Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 2

Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við buðum ekki í verkefnið. Það var af þeirri einföldu ástæðu að þetta var of dýrt,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, um nýafstaðið útboð Reykja- víkurborgar á strætóskýlum. Náði út- boðið einnig til auglýsingastanda. Boðin voru út að lágmarki 210 bið- skýli og að hámarki 50 auglýsinga- standar. Þeir eru t.d. á Hlemmi. Haft var eftir Þorsteini R. Her- mannssyni, samgöngustjóra Reykja- víkur, í Morgunblaðinu í byrjun mars að verktaka yrði heimilt að setja upp allt að 400 biðskýli í borginni. Þar af áttu um 50 biðskýli að hafa upplýs- ingaskilti með rauntímaupplýsingum. Sagði Þorsteinn hugmyndina þá að farþegar sæju að minnsta kosti hvaða tveir vagnar væru næstir í röðinni og hver biðtíminn væri. Undirbúningur að borgarlínu Slík miðlun upplýsinga er liður í þeirri stefnu borgarinnar að efla al- menningssamgöngur í aðdraganda þess að borgarlínan verður innleidd. Samkvæmt útboðinu var verktaka heimilt að setja upp auglýsingaskilti fyrir hvert biðskýli sem fært yrði til vegna nýrra biðskýla borgarlínu. Einar segir óraunhæft að auglýs- ingasala muni standa straum af kostnaði við nýju skýlin. „Í fyrsta lagi er dýrt að setja upp búnaðinn sem farið var fram á. Til dæmis skjái í skýlunum með upplýs- ingum í rauntíma um ferðir vagna. Í öðru lagi fylgir því verulegur kostn- aður að fjölga bið- skýlum. Í þriðja lagi vildi borgin fá fleiri auglýsinga- fleti til eigin notk- unar. Samanlagð- ur kostnaður er því umfram aug- lýsingatekjur á tímabilinu,“ segir Einar en samningurinn átti að taka gildi 1. júlí og gilda til 2033. „Við áætlum að skemmdir, viðhald og auglýsingaplássið sem Reykjavík- urborg vildi fá frítt hefðu kostað okk- ur 450-480 milljónir á tímabilinu. Þá á eftir að reikna með kostnaði við að setja upp skýlin. Sá kostnaður er allur eftir. Sá pakki hefði verið 600 millj- ónir fyrir okkur [hjá AFA JCDe- caux]. Ef nýr aðili hefði ætlað að gera þetta má ætla að kostnaðurinn hefði verið 1.200 milljónir.“ Borgin gerði kröfu um leigu Einar útskýrir svo að fyrirtæki hans hafi átt fyrir 130 biðskýli. Nýr aðili hefði hins vegar þurft að koma með að lágmarki 210 ný biðskýli. Hann hefði einnig þurft að setja upp auglýsingastanda og rauntímakort. Einar segir verkefnið töluvert dýr- ara en borgin reiknaði með. „Einnig gerði Reykjavíkurborg kröfu um leigu á borgarlandi fyrir öll strætóskýlin. Það þekkist hvergi ann- ars staðar,“ segir Einar Enginn bauð í biðskýlin  Framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi segir borgina vanmeta kostnað  Auglýsingatekjur svari ekki kostnaði, til dæmis við upplýsingaskjái í biðskýlum Einar Hermannsson Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Vinnustundir starfsmanna ráðuneyta við gagnaöflun vegna fyrirspurna þingmanna verða framvegis skráðar sérstaklega og safnað saman. Þetta var ákveðið á fundi ráðuneytisstjóra í lok síðustu viku, en hverju svari við fyrirspurn munu fylgja upplýsingar um vinnu að baki henni. Engar takmarkanir eru á því hve margar fyrirspurnir einstakir þing- menn geta lagt fram, en á yfirstand- andi þingi hafa verið lagðar fram 283 fyrirspurnir. Þar af hefur Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagt fram 72. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, munu eftir páska eiga fund um þessi mál og Steingrímur J. Sig- fússon, forseti Alþingis, mun í dag leggja fram gögn um fyrirspurnir þingsins á fundi með þingflokksfor- mönnum. Upplýsingarnar upp á yfirborðið Í samtali við Morgunblaðið segir Ragnhildur að tilgangur breyting- anna sé aðeins að færa upplýsingarn- ar upp á yfirborðið. „Hér eftir verður haldið utan um þetta nákvæmlega. Í þessu felst þó engin gagnrýni, heldur er þetta eitt- hvað sem okkur finnst mikilvægt að eiga upplýsingar um og getum svo rætt þegar við höfum yfirlit,“ segir Ragnhildur. „Að sjálfsögðu virðum við þennan rétt þingmanna, en ég held að það sé gott fyrir alla aðila að við höldum bet- ur utan um vinnuna sem fer í þetta. Að loknum þessum þingvetri getum við svo metið stöðuna. Ég sé þetta fyrir mér sem langtímaverkefni þar sem við byggjum undir betri grunn þegar við förum að ræða þessi mál,“ bætir Ragnhildur við. Aðspurð kveðst hún ekki þekkja dæmi þess að fjölgun fyrirspurna hafi haft bein áhrif á aðra starfsemi ráðuneyta. Umfang gagnaöflunar sé þó oft háð efni fyrirspurnanna. „Oft eru þessar fyrirspurnir tengdar faglegum málefnum sem verið er að vinna í ráðuneytunum. Nú hafa verið að koma margar fyrir- spurnir um rekstur og setu þing- manna í nefndum langt aftur í tím- ann. Það krefst mikillar vinnu að finna slíkar upplýsingar. Almennt tengjast fyrirspurnirnar þó málefn- um í ráðuneytunum á hverjum og einum tíma. Þegar um er að ræða upplýsingaöflun aftur í tímann, þá verða starfsmenn augljóslega að setja önnur verkefni til hliðar á með- an,“ segir hún. Beri vinnuna saman við tilefnið Steingrímur kveðst ekkert hafa að athuga við ákvörðun ráðuneytisstjór- anna. „Það er ágætt að átta sig á því að það getur legið mikil vinna að baki svörum við fyrirspurnum og gott er að geta borið það saman við tilefnið,“ segir hann og bætir við að fyrir- spurnum þingmanna sé ekki hafnað nema á þeim séu gallar formlegs eðl- is. Ekki standi til að takmarka rétt til fyrirspurna með nokkrum hætti. „Það er þingmannanna sjálfra að bera ábyrgð á þessu, þetta er þeirra réttur. Þeir þurfa þá að svara fyrir það hversu viðamiklar fyrirspurnirn- ar eru og hversu langt þeir vilja ganga,“ segir Steingrímur og bætir við að hann hafi beint því til þing- manna að fleiri leiðir geti verið færar við upplýsingaöflun, t.d. upplýsinga- þjónusta þingsins, og einnig hafi gef- ist vel að þingmenn leiti sjálfir til ein- stakra stofnana. „Ég hef líka vakið athygli á því við þingflokksformenn að framan af hafa verið fáar fyrirspurnir til munnlegs svars. Það gengur yfirleitt fljótar fyr- ir sig, kannski er sú leið vannýtt,“ segir hann. Vinna í ráðuneytum kortlögð Ragnhildur Arnljótsdóttir Steingrímur J. Sigfússon  Ráðuneyti munu skrásetja vinnu vegna fyrirspurna  Forseti þingsins ræðir málið við þingflokks- formenn í dag  Rétti þingmanna til fyrirspurna ekki haggað  Aðrar leiðir færar í öflun upplýsinga Með hækkandi sól fara kylfingar á stjá og munda vopn sín. Þetta þríeyki æfði sveifluna af mikilli ákefð á Básum í Grafarholti og dreymir þau öll væntanlega stóra sigra á golfvellinum þetta árið. Vonandi verða veðurguðirnir tillitssamir næstu vikur við kylfinga og aðra sem hlakka til vors. Morgunblaðið/Eggert Golfsveiflan æfð fyrir átök sumarsins Björgunarsveitir sinntu fjölmörg- um verkefnum um helgina, en á laug- ardag voru björg- unarsveitir á Suð- urlandi kallaðar út vegna vélhjóla- slyss í Þykkva- bæjarfjöru. Á Dalvík var aðstoð- ar óskað vegna skíðamanns sem hafði slasast á Heljardalsheiði. Björgunar- sveitin í Grindavík var kölluð út vegna fjórhjólaslyss við Suðurstrandarveg, en ökumaður fjórhjóls hafði velt hjól- inu og slasast. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi þyrlu á vettvang til að flytja manninn á sjúkrahús. Hin þyrla Gæslunnar sinnti útkalli á hálendinu þar sem jeppi hafði verið keyrður fram af hengju við Strýtur sunnan við Hveravelli. Þrjár björgun- arsveitir voru skammt undan í æfing- arferðum og komu þær fólkinu til bjargar fljótlega. Þrír voru slasaðir í bílnum og flutti þyrlan fólkið á sjúkra- hús til aðhlynningar. Einnig voru björgunarsveitir kall- aðar út vegna tveggja vélarvana báta, en í báðum tilfellum tókst áhöfn að ráða fram úr vandanum og var hjálpin því afturkölluð. Álag á björgunar- sveitum  Veittu aðstoð víða um landið Erill Fjölda verk- efna var sinnt. Embætti landlæknis hefur auglýst eftir að ráða aðstoðarmann land- læknis. Um nýtt starf á vettvangi embættisins er að ræða. Samkvæmt auglýsingu eru menntunarkröfur þær að viðkomandi hafi háskóla- próf sem nýtist í starfi og þá er starfsreynsla á vettvangi opinberr- ar stjórnsýslu talin kostur. Einnig er þekking og reynsla af skjalavist- un og meðferð mála hluti af hæfnis- kröfum ásamt því sem reynsla af samskiptum við fjölmiðla er talin kostur. Nýr aðstoðarmaður verður nýj- um landlækni til fulltingis en um síðustu mánaðamót skipaði heil- brigðisráðherra Ölmu D. Möller í embættið frá 1. apríl næstkomandi. Landlæknir auglýsir eftir aðstoðarmanni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.