að nýta betur það sem fyrir er. Margt kemur til greina Upp í hugann kemur soðið hvera- brauð en það telst varla ný hug- mynd. Snæbjörn segir hugsanlegt að hægt sé að finna nýja fleti á þeirri hugmynd, eins og öðrum. Annars megi nota jarðhitann hvernig sem er. Nefnir að nú þegar séu gerð fæðubótarefni úr jarðhitavatni og jarðhiti sé notaður við ræktun á Wa- sabi-plöntum hér á landi. Þeir sem hyggjast taka þátt þurfa að senda inn tillögur fyrir 15. maí næstkomandi. Eimur hefur áður haldið slíka samkeppni og þótti hún takast vel. Þá var leitað eftir hugmyndum um nýtingu lághitavatns sem rennur út úr Vaðlaheiðargöngum. Sigurhug- myndin gekk út á það að nýta um- hverfið í nánd við Vaðlaheiðargöng til hellagerðar og einstakrar baðupp- lifunar með heita vatninu úr göng- unum. Sérstakt félag vinnur nú að því að kanna hvort hægt er að gera hugmyndina að veruleika. Vilja gera mat úr jarðhitanum  Efnt til hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðhita Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Blástur Áhugi er á að nýta betur náttúruauðlindir Norðurlands. Hvað er Eimur? » Eimur er samstarfsverkefni um bætta nýtingu orkuauð- linda og aukna nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi. » Að Eimi standa Lands- virkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu ásamt at- vinnuþróunarfélögum á svæð- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.