Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Nokkrir félagar í samtök-
unum „Betri spítala á betri
stað“ (BSBS) halda áfram að
fara með fleipur og afvegaleiða
lesendur varðandi staðarval
Landspítala við Hringbraut.
Fimm þeirra buðu sig fram til
þess hinn 6. mars síðastliðinn
með því að skrifa sig fyrir grein
í Morgunblaðið.
Ementor var ekki falið að
meta sjálfstætt nýjan stað
undir Landspítala
Greinarhöfundar fjalla um svokallaða
Ementor-skýrslu frá 2001 og ég hafi brengl-
að tilvitnunum, sem er af og frá. Ementor-
ráðgjafar voru fengnir til að gera þarfagrein-
ingu/þróunarplan (Functional Deveopement
Plan) varðandi innviði spítalans, þjónustu,
mönnun, rýmisþörf fyrir einstaka deilir.
Vinna þeirra var ítarleg og tók um það bil eitt
ár, en ekki var til þess ætlast að þeir gerðu ít-
arlega úttekt eða ynnu staðarvalsgreiningu
fyrir nýjan Landspítala. Fyrir utan tölulegar
niðurstöður um framtíðarþörf á stækkun
spítalans var niðurstaða Ementor varðandi
uppbyggingu og staðsetningu að ef ekki væri
valkostur að byggja alveg nýjan spítala, væri
Fossvogur besti kosturinn. Þetta innskot
„fimmmenninga“ [frá grunni á nýjum stað af
fjárhagslegum ástæðum] var ekkert tengt
niðurstöðu Ementor. Þeir staðhæfðu aldrei
að það væru bara kostir við að byggja á ein-
hverjum nýjum stað og fóru aldrei í að greina
það.
Búið að ákveða oft Hringbraut sem fram-
tíðarstað Landspítala – háskólasjúkra-
húss
Svo er látið eins og ekkert hafi verið metið
varðandi Hringbraut og ekkert horft til breyt-
inga frá aldamótum. Að sjálfsögðu var það gert
og ávallt Hringbraut í hag:
Sænska fyrirtækið White arkitektar skiluðu
ítarlegri greiningu á mögulegri uppbyggingu á
mismunandi stöðum í desember 2001. Sú grein-
ing var alls ekki sett til höfuðs
Ementor eins og fullyrt var af
fimmmenningum. Skýrsla White
arkitekta byggðist hins vegar á
þeirri miklu vinnu sem Ementor
hafði unnið um tölulegar stærðir
varðandi framtíðaruppbyggingu
spítalans. Valkostir uppbyggingar
voru betur metnir. Þá má segja að
Vífilsstaðir hafi endanlega verið
teknir út af borðinu meðal annars
vegna fjarlægðar frá Háskólanum.
Bæði Ementor og White arkitektar
líta á fjarlægð spítala frá háskól-
anum sem einn af meginþáttum í
ákvarðanatöku um staðsetningu spítalans þvert
á skoðanir SBSBS.
2002 skilaði nefnd á vegum ráðherra ítarlegu
mati á valkostum og gerði í samráði við fjölda
aðila ákveðna staðarvalsgreiningu. M.a. kynntu
White og Ementor sínar niðurstöður fyrir
nefndinni. Niðurstaðan var sú, eftir að hafa veg-
ið og metið staðarvalið vandlega, að Hringbraut
væri framtíðarstaðurinn fyrir spítalann.
2003 ákváðu stjórnvöld að byggt yrði við
Hringbraut og gengið var frá samningum milli
ríkis og Reykjavíkurborgar.
2004 var vann nefnd á vegum ráðherra áfram
áætlun um verkefnið og ákveðið var í framhaldi
af því að fara í hönnunarsamkeppni og síðan þá
hefur verið unnið að verkefninu með slæmum
töfum eftir bankahrunið.
2008 var verkefnið aftur metið af sérstakri
nefnd um fasteignir og nýbyggingu heilbrigð-
isstofnana og einnig af Framkvæmdasýslu rík-
isins og verkefnið talið í góðum fagmannlegum
undirbúningi við Hringbraut.
2009, voru norskir sérfræðingar Momentum
fengnir til að meta framvindu verkefnisins
áfram og lögðu þá til þann uppbyggingaráfanga
sem nú er í farvegi með byggingu meðferð-
arkjarna og rannsóknarhúss við Hringbraut.
2011 mátu ráðgjafarnir Hospitalitet áætlaðan
rekstrarsparnað við að sameina kjarnastarfsemi
Landspítala við Hringbraut og var sá sparnaður
áætlaður 3 milljarðar á ári.
Verkefnið var enn metið af Hagfræðistofnun
árið 2015 og af KPMG sama ár. Alltaf var nið-
urstaðan sú sama. Áfram Hringbraut!
Gagnslausir útreikningar Samtaka
um betri spítala á betri stað
Síðan 2015 hafa BSBS-samtökin rekið áróður
á grunni skýrslu með útreikningum sem stand-
ast enga faglega skoðun og hafa verið hraktir
aftur og aftur. Krafan um einhvers konar
„óháða og faglega staðarvalsgreiningu“ er m.a.
byggð á skýrslu samtakanna um milljarða
ávinning af nýjum spítala á einhverjum nýjum
stað. BSBS-samtökin fóðra svo nokkra þing-
menn með efni til að leggja fram þingsályktun-
artillögu, sem ætlað er að nota til heimabrúks í
kosningabaráttunni.
Átta skiluðu umsögn við þá þingsályktun hinn 2.
mars, allar hliðhollar Hringbraut að und-
anskildum tveimur, frá BSBS og einum félaga
samtakanna. Nokkur dæmi:
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tel-
ur að bygging nýs Landspítala þoli enga bið. Því
er það mat Fíh að halda skuli áfram með fyr-
irhugaða byggingu Landspítala við Hringbraut.
Viðhorf Háskóla Íslands er afdráttarlaust
með uppbyggingu við Hringbraut og færð mjög
sterk rök fyrir því í umsögn háskólarektors.
Landlæknir segir byggingu nýs háskóla-
sjúkrahúss löngu orðna aðkallandi og hefur þeg-
ar tafist úr hófi og segir: „Að byrja nú enn einu
sinni á því að fá erlenda og innlenda aðila til að
velja nýju háskólasjúkrahúsi stað og skila
skýrslu eftir rúma tvo mánuði er nánast þess
eðlis að maður veltir því fyrir sér hvort flutn-
ingsmönnum sé alvara“.
Landssamtökin Spítalinn okkar vilja skapa
samstöðu um Hringbrautarverkefnið og engar
frekari tafir verði liðnar. Biðtími er þegar orðin
allt of langur.
Ábyrga og raunhæfa framtíðarsýn,
en ekki lýðskrum og rangfærslur
BSBS menn láta þess réttilega getið að ég sé
í Sjálfstæðisflokknum og sá flokkur hefur, eins
og nánast allir stjórnmálaflokkar undanfarin ár,
tekið málefnalega og faglega á þessu verkefni
þótt hraðinn hefði mátt vera meiri.
Það sem er í drögum að ályktun Lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi,
er að auk þess að ljúka uppbyggingu Land-
spítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut
skuli strax hugað að staðarvali fyrir byggingu
annars spítala á nýjum stað með breyttu
rekstrarformi og rekstraráherslum en há-
skólasjúkrahúsið.
Vonandi fara stjórnvöld og borgaryfirvöld
að horfa til lengri tíma og móta heilbrigð-
isstefnu til framtíðar. Það væri í anda þess
sem Landspítali leggur einnig til orðrétt í
sinni umsögn, „Landspítali styður eindregið
að á næstu árum fari fram vönduð staðarvals-
greining fyrir næstu kynslóð spítala sem
byggður verður eftir nokkra áratugi. Mik-
ilvægt er að taka frá hentuga lóð fyrir fram-
tíðarþróun heilbrigðiskerfisins til lengri tíma.
Slík greining má alls ekki trufla né tefja nú-
verandi uppbyggingu við Hringbraut.“
Þjóðarsjúkrahúsinu og núverandi upp-
byggingu þess við Hringbraut á ekki að fórna
fyrir óvandaða, óraunhæfa draumsýn sem er
notuð sem pólitískur populismi.
Sannleikurinn um staðarval
Landspítala við Hringbraut
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson
» Vonandi fara stjórnvöld og
borgaryfirvöld að horfa til
lengri tíma og móta heilbrigð-
isstefnu til framtíðar.
Þorkell
Sigurlaugsson
Meðferðarkjarninn og grillir í rannsóknarhúsið þar fyrir sunnan.
Höfundur er formaður allsherjar-
og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins.
thorkellsig@gmail.com
Ca 216 fm stórglæsileg penthouse-íbúð á 7. hæð (efstu) í Sóltúni 9, Reykjavík, auk stæðis
í bílageymslu. Aðeins þessi eina íbúð á hæðinni.
Þetta er einstaklega vönduð eign: Náttúruflísar eru á holi og baðherbergjum en massíft
eikarparket á stofu, eldhúsi og í herbergjum. Arinn í stofu. Eldhúsið er opið með fallegri
ljósri viðarinnréttingu og granít borðplötum. Gólfhiti í stofu, eldhúsi, gangi og öðru bað-
herbergi. Þvottaherbergi er innan íbúðar, flísalagt með innréttingu. Svalir eru í kringum
íbúðina og eru þær með heitum potti og hitalögnum að hluta. Verð 109 millj.
Þetta er ein best búna penthouse íbúðin á markaðnum í dag.
Eina íbúðin á hæðinni, arinn í stofu, stórar svalir með heitum potti.
Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fasteignasali
Sóltúni 20, 105 Reykjavík, s. 552 1400 og 694 1401
Sóltún 9, 105 Rvk.
Stórglæsileg penthouse + bílag.
OPIÐ HÚS mánudaginn 12. mars kl. 16.30-17.00
Eftir nokkur ár verð-
ur staðan í samgöngu-
málum Sunnlendinga
vonandi mjög breytt.
Þjóðvegur 1 frá
Reykjavík á Selfoss
verður um Þrengsli,
sem þá verður búið að
tvöfalda. Hellisheiði er í
374 metra hæð yfir
sjávarmáli, en Þrengsl-
in aðeins í 288 metra
hæð yfir sjávarmáli, munurinn er 86
metrar. Sé vilji til þess að halda opinni
leið frá Reykjavík á Selfoss þá eru
Þrengslin mun eðlilegri valkostur
m.t.t. aðstæðna og að sjálfsögðu verð-
ur vegurinn um Þrengsli 2+2.
Þegar komið er niður úr Þrengslum
mun umferð frá Reykjavík sameinast
þeirri umferð sem fer um Suður-
strandarveg og fara um Eyrarbakka-
veg að Selfossi. Eðlilegt er að sá veg-
ur verði tvöfaldaður á Selfoss.
Suðurstrandarvegur er yfirleitt opinn
yfir vetur og sama hægt að segja um
Eyrarbakkaveg á Selfoss.
Á samgönguáætlun áranna 2023 til
2026 er ný brú yfir Ölfusá neðan nú-
verandi byggðar. Áætlaður kostnaður
við þá framkvæmd er 5 milljarðar. Við
þá breytingu að færa þjóðveg 1 og þá
umferð sem honum fylgir frá Hellis-
heiði og í Þrengsli ætti umrædd brú
að vera óþörf.
Það er spennandi verkefni fyrir
skipulagsyfirvöld í Árborg að takast á
við þessa breytingu
m.t.t. byggðaþróunar og
skapar þessi breyting
ótal tækifæri. Það er
væntanlega kostur fyrir
byggðina á Selfossi að
umferðin fari í gegnum
byggðina eins og t.d. í
Borgarnesi með tilheyr-
andi tekjumöguleikum
og atvinnusköpun.
Umferð um Hellis-
heiði er góður valkostur
fyrir þá sem eru að
sækja Uppsveitir Árnes-
sýslu heim og þurfa ekki að koma við
á Selfossi.
Hellisheiði gæti þróast með mjög
markvissum og spennandi hætti sem
eitt mest spennandi útivistarsvæði
sem við eigum með fjölbreyttum tæki-
færum sem m.a. Hvergerðingar geta
unnið úr á skapandi hátt.
Ef kortið á Google segir satt og rétt
frá, þá tekur það þann aðila sem fer
frá Reykjavík á Selfoss aðeins 5 auka
mínútur að fara um Þrengsli í stað
þess að fara um Hellisheiði.
Við eigum að vera óhrædd við að
hugsa hlutina upp á nýtt.
Hellisheiði ekki
lengur hluti af
þjóðvegi 1?
Eftir Guðmund
Ármann
Guðmundur Ármann
»Hellisheiði gæti
þróast með mjög
markvissum og spenn-
andi hætti …
Höfundur er sveitarstjórnarmaður.
gudmundur.armann@me.com