Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 Snjór og sól Snjó mokað af þaki byggingar Oddeyrarskóla á Akureyri í gærmorgun. Töluvert hefur snjóað þar nyrðra síðustu daga en í gær var stillt, bjart og fallegt vetrarveður. Skapti Hallgrímsson Þróunin í Evrópu er krefjandi fyrir margar þjóðir, einnig Ísland og Noreg. Um þessar mundir fer mikil vinna í að bregðast við Brex- it, bæði innan Evrópu- sambandsins og í Bretlandi, og það á líka við á Íslandi og í Noregi. Samnings- bundin staða okkar gagnavart Bretum verður gjör- breytt eftir Brexit. Við vinnum auð- vitað að því að ná besta mögulega framtíðarsamningi við Bretland, sem tryggir útflutning á vörum okkar og þjónustu til Breta og að- gengi borgaranna að breskum vinnumarkaði og háskólum. Eftir Brexit erum við knúin til að rýna í þá samninga sem við höfum þegar gert við Evrópulöndin, ekki síst EES- samninginn. Samningurinn er stöð- ugt í deiglunni, á Ís- landi og í Noregi, og umræða er af hinu góða. Sem sendiherra Noregs á Íslandi vil ég ekki blanda mér í um- ræðuna hér á landi, en ég vil gjarnan koma á framfæri hver afstaða norsku ríkisstjórnarinnar er til EES-samningsins. Ríkisstjórn Noregs byggir sína Evrópupólitík á EES-samningnum og öðrum samningum við Evrópu- sambandið. Samningurinn er að- göngumiði okkar að innri markaði Evrópusambandsins. Hann tryggir að við njótum kostanna við frjálst flæði fólks, fjármagns og þjónustu. EES-samningurinn veitir okkur einnig aðgengi að 900 milljörðum norskra króna úr Evrópusambands- kerfinu, gegnum hin ýmsu verkefni sem Noregur er hlutaðeigandi í. Stærstu Evrópusambandsverkefnin sem bæði norskir og íslenskir aðilar geta sótt fjármagn úr eru rann- sóknar- og nýsköpunarverkefnið Horisont 2020 og menntunarsam- starfið Erasmus. Svo hafa bæði Norðmenn og Íslendingar ákveðið að samstarfssamningurinn við Evr- ópusambandið eigi ekki að ná yfir landbúnað og sjávarútveg. Ákvörð- unin hefur augljósa kosti en kostar sitt. Við þurfum að gera tvíhliða verslunarsamninga um sjávar- og landbúnaðarafurðir við Evrópusam- bandið. Nú eru bæði Ísland og Nor- egur traustir framleiðendur á há- gæðavörum sem mikil eftirspurn er eftir í Evrópu, en það eru aðrir keppinautar á markaðnum sem eru stærri en við. Það að í gildi sé sameiginlegt regluverk sem nær til allra þjóða Evrópusambandsins og EES hefur marga kosti fyrir efnahag okkar. Það þýðir beinn aðgangur að mark- aðssvæði með hálfum milljarði íbúa. Um 80% af útflutningsvörum Norð- manna fer til Evrópusambandsríkj- anna. Gætu Norðmenn stundað jafnmikinn útflutning til Evrópu, ef ekki væri fyrir EES-samninginn? Varla. Sameiginlegt regluverk þýð- ir jafnframt að yfirvöld í t.d. Noregi þurfa að innleiða nýtt EES-aðlagað regluverk rétt eins og Evrópusam- bandsríkin þurfa að gera. Undirstöðuatriðin í EES-samn- ingnum eru stöðug en innihaldið þarf að taka breytingum samhliða breytingum í samfélaginu og við- skiptalífinu. Það er þetta sem gerir samninginn enn góðan og gildan fyrir okkur. Mín skoðun er að Noregur og Ís- land eigi gott samstarf innan EES. Við styðjum hvort annað í leit góðra lausna við innleiðingu á nýju EES-regluverki í takt við samning- inn. Stundum koma upp flókin mál sem við þurfum að sjálfsögðu að fara vel yfir. Bæði Evrópusam- bandið og EES/EFTA-löndin njóta góðs af samningnum. Því er okkar hagur að halda áfram. Eftir Cecilie Landsverk »Eftir Brexit erum við knúin til að rýna í þá samninga sem við höfum þegar gert við Evrópulöndin, ekki síst EES-samninginn. Cecilie Landsverk Höfundur er sendiherra Noregs. EES-samningurinn, okkar sameiginlega velferð Dósent við Háskóla Íslands og sérfræð- ingur í vinnumarkaðs- fræðum fer með órök- studdar staðhæfingar um sérsvið sitt í viðtali við Morgunblaðið í gær. Staðhæfingar hans ganga þvert á al- kunnar og mælanlegar staðreyndir enda vísar hann ekki til neinna gagna eða rannsókna sem ályktanir hans byggjast á. Staðhæfingar dósentsins koma fram í fyrirsögnum blaðsins, þ.e. „Hafa van- rækt lægstu hópa launafólks“ og „… ósamstiga verka- lýðshreyfing er vatn á myllu vinnuveitenda“. Hér er öllu snúið á haus. Hann segir í við- talinu að það sé „alveg ljóst“ að „menn hafa vanrækt lægstu hóp- ana“. Staðreyndirnar tala öðru máli. Lágmarks- laun voru 125 þús. kr. á mánuði árið 2007 og verða 300 þús. kr. hinn 1. maí 2018. Kaupmáttur lág- markslauna jókst um rúmlega 40% á tímabilinu. Til samanburðar jókst kaupmáttur launafólks almennt um 20% skv. launavísitölu. Á árunum eftir hrunið var sérstök áhersla lögð á að verja lífskjör lægst launuðu hópanna með sérstökum hækkunum þeim til handa. Á árunum 2006 til 2015 hækkuðu lægstu launa- taxtar meira en hærri launataxtar á hverju einasta ári, að árinu 2007 und- anskildu. Laun hækkuðu sem sagt sérstaklega í níu ár af þessum tíu. Í stað „vanrækslu“ á lægstu laun var megináherslan lögð á hækkun þeirra. Þessi launastefna var ekki óumdeild meðal stéttarfélaga landsins og hafa ítrekaðar atlögur verið gerðar að henni af félögum kennara og háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna sem hafa viljað fá meiri hækkanir en lág- launafólkið. Miklar launahækkanir á Íslandi undanfarin ár og styrking krónunnar hafa leitt til þess að lágmarkslaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í heimi. Hin gildishlaðna ályktun um að sundurlaus verkalýðshreyfing sé „vatn á myllu vinnuveitenda“ er einn- ig alröng og öfugsnúin. Samstiga verkalýðshreyfing með skýr mark- mið er atvinnulífinu og þar með þjóð- félaginu öllu til hagsbóta. Það er kjarni norræna kjarasamningalík- ansins. Íslenska kjarasamningalík- anið einkennist hins vegar af sund- urlyndi verkalýðsfélaga í innbyrðis baráttu um launahlutföll með verk- fallsvopnið á lofti. Háskóli er stórt orð. Samtök at- vinnulífsins skora á dósentinn að gera grein fyrir þeim rannsóknum sem hann byggir þennan maka- og rakalausa málflutning sinn á. Dósent gengisfellir Háskóla Íslands Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson Halldór Benjamín Þorbergsson »Hin gildishlaðna ályktun um að sund- urlaus verkalýðshreyf- ing sé „vatn á myllu vinnuveitenda“ er einn- ig alröng og öfugsnúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ríkisstjórnin vill hraða upp- byggingu í vegamálum og öðr- um samgönguinnviðum bæði með nýframkvæmdum og við- haldi. Við forgangsröðun í vega- málum verður sérstaklega litið til ólíkrar stöðu svæða, ferða- þjónustu og öryggissjónarmiða. Vegakerfi landsins er smám saman að gefa sig þar sem við höfum ekki undan að koma veg- um í það horf sem nútímaþjóð- félag krefst. Ástæðurnar eru kunnar: Of lág fjárframlög og stóraukin um- ferð og álag. Vegakerfið er grundvöllurinn að búsetu, atvinnulífi og samskiptum. Ef ekkert er vegakerfið verður stöðnun. Vegakerfið er hreyfiafl samfélagsins. Okkar undir- stöðuatvinnugreinar, sem skapa verðmætin, eru háðar samgöngum í lofti, láði og legi. Góðar samgöngur eru brýnar fyrir tekjuöflun samfélagsins og stuðla að hagvexti framtíð- arinnar. Umferðin jókst um 11% Álag á vegakerfið hefur stóraukist með aukinni umferð. Þannig jókst akstur um allt að 11% á síðasta ári einu saman. Einn þátt- urinn er fjölgun ferðamanna og vaxandi ferðaþjónusta. Annar eru daglegir flutningar fyrir atvinnulífið sem ná nú til nánast allra af- kima. Enn annar þáttur eru aukin samskipti okkar og félagslegur samgangur. Þetta krefst þess að vegirnir séu ávallt öruggir og greiðfærir. Við viljum og þurfum að komast leiðar okkar. Á sama tíma hafa fjárveitingar verið langt undir brýnni þörf og kröfur samfélagsins um greiðar og öruggar samgöngur allt árið eru meiri nú en áður. Slæmt ástand Þörfin fyrir þjónustu, viðhald og framkvæmdir er aðkallandi. Framkvæmdir eru háðar verk- efnabundnum fjárveitingum. Aðeins sú framkvæmd að tvö- falda stofnleiðir til og frá höf- uðborgarsvæðinu, Reykjanes- braut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes, er metin á um 45 milljarða króna en heildarframlög til nýfram- kvæmda á þessu ári eru 11,7 milljarðar króna. Þá er aukin þörf fyrir viðhald vega og þurfa fjárveitingar að nema 10-11 milljörðum króna á ári en voru ríflega átta milljarðar ár- ið 2017. Einnig eru vaxandi kröfur til þjónustu, sér- staklega vetrarþjónustu, og til vegmerkinga sem þurfa að nema minnst 5,5 milljörðum ár- lega en námu á síðasta ári 4,6 milljörðum. Samgönguáætlun er í vinnslu núna, en stefnt er að því að leggja hana fram á fyrsta degi þings í haust. Ríkisstjórnin ætlar í upp- byggingu vegamála enda veitir ekki af. Flest- ir vegir á Íslandi eru að verða meira og minna ónýtir. Þau svæði sem verst búa varðandi þessi mál eru í forgangi til að ýta undir aukna hagsæld í búsetu, atvinnulífi og öllu mannlífi. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson » Vegakerfi landsins er smám saman að gefa sig þar sem við höfum ekki undan að koma vegum í það horf sem nútímaþjóðfélag krefst. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Uppbygging vega og þjónusta krefjast mun hærri fjárframlaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.