Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 Ásthildur Ólafs- dóttir, frænka mín, var glæsileg kona. Það fór ekki framhjá neinum að þegar hún var á svæðinu, þá var þar for- ingi á ferð. Þegar ég var ungur bjó stór hluti móður- og föðurfjölskyldu minnar á svæði sem er á stærð við sumarbústaðarlóð við læk- inn í Hafnarfirði. Foreldrar mínir létu sér fátt um stjórn- mál finnast og ég ólst því upp við áhugaleysi í þeim efnum. Aðrir fjölskyldumeðlimir voru heldur meiri áhugamenn um stjórnmál og var Ásthildur þar engin undantekning. Hún var alltaf í hópi forystukvenna Alþýðuflokksins, sem var á þessum tíma öflugur í Hafn- arfirði. Þar voru menn sam- hentir um allt sem varðaði vel- ferðarmál og landsmálin almennt. Þetta var öðruvísi hvað varðaði utanríkismál, en þau skiptu á þessum tíma Al- þýðuflokknum í tvær fylkingar. Fjölskylda pabba var svokall- aðir „vinstri kratar“ en fjöl- skylda mömmu var „hægri kratar“. Hugsanlega skýrir það hversu lítinn áhuga foreldrar mínir sýndu stjórnmálum. Ég ólst því upp við að ræða aldrei um stjórnmál við frændfólk mitt í Hafnarfirði. Við Elín, kona mín, heim- sóttum Ásthildi eftir að Hörður eiginmaður hennar lést. Ég hafði gaman af því að hún rifj- aði þá upp að foreldrar okkar höfðu gætt þess lengi fram eft- ir aldri að þau systkinin og ég skiptumst á jólagjöfum. Ein- birni skemma bækur og leik- föng síður en systkinahópur og á ég því enn allmargar barna- bækur sem pabbi skrifaði sam- viskusamlega í jólakveðjur frá Ásthildi og systkinum. Ég á líka uppi í bókahillu íslenskan hest sem Júlíana Halldórsdótt- ir „hestasmiður“ gerði og var jólagjöf frá þeim systkinum. Í Ásthildur Ólafsdóttir ✝ ÁsthildurÓlafsdóttir fæddist 3. febrúar 1933. Hún lést 11. febrúar 2018. Ásthildur var jarðsungin 5. mars 2018. þessum hlutum fel- ast góðar minning- ar. Sams konar hestur var líka á áberandi stað í íbúð Ásthildar. Þótt samveru- stundir síðustu ár hafi verið færri en maður hefði viljað fann maður alltaf þessa djúpstæðu væntumþykju þeg- ar við hittumst. Okkur fannst gaman að rifja upp þessi nánu tengsl æskuáranna. Þegar maður, með stuttu millibili, kveður ættarhöfð- ingja, bæði úr móður- og föð- urætt, veit maður að aldurinn færist yfir. Þá er of seint að iðrast hversu samverustundirn- ar hafa verið fáar. Við Elín sendum fjölskyldu Ásthildar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Davíð og Elín. Ásthildur Ólafsdóttir var sterkur persónuleiki og hafði mikil áhrif á okkur sem vorum svo gæfusöm að eiga með henni samleið. Ég kynntist henni fyrst þegar ég starfaði sem kennari við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði þar sem Hörður, hennar ágæti eiginmaður, var skólastjóri og hún skólaritari. Það var aldrei lognmolla í kringum Ásthildi og hún hafði einstakt lag á að kveikja líf- legar og skemmtilegar umræð- ur. Stundum sátum við þreytt og andlaus á kennarastofunni en þá birtist Ásthildur eins og hvítur stormsveipur og dró okkur upp úr doðanum á sinn einstaka hátt. Oftar en ekki var umræðuefnið staða kvenna, en Ásthildur var eldheitur jafn- réttissinni. Kvennafrídagurinn 24. október 1975 var sannkall- aður hátíðisdagur og umræður á kennarastofunni um jafnrétt- ismál aldrei fjörugri. Ásthildur lagði líka sitt af mörkum og var ein kvennanna sem tóku til máls á Lækjartorgi þennan eft- irminnilega dag. Á þessum tíma hafði ég átt við mikla erf- iðleika að etja. Ásthildur og Hörður vissu það og sýndu mér hlýju og skilning sem var mér óendanlega mikils virði og ég gleymi aldrei. Ásthildur var dugleg að stappa í mig stálinu og tókst meira að segja að fá mig til þess að halda tölu um jafnréttismál í Flensborgar- skóla þennan ógleymanlega dag, aðeins hálfum mánuði eft- ir að ég fylgdi barninu mínu til grafar. Ásthildur og Hörður voru ekki aðeins samstarfs- menn mínir heldur líka vinir sem gott var að eiga að. Nú eru þau bæði horfin inn í sum- arlandið. Blessuð sé minning Ásthildar, minnar ágætu vin- konu. Gullveig Sæmundsdóttir. Mikið hef ég alltaf dáðst að Ásthildi. Hún var svo heil- steypt og sannfærandi enda hreif hún alla með sér þegar hún flutti barátturæður sínar. Ásthildur var mikil kvenrétt- indakona og stólpakrati. Hún vildi vinna að jafnréttissam- félagi sem við jafnaðarmenn hlytum að gera að veruleika. Þó að vonbrigði yrðu oft með gengi flokksins var aldrei uppgjafartón að finna varðandi þá framtíðarsýn. Við yrðum bara að verða beittari og sterk- ari. Þegar ég byrjaði í kven- félagi Alþýðuflokksins í Kópa- vogi varð ég þátttakandi í starfi Sambands Alþýðuflokks- kvenna. Sambandið var kraft- mikill félagsskapur jafnaðar- kvenna sem höfðu mikil áhrif inn í flokkinn og létu í sér heyra á fundum og flokksþing- um um jafnréttis og kvenna- málin. Sérunnar stefnuskrár, svo sem stefnan um Barnið í þjóðfélagi jafnaðarstefnunnar og stefnan um Hina afskiptu konu, voru bornar upp sérstak- lega og samþykktar á flokks- þingum. Fjölmargar skemmti- legar og dugmiklar konur komu þarna saman að verki. Og þarna var Ásthildur. Hún var sterk kona og framsækin. Þegar ég hugsa um þessi ár finnst mér alltaf að Ásthildur hafi borið höfuð og herðar yfir okkur hinar í kvennabarátt- unni. Hún var sókndjarfasta röddin og hvatti óspart aðrar konur til dáða. Hún var fyrsta alvöru kvenréttindakonan sem ég kynntist. Þau Hörður urðu seinna í huga mér órjúfanleg eining. Alltaf tilbúin að mæta og vinna. Hörður bæjarfulltrúi og fyrirliði í Hafnarfirði um árabil og tilbúinn til allra verka í Alþýðuflokknum sem þeim var báðum svo kær. Þau hjónin voru með stórt heimili, áttu sjö börn, en létu þó aldrei sitt eftir liggja. Ég mat þau bæði mikils. Á fundum okkar í kvennahreyf- ingu flokksins sungum við allt- af baráttusöngvana hans Harð- ar og hann kunni að setja löngun og vilja um betra sam- félag í orð sem hrærðu hug og tilfinningar þegar þau voru sungin. Við eigum saman litla rauða rós sungum við og af enn meiri krafti Vaknaðu kona, sem var uppáhald Ásthildar. Þessi ár eru ógleymanleg og vináttan sem þeim fylgdi. Mjög gefandi var að eiga með þeim hjónum stund og tala um pólitík og framtíðarsýn jafnaðarmanna. Að eignast þau hjón að vinum var ómetanlegt og fyrir þá vin- áttu þakka ég á kveðjustund Ásthildar. Á þingmannsárum mínum vann ég meira með Herði vegna pólitískra starfa hans en við Ásthildur hittumst og heyrðumst líka. Við áttum mörg góð samtöl um sóknar- færi flokksins og hún brýndi mig hiklaust ef henni fannst við í þingflokknum ekki nægi- lega kröftug í umræðunni um baráttumálin okkar og eigin- lega fannst henni að við í Al- þýðulokknum hefðum haft á okkar stefnuskrá flest málin sem Kvennalistinn fór fram með. Þau hjónin tóku líka þátt í að stofna Samfylkinguna og studdu alltaf það fólk sem hélt um keflið bæði heima í Hafn- arfirði og ekki síður fólkið okk- ar í landsmálunum. Ásthildur var fyrirmynd. Ekki bara börn- um sínum og afkomendum heldur líka okkur konunum sem með henni sóttum fram. Við Sverrir vottum fjölskyldu Ásthildar innilega samúð við leiðarlok og ég þakka eftir- minnilegri merkiskonu góða samfylgd í áratugi. Rannveig Guðmundsdóttir. Kvenskörungur og góð vin- kona hefur nú kvatt eftir merkilegt ævistarf. Það var minnisstætt haustið 1958 er stofnað var til þeirrar nánu vináttu sem entist ævina á enda. Við minnumst þess sér- staklega er við sáum Ásthildi aðeins 25 ára að aldri koma kjagandi upp Langastíginn í Ólafsvík með fimm börn, á aldrinum eins til sjö ára, hlaup- andi í kringum sig á leið í fyrsta matarboðið til okkar. Og enn átti fjölskyldan eftir að stækka. Ungu skólastjórahjónin höfðu valið að setjast að í Ólafsvík m.a. vegna þess hve skólastjórabústaðurinn var þar stór, sem hentaði vel hinni ört vaxandi fjölskyldu. Það kom sér líka vel fyrir þá gestrisni og höfðingsskap sem þeim hjónum virtist í blóð borinn. Heimilisfaðirinn Hörður bauð mörgum heim í kaffi og mat og treysti á að Ásthildur gæti allt- af tekið höfðinglega á móti gestum og gangandi. Nætur- gestir voru ótal margir, bæði ættingjar og vinir, þingmenn Alþýðuflokksins, og erindrekar – heimilið virtist alltaf geta bætt við sig. Svo komu líka Lilja og Magnús bróðir Harðar að norðan til starfa á vetrar- vertíð og bjuggu heima hjá Ásthildi og Herði. Þannig má lengi telja. En árin urðu ekki mörg í Ólafsvík, þau fluttu nánast í kjölfar okkar fjölskyldu að vestan og settust að í heimabæ Ásthildar, Hafnarfirði. Þá komu í ljós nýir hæfileikar hjá vinkonu okkar, sem höfðu þroskast í stöðugu andófi og rökræðum í eldhúsunum heima hjá hvort öðru. Börn þeirra voru að vaxa úr grasi og þá hóf Ásthildur störf sem skólaritari en sneri sér jafnframt af sínum alþekkta krafti að félagsmálum, einkum í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og málefnum Alþýðu- flokksins. Þar sópaði af henni í fremstu röð meðal kvenna og mikið vorum við stolt og glöð er við horfðum og hlustuðum á hana flytja eina af aðalræðum kvennafrídagsins árið 1975 yfir 25.000 áheyrendum á Lækjar- torgi. Krafturinn og hugsjónaeldurinn sem hún lagði í þá ræðu gleymist ekki og þarna voru orðin mikil ham- skipti frá heimavinnandi hús- móður með barnahópinn í Ólafsvík. Oft áttum við ljúfar stundir á heimilum hvort annars, mörg hugsjóna- og baráttumál sam- eiginleg – áttum líka minnis- stæðar stundir saman á ferðum innanlands og utan, í leikhús- ferðum og fjölskylduhátíðum. Gaman var líka að hitta gesti úr frændgarði Ásthildar á heimili hennar svo sem hina öflugu föðurbræður hennar Guðmund Inga skáld og Hall- dór frá Kirkjubóli og skiptast á skoðunum við þá og ræða ætt- fræði en sú fræði var fjöl- skyldugaman í hennar ætt, Ólafur faðir hennar með þekkt- ustu ættfræðingum landsins. Þrátt fyrir mjög skerta heilsu á efri árum sótti Ásthild- ur flesta fundi sem fjölluðu um baráttumál hennar og hugsjón- ir og lét þar hvergi deigan síga. Ekki er hægt annað en fyllast aðdáun og stolti yfir að hafa átt slíka konu að vini og samferðamanneskju um 60 ára Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR, Kiddý, Miðleiti 7, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. mars. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. mars klukkan 13. Örn Andrésson Guðbjörg Erla Andrésdóttir Magnús Andrésson Þórdís Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRHALLS PÁLS HALLDÓRSSONAR, Barðastöðum 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á blóðskilunardeild og á deild 12E Landspítalanum við Hringbraut fyrir alúð og umhyggju. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður okkar, mágs og frænda, ÁSGEIRS TÓMASSONAR frá Reynifelli, Rangárvöllum, síðast til heimilis að Kollabæ í Fljótshlíð. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Eiri fyrir góða umönnun. Fanney Tómasdóttir Unnur Tómasdóttir Karl Reynir Guðfinnsson Birgir Tómasson og systkinabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HÖRN SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. mars klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar A. Finnsson Jóhanna Ragnarsdóttir Sigurður Kr. Finnsson Stefán Agnar Finnsson Ingibjörg M. Pálsdóttir Guðmundur Eggert Finnsson Guðrún Þorvaldsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERNST FRIDOLF BACKMAN íþróttakennara. Ragnheiður Jónsdóttir Þuríður Backman Björn Kristleifsson Jón Rúnar Backman Þóra Elín Guðjónsdóttir afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, fölskyldufaðir og bróðir, ANTON BOGASON, Háseylu 5, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 24. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, A. Helga Sigurjónsdóttir Jenný María Bogadóttir Helga Sólveig Einarsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, PÁLL KAI GUNNARSSON, lést í Lundi í Svíþjóð 2. febrúar. Jarðarför hefur farið fram. Esther Þorgrímsdóttir Gunnar Karl Pálsson Cherilyn Huerto María Pálsdóttir Terry Calhoun Lísa Pálsdóttir Jón Árni Bjarnason og barnabörn Guðmundur Gunnarsson Bjarma Didriksen Sigurður Daníel Gunnarsson Anna Sk. Gunnarsdóttir Oddur Gunnarsson Áslaug Jónsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.