Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 38

Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 Ég kynntist Erlu árið 1995 þegar ég og Gunnar Ársæll, son- ur hennar, hófum okkar sam- band. Erla var mjög skemmtileg kona sem sagði það sem hún hugsaði og sá hlutina öðrum aug- um en ég sjálf og var gaman að hlusta á hennar vangaveltur um lífið og tilveruna. Hún var mjög eftirtektarsöm og stundum ein- Erla Sigríður Hansdóttir ✝ Erla SigríðurHansdóttir fæddist 19. sept- ember 1938. Hún lést 23. febrúar 2018. Erla var jarð- sungin 9. mars 2018. Vegna mistaka við vinnslu riðlaðist texti eftirfarandi greina og birtum við þær aftur. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. um of því hún tók alltaf eftir því þegar ég hafði bætt á mig og lét mig vita af því, á meðan hún klappaði mér góð- látlega á magann. Hún hafði gaman af að spjalla og ein skemmtileg minn- ing er þegar við Gunnar fórum með henni til Svíþjóðar að heimsækja Ella son hennar og fjölskyldu. Hún talaði við flesta sem hún hitti, bláókunnugt fólk úti á götu, í verslunum og víðar og það á íslensku. Það var frá- bært að fylgjast með svipnum á Svíunum sem skildu ekki neitt en voru samt svo heillaðir af henni. Erla var búin að vera veik lengi og núna er hún komin í Draumalandið þar sem hún kvelst ekki lengur. Sorgin er samt mikil hjá okkur eftirlifend- um og tárin mörg. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið við hlið Gunnars síðustu dagana í lífi hennar og sjá þessa sterku ást á milli þeirra. Hann stoppaði ekki að strjúka henni, halda í höndina á henni, greiða henni og tala við hana. Hann sagði henni aftur og aftur hversu mikið hann elskaði hana og að hún væri besta mamma í heimi. Ég verð henni ávallt þakklát fyrir það hversu góðan mann hún ól upp. Ég verð ávallt þakklát fyrir öll árin sem ég var henni samferða. Og ég er þakklát fyrir að við Gunnar og dóttir okkar Björg Erla vorum hjá henni síðasta aðfangadags- kvöldið hennar. Hún var orðin svo slöpp að hún komst ekki langt þannig að við borðuðum með henni inn á herberginu hennar á Dvalarheimilinu Höfða og opnuðum jólapakkana þar. Það er dýrmæt minning. Hvíldu í friði kæra Erla. Ég elska þig. Takk fyrir að vera svona góð við mig og Björgu Erlu. Fjóla Benný. Elskuleg tengdamóðir er látin á áttugasta aldursári með börn sín sér við hlið. Efalaust var hún hvíldinni fegin, þar sem hún var fyrir allnokkru búin að tapa heilsunni og lífsneistinn mikið dofnað, enda verið alveg rúm- liggjandi síðasta árið. Erla ólst upp hjá vandalaus- um, en við gott atlæti hjá hjón- unum Ólafíu Guðrúnu Björns- dóttir og Ellert Jónssyni í Akrakoti. Móðir hennar var ófær um að sjá henni farborða vegna veikinda og lést tiltölulega snemma. Blóðfaðir hennar vildi ekki kannast við hana né hafa neitt með hana að gera, þótt hann viðurkenndi hana óopin- berlega á gamals aldri, en allt of seint fyrir Erlu. Þetta olli henni miklum sárindum sem barn og unglingur og setti svo sannar- lega mark sitt á allt hennar lífs- hlaup. Erlu þótti mjög vænt um uppeldisforeldra sína og var í góðu sambandi við þau alla tíð og skírði börn sín eftir þeim báðum. Erla flutti ung að heiman, enda þurfti hún að vinna fyrir sér eins og þá tíðkaðist. Hún giftist Ársæli Eyleifssyni sjómanni, ung að árum og bjó honum og börnum þeirra heimili á Akra- nesi, en Ársæll lést fyrir 17 ár- um. Erla lifði því hefðbundnu lífi sjómannskonunnar, þar sem heimilisfaðirinn var oft langdvöl- um að heiman vegna vinnu sinn- ar. Auk heimilisstarfa vann Erla ýmis störf, aðallega við fisk- vinnslu, en síðast á Grundar- tanga. Eftir andlát Ársæls, var hún mikið í sambandi við gamlan vin, Ólaf Ágúst Jónsson, sem hafði orðið ekkill á svipuðum tíma. Var það báðum til gæfu og gleði. Fyrir rúmum áratug tók heilsu Erlu smám saman að hraka uns hún hætti að geta séð um sig sjálf. Flutti hún þá á hjúkrunarheimilið Höfða fyrir fjórum árum, þar sem hún lést. Stundum gerir maður sér ekki grein fyrir verðmæti augnabliks- ins fyrr en það er oðið að gamalli minningu. Strákarnir mínir eiga sér t.d. mörg góð minningabrot frá því þegar þeir voru í pössun hjá afa og ömmu uppi á Skaga, þar sem þeir voru fordekraðir og allir dagar nammidagar. Og þeg- ar heimilishundurinn okkar hann Flóki var sendur í pössun á sama stað þegar fjölskyldan brá sér í ferðalag skildum við aldrei í því að hann leit hann ekki við hunda- matnum sínum í fleiri daga eftir heimkomuna. Seinna komust við að því að það var bara lagt á eld- húsborðið fyrir einn í viðbót, þar sem hundurinn sitjandi á stól og með smekk, borðaði sama mat og afi og amma! Tengdamóðir mín var kona sem tekið var eftir fyrir útlit og glæsileika. Hún var alltaf óað- finnanlega til höfð. Hárið, fötin, skartið og málningin, allt eins fullkomið og fínt og mögulegt var. En það gat tekið sinn tíma og hreyfði ekki við henni þótt fjölskyldumeðlimir væru á stundum orðnir óþolinmóðir að bíða eftir henni. Sama var upp á teningnum ef hún átti að mæta einhversstaðar, tíminn gat orðið svolítið afstæður. En svo hætti maður að taka eftir þessu, þetta var bara Erla tengdamamma. Erla, góða Erla, ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er. (Stefán fá Hvítadal) Lífshlaupi glæsilegrar konu er á enda. Hvíl í friði Erla mín. Sigfús Þór Elíasson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÚÐVÍKS ÞÓRARINSSONAR bakarameistara, Ólafsvík. Hrefna Lúðvíksdóttir Gísli Páll Björnsson Inga Birna Lúðvíksdóttir Guðlaug Lúðvíksdóttir Kristjón Guðmundsson Hildur Lúðvíksdóttir Jón Þór Lúðvíksson Bjarney Jörgensen afabörn og langafabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ÓSKAR TÓMASSON, Skarðshlíð 30 C, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 21. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Stefán Karlsson Sigríður Björg Albertsd. Tómas Karl Karlsson Gréta Júlíusdóttir Grétar Karlsson Sigurrós Ósk Karlsdóttir Birgir Þór Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Kærar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og væntumþykju við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS MARVINS GUÐMUNDSSONAR kennara og hamskera, Hellulandi 22. Margrét Sæmundsdóttir Sif Jónsdóttir Jón Arnar Sigurjónsson Guðmundur Jónsson Jenny M. Johansson Sæmundur Jónsson Guðlaug Kristinsdóttir Páll Marvin Jónsson Eva Sigurbjörg Káradóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir mín, SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 22. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurður Helgi Hermannsson Elsku Dóra. Ég átti nú ekki von á því að þú færir svona fljótt. Þú varst skorin upp vegna veik- inda þinna síðastliðið sumar og enginn bjóst við að það myndi verða svona erfitt hjá þér í fram- haldi. Ég fylgdist alveg með þér, þú varst fljótt mikið veik og lítið hægt að gera fyrir þig. Þú varst að mestu heima við í veikindum þínum en undir það síðasta dvaldir þú í tvær vikur á sjúkra- húsinu í Vestmannaeyjum. Þú áttir erfitt sem barn vegna slyss sem þú varðst fyrir þegar þú dast um fötu með sjóðandi heitu vatni í, sem vinnukonan á hótelinu átti eftir að setja kalt Dóra Bergs Sigmundsdóttir ✝ Dóra BergsSigmunds- dóttir fæddist 6. nóvember 1944. Hún lést 27. janúar 2018. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu, 10. febrúar 2018. vatn í. Þú brenndist hræðilega og varst á sjúkrahúsi um tíma. Þangað þurft- irðu svo að fara reglulega til að láta skipta á umbúðum og þú grést allan tímann á meðan á því stóð. Þegar heim var komið hélstu áfram að gráta, þetta var mjög erfitt. Dóra giftist góðum manni og átti með honum fjögur börn og nokkur barnabörn sem öll hafa verið henni góð eins og hún þeim. Dóra var mikill Vestmannaey- ingur, hún fór lítið frá Eyjum og vildi helst vera heima. Þrátt fyrir að vera heimakær var hún líka góður gestgjafi. Ég vona að þér líði vel núna, Dóra mín, og þú sért búin að hitta foreldra þína og vini. Ég vona að þú sért laus við allar þjáningar. Þín móðursystir, Þóra Magnúsdóttir (Dídí). Elsku amma mín, það er svo margt sem hægt er að segja um þig og fallega dásam- lega hjarta þitt. Þú ert hjartahrei- nasta kona sem ég hef nokkru sinni kynnst, þú gast alltaf séð það fal- lega við allt sama hvað það var þá gast þú alltaf fundið eitthvað fallegt að segja um viðkomandi. Það sem situr svo fast í mér var eitt skiptið sem oftar að þú, ég og afi fórum í uppáhaldsbúðina þína á Laugaveg- inum og afgreiðslukonan var væg- ast sagt dónaleg og okkur afa blöskraði en sögðum ekkert fyrr en við komum aftur út í bíl, þá segir þú við okkur „við vitum ekkert hvað hún hefur gengið í gegnum í dag“. Þrátt fyrir að þú hafir haft mikið að gera og alltaf á fullu þá gastu alltaf sest niður og gefið þér tíma fyrir mig, að setjast niður með þér og kjafta var eitt af því sem mér þótti dásamlegt við þig, sögurnar þínar og húmorinn og þrátt fyrir veikindi þín þá var hjarta þitt, kímnigáfa og dugnaður alltaf til staðar. Hversu dugleg þú varst alltaf, ég kemst ekki yfir það hvernig þú komst yfir allt sem þú gerðir, það er mér hulin ráðgata, það eru bara ekki nægi- lega margir klukkutímar í sólar- hringnum og aldrei man ég eftir því að þú hafir hvílt þig eða látið það í ljós að þú værir þreytt. Ég er svo glöð að þú fáir loksins að hvíla þig en ég er samt svo leið því ég sakna þín svo mikið og ég mun alltaf sakna þín mér finnst ég svo heppin að hafa haft þig í lífi Rósa Sigríður Ólafsdóttir ✝ Rósa SigríðurÓlafsdóttir fæddist 15. sept- ember 1924. Hún lést 18. febrúar 2018. Útförin fór fram 26. febrúar 2018. mínu og þú hefur kennt mér svo margt, betri ömmu hefði ég ekki getað hugsað mér. Þú átt sérstakan stað í hjarta mínu takk fyr- ir allt. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Torfhildur Jónsdóttir. Rósa Sigríður Ólafsdóttir og Þorvaldur Einarsson útgerðar- maður tóku mér opnum örmum þegar ég óskaði eftir að fá að dvelja hjá þeim um sumarið 1964 en ég starfaði þá á skipum Landhelgis- gæslunnar sem loftskeytamaður. Ég hóf störf hjá LHG um sumarið 1963, þá lengst af við síldarleit á v/s Ægi gamla. Ég gerði mér góða grein fyrir því hve gott væri að geta leiðbeint síldarflotanum um talstöð ef síldarleitarbúnaður skip- anna bilaði og þá oft langt úti í hafi, langt frá allri viðgerðarþjónustu. Ég hafði því áhuga á að nýta fyrsta sumarfríið mitt til að afla mér meiri þekkingar á þessum tækjabúnaði. Ég hringdi í Baldur Böðvarsson út- varpsvirkjameistara í Neskaup- stað og spurði hvort hann gæti not- að aukamann í um mánaðartíma sumarið 1964. Hann sagði mér að koma austur og ég fékk fæði og gistingu hjá Rósu frænku minni og Valda en við Rósa vorum systra- börn. Sigríður móðir Rósu og móð- ir mín, Jóhanna Dagmar Björns- dóttir, voru systur. Þegar systur Rósu, Jóhanna og Torfhildur, fæddust á árunum 1926-1928 var erfitt um vik fyrir móður þeirra að annast Rósu sem var tveggja ára og sennilega baldin sem barn. Henni var þá komið fyrir á Brunnum hjá ömmu minni Jó- hönnu Jóhannsdóttur, en móðir mín, Jóhanna Dagmar, f. 1906, tók Rósu opnum örmum og naut þess að sauma á hana ýmsan fatnað og kápur sem kom sér vel í þá daga. Oft var reynt að spretta upp og endurnýta eldri föt í þessum til- gangi. Svo vel líkaði Rósu dvölin að henni reyndist örðugt að yfirgefa Brunnaheimilið. Rósa gerðist síðar á lífsleiðinni verbúðaráðskona á vertíð á Höfn í Hornafirði eins og algengt var á þessum árum. Sá að- búnaður sem boðið var upp á í þá daga þætti sjálfsagt ekki boðlegur í dag. Leiðir þeirra Rósu og Þor- valdar Einarssonar lágu saman á þessum árum og síðar réð Rósa sig í vist eins og sagt var til Kristínar sem var símstöðvarstjóri í Nes- kaupstað. Rósa og Þorvaldur stofnuðu heimili sitt í Neskaupstað og fjöl- skyldan dafnaði. Börnin orðin fimm áður en langt um leið og barnabörnin tóku að vaxa úr grasi eins og gengur. Ég einsetti mér að koma yfir- leitt við hjá Rósu og Valda ef ég var á ferðinni. En það hittist stundum þannig á að Rósa var útivinnandi og Valdi á sjónum. Þau voru bæði mjög vinnusöm og gáfu lítið eftir í þeim efnum. Sú dvöl sem ég nefni hér framar varð mér síðar meir mjög eftirminnileg því ég kynntist eiginkonu minni í þessari ferð, þótt þau kynni mynduðust ekki fyrr en síðar. Það eru um tvö ár síðan ég kom til Rósu á hjúkrunarheimilið í Nes- kaupstað. Ég votta fjölskyldu hennar innilega samúð og staðfesti að minningin um Rósu mun verða mér lengi í minni. Hún var einlæg og elskuleg manneskja í alla staði og góður gestgjafi. Harald S. Holsvik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.