Morgunblaðið - 19.03.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
SÓLMUNDURHÓLM
SEGIR FRÁ REYNSLU SINNI
Eftir aðalfundi Krabbam
Reykjavíkur að Skógarh
mun Sólmundur Hólm
sinni af því að greinast
Að venju verður boðið
Á aðalfundunum er ste
félaganna undir nafnin
höfuðborgarsvæðisins
þess verður Reykjavík,
Seltjarnarnes, Kópavog
og Garðabær.
einsfélags Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélags
líð 8 í Reykjavík í dag mánudaginn 19. mars
fjölmiðlamaður og uppistandari segja frá reynslu
með krabbamein. Erindið hefst um kl. 20.30.
upp á kaffiveitingar.
fnt að sameiningu
u Krabbameinsfélag
. Félagssvæði
Mosfellsbær,
ur, Hafnarfjörður
Fallið verður frá þeim skilmálum
að atvinnuhúsnæði á lóðum á Hlíð-
arendasvæðinu verði að vera með
grasflatir á þökum. Það verður val-
kvætt.
Í skilmálum skipulags fyrir Hlíð-
arendasvæðið sem samþykktir voru
á árinu 2015 er gert að skilyrði að
öll þök verði lögð grasi, nema þök
fimm hæða íbúðarhúsa og íþrótta-
mannvirkja. Kristján Ásgeirsson,
arkitekt hjá Alark arkitektum ehf.,
segir að upphaflega hafi ekki verið
gert ráð fyrir grasþökum á húsum
á stærstu atvinnulóðunum en það
hafi þó orðið niðurstaðan.
Nú hafi komið fram óskir um að
slaka aftur á þessum skilmálum fyr-
ir atvinnulóðirnar. Ekki sé talið
gott að vera með gras á öllum þess-
um húsum. Það myndi binda of mik-
ið vatn sem ætti að fara út í mýrina
og á vatnasvið Tjarnarinnar. Borg-
arráð hefur samþykkt að auglýsa
þessa breytingu á deiliskipulagi
svæðisins.
Áfram verður skilyrði um gras á
þökum húsa á fjórum stærstu íbúð-
arhúsareitunum, nema á hæstu
stigagöngunum. Kristján segir að
margir þakgarðar verði í hverfinu
og því mikilvægt að útsýni þaðan sé
grænt og vænt en ekki á svartan
þakpappa. helgi@mbl.is
Ekki gras á öllum
þökum á Hlíðarenda
Teikning/Hlíðarendabyggð
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Biblían á íslensku var gerð aðgengi-
leg í liðinni viku á Biblíusnjallforrit-
inu The Bible App sem YouVersion
stendur að.
„Við höfum fengið mjög jákvæð
viðbrögð við forritinu.
Við vissum af þörfinni fyrir Biblí-
una á íslensku í
snjallforiti og
Biblíufélagið hafði
samband við You-
Version um út-
gáfu hennar á ís-
lensku á netinu,“
segir Grétar Hall-
dór Gunnarsson,
prestur og stjórn-
armaður í Biblíu-
félaginu.
Hann segir að
Biblíufélagið sé rétthafi íslensku bibl-
íuþýðingarinnar og að það hafi verið
auðsótt mál að leyfa birtingu hennar í
snjallforriti YouVersion.
„Það var Styrmir Hafliðason sem
kom með hugmyndina að gera ís-
lenska Biblíuþýðingu aðgengilega í
snjallforritinu The Bible App og hann
ásamt hópi sjálfboðaliða þýddi viðmót
snjallforritsins á íslensku,“ segir
Grétar Halldór. Hann bætir við að
það geti verið flókið og raunar sjald-
gæft að fólks sé með Biblíuna í fang-
inu hvar og hvenær sem er en snjall-
síminn fylgi manninum oftar og á
fleiri stöðum.
Grétar Halldór segir að snjall-
forritið hafi náð gríðarlegum vinsæld-
um og sé vinsælasta biblíusnjallforrit
veraldar. Það sé búið að hlaða því nið-
ur 315 milljón sinnum.
„YouVersion býður upp á Biblíu í
snjallforriti á 1.200 tungumálum og
snjallviðmóti á 50 tungumálum,“ seg-
ir Grétar Halldór og bætir við að auk
þess sem Biblían sé nú aðgengileg
hvar og hvenær sem er þá fylgi snjall-
forritinu fleiri áhugaverðir kostir.
„Auk þess að styðja við íslensku
sem hefur átt undir högg að sækja
vegna mikillar notkunar ensku í við-
mótum og innihaldi í tölvum og snjall-
tækjum mun snjallforitið hafa um-
breytandi áhrif á Biblíulestur í
landinu,“ segir Grétar Halldór.
„Snjallforritið mun skapa rafrænt
samfélag um Biblíulestur og gera
Biblíuna fyrirferðarmeiri á sam-
félagsmiðlunum. Snjallforritið heldur
lesendum við efnið með gerð lestrar-
áætlunar, segir Grétar Halldór og
bætir við að það sé hans trú að bibl-
íusnjallforritið dýpki efni Biblíunnar í
huga lesenda og geri það meira
spennandi.
YouVersion var stofnað árið 2007 í
þeim tilgangi að auka aðgengi að
Biblíunni og lestur hennar.
Biblían komin á ís-
lensku í snjallforriti
Grétar Halldór
Gunnarsson
Snjallforrit Nú er hægt að lesa
Biblíuna hvar og hvenær sem er.
315 milljón niðurhöl 1.200 tungumál