Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Óvæntir atburðir kalla á snöfur- mannleg viðbrögð, en gerðu samt ekkert að óathuguðu máli því það borgar sig ekki. Sýndu fyrirhyggju. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ómögulegt að gera fólki til geðs í dag. Ekki útiloka hugmyndinir heldur veltu þeim fyrir þér með opnum huga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að halda í jákvæðnina, jafnvel þegar á móti blæs. Varastu að gera upp á milli manna af persónulegum ástæð- um. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú mátt eiga von á því að meiri áhersla verði á heimili og fjölskyldu næstu vikur. Taktu tillit til skoðana annarra. Ekki hugsa of mikið, en láttu samt dómgreindina ráða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert á góðri siglingu núna og ættir að nota hagstæðan byr til þess að koma þínum málum í höfn. Farðu samt varlega bæði í orðum og gerðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að setjast niður og gera þér grein fyrir þeim takmörkum sem þú stefnir að. Uppákomur í peningamálum eru líklegar, bæði til hins betra og verra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu það ekki koma flatt upp á þig þótt þú þurfir að létta undir með manneskju sem þú áttir ekki von á að sjá í þeirri að- stöðu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Yfirmenn verða einstaklega ráð- ríkir í dag. Veltu því fyrir þér hverju þarf að breyta og hvað þarfnast endurbóta og lag- færingar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er eðlilegt að finna til af- brýðisemi vegna yfirgengilegrar velgengni annarra. Að gera sitt besta er samt allt sem beðið er um. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér er óhætt að hafa háleitar hugmyndir ef þú hefur fæturna bara á jörð- inni. Vertu óhræddur við að segja hug þinn og fara eftir sannfæringu þinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þú sjálfur sért skýjum ofar yfir afrekum þínum er ekki víst að fjöl- skyldan sé á sömu skoðun. Andlega sinnuð manneskja opnar augu þín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Ekki taka spurningum og athugasemdum eins og gagnrýni. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Græðir illa gróin lönd. Gengur inn af fjarðarströnd. Lina þínar þrautir má. Þekur götin stór og smá. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Bændur stunda jarðabót. Bót er inn af græði. Sjúkir þurfa sárabót. Sú er bót á klæði. Guðrún Bjarnadóttir gefur tvo svarmöguleika: Illa fara leirug lönd. Leir sest inn af fjarðarströnd. Gigtina oftast leirinn léttir. Leirinn stíflar göt og þéttir. En vegna tvíræðni í fyrstu hend- ingu gátu má bæði skilja hana sem spurningu um eitthvað sem græðir illa og eitthvað sem lagar það sem er illa gróið. Þess vegna bæti ég við leirburði um bót: Bætur laga léleg tún. Landbót inn af fjarðarströnd. Léttir meinabótin brún. Bætum göt með styrkri hönd. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Gerð er bót, svo grói lönd. Gengur bótin inn frá strönd. Heilsubót þig hressa má. Hylur bótin göt ófá. Þá er limra: Við bóndann er Bóthildur þrætti, beitti hún fornkonu mætti og lamdi það grey, þegar gaf hann sig ei, og gráu’ on’á svart þá bætti. Og síðan er ný gáta eftir Guð- mund: Vetrarnóttin langa leið, loksins ég á fætur skreið, kaffi drakk og strax í stað stuðlum prýdda gátu kvað: Toppur hún á trénu er. Tigin svanni á höfði ber. Rýra hér oss rentu gaf. Ríkisdalinn leysti af. Hér yrkir Ólafur Stefánsson á Leir um daglega lífið: Ætli að hann snúist á áttinni? Eru afgreidd lyfin í Gáttinni? Á Alþingi Vala er ennþá að tala, en ekkert bólar á sáttinni. Skálda-Leifi kvað: Sálarfley um dimma dröfn dauðaveginn kafar en skyldi það sveigja að hentri höfn hinum megin grafar? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Betri er bót en gloppa Í klípu „HVA‘MEINARÐU? ÉG HEF ALLTAF UNNIÐ SVONA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „PABBI, FÆ ÉG VASAPENINGANA MÍNA EÐA HVAÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að geta aldrei losað þig alveg. LÍFIÐ ER AUÐVELDARA EF ÞÚ HEFUR EINHVERN TIL AÐ DEILA ÞVÍ MEÐ SÉRSTAKLEGA EF SÁ ER GÓÐUR AÐ HLUSTA HVER ER LEYNDARDÓMUR HAMINGJUNNAR? ÞAÐ ER ALLT Í ÞESSARI BÓK SEM ÉG SKRIFAÐI! FULLKOMIÐ SAFN AF UPPÁHALDS ÍTÖLSKU RÉTTUNUM ÞÍNUM! Víkverja er annt um íslenskatungu en leggur sig þó fram um að halda opnum huga þegar kemur að málfari, enda á tungumálið okkar að fá að breytast og þróast. x x x Sumt er þó erfitt að hlusta á. Sér-staklega á Víkverji erfitt með sig þegar fólk sem kemur til dæmis fram í útvarpi eða sjónvarpi virðir ekki þá einföldu reglu í framburði á íslenskum orðum að hafa áherslu á fyrsta atkvæði. x x x Víkverji lærði þessa ágætu reglu ígrunnskóla og man ekki til þess að hafa fengið nein skilaboð um að hún hafi breyst. x x x Í íslensku er áhersla alltaf á fyrstaatkvæði í orði. Þannig er reglan. Og Víkverji sér enga ástæðu til að breyta þessu. Þannig hljóma orðin best og málið hljómar eins og Vík- verja finnst það eiga að hljóma. x x x Það færist í vöxt að heyra samsettorð lesin þannig að áhersla er á síðara atkvæði í orðinu en ekki fyrra. Enn verra er þegar enn lengri orð eru borin fram. x x x Orð sem er samsett úr þremurorðum getur þannig orðið að nokkurs konar tónstiga ef sá sem les gerir þau mistök að bera það fram með minnstri áherslu á fyrsta at- kvæðið, meiri á annað og mestri áherslu á þriðja atkvæðið. x x x Víkverja verður illt í eyrunum þeg-ar hann heyrir fréttamann eða viðmælanda í fréttum tala um „verð- bólguvæntingar“ með stígandi áherslu. Það dregur úr mætti hvers orðs að færa áhersluna af fyrsta at- kvæði. x x x Almennt er Víkverji þó baraánægður með samferðafólk sitt, sérstaklega það sem leggur áherslu á fyrsta atkvæði. vikverji@mbl.is Víkverji Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálm: 34.9)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.