Morgunblaðið - 19.03.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.03.2018, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018 Mikið vantar á að fjárframlög ríkisins til heilbrigðismála á Suð- urnesjum jafnist á við framlög til annarra heilbrigðisumdæma á Íslandi samkvæmt skýrslu sem dr. Huginn Freyr Þorsteinsson gerði nýverið fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Skýrslan sýnir að Suðurnesin fá langlægsta framlagið frá ríkinu til sinnar heilbrigðisstofnunar (HSS) mið- að við höfðatölu. Það er ljóst að ekki hefur ver- ið farið eftir skipulagi á heilbrigðisþjónustu við íbúa á Suðurnesjum eins og áætlað var og þjónustu hefur farið aftur. Fjölga verður hjúkrunarrýmum á Suður- nesjum. Bið eftir hjúkrunarrýmum er lang- lengst á Suðurnesjum samkvæmt upplýs- ingum í skýrslum heilbrigðisráðuneytisins. Stefna ber að samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimilishjálpar á Suður- nesjum sem bætir þjónustuna fyrir þá sem njóta hennar og til hagræðis þeim sem veita hana. Slysamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja verður að styrkja vegna fjölgunar göngusjúklinga, sérstaklega vegna stórauk- innar umferðar á Keflavíkurflugvelli og fjölg- unar ferðamanna. Skurðdeildir verður að nýta betur, en nú eru sjúklingar fluttir til Reykjavíkur til aðgerða sem áður var hægt að sinna á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ. Fæðingum á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja hefur fækkað frá árinu 2004, voru 200 til 300 á árum áður en 100 árið 2017. Til þess að skapa fæðandi konum og barni aukið ör- yggi verða fæðingalæknir, svæfingalæknir og skurðlæknir að starfa við sjúkrahúsið. Ráða þarf heimilislækna við heilsugæslu- stöðina og fjölga hjúkrunarfræðingum. Skipuleggja verður viðveru lækna og mót- töku þeirra á sjúklingum að deginum. Auka verður þjónustuna frá því sem nú er við íbúa í Garði, Sandgerði og Vogum með við- veru heimilislækna og hjúkr- unarfræðinga. Íbúum hefur fjölgar mjög mikið á Suður- nesjum undanfarin ár og því eðlilegt að auka þjónustuna. Heilbrigðisþjónusta við íbúa á Suðurnesja hefur dregist saman frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir vegna vöntunar á fjár- magni og vöntunar á vilja stjórnvalda til að gera betur, en við þessar slæmu aðstæður hafa starfsmenn gert sitt besta. Öldungaráð Suðurnesja hefur farið yfir stöðu heilbrigðismála á Suðurnesjum með bæjarstjórnum á Suðurnesjum, þingmönnum Suðurkjördæmis og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og boðar Öldungaráð Suður- nesja til opins fundar með heilbrigðisráð- herra um stöðu heilbrigðismála á Suður- nesjum. Fundurinn verður í Bíósal DUUS húsa í Reykjanesbæ föstudaginn 6. apríl 2018 kl. 14:00 og eru allir velkomnir á fundinn. Í gegnum tíðina hefur mikið vantað á að fjárframlög ríkisins til heilbrigðismála á Suð- urnesjum hafi jafnast á við framlög til ann- arra heilbrigðisumdæma á Íslandi og mikil fólksfjölgun á svæðinu og fjölgun ferðamanna hefur aukið þann ójöfnuð. Það er vitlaust gefið. Eftir Eyjólf Eysteinsson Eyjólfur Eysteinsson »Mikið vantar á að fjár- framlög ríkisins til heil- brigðismála á Suðurnesjum jafnist á við framlög til annarra heilbrigðisumdæma á Íslandi. Höfundur er formaður Öldungaráðs Suðurnesja. eye@simnet.is Framlög til heilbrigðis- mála langlægst á Suðurnesjum Vinnukonurnar kasta niður þvottinum og hlaupa æpandi til bæjar það er skrímsli í fjörunni húsmóðirin stappar fæti tryllið ekki börnin hafið þögn svo er lokað hverri gátt í Gróttu. Amma mín var fædd og uppalin í Gróttu á Seltjarnarnesi. Hún hét Guðrún Magnea Þórðardóttir (1876-1952) og var dóttir Þórð- ar Jónssonar skipasmiðs og síðari konu hans, Sigurbjargar Sigurðardóttur. Amma var því af Engeyjarætt. Var hún hreykin af nánasta frændgarði sínum, frægum skip- stjórum sem og íþróttafrömuðum, sem allir voru Vesturbæingar og í KR. Ég heyrði ömmu segja frá því þegar vinnukonurnar í Gróttu sáu sjóskrímsli í fjörunni, skammt frá húsum, þegar hún var barn. Hún sagði frá þessu í mjög fáum orð- um. Frásögnin skilaði samt alveg óttanum sem greip um sig. Karlmennirnir voru á sjó. Ég er reyndar ekki viss um að skrímslinu hafi verið lýst eða atvikið rætt í eyru barnanna. Menn höfðu ekki hátt um svona nokkuð í gamla daga. Heyrði ég aldrei talað um að fleira þessu líkt hefði gerst í Gróttu. En svo las ég bókina Á förnum vegi eftir Loft Guðmundsson. Þar ræddi Loftur m.a. við Albert Þorvaldsson, fyrrverandi vita- vörð í Gróttu. Segir Albert þar að Þórður í Gróttu hafi hrakist þaðan árið 1893 vegna draugagangs: „Hjá Þórði var eitt sinn for- maður sem Bjarni hét, kallaður Bjarni svarti, dugnaðarfantur, en hálfgert svakamenni. Segir sagan að hann hafi ætlað að róa vestur í Rennur um vorið og verið kominn með háseta sína niður í vörina en leist ekki á veðrið … Finnst húsfreyju það ragmennska þeirra, og slær í orðasennu með henni og formanni. Lauk svo að Bjarni þoldi ekki frýjunarorð hús- freyju, heldur af stað … og er reiður. Er sagt að hann hafi þá litið um öxl til hús- freyju … og sagt: Þú verður vör við mig, þegar ég kem aftur. Þegar þeir voru rónir skall á foráttuveður og spurðist ekki til þeirra meira. Þó gerði Bjarni svarti vart við sig og efndi kveðjuorð sín. Kvað svo rammt að ásókn hans, að sögn sjómanna sem hér voru, að eitt sinn, þegar húsfreyja átti erindi upp á loftið til þeirra, hékk draugsi í pilsum hennar upp stigann og sleit þau niður um hana þegar hún kom upp á skörina.“ Þórður í Gróttu hafði útveg og seldi Norðlendingum mikið af skreið. Hann var sjálfur formaður, sagður sjókaldur (hryss- ingslegur formaður) en farsæll. Hann þótti uppátækjasamur, smáhrekkjóttur, en heill í viðskiptum. Sigurbjörg langamma mín var sögð sköruleg húsmóðir, kjarkmikil og orðhvöt. Og þarna þurfti hún að gjalda þess. Sjóskrímsli í Gróttu Eftir Helga Kristjánsson Helgi Kristjánsson »Ég heyrði ömmu segja frá því þegar vinnukonurnar í Gróttu sáu sjóskrímsli í fjörunni, skammt frá húsum, þegar hún var barn. Höfundur býr í Ólafsvík. sandholt7@gmail.com Þann 3. mars síðastliðinn lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli eftir skamma sjúkdómslegu Kristín Jórunn Magnúsdóttir, ekkja Andrésar Guðmundssonar föð- urbróður okkar systkinanna í Granaskjóli. Kiddý, eins og hún var ávallt Kristín Jórunn Magnúsdóttir ✝ Kristín JórunnMagnúsdóttir fæddist 16. maí 1925. Hún lést 3. mars 2018. Kristín var jarð- sungin 12. mars 2018. kölluð, var glæsileg kona sem gustaði af á sínum tíma. Hún var höfðingi heim að sækja og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja og alltaf var stutt í húmorinn. Lengst af bjó hún við góða heilsu og ekki er langt síðan við hittumst á tónleikum í Hörpu þar sem hún var með Guðbjörgu dóttur sinni. Hún var afskaplega trygg og trú og stóð með sínu fólki, en fyrst og fremst var hún góð og vönduð manneskja. Andrés og Kiddý voru góðir vinir foreldra okkar og bar þar aldrei skugga á og gaman var að hlusta á þau rifja upp alls kyns ævintýri sem þau höfðu lent í á ferðalögum innanlands og utan og ótal samverustundum sem þau eyddu saman Þegar pabbi dó 1984 reynd- ust þau mömmu og okkur systk- inunum mjög vel og þegar mamma missti heilsuna og þurfti á sjúkrastofnun heim- sóttu þau hana reglulega þar til hún kvaddi þennan heim. Fyrir það er þakkað í dag. Börnum, tengdadóttur og öðrum afkomendum eru sendar innilegar samúðarkveðjur og þakkað fyrir vináttu og tryggð á liðnum árum og áratugum. Blessuð sé minning Kristínar Jórunnar Magnúsdóttur. Guðmundur, Ingibjörg og Sigurður Pétursbörn. Fráfall Kristínar Þórólfsdóttur, föð- ursystur minnar, var ótímabært, en minnir okkur sem eftir lifum á að tíminn er af Kristín Erla Þórólfsdóttir ✝ Kristín ErlaÞórólfsdóttir fæddist 5. júlí 1947. Hún lést 11. febr- úar 2018. Útför Kristínar fór fram 16. febr- úar 2018. skornum skammti og að öllu er af- mörkuð stund. Kristín var mikil og góð handverks- kona, fatahönnuður og listagóður klæð- skeri. Klæði og skæri léku í hönd- um hennar og sér- hverjum þræði var vel valin leið sem lá að listaverki. Hún lagði hug, hjarta og hönd í sér- hvert verk sem hún tók sér fyrir hendur og þau bera þess fögur merki. Kristín og Gylfi reistu sér hús og heimili frá grunni við Eykt- arás í efri byggð Reykjavíkur. Heimili þeirra bar smekkvísi þeirra fagurt vitni. Þar var öll- um tekið vel og skjól veitt þeim sem þangað leituðu. Gæfudísirnar vöktu yfir hjónabandi Kristínar og Gylfa og það reyndist farsælt og gjöf- ult. Börn þeirra og afkomendur allir voru Kristínu til mikillar gleði. Er nú skarð fyrir skildi. Kristín var mér ávallt elsku- leg og aldrei bar skugga á hlý- hug hennar og tryggð. Ég og fjölskylda mín sendum þeim sem næst henni standa innilegustu samúðarkveðjur. Sólrún Sverrisdóttir. ✝ Jón FriðrikZóphoníasson fæddist 1. október 1933 á Þórshöfn á Langanesi. Hann lést 13. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Sigríður Bjarney Karls- dóttir og Zóphóní- as Ólafur Péturs- son. Jón var elstur í 10 barna hópi foreldra sinna. Hann fór ungur að létta undir við rekst- ur heimilisins eins og siður var á hans uppvaxtar árum. Hann fór í sveit í þrjú sumur fyrir ferm- ingu. 15 ára fór hann til sjós, sum- arið 1948, en þar með var ævistarf hans ráðið. Sjó- mennska á fiskibát- um varð hans aðal- starf meðan heilsa hans leyfði. Árið 1970 aflaði hann sér réttinda sem stýrimaður, en sama ár tók hann við skipstjórn á vetrar- vertíðinni og var með báta til ársloka 1977, en þá fór hann á togara og var þar á fjórða ár. Síðustu sjómannsárin var hann stýrimaður á rekneta- og snur- voðarbáti. Eftir að hann kom í land var hann útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar og síðustu starfsárin var hann á netaverkstæði í Þorlákshöfn. Fyrri kona Jóns var Ásta Erla Antonsdóttir og áttu þau saman sex börn: 1) Hafdís Jóns- dóttir, 2) Sigríður Jónsdóttir, 3) Zóphonías Már Jónsson, 4) Jón Jónsson, 5) Katrín Jónsdóttir, 6) Kristín Ásta Jónsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Rannveig Hansína Jónasar- dóttir. Afkomendur á dánardegi eru 72. Jón dvaldist síðustu ár ævi sinnar á Dvalarheimilinu Sól- völlum á Eyrarbakka. Útför Jóns fór fram frá Stokkseyrarkirkju 21. febrúar 2018. „Komdu sæll TB, hvað er að frétta í dag.“ Svona byrjuðu sím- töl bræðranna Jóns og Kalla oft- ast, en þeir áttu gegnum tíðina oft löng og gagnmerk símtöl. Þeir voru elstir af stórum systk- inahóp frá Fagradal á Stokks- eyri, og Kalla fannst gott að leita upplýsinga hjá Jóni, sem var bæði vel lesinn og minnugur á at- burði liðinna tíma, sem gaman og gagnlegt var að rifja upp, og saknar Kalli nú góðs vinar og bróður. Jón kunni sjómannaalmanakið utan að og vissi vélastærð og vélategund allra fiskiskipa lands- ins, en sjómennska var hans að- alstarf frá 15 ára aldri, í fjóra áratugi reri hann á fiskibátum frá Stokkseyri, fyrst sem háseti og seinna stýrimaður og skip- stjóri en síðustu starfsárin vann hann við netagerð í Þorlákshöfn. Ég velti fyrir mér hvað þetta TB þýddi, hvort það væri t.d. traustur bróðir, sem Jón vissu- lega var, en það var þá skamm- stöfun á trítilbuxna, gælunafni sem hann fékk frá föður sínum, þegar hann var lítill drengur. mér fannst krúttlegt að heyra þá nota þessi gömlu gælunöfn, TB og Kalos, hvor um annan. Við Jón áttum oft skemmtileg- ar samræður um bækur, sérstak- lega ævisögur, og ættfræði, sem við bæði höfðum áhuga á, og fannst mér oft gott að fletta upp í hans góða minni. Á hjúkrunar- heimilinu sem þau hjónin dvöldu, las hann fyrir vistmenn, við góð- ar undirtektir, en hann hafði skýra og blæbrigðaríka rödd, og kom efninu vel til skila. Einu sinni vorum við með Jóni og Hansínu á sólarströnd, þá var hann um sjötugt, hann biður mig að koma með sér í skartgripabúð, hann hefði lengi langað að kaupa sér gullhring, og núna þegar hann væri hættur að vinna, gæti hann skartað honum. Við völdum hringinn og þar með var lang- þráð ósk hans uppfyllt. Svona bruðl var ekki í boði fyrr þar sem öll innkoma í nokkra áratugi fór í að sjá stóru heimili farborða. En nú hefur Jón mágur og bróðir leyst landfestar, og haldið í sinn hinsta róður. Guð gefi hon- um góðan byr. Við veifum frá sól- arströnd. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson) Við Kalli sendum eiginkonu, börnum, og öðrum ástvinum, hjartanlegar samúðarkveðjur. Góður maður er genginn, hafðu þökk fyrir allt. Esther Jakobsdóttir. Jón Friðrik Zóphoníasson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.