Morgunblaðið - 10.03.2018, Page 21

Morgunblaðið - 10.03.2018, Page 21
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 21 Tómas Ellert Tómasson, verk- fræðingur og verkefnastjóri á skrifstofu fram- kvæmda og við- halds hjá Reykja- víkurborg, mun leiða lista Mið- flokksins í Ár- borg í sveitar- stjórnar- kosningunum í vor. Tómas var varabæjarfulltrúi í Árborg fyrir Sjálfstæðisflokkinn kjörtímabilið 2010-2014, og gegndi þá ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. stjórnar- formaður Leigubústaða Árborgar og varaformaður skipulags- og byggingarnefndar. Tómas var kosn- ingastjóri Miðflokksins í Suður- kjördæmi í síðustu þingkosningum. Listi flokksins nú liggur ekki fyrir að öðru leyti og geta áhugasamir frambjóðendur haft samband við Miðflokkinn eða Tómas. Tómas Ellert leiðir Miðflokkinn í Árborg Tómas Ellert Tómasson Skipulögð dagskrá kl. 11:00 Stutt í lífeyri Hvernig á að undirbúa töku lífeyris? Þórhildur Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá Almenna. 11:30 Skyndihjálparnámskeið Helgi Finnbogason hjá Rauða krossinum. 12:30 Að taka fasteignalán 13:30 Tónlistaratriði Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona. 14:00 Passaðu þína verðmætustu eign Hversu verðmæt eru lífeyrisréttindi? Hvernig er best að líta eftir þeim? Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna. 14:30 Góð heilsa, gulli betri Læknir gefur góð heilsuráð. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir. Staður: Borgartún 25, 5. hæð Stund: 10. mars Kl. 11:00 til 15:00 Í gangi allan daginn - Upplýsingar og ráðgjöf Ávöxtunarleiðir. Sjóðstjórar veita upplýsingar Leiðbeiningar á sjóðfélagavef / launagreiðendavef Lán til sjóðfélaga. Ráðgjafar veita upplýsingar Þjónusta við sjóðfélaga - Heitt á könnunni ogmeðlæti - Spurningaleikur, verðlaun í boði - Barnahorn Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum í heimsókn á skrifstofu sjóðsins á 5. hæð í Borgartúni 25, í dag laugardaginn 10. mars. Við verðum með heitt á könnunni allan daginn og bjóðum upp nokkur örnámskeið, tónlist og skemmtun. Starfsfólk og ráðgjafar verða á staðnum til að upplýsa og veita góð ráð. Opið hús fyrir sjóðfélaga í dag, laugardaginn 10. mars Við vonumst til að sjá sem flesta og hvetjum sjóðfélaga til að nýta tækifærið til að koma í heimsókn. Það eru margir sem segjast alltaf vera á leiðinni. Nú er tækifærið. 13:00 Hönnun íbúða Markmið og áherslur skapandi ferlis. Jóhannes Þórðarson, arkitekt, Gláma/Kím arkitektar. Hvað þarf að skoða og undirbúa? Eva Ósk Eggertsdóttir og Ásgerður Hrönn Hafstein, ráðgjafar hjá Almenna. Fulltrúaráð Framsóknar- flokksins á Akur- eyri hefur stillt upp lista fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Tvö efstu sætin eru óbreytt frá síðustu kosn- ingum. Guð- mundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og for- maður bæjarráðs, skipar efsta sætið og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, er í öðru sæti. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir er í því þriðja, Tryggvi Már Ingvarsson í fjórða, Sunna Hlín Jóhannesdóttir í fimmta og Jóhannes G. Bjarnason, fv. bæjarfulltrúi, skipar sjötta sætið. Tvö efstu áfram hjá Framsókn á Akureyri Guðmundur B. Guðmundsson Margrét Sanders er nýr oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ, eftir að tillaga uppstillingar- nefndar var samþykkt á fundi full- trúaráðs nýver- ið. Nokkur endurnýjun er á listanum frá síð- ustu sveitarstjórnarkosningum en af 12 efstu frambjóðendum hafa sex ekki verið á D-lista Sjálfstæð- isflokksins áður. Fráfarandi odd- viti listans, Árni Sigfússon, fv. bæjarstjóri, er í 22. sæti, heiðurs- sæti listans. Í næstu sætum á eftir Margréti koma Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Anna S. Jóhannes- dóttir, Ríkharður Ibsen, Andri Örn Víðisson, Hanna Björg Kon- ráðsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson og Þuríður B. Ægisdóttir. Nýr oddviti D-lista í Reykjanesbæ Margrét Sanders Nokkur endurnýjun verð- ur í efstu sætum hjá Sjálf- stæðisflokknum í Borgar- byggð í kosningunum í maí. Listinn var sam- þykktur á fundi fulltrúa- ráðanna í vikunni. Þrír bæjarfulltrúar flokksins gefa ekki lengur kost á sér. Í stað þeirra á lista verða Lilja Björg Ágústsdóttir, kennari og varabæjar- fulltrúi, Silja Eyrún Steingrímsdóttir, stjórn- sýslufræðingur og skrifstofustjóri, og Sig- urður Guðmundsson íþróttafræðingur, sem var síðast í fimmta sæti. Núverandi oddviti, Björn Bjarki Þorsteinsson, er í heiðurssæti. Endurnýjun í efstu sætum D-lista í Borgarbyggð Lilja Björg Ágústsdóttir Sjálfstæðisfélagið í Hvera- gerði hefur samþykkt til- lögu uppstillingarnefndar um framboðslista fyrir komandi kosningar. Á list- anum eru kynjahlutföll jöfn eða sjö konur og sjö karlar. Eyþór H. Ólafsson, for- seti bæjarstjórnar, skipar fyrsta sætið, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir verslunar- stjóri er í öðru sæti, Friðrik Sigurbjörnsson bæjarfulltrúi í þriðja og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri skipar fjórða sætið eða „bar- áttusætið“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með meirihluta í Hveragerði síðan 2006. Eyþór efstur hjá Sjálf- stæðisflokki í Hveragerði Eyþór H. Ólafsson Gunnar Egilsson, fram- kvæmdastjóri og bæjar- fulltrúi, leiðir lista Sjálfstæð- isflokksins í Árborg í næstu kosningum en Ásta Stefáns- dóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og bæjarfulltrúi, skipar fimmta sæti, bar- áttusætið. Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt á félagsfundi í fyrrakvöld. Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna, er í öðru sæti listans, Kjartan Björnsson, rakari og bæjar- fulltrúi, í þriðja og Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi, í fjórða sæti. Ásta í baráttusæti sjálf- stæðismanna í Árborg Ásta Stefánsdóttir Félagsfundur VG á Akur- eyri samþykkti nýverið til- lögu uppstillingarnefndar um framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar 26. maí nk. Sóley Björk Stefánsdóttir bæj- arfulltrúi verður í fyrsta sæti, Jana Salóme Ingi- bjargar Jósepsdóttir, söng- kona og starfsmaður bíla- leigu, í öðru sæti, Edward H. Huijbens, prófessor við HA og varafor- maður VG, í þriðja, Inga Elísabet Vésteins- dóttir, landfræðingur hjá Þjóðskrá, í fjórða og Finnur Dúa, grafískur hönnuður, í fimmta sætinu. Edward var síðast í öðru sætinu. Sóley Björk áfram efst á lista VG á Akureyri Sóley Björk Stefánsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.