Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hæstirétturdæmdi fyrr í
vikunni að Arion
banki hefði í heim-
ildarleysi reiknað
dráttarvexti af
viðskiptavini, sem
var í greiðsluskjóli.
Rétturinn taldi skýrt að
greiðsluskjól þýddi að ekki
mætti krefja skuldara um
vexti.
Einar Hugi Bjarnason,
verjandi mannsins, sem
stefndi bankanum, sagði í
samtali við Morgunblaðið í
gær að það væri „með ólík-
indum að bankinn hafi talið
sér stætt á að krefja skuld-
arann um dráttarvexti“ og
benti á að markmið laga um
greiðsluaðlögun hefði verið að
koma skuldsettum ein-
staklingum til að-
stoðar eftir efna-
hagslegt áfall.
Þess utan megi
skuldari sam-
kvæmt lögum um
greiðsluaðlögun
ekki greiða af skuldum sínum
og kröfuhafar ekki taka við
greiðslum meðan á greiðslu-
aðlögun stendur. Því hafi eng-
in vanskil verið til staðar.
Lánastofnanir hafa iðulega
gengið hart fram við skuld-
ara, sem fóru illa út úr því að
bankarnir fóru á hliðina. Í
þessu tilfelli er ásetningur
löggjafans augljós. Engu að
síður er látið á það reyna
hvort glufa sé á lögunum hvað
sem líði anda þeirra þannig að
skuldarinn þarf að leita til
dómstóla til að fá sinn rétt.
Ekki mátti inn-
heimta dráttarvexti
af skuldara í
greiðsluskjóli}
Aðgangsharka
E
inu sinni gátu þingmenn talað
endalaust þegar þeir voru á ann-
að borð komnir í ræðustól. Eftir
stutta leit á alnetinu sýnist mér
að Jóhanna Sigurðardóttir eigi
lengstu ræðuna sem flutt hefur verið á þingi, sú
ræða var 10 klukkustunda og átta mínútna löng
og var flutt árið 1998.
Núverandi þingskapalög voru sett árið 1991
og síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breyt-
ingar á því hversu lengi og oft þingmenn geta
tekið til máls. Að minnsta kosti sjö breytingar
hafa verið gerðar á undanförnum áratugum í
áttina að því að stytta tímann sem þingmenn
geta talað í hverri ræðu, fækka andsvörum og
tíma til andsvara og fækka þeim skiptum sem
þingmenn geta tekið til máls.
Tilgáta mín um gömlu vinnubrögðin fjallar
einmitt um þessa styttingu á ræðutíma þingmanna. Mark-
miðið með styttingunni hefur leynt og ljóst verið að gera
málþófstækið erfiðara í notkun, einn þingmaður getur ekki
bara hertekið ræðustólinn og haldið þinginu í gíslingu. Það
má alveg færa fyrir því góð rök að það sé ekki málefnalegt
að slíkt sé mögulegt en lausnin á því hefur verið að stytta
ræðutíma og fækka tækifærum allra þingmanna til þess að
koma máli sínu á framfæri. Ég tel lausnina á vandamálinu
vera birtingarmynd gömlu vinnubragðanna vegna þess að
í staðinn fyrir að líta í eigin barm og skilja að ástæðan fyrir
málþófinu liggur kannski hjá ríkisstjórnarflokkunum og
notkun á ægivaldi þeirra yfir dagskrá þingsins, þá hafi ein-
hvern veginn verið auðveldara að reyna bara að
fjarlægja málþófstækið. Það verður nefnilega
allt svo miklu auðveldara þegar litli strákurinn
hefur ekki lengur tækifæri til þess að benda á
nýju fötin keisarans.
Þótt ég sé ekki að mæla með því að ræðutími
verði aftur aukinn mættu einstaka dag-
skrárliðir þó í einhverjum tilvikum hafa eilítið
rýmri tíma. Ein til tvær mínútur eru mjög
stuttur tími til þess að koma frá sér meira að
segja tiltölulega einfaldri spurningu og því sam-
hengi sem þarf stundum að setja fram á sama
tíma. Ég er einfaldlega að segja að það þurfi að
ráðast að rót vandans, ástæðunni fyrir því að
það þarf stundum að beita málþófi. Málþóf er
nefnilega eina tækið sem stjórnarandstaðan
hefur til þess að stöðva meirihlutann. Það er
hvorki sjálfsagt að beita málþófi né er það auð-
velt og síst er það gagnlegt. En stundum er það einfaldlega
nauðsynlegt. Það geta allir þingmenn tekið undir.
Lausnin til þess að koma í veg fyrir málþóf er ekki að
stytta ræðutíma, að minnsta kosti ekki eingöngu. Lausnin
liggur í því frumvarpi sem við höfum að nýrri stjórnarskrá,
málskotsrétti þjóðarinnar. Að þjóðin geti haft frumkvæði.
Til viðbótar við það væri ekki óeðlilegt að minnihluti þings-
ins gæti einnig skotið máli til þjóðarinnar. Ég er viss um að
umræðan á þingi yrði betri í kjölfarið.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Tilgáta um gömlu vinnubrögðin
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Frumvarp til laga um breyt-ingu á lögum um brottnámlíffæra, nr. 16/1991 (ætlaðsamþykki), er nú flutt á
Alþingi í fjórða skipti. Flutnings-
menn eru framsóknarþingmennirnir
Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum
Þór Þórsson.
Leggja flutningsmenn til að 1.
grein laganna verði svohljóðandi: „
Nema má brott líffæri eða lífræn efni
úr líkama látins einstaklings til nota
við læknismeðferð annars ein-
staklings hafi hinn látni verið sjálf-
ráða og ekki lýst sig andvígan því og
það er ekki af öðrum sökum talið
brjóta í bága við vilja hans.
Ekki má þó nema brott líffæri
eða lífræn efni úr líkama látins ein-
staklings til að nota við lækn-
ismeðferð annars einstaklings leggist
nánasti vandamaður hins látna gegn
því.“
Frumvarpið er nú lagt fram
óbreytt frá því sem það var á 145.
löggjafarþingi (170. mál), 146. lög-
gjafarþingi (112. mál) og 147. löggjaf-
arþingi (60. mál, en málið hlaut aldrei
þinglega meðferð.
Í núgildandi lögum um brottnám
líffæra er miðað við að líffæri eða líf-
ræn efni verði ekki numin brott úr
líkama látins manns nema fyrir liggi
samþykki hans eða nánasta vanda-
manns hans fyrir því. Því megi segja
að lögin miði nú við „ætlaða neitun“,
þ.e. að hinn látni hefði ekki veitt sam-
þykki fyrir brottnámi líffæris eða líf-
ræns efnis að sér látnum, nema ann-
að lægi fyrir, að því er fram kemur í
greinargerð með frumvarpinu.
Helsta breytingin frá núgildandi lög-
um er því sú að gengið er út frá „ætl-
uðu samþykki“ en ekki „ætlaðri neit-
un“.
Þegar hafa 8 umsagnir borist Al-
þingi um frumvarpið. Þær eru frá fé-
lagasamtökunum Annað líf, Bisk-
upsstofu, Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Landlæknisemb-
ættinu, Landspítalanum, Lækna-
félagi Íslands, SÍBS og Siðmennt.
Allar umsagnir jákvæðar
Allar eru umsagnirnar jákvæðar
í garð frumvarpsins, en þó eru slegn-
ir ákveðnir varnaglar. Þannig segir
m.a. í umsögn Landlæknis: „Emb-
ættið fagnar þessu frumvarpi og tel-
ur tímabært að Ísland stígi sama
skref og allflestar aðrar þjóðir í Evr-
ópu og byggi löggjöf sína um líf-
færagjafir á ætluðu samþykki. Á hinn
bóginn er greinargerðin með frum-
varpinu ófullnægjandi í núverandi
mynd og nauðsynlegt að gerðar verði
á því úrbætur.
Embættið gerir athugasemd við
síðustu setninguna í 1. og 2. mgr. 2.
gr. í frumvarpinu, „Ekki má þó nema
brott líffæri eða lífræn efni úr líkama
látins einstaklings til að nota við
læknismeðferð annars einstaklings
leggist nánasti vandamaður hins
látna gegn því“; og síðustu máls-
greinina í greinargerð I, „Einnig er
lagt til að óheimilt verði að nema
brott líffæri eða lífræn efni úr líkama
látins einstaklings til nota við lækn-
ismeðferð annars ein-
staklings leggist nánasti
vandamaður hins látna
gegn því. Gildir einu
þótt hinn látni hafi
lýst sig samþykkan
því.“
Þótt mikilvægt sé
að ætíð sé haft samráð
við nánustu aðstand-
endur, þá gangi ekki að
farið sé gegn vilja hins
látna þegar fyrir liggur
opinber yfirlýsing
um vilja til að gefa
líffæri við and-
lát.“
Brottnám miðist við
„ætlað samþykki“
Morgunblaðið/Kristinn
Landlæknir „Gengur ekki að farið sé gegn vilja hins látna þegar fyrir
liggur opinber yfirlýsing um vilja til að gefa líffæri við andlát.“
Umsögn Páls Matthíassonar,
forstjóra Landspítalans, hefst
svona:
„Landspítali telur tímabært
að á Íslandi verði stigin sömu
skref og allflestar aðrar þjóðir
í Evrópu hafa gert og löggjöf
um líffæragjafir byggist á ætl-
uðu samþykki. Nýverið gerðu
Bretar og Hollendingar breyt-
ingar á löggjöf sinni í þessa
veru.“
Landspítalinn gagnrýnir
einnig að flutningsmenn leggi
til „að unnt sé að fara gegn
vilja hins látna, þegar fyrir
liggur opinber yfirlýsing hans
um vilja til líffæragjafar. Til-
vik þar sem slík staða kemur
upp eru reyndar afar sjald-
gæf, en ævinlega mjög erfið
viðureignar,“ segir orðrétt í
umsögn forstjóra Land-
spítalans.
Bæði jákvæð
og neikvæð
UMSÖGN LANDSPÍTALANS
Páll
Matthíasson
Framkvæmdsam-ræmdu
prófanna í níunda
bekk grunnskóla
fór rækilega úr
böndunum. Tvö af þremur
prófum, prófin í ensku og ís-
lensku, misheppnuðust svo
hrapallega að einfaldlega
þurfti að aflýsa þeim. Fyrir
einhverja mildi heppnaðist
eitt prófið.
Samræmdu prófin í níunda
bekk eru þungamiðja skóla-
ársins. Vikum og mánuðum
saman hafa nemendur undir-
búið sig fyrir þessi próf, sem
haldin munu í því skyni að
gera nemendum kleift að
átta sig á stöðu sinni, en all-
ir vita að geta ef vel gengur
nýst til að fá inngöngu í
þann framhaldsskóla, sem
efstur er á óskalistanum.
Helga Margrét Ólafs-
dóttir, nemandi í 9. bekk í
Garðaskóla í Garðabæ, lýsti
reynslunni af að sitja í próf-
unum tveimur, sem misfór-
ust, í viðtali við mbl.is í gær.
Þegar álagið varð kerfinu of-
viða voru nemendur látnir
sitja í klukkutíma án þess að
mega tala saman áður en
prófið var blásið endanlega
af.
„Auðvitað eru allir mjög
svekktir eftir að hafa lagt á
sig mikla vinnu til einskis,“
sagði Helga við mbl.is.
Í viðtalinu furðar hún sig
á að ekki sé neitt varaplan
hjá Menntamálastofnun um
hvað skuli gera ef tölvukerf-
ið bregst og nefnir út-
prentuð varapróf sem dæmi.
Hún er ekki ein um að furða
sig á því, sérstaklega eftir
að prófið á mánu-
dag brást.
Lilja Alfreðs-
dóttir mennta-
málaráðherra
harmaði fram-
kvæmd prófanna í gær og
kvaðst afar ósátt. Hún sagði
réttilega að ekki gengi að
vera með vefþjón sem ekki
réði við álag af þessu tagi.
Ekki bætti úr skák að þetta
væri ekki einangrað atvik.
Ráðherrann sagði að mennt-
málaráðuneytið hefði boðað
til fundar með þeim sem
hagsmuna ættu að gæta á
miðvikudag í næstu viku.
Þá hefur allsherjarnefnd
Alþingis boðað forstöðu-
mann Menntamálastofn-
unar, sem sér um fram-
kvæmd samræmdu
prófanna, á sinn fund á
mánudag ásamt starfs-
mönnum menntamálaráðu-
neytisins. Sagði Páll Magn-
ússon, formaður
nefndarinnar, að þetta væri
svo „yfirgripsmikið klúður“
að annað væri óhjákvæmi-
legt en að kalla strax eftir
skýringum.
Hringlandaháttur hefur
verið með samræmdu prófin
á undanförnum árum líkt og
nemendur væru hamstrar í
búri á tilraunastofu. Prófin
hafa verið færð milli bekkja
og fyrirkomulagi einkunna-
gjafarinnar breytt úr tölum í
bókstafi. Nú er spurning
hvort hægt sé að gera nem-
endum það að gera aðra at-
rennu. Það má líka velta fyr-
ir sér hvort ástæða sé eftir
þetta samræmda klúður til
að láta hér staðar numið í að
halda samræmd próf.
Allt fór úrskeiðis við
framkvæmd sam-
ræmdu prófanna}
Samræmt klúður