Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
Eggert
Smiður góður Jón Karlsson er handlaginn og iðinn við smíðar. Hann smíðar meðal annars skondna spýtukarla sem hann selur við þjóðveginn. Sumir þeirra lesa bækur, aðrir blása í flautur.
Fyrir 115 árum kom
út merkilegt rit, Lýð-
menntun eftir Guð-
mund Finnbogason,
sem markaði tímamót í
íslenskri alþýðu-
fræðslu. Árið 1901
veitti Alþingi Guð-
mundi tveggja ára
styrk til að kynna sér
uppeldis- og mennta-
mál erlendis. Í bókinni
stendur meðal annars:
„Lestrarkunnátta er lykill að and-
ans auði þjóðarinnar og jafnframt
gjörir hún menn færa að rétta þann
auð að öðrum. En hann er í því ólíkur
öðrum auðæfum, að hann eyðist ekki
þótt af honum sé tekið. Hann er líkur
loganum sem brennur jafnskært,
þótt þúsundir komi og tendri ljós sín
við hann.
.... Loks skal ég minnast nokkuð á
málfræðikennsluna. Hingað til hefur
mest áhersla verið lögð á orðmynda-
fræðina, að kenna að
skipa orðunum niður í
flokka og beygja þau
eftir kyni, tölu, föllum,
stigum, persónum,
háttum, myndum
o.s.frv. Eflaust má leika
sér að þessu, ef ekki er
annað þarfara að nota
tímann til. Þó væri ef-
laust gagnlegra að
verja meiri tíma til
hins, að beina athygli
nemandans að því,
hvernig málið lifir og
breytist í sálum manna og á vörum
þeirra, sýna þeim hin helstu lög, er
þessar breytingar hlýða, hvernig
hljóðin breytast, hvernig ein orð-
mynd hefur áhrif á aðra, hvernig orð
fá smátt og smátt nýja merking, og
ástæðurnar til þess í einstökum til-
fellum, hvernig orðin fæðast, komast
til valda, falla úr tign og deyja,
hvernig orðum er haganlegast skip-
að í setningu og hvað er mælikvarð-
inn fyrir góðu og fögru máli. Slíkar
athuganir getur hver meðalgreindur
maður lært að gjöra og fengið þannig
betri skilning á eðli málsins en þótt
hann lærði að skipa hverju orði undir
tiltekinn flokk í einhverri kennslu-
bók í málfræði, sem í dag stendur, en
á morgun verður í ofn kastað. Allar
slíkar flokkaskiptingar eru að
nokkru leyti handahóf, enda játa
margir helstu málfræðingar að erfitt
eða ómögulegt sé að finna flokka-
skipting orða sem fullnægi hugs-
unarréttum kröfum. Og eitt ætti að
vera hverjum manni ljóst; sá sem er
stálsleginn í því að heimfæra hvert
orð undir tiltekinn flokk í orðmynda-
fræðinni, hefur ekki með því lært að
nota orðin.
Hugsum oss leikfimiskennara sem
ætlaði að kenna öðrum leikfimi á
þann hátt að láta hann horfa á stökk
og beygingar annarra, og læra
NAFNIÐ á hverju stökki þeirra –
læra að skipa hverju stökki undir
ákveðinn flokk í kennslubók í leik-
fimi. Eflaust mundi lærisveinninn á
nokkrum tíma verða svo leikinn í
þessu, að hann hiklaust gæti nefnt
nafn á hverju stökki. En að stökkva
sjálfur mundi hann kunna því sem
næstum því jafn illa eftir sem áður,
því að menn læra að stökkva með því
að stökkva sjálfir, og eins læra menn
að tala og rita málið á því að tala það
og rita.
Móðurmálið ætti að vera auga-
steinn allra skóla frá 1. bekk barna-
skólans og alla leið upp í gegnum
lærða skólann. Því að það er veg-
urinn sem leiðir til þekkingar á hugs-
unarhætti og tilfinningalífi þjóðar-
innar, lykillinn að öllu sem hún á best
í vísindum, sögu og óði.
... Kennum æskulýðnum að elska
„móðurmálið vort góða, hið mjúka og
hið ríka“, kennum honum að beita
því í þjónustu háleitra hugsjóna. Þá
mun sannast, að í strengjum þess
búa hljómar vekja dauða og sofandi.“
Ég velti fyrir mér hvort ástæða sé
til að dusta rykið af bók Guðmundar
Finnbogasonar og skoða áherslur í
íslenskukennslu? Eða eru kennslu-
aðferðir heilagar, meitlaðar í stein
aðalnámskrár? Ég hef skrifað yfir
þrjátíu bækur og tel mig hafa þokka-
leg tök á tungumálinu en ég gæti
ekki greint frumlag, umsögn eða
andlag í setningum. Og það hefur
aldrei truflað mig. Ekkert frekar en
að geta ekki útskýrt viðtengingar-
hátt þátíðar.
Dæmið um leikfimiskennarann er
dágott. Sjálfur var ég þokkalegur í
fótbolta, naut leiksins og náði ár-
angri en ég hef ekki hugmynd um
hve stórt markið er, fjarlægðin frá
endalínu að vítateig, hversu stór
markteigurinn er eða annað sem til-
heyrir vellinum.
Er orðið tímabært að einfalda mál-
ið, leggja enn frekari áherslu á lest-
ur, þjálfun og orðaforða og það sem
skiptir raunverulegu máli?
Eftir Þorgrím
Þráinsson »Ég hef skrifað yfir
þrjátíu bækur og
tel mig hafa þokkaleg
tök á tungumálinu en
ég gæti ekki greint
frumlag, umsögn eða
andlag í setningum.
Þorgrímur Þráinsson
Höfundur er rithöfundur
Erum við að flækja málið?
Öflugt einkaframtak
hefur á stuttum tíma
byggt upp ferðaþjón-
ustu á Íslandi sem
kröftuga atvinnugrein.
Með svona hraðri upp-
byggingu hafa ekki all-
ar fjárfestingar verið
vel ígrundaðar og
margt var ófyrirséð.
Afkoma greinarinnar
er mjög mismunandi og
stýrist að stærstum hluta af fjar-
lægðinni frá alþjóðaflugvellinum og
höfuðvígjum fjármagnsins.
Í nýlegri úttekt KPMG kom fram
að tap er á hótelrekstri á landsbyggð-
inni á meðan hótel á Reykjavíkur-
svæðinu og Suðurlandi
hagnast. Líklegt er að
þannig muni það að öllu
óbreyttu verða í nán-
ustu framtíð.
Ítrekað hefur komið
fram í skoðanakönn-
unum að ferðamenn
koma til að skoða nátt-
úrufegurð landsins. Sú
fegurð einskorðast ekki
við Suðvesturhornið og
Suðurlandið. Sam-
göngukerfið og aðrir
innviðiðir voru ekki í
stakk búnir til að taka við þeim gífu-
lega fjölda ferðamanna sem nú sækir
Ísland heim. Valkostir ferðamanns-
ins stýrast því af samgöngum en ekki
náttúrufegurð. Þannig hefur fjár-
haglegur ávinningur af ferða-
mennskunni endað að mestu hjá fyr-
irtækjum sem eru heppilega staðsett.
Þau fyrirtæki eru því betur undir-
búin til að vinna úr því sem í vændum
er.
Við sem tókum þátt í uppstokkun
íslensks sjávarútvegs á tíunda ára-
tugnum sjáum yfirvofandi ferla í ís-
lenskri ferðaþjónustu líka þeim sem
við gengum í gegnum eftir innleið-
ingu kvótakerfisins. Nú eru það
ferðamenn en ekki fiskur sem munu
skapa auðinn.
Í sjávarútveginum áttum við okkur
sameiginlegan vettvang sem var
Landsamband íslenskra útvegs-
manna. LÍÚ. Þar var greininni haldið
saman með heraga og skoðanir sem
ekki hentuðu þeim sterku voru ekki
vel séðar. Það var óskrifuð regla að
gagnrýna ekki kerfið útávið.
Í ferðamennskunni er mikið um lít-
il fyrirtæki með veikan fjárhag. Ekk-
ert er því óeðlilegt við að ferða-
mennskan fari í gegnum hagræðingu
og uppstokkun á næstu misserum.
Betur staðsettu fyrirtækin munu
renna inn í þau fjárhagslega sterku
og fyrirtæki á svæðum með lakar
samgöngur verða undir. Líklegt er að
enn einu sinni gefi landsbyggðin eftir
í baráttunni.
Í sjávarútveginum var það aðgang-
urinn að fjármagni sem réð því hverj-
ir komust yfir veiðiheimildir og urðu
ofan á í grimmri samkeppni. Þeir
sem sýndu mestu hörkuna og gengu
lengst í uppkaupum á fiskveiðiheim-
ildum urðu ofan á.
Ef sambærileg uppstokkun er
framundan í ferðamennskunni þá
ættum við að vera á varðbergi gagn-
vart því hvernig fjármagni úr sam-
eignlegum sjóðum verður ráðstafað.
Það er jú náttúra Íslands sem við er-
um að selja til ferðamanna. Hún er
sameign okkar eins og fiskimiðin.
Eftir Róbert
Guðfinnsson » Í ferðamennskunni
er mikið um lítil
fyrirtæki með veikan
fjárhag. Ekkert er
því óeðlilegt við að
ferðamennskan fari
í gegnum hagræðingu
og uppstokkun á
næstu misserum.
Róbert Guðfinnsson
Höfundur er athafnamaður.
Miklar breytingar framundan