Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavél tekur 17 kg og þurrkari tekur 10 kg Amerísk gæða heimilistæki Guðni Einarsson gudni@mbl.is Víðförulasti merkti fugl ársins 2017 sem kom við sögu hér á landi var litmerkt sanderla frá Ghana. Guð- mundur Örn Benediktsson sá hana í maí á Melrakkasléttu litla 6.910 kílómetra frá merkingarstað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands um fuglamerkingar 2017. Þá var lesið á stálmerki á storm- máfi í Swampscott í Massachusetts í Bandaríkjunum 28. febrúar í fyrra. Þorlákur S. Helgason merkti stormmáfinn sem unga við Akur- eyrarflugvöll sumarið 2013. Máfur- inn var því kominn 4.110 km að heiman þegar hann náðist í fyrra. Sigurður Ægisson á Siglufirði merkti hettusöngvara, kvenfugl, 3. nóvember 2013. Fuglinn náðist aft- ur á Siglufirði 20. janúar og 30. mars 2017. Það vakti mikla athygli þegar hann náðist lifandi við Drum- mond á Inverness í Skotlandi í júlí 2017. „Þetta er í fyrsta sinn, svo vit- að sé, sem flækingsspörfugl merkt- ur á Íslandi skilar sér til baka til náttúrlegra heimkynna tegundar- innar,“ segir í skýrslunni. Til loka ársins 2017 höfðu 232 hettusöng- varar verið merktir á Íslandi og höfðu átta þeirra endurheimst hér á landi og einn í Skotlandi. Hettu- söngvarar merktir erlendis sem hafa fundist hér á landi eru flestir frá Belgíu, fimm að tölu, tveir frá Hollandi, einn frá Frakklandi og einn frá Danmörku. Fuglar með útlend merki Í fyrra var tilkynnt um 93 endur- heimtur á fuglum með erlend merki. Þar af höfðu 78 verið merkt- ir á Bretlandseyjum, sjö í Hollandi, fjórir í Noregi, tveir á Spáni, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi. Fram kemur í skýrslunni að þessi upptalning sé hvergi nærri tæm- andi. Ótaldir séu þúsundir álestra á litmerkta fugla af ýmsum teg- undum sem merktir hafa verið bæði hér á landi og erlendis. Tegundir sem þetta á við um eru m.a. álftir, heiðagæsir, grágæsir, blesgæsir, margæsir, tjaldar, sandlóur, jaðr- akanar, stelkar, rauðbrystingar, sanderlur, tildrur og sílamáfar. Framtak Guðmundar Arnar Benediktssonar á Kópaskeri er nefnt sérstaklega. Hann hefur um árabil lesið á merkta fugla víðs- vegar á norðausturhorni landsins. „Á síðasta ári tilkynnti hann álestra á litmerki og stálmerki á 37 sand- erlum, 31 rauðbrystingi, 19 tjöld- um, sex stelkum, sex lóuþrælum, þremur tildrum, einum jaðrakan og einni sandlóu. Alls voru þetta 103 álestrar, m.a. á nokkrar sanderlur frá Máritaníu og eina frá Ghana. Fyrsta sandlóan merkt í Noregi sást á Melrakkasléttu.“ Árið 2017 var 97. ár fuglamerk- inga á Íslandi. Eins og fram hefur komið var sett nýtt met í fugla- merkingum í fyrra og voru merktir alls 21.463 fuglar af 85 tegundum. Síðasta met var frá árinu 2014 þeg- ar merktir voru 19.046 fuglar. Merkin segja ferðasögur fuglanna  Sanderla kom frá Ghana  Eyfirskur máfur til Ameríku Sw am ps co tt- Ak ure yri: 4.11 0 km Heimild: Náttúrufræðistofnun Endurheimtur merktra fugla 2017 Sanderla Var merkt í Gana í Afríku og sást á Melrakkasléttu. Hettusöngvari Flækingsspörfugl. Var merktur á Siglufirði í nóvember 2016 og endurveiddur þar tvisvar 2017. Hann náðist lifandi við Drummond á Inverness í Skotlandi í júlí 2017. 21.463 fuglar af 85 tegundum voru merktirá Íslandi árið 2017 G ana-M elrakkaslétta: 6.90 0 km Drummond-Siglufjörður: 1.300 km Swampscott Ghana Drummond Siglufjörður Akureyri Melrakkaslétta Stormmáfur Var merktur við Akureyrarflugvöll sumarið 2013 og var lesið af merk- inu í Swampscott í Massachusetts í Bandaríkjunum í febrúar 2017. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég tel að óvissunni verði að ljúka. Hún er óbærileg fyrir byggðirnar. Tilgangur minn með þessum fund- arhöldum og frumvarpi er að stytta óvissutímann,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. Þingmenn kjördæmisins eru að ræða lagningu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Haraldur er jafnframt að láta útbúa drög að frumvarpi um lög á framkvæmdina. Þingmenn kjördæmisins ræddu málið á fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar í fyrra- dag og hafa óskað eftir fundi með Sigurði Inga Jóhannssyni sam- gönguráðherra um málið. Haraldur segir að sá fundur hafi ekki verið tímasettur en vonast til að hann verði í næstu viku. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þeim tíma sem líður frá samþykkt sveitarstjórnar á skipu- laginu og þar til Vegagerðin fær framkvæmdaleyfi og getur hafið framkvæmdir,“ segir Haraldur. Möguleiki að byrja 2019 Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ákveðið að leggja til grund- vallar við breytingar á aðalskipulagi leið sem þverar tvo firði og liggur síðan í gegn um hinn umdeilda Teigsskóg. Skipulagið er enn í ferli en sveitarstjórinn vonast til að hægt verði að gefa út framkvæmda- leyfi í haust. Haraldur metur stöð- una svo að þótt allir kærufrestir verði nýttir til hins ýtrasta sé möguleiki að hefja framkvæmdir sumarið 2019. Það sé þó ekki öruggt. Meðal þess sem rætt var á fundi þingmanna með Vegagerðinni var að áfangskipta verkefninu. Gengið verði frá hluta skipulagsins svo hægt verði að hefja framkvæmdir fyrr, rjúfa kyrrstöðuna. Meðal ann- ars hefur verið rætt um að byrja á þverun Þorskafjarðar. Haraldur segir að ýmislegt hafi komið fram sem bendi til þess að ekki sé væn- legur kostur að fresta frágangi skipulags á hluta leiðarinnar. Nefn- ir að Vegagerðin hafi hugsað sér að nota efni sem fellur til við ganga- gerð um Hjallaháls í vegfyllingu í Þorskafirði, ef jarðgangaleiðin yrði fyrir valinu. Viðkvæmt milli stjórnarflokka Haraldur segir að jafnframt sé verið að semja frumvarp til laga um að leggja veginn. Í því verður lagt til að staðfest verði tillaga Vega- gerðarinnar um veglínu sem og af- greiðsla sveitarstjórnar á skipulagi. Hann segir ekki ákveðið hvort og þá hvenær það verði lagt fram. Það gæti orðið á vorþingi eða haust- þingi. Ekki hefur reynt á hvort full samstaða er um þá leið í þing- mannahópnum. Ljóst er að málið er viðkvæmt umræðuefni á milli flokka ríkisstjórnarinnar en Har- aldur segir að þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi hafi hvorki neitað því afdráttarlaust né játað að standa að slíku frumvarpi. „Ég hef rætt málið í mínum þing- flokki [þingflokki sjálfstæðis- manna]. Þar er eindreginn stuðn- ingur við þá viðleitni að stytta undirbúningstímann sem mest og nota við það þær aðferðir sem virka, án þess að setja verkefnið í hættu,“ segir Haraldur Benedikts- son. Óvissunni verður að ljúka  Þingmenn Norðvesturkjördæmis funda um vegamál í Gufudalssveit  Ræða möguleika á lagasetningu Morgunblaðið/Árni Sæberg Vegagerð Vegurinn um Gufudalssveit og hálsana tvo er eini kaflinn á leiðinni frá Bíldudal til Reykjavíkur sem ekki er lagður bundnu slitlagi. Haraldur Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.