Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
SÍÐUSTU
SÆTIN
Allt að
15.000kr.
afsláttur á mann
PÁSKASÓL
BENIDORM
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2018
„Við þurfum að stuðla að því að
gera kosningadaginn 26. maí aftur
að hægri degi í Reykjavík en þá
eru nákvæmlega 50 ára síðan
skipt var úr vinstri umferð í
hægri,“ sagði Eyþór Arnalds,
borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, í ræðu sem hann
hélt á landsfundi flokksins í gær.
Þar brýndi hann sjálfstæðis-
menn í Reykjavík og á lands-
byggðinni að leggja sitt af mörk-
um til þess að ná stjórnartaum-
unum í Reykjavík á ný. Hann
sagði að 16 ára borgarstjórnar-
seta og 8 ára seta Dags B. Egg-
ertssonar í stóli borgarstjóra kall-
aði á breytingar.
Eyþór sagðist vilja láta verkin
tala í stað þess að skapa misklíð
og flokkadrætti. Nauðsynlegt væri
að snúa frá forræðishyggju þar
sem kerfið réði ríkum. Það þyrfti
m.a. að minnka stjórnkerfið,
stytta boðleiðir og bæta þjónustu.
Leggja þyrfti áherslu á að leysa
húsnæðiskortinn í Reykjavík og
fjölga byggingarlóðum, m.a. í Ör-
firisey og á Geldinganesi.
„Reykjavík verður að vera
eftirsóknarverð að búa í. Við er-
um að keppa við erlendar borgir
um unga fólkið okkar. Íslend-
ingum hefur fækkað í Reykjavík
og borgin verður að vera brim-
brjótur í samkeppni við útlönd,“
segir Eyþór Arnalds.
Hægri dagur aftur 26. maí
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eyþór Arnalds Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins brýnir flokksmenn til
dáða á Landsfundi flokksins sem haldinn var í Laugardalshöll um helgina.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég er mjög þakklátur og ánægður
með góðan stuðning og góðan fund.
Það hefur ríkt góður andi, létt yfir
landsfundarfulltrúum, kraftur í mál-
efnastarfinu og framkvæmd fund-
arins,“ segir Bjarni Benediktsson,
nýendurkjörinn formaður Sjálfstæð-
isflokksins. Bjarni var einn í kjöri og
var kosinn með 710 atkvæðum eða
96,2% gildra atkvæða.
„Mér finnst andrúmsloftið á fund-
inum standa upp úr. Við erum á
ákveðnum tímamótum þar sem við
vorum að hefja nýtt kjörtímabil á Al-
þingi og erum að hefja kosningabar-
áttu í sveitarstjórnarkosningunum.
Ég get ekki sagt annað en að bjart-
sýnin frá fundinum smitist í komandi
kosningabaráttu,“ segir Bjarni sem
brýndi flokksmenn sína til dáða í lok
landsfundar um miðjan dag í gær.
Bjart yfir Sjálfstæðisflokknum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir var ein í kjöri til varaformanns
og hlaut 720 atkvæði eða 95,6%
gildra atkvæða.
„Ég er ótrúlega þakklát fyrir
traustið sem ég fékk í kosningunni.
Ég lét mig ekki dreyma um svona
sterka kosningu, þrátt fyrir að hafa
fundið mikinn stuðning og traust
meðal flokksfélaga af báðum kynjum
og á öllum aldri, sem ég ræddi við um
allt land,“ segir Þórdís. Hún segist
full tilhlökkunar fyrir nýja hlutverk-
inu.
„Það er bjart yfir fundinum, Sjálf-
stæðisflokknum og Íslandi og svo er
gott að lesa ályktanir sem eru samd-
ar og unnar af grasrót sem saman-
stendur af ótrúlega flottum og breið-
um hópi. Það er gott að sjá hvað við
erum skýr. Við vitum hvað við viljum
og hvert við viljum fara með Ísland.
Hvað við viljum gera fyrir Ísland og
Íslendinga til þess að gera landið og
lífið betra,“ segir Þórdís.
Hún segir að það sé meiriháttar og
standi upp úr að í forystu Sjálfstæð-
isflokksins séu nú tvær ungar konur
og meðalaldur forystunnar sé 36 ár
sem sé lægsti meðalaldurinn í sögu
flokksins.
„Með Metoo-fundinum á laugar-
daginn sýndum við hvers konar
hreyfiafl Sjálfstæðisflokkurinn er og
að tímarnir eru breyttir sem er gott,“
segir nýkjörinn varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
ritari flokksins, var endurkjörin með
664 atkvæðum eða 93,5% gildra at-
kvæða. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir
stuðninginn eftir að hafa sinnt emb-
ættinu frá síðasta landsfundi og ég er
spennt að sinna verkefninu áfram,“
segir Áslaug Arna og bætir við að
hún hafi sett verk sín í dóm flokks-
manna. „Stuðningur flokksmanna
skiptir mig miklu máli og að fá hann
á svona kraftmiklum landsfundi. Ég
er búin að leggja mitt af mörkum og
gefa allt mitt til þess að sinna starf-
inu á tveimur óvenjulegum árum þar
sem tvennar alþingiskosningar hafa
farið fram síðan ég var kjörin,“ segir
Áslaug Arna og bætir við að árin tvö
hafi verið lærdómsrík.
Gerum lífið betra var yfirskrift
landsfundar flokksins að þessu sinni.
Til þess að ná því markmiði er stjórn-
málaályktun 43. landfundar höfð til
hliðsjónar. Í henni kemur meðal ann-
ars fram að tryggja eigi öllum jöfn
tækifæri. Fjárhagslegt sjálfstæði
einstaklinga sé grundvöllur jafn-
réttis á Íslandi og það sé ekki hlut-
verk stjórnvalda að jafna hag manna
með valdboði, heldur tryggja að sem
mest sé til skiptanna og að umbun
fylgi árangri. En á sama tíma sé stutt
við þá sem höllum fæti standa.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar
hvers kyns ofbeldi og leggur áherslu
á forvarnir og stuðning við þá sem
vinna gegn ofbeldi og nýrri
aðgerðaráætlun um meðferð
kynferðisbrota verði fjármögnuð að
fullu.
Taka þurfi vel á móti hælisleit-
endum en stemma stigu við hælisleit-
endum frá öruggum ríkjum.
Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að
því að ríkisútgjöld verið ekki hærri
en 35% af landsframleiðslu og for-
gangsraðað verði í þágu grunnþjón-
ustu.
Jákvæðni og kraftur á landsfundi
Meðalaldur forystumanna Sjálfstæðisflokksins 36 ár Metoo-fundurinn hafði áhrif Ríkisútgjöld
ekki hærri en 35% Hagur manna ekki jafnaður með valdboði Kosningabaráttan hafin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þakklæti Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins kallaði Salóme Þorkelsdóttur, fyrrverandi ráðherra flokksins, sem er 91 árs á svið í lok landsfundar.
Ánægja Landsfundargestir voru almennt ánægðir með landsfundinn. Kon-
ur og unga kynslóðin voru sýnileg á fundinum og hlutu gott brautargengi.
Stemningin á landsfundi sjálf-
stæðismanna var góð að sögn
fundarmanna og einkenndist af
krafti, jákvæðni og bjartsýni.
Einn fundargestur sagði þetta
jákvæðasta landsfund frá hruni.
„Gott gengi kvenna og kraft-
ur í unga fólkinu stendur upp úr
á fundinum,“ sagði annar og
deildi þeirri skoðum með fleiri
fundargestum.
Konur voru kosnar í meiri-
hluta í sjö málefnanefndum af
átta og í þremur nefndum hlutu
konur 80% kosningu.
Einn fundargestur benti á að
ungliðahreyfingin hefði náð á
milli 80 og 90% mála sinna í
gegn á landsfundinum.
Konur nú
áberandi
STEMNING Á LANDSFUNDI