Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 43
1965-69 og sá jafnframt um kennslu
hjúkrunar- og sjúkraliðanema. Hún
var kennari við heilsugæslubraut
Gagnfræðaskólans á Akureyri 1969-
84 og kennari við VMA á sama sviði
1984-86.
Í félagi við Solveigu Jóhannsdóttur
skrifaðu þær Guðfinna bókina Við
veitum hjálpina heima leiðbeiningarit
fyrir heimili og heimaþjónustu, útg.
1993.
Guðfinna var síðan starfsmaður
þjónustuhóps aldraðra á Akureyri frá
1988.
Guðfinna sat í stjórn Norðurlands-
deildar Hjúkrunarfélags Íslands
1986-88, sat í bæjarstjórn Akureyrar
1986-90 og í ýmsum nefndum á veg-
um bæjarins.
Guðfinna hefur alla tíð sinnt fé-
lagsstörfum. Hún starfar í St.
Georgsgildinu á Akureyri sem er fé-
lagsskapur eldri skáta. Þar hefur hún
starfað um árabil og gerir enn. Hún
hefur verið dugleg að ferðast um
landið og farið utan, sótt skátamót og
aðra viðburði. Einnig starfaði hún um
árabil í Zontaklúbbnum á Akureyri og
í Ferðafélagi Akureyrar.
Prjónaskapur er nú líklega helsta
áhugamál Guðfinnu og er hún oft með
ansi marga hluti á prjónunum.
Fjölskylda
Guðfinna giftist 17.8. 1968 Aðalgeir
Pálssyni, f. 18.10. 1934, d. 11.2. 2016,
rafmagnsverkfræðingi, kennara,
skólastjóra Iðnskólans á Akureyri og
síðar kennari við Verkmenntaskólann
á Akureyri. Aðalgeir var sonur
hjónanna Páls Bjarnasonar f. 10.11.
1908, d. 12.7. 1973, símaverkstjóra á
Akureyri og Aðalbjargar Jónsdóttur,
f. 11.3. 1915, d. 11.10. 1986, húsfreyju
á Akureyri.
Dætur Guðfinnu og Aðalgeirs eru
1) Kristjana, f. 19.4. 1969, arkitekt og
doktorsnemi í Helsinki í Finnlandi,
gift Jari Mikael Turunen og eiga þau
tvö börn, Petru Kolbrúnu og Hannes
Breka; 2) Guðfinna, f. 20.3. 1972, pró-
fessor í jarðeðlisfræði, búsett í
Reykjavík, og 3) Margrét, f. 20.7.
1975, kennari á Akureyri, gift Ara
Gunnari Óskarssyni og eiga þau tvö
börn, Gunnar Aðalgeir og Ingu Rakel.
Systkini Guðfinnu eru: Ólafur Þór
Thorlacius, f. 21.10. 1936, deildarstjóri
hjá Sjómælingum Íslands, búsettur í
Garðabæ, og Margrét G. Thorlacius,
f. 28.5. 1940, kennari í Garðabæ.
Foreldrar Guðfinnu voru hjónin
Guðni Thorlacius, f. 25.10. 1908, d.
22.5. 1975, skipstjóri og Margrét Ó.
Thorlacius f. 8.4. 1909, d. 15.9. 2005,
húsfreyja í Reykjavík.
Guðfinna Thorlacius
Bogi Sigurðsson
b. á Brennistöðum
í Borgarhreppi
Þórdís Bogadóttir
húsfr. í Hjörsey
Ólafur S. Guðmundsson
b. í Hjörsey á Mýrum
Margrét Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðný Jónsdóttir
húsfr. í Miklaholti
Guðmundur Sigurðsson
b. í Miklaholti á Mýrum
nga Thorlacius
talsímakona á
Akureyri
IÁgústína
Ingvarsdóttir
sálfræðingur
Haraldur
Thorlacius
útgerðarm. í
Hrísey og víðar
óhanna Thorlacius
tari í ráðuneytum
J
ri
ÞorsteinnHannesson
eðlisfræðingur
Theodóra Thorlacius
líffræðingur í Sviss
Þórdís Thorlacius
viðurkenndur bókari
hjá Veritas Capital
Margrét Ó. Thorlacius
hjúkrunarfræðingur og
deildarstjóri við LSH
Sigríður Elín Thorlacius
flugfreyja
Ólafur Þór
Thorlacius
kortagerðarm.
og handbolta- og
körfuboltakempa
ogi Ólafsson skipstjóri
og útgerðarm. í Rvík
BJón Örn Bogason
loftskeytam. í Rvík
Margrét Thorlacius
húsfr. í Rvík
Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands
Jóhannes Ólafur
Jóhannesson
„support manager“
hjá WuXi NextCODE
Genomics
Patrekur Jóhannesson
þjálfari Selfoss og
landsliðsþjálfari
Austurríkis
Gróa Jóhannesdóttir
húsfr. í Rvík
Guðni Guðnason
steinsmiður í Rvík
Guðfinna G. Thorlacius
húsfr. á Bíldudal og í Rvík
K. Sigmundur Thorlacius
sjóm. á Bíldudal
Helga Sigmundsdóttir
húsfr. í Bæ
Ólafur Thorlacius
b. í Bæ á Rauðasandi
Úr frændgarði Guðfinnu Thorlacius
Guðni Sigmundsson Thorlacius
skipstj. í Rvík
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
fyrrv. alþingisforseti
Jóhannes
Bjarnason
verkfræðingur
Bjarni Ásgeirsson
alþm. og ráðherra
á Reykjum í
Mosfellssveit
Gunnar Bjarnason
rossaræktarráðu-
autur og skólastj.
h
n
Halldór Gunnarsson
fv. prestur í Holti
undir Eyjafjöllum
Sigtryggur Sigtryggsson
fulltrúi ritstjóra
Morgunblaðsins
Bryndís
Bjarnadóttir
húsfr. í Rvík Þórdís
Ásgeirsdóttir
húsfr. á Húsavík
Ásgeir
Bjarnason bóndi
í Knarrarnesi
Guðrún Bjarnadóttir
húsfr. á Brennistöðum
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.
Jakob Gíslason fæddist á Húsavík
10.3. 1902. Foreldrar hans voru Gísli
Ólafur Pétursson, héraðsdýralæknir
á Húsavík, og k.h., Aðalheiður Jak-
obsdóttir húsfreyja.
Gísli var sonur Péturs Einars
Gíslasonar, útvegsbónda í Ánanaust-
um við Reykjavík, og Valgerðar
Ólafsdóttur, en Aðalbjörg var dóttir
Jakobs Hálfdánarsonar, bónda á
Grímsstöðum og stofnanda og fram-
kvæmdastjóra Kaupfélags Þing-
eyinga, og k.h., Petrínu Kristjönu
Pétursdóttur, af Reykjahlíðarætt.
Fyrri kona Jakobs var Hedvig
Emanuella Hansen, en hún lést
1939. Synir þeirra: Gísli Ólafur,
skipulagsarkitekt í Kaupmannahöfn,
og Jakob, tæknifræðingur og bygg-
ingavertaki í Glasgow.
Seinni kona Jakobs var Sigríður,
dóttir Ásmunds Guðmundssonar
biskups Íslands, og Steinunnar Sig-
ríðar Magnúsdóttur. Börn Jakobs
og Sigríðar: Ásmundur eðlisfræð-
ingur; Aðalbjörg, félagsfræðingur
og skrifstofustjóri, og Steinunn Sig-
ríður jarðeðlisfræðingur.
Jakob lauk stúdentsprófi frá MR
1921, prófi í forspjallsvísindum frá
Kaupmannahafnarháskóla 1922 og
prófi í raforkuverkfræði frá DTH í
Kaupmannahöfn 1929.
Jakob var verkfræðingur hjá Tæ-
itan A/Sog hjá Elektricitets-
kommissionen í Kaupmannahöfn
1929, vann að áætlunum um raf-
orkuver og rafmagnsveitur á vegum
íslensku ríkisstjórnarinnar 1929 og
var falið eftirlit með raforkuvirkjum
um allt land frá 1930. varð for-
stöðumaður Rafmagnseftirlits rík-
isins við stofnun þess 1933, raforku-
málastjóri frá 1947 og orkumála-
stjóri 1967-72. Þá var hann stunda-
kennari við Vélskólann í Reykjavík
1935-42.
Jakob sat í ýmsum fjölþjóðlegum
ráðum og nefndum, var félagi í Vís-
indafélagi Íslendinga og Hinu ís-
lenska stærðfræðifélagi, gegndi
fjölda félags- og trúnaðarstarfa og
var sæmdur fjölda viðurkenninga.
Jakob lést 9.3. 1987.
Merkir Íslendingar
Jakob
Gíslason
Laugardagur
90 ára
Borghildur Sölvey
Magnúsdóttir
85 ára
Óttar Jósepsson
80 ára
Freyr Bjartmarz
Guðfinna Thorlacius
Guðrún Guðjónsdóttir
Magnús Sigurðsson
Skúli Jón Pálmason
75 ára
Björn Jónsson
Ingunn Guðmundsdóttir
Jón Þorlákur Stefánsson
Kolbrún Ingólfsdóttir
Sólveig Gunnarsdóttir
70 ára
Ásmundur Halldórsson
Guðrún Halldórsdóttir
Gunnar Richarðsson
Hjörleifur Guðmundsson
Hrafnhildur Hanna
Ragnarsdóttir
Inga Árnadóttir
Jóhann Guðmundsson
Kristrún Jónsdóttir
Valdís Árnadóttir
60 ára
Ásgerður Þorsteinsdóttir
Guðrún Dagný Einarsdóttir
Hörður Ingi Jóhannsson
Jan Józef Kaleta
Ólafur Haralds Wallevik
Ragnar Guðmundur
Gunnarsson
50 ára
Andrés Ólafsson
Árni Þór Hallgrímsson
Bjarni Birgisson
Björg Ástríðardóttir
Brynjar Bragason
Camilla Guðmunda
Ólafsdóttir
Guðmundur S. Hauksson
Jóhanna M. Kristensen
Jóhanna Sigurbjörg
Rúnarsdóttir
Kristín Amalía Ólafsdóttir
Óli Þór Jakobsson
Símon Helgi Símonarson
Unnsteinn Árnason
Þórarinn Bjarnason
40 ára
Heiðbrá Guðmundsdóttir
Helgi Páll Þórisson
Júlía Björgvinsdóttir
Krzysztof Dariusz
Przyborowski
Maren Dröfn
Sigurbjörnsdóttir
Ólafur Ingólfsson
Thomas Praekelt
30 ára
Aldís Ósk Böðvarsdóttir
Andri Þór Valgeirsson
Benedikt Steinar
Benediktsson
Berglind Guðbrandsdóttir
Daria Katarzyna Borkowska
Denis Gopancuk
Einar Logi Erlingsson
Erla Björk Árskóg
Guðrún Pálína Jónsdóttir
Ingi Rúnar Sveinlaugsson
Linda Dögg Guðjónsdóttir
Lukasz Maciej Karcz
Magdalena Hliwa
Marteinn Valur Valsson
Páll Sigurður Vignisson
Petrína Sigrún Helgadóttir
Ragnar Jóhannesson
Tamara Cvijetinovic
Þorbergur Þórarinsson
Sunnudagur
95 ára
Emma Kolbeinsdóttir
80 ára
Daníel Axelsson
Helga Björg Sigurðardóttir
Kristján Albertsson
Kristján R. Kristjánsson
Magnea Ólöf Oddsdóttir
Margrét Gunnlaugsdóttir
Stefán Björgvinsson
75 ára
Davíð Guðmundsson
Guðrún Vigdís Sverrisdóttir
Gunnar Kárason
Hansína Sesselja
Gísladóttir
Hjörtur Grímsson
Jón Þorvaldsson
Sigurbjörg Jóhannesdóttir
70 ára
Anna G. Jósefsdóttir
Ásta Jóhannsdóttir
Guðlaugur Björn
Ragnarsson
Guðríður Steinunn
Oddsdóttir
Halldóra Pálsdóttir
Jón Bjarnason
Margrét Pétursdóttir
Ómar Guðmundsson
Petrína Haraldsdóttir
Sigríður Guðrún
Birgisdóttir
Sigurbjörn E. Björnsson
Sigurður Þorkell
Jóhannsson
Þórður Haraldsson
60 ára
Edda Eiríka Haraldsdóttir
Guðlaug Björnsdóttir
Guðmundur Snædal
Jónsson
Kristinn Eysteinsson
Lára Sólveig Svavarsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
Níels Steinar Jónsson
Þórður Bogason
Þórunn Marsilía Lárusdóttir
50 ára
Arnar Hilmarsson
Ásgerður Á. Jóhannsdóttir
Áslaug Guðbrandsdóttir
Brynja Aðalbergsdóttir
Freyr Arnarson
Guðrún Helga Ívarsdóttir
Jón Atli Gunnarsson
Konráð Hilmar Olavsson
Lára Jóhannesdóttir
Veronika Németh
40 ára
Aneta Gorzkiewicz
Auður Björk Þórðardóttir
Dóra Björk Sigurðardóttir
Erla Huld Viðarsdóttir
Gréta Rún Árnadóttir
Helena Ómarsdóttir
Ívar Bragason
Matthías Kristinsson
Sigfús Ragnar Oddsson
Stefán Halldór
Fannbergsson
Suphawat Yoophithakwong
30 ára
Alexander Erlendsson
Amanda Á. Jóhannsdóttir
Árni Freyr Bjarnason
Birna Rán Magnúsdóttir
Bjarney M. Einarsdóttir
Ester Ósk Gunnarsdóttir
Guttormur Þorsteinsson
Helena Sverrisdóttir
Herdís Magnúsdóttir
Kristín Ýr L. Sigurðardóttir
Mateusz Marek Kubek
Nína María Gústavsdóttir
Sigrún Sigmundsdóttir
Wioletta Teresa Miazek
Til hamingju með daginn