Morgunblaðið - 19.03.2018, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
✝ RagnheiðurBjörnsdóttir
húsmóðir fæddist á
Vífilsstöðum í
Garðabæ 13. októ-
ber 1930. Hún lést
5. mars 2018 á
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafnar-
firði.
Foreldrar henn-
ar voru Signhild
Soffie Konráðsson
húsmóðir, f. 7.7. 1907, d. 3.4.
1996, og Björn Konráðsson. bú-
stjóri á Vífilsstöðum, f. 6.12.
1894, d. 21.1. 1988.
Systkini Ragnheiðar eru: 1.
Sigurður Björnsson, f. 7.9. 1929,
d. 6.4. 1993. Maki Helga Magnús-
dóttir, f. 1.11. 1931, d. 10.1. 1996.
2. Borgþór Björnsson, f. 5.4.
1937. 3. Elísabet Gígja Björns-
dóttir, f. 19.8. 1939, d. 18.11.
1990. Maki Grétar Karlsson, f.
hún flutti á Hjúkrunarheimilið
Sólvang í Hafnarfirði. Ragnheið-
ur sinnti húsmóðurstörfum öll sín
búskaparár.
Radda og Leifi eignuðust fjög-
ur börn:
1) Sigurður Þorleifsson, f.
24.11. 1948, d. 11.3. 2018, áður
kvæntur Sigrúnu Óskarsdóttur,
f. 2.3. 1948, en þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru Sigríður
Anna, Hergill og Hrannar. 2)
Björn Vífill Þorleifsson, f. 13.7.
1951, kvæntur Nönnu Soffíu
Jónsdóttur, f. 4.1. 1953. Börn
þeirra eru Jón Björgvin, Þorleif-
ur, Ragnheiður og Vífill. 3) Sig-
urgeir Þorleifsson, f. 9.10. 1959,
kvæntur Þóru Harðardóttur, f. 2.
júní 1961. Börn þeirra eru Fann-
ey, Atli Þór og Karen Helga. 4)
Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.3.
1962, í sambúð með Johan Thulin
Johansen, f. 23.11. 1959. Börn
þeirra eru Anton Fannar og
Andri Steinar.
Ömmubörnin eru orðin 12 og
langömmubörnin 24.
Útför Ragnheiðar fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 19.
mars 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
23.6. 1937. Ung
kynntist Ragnheið-
ur Þorleifi Björns-
syni frá Þórukoti í
Ytri-Njarðvík, f.
24.1. 1926, d. 24.3.
1991. Foreldrar
hans voru Guðlaug
Stefánsdóttir og
Björn Þorleifsson
frá Þórukoti í Ytri-
Njarðvík.
Ung að árum
hófu þau Ragnheiður og Þorleif-
ur búskap í Önnuhúsi í Ytri-
Njarðvík. Á þjóðhátíðardaginn
árið 1950 gengu þau í hjónaband
og seinna byggðu þau sér mynd-
arlegt hús á Norðurstíg í Ytri-
Njarðvík þar sem þau bjuggu
flest sín hjúskaparár eða þar til
að Þorleifur lést. Ragnheiður
flutti í Kjarrmóa í Ytri-Njarðvík
og síðar á Herjólfsgötu í Hafn-
arfirði en þar bjó hún þar til að
Elsku Radda tengdamóðir mín
og ein besta vinkona er látin 87
ára, södd lífdaga.
Við kynntumst árið 1966 þegar
ég kom inn á heimili Röddu og
Leifa á Norðurstíg. Það var eitt-
hvað svo stutt á milli okkar enda
við Siggi bara 18 ára og síðan
fæddist Sigga sem var eins og
fimmta barn þeirra, þau voru allt-
af tilbúin að passa. Radda var eins
og önnur mamma mín, svo gott að
tala við hana um allt.
Það var líka yndislegt að fá
hana í Hafnarfjörð en hún bjó á
Herjólfsgötu síðustu ár. Við gát-
um gengið á milli í kaffi og spjall-
að um börn og barnabörn.
Radda kom í heimsókn til Dan-
merkur þegar við bjuggum þar,
alltaf var hún svo umhyggjusöm
og vildi sjá hvernig við bjuggum
og að Sigga hefði það gott.
Við fórum saman í útilegur,
brunuðum norður á Akureyri með
tjaldvagna og börn í bílnum og
ekki má gleyma ferðinni út í Hrís-
ey. Svo fórum við saman til Finn-
lands þegar Sigga útskrifaðist og
alltaf gátum við hlegið og skemmt
okkur saman. Sumarbústaðurinn
í Þrastaskógi var dásamlegur og
minningarnar hrannast upp sem
gott er að eiga.
Elsku Radda, hafðu þökk fyrir
allt.
Elsku Vífill, Geir, Gunna og
aðrir aðstandendur, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Sigrún Óskarsdóttir.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Elsku tengdamóðir mín kvaddi
á fallegu marskvöldi, það sveif
engill yfir í litla herberginu á Sól-
vangi þegar hún fékk sína hinstu
hvíld. Það var svo rólegt og fal-
legt, ævin var öll.
Með þakklæti í hjarta fyrir öll
árin sem við áttum saman, eða allt
frá því ég 16 ára stelpuskottið
flutti á Norðurstíginn en þá
kynntumst við Geiri, skilja nú
leiðir.
Það verður vel tekið á móti
henni í öðrum heimi, nú samein-
ast hún Leifa sínum á ný.
Við sem eftir lifum erum rík af
fallegum minningum, þær eigum
við áfram um alla framtíð.
Kærleikskveðja, þín tengda-
dóttir,
Þóra Harðardóttir.
Elsku amma Radda, núna ert
þú flogin frá okkur og farin til afa
og Snúllu.
Ég á margar yndislegar minn-
ingar með ömmu. Sem lítil stelpa
var spennandi að fá að vera hjá
ömmu Röddu, hjá henni fékk
maður að ráða hvað var í kvöld-
matinn, fara út í sjoppu að leigja
spólu og spila spil. Við systkinin
áttum sér herbergi heima hjá
henni með litlu sjónvarpi inni í,
það var mjög spennandi í augum
okkar krakkanna, nóg af „skrípó“
til að horfa á. Amma kenndi mér
ættar-spilagaldurinn, eins og hún
kallaði hann, og sagði mér að ég
þyrfti alltaf að muna hann og ekki
kenna neinum hann nema mínum
börnum svo hann héldist í ættinni.
Ríról, saggl, títes og evavó hefur
aldrei gleymst hjá mér og mun ég
svo sannarlega kenna hann áfram
mínum börnum og barnabörnum
einn daginn.
Amma tók alltaf vel á móti mér
og ég man hvað það var auðvelt að
tala við hana þegar ég komst á
unglingsárin. Hún var forvitin um
líf unglingsins og hlustaði af
áhuga. Auðvelt var að treysta
henni fyrir hinum ýmsu leyndar-
málum því maður vissi að þau
væru örugg hjá henni.
Amma hafði þann sið að segja
alltaf við okkur systkinin „ég
elska þig“ eða „raka rakas“ þegar
við kvöddumst og okkur systkin-
unum þótti alltaf mjög vænt um
það.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir að
ömmu gafst tækifæri að hitta árs-
gamlan son minn, hann Matthías
Óla. Það var sama hvernig ömmu
leið, hún ljómaði alltaf upp þegar
hún sá hann. Matthíasi fannst líka
mikið sport að koma á Sólvang en
þar var hann hrókur alls fagnaðar
hjá heimilismönnum.
Í síðasta skiptið sem við sáum
ömmu Röddu var eins og hún
hefði vaknað til þess að kveðja
okkur nánustu fjölskylduna.
Matthías rétti henni dót sem hann
var með og vinkaði henni. Amma
Radda vinkaði bless á móti og
brosti til hans þrátt fyrir veikind-
in. Því augnabliki mun ég aldrei
gleyma og ég mun varðveita
minningar um ömmu og deila með
Matthíasi um ókomna tíð.
Ég vil þakka starfsfólki Sól-
vangs fyrir að hugsa vel um
ömmu mína í þann tíma sem hún
dvaldi þar.
Elsku amma Radda, takk fyrir
allt. Góða ferð til englanna.
Elska þig, raka rakas.
Þín,
Fanney.
Elsku amma. Við kveðjum þig í
dag með miklum söknuði. Minn-
ing þín á eftir að fylgja okkur og
ylja út lífið.
Við eigum svo ljúfar og góðar
minningar um þig og það er svo
gott að hafa fengið að vera svona
mikið með þér. Það verður tóm-
legt að hafa þig ekki lengur með
okkur því þú varst svo stór hluti af
lífi okkar.
Elsku amma, minning þín
verður skært ljós í hjörtum okkar.
Við kveðjum þig með orðunum
sem við kvöddum þig alltaf með
og takk fyrir allt elsku besta
amma.
Góða nótt,
sofðu vel í alla nótt,
Guð vaki yfir þér,
Jesús vaki yfir þér,
og takk fyrir daginn, amma
mín.
Elskum þig. Þínir
Anton og Andri.
Ragnheiður
Björnsdóttir
✝ Þóra Blöndalfæddist í
Reykjavík 26. júlí
1936. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 28. febrúar
2018.
Foreldrar hennar
voru hjónin Svan-
hildur Þorvarðar-
dóttir frá Vík í Mýr-
dal, f. 14. apríl 1912,
d. 7. júlí 1988, og
Sigurður Jónsson frá Jarðbrú í
Svarfaðardal, f. 1. apríl 1907, d.
22. mars 1980. Systir hennar er
Andrea Elísabet, f. 2. október
1944, maki hennar Sigurður Haf-
stein, f. 11. október 1940.
Eiginmaður Þóru var Kjartan
Blöndal, fæddur 28. september
1935. Þau kynntust í Verslunar-
skóla Íslands þar sem þau stund-
uðu bæði nám og gengu í hjóna-
inn, f. 30. júlí 1972, maki Ólöf Huld
Helgadóttir, f. 26. mars 1974. Þau
eiga fjögur börn. 2) Ragnar Hall-
dór Blöndal, f. 13. nóvember 1961,
maki Ari Blöndal Eggertsson, f.
17. september 1959. Ari á fjögur
börn og sex barnabörn.
Þóra útskrifaðist úr Verslunar-
skóla Íslands árið 1956 og nam að
því loknu við húsmæðraskóla í
Danmörku. Um tíma bjuggu þau
Kjartan í Amsterdam í Hollandi
þar sem Kjartan stundaði innflutn-
ing á sjávarafurðum frá Íslandi og
Þóra annaðist uppeldi og heimilis-
hald. Lengst bjuggu þau á Sól-
braut á Seltjarnarnesi og í Efsta-
leiti 14 í Reykjavík. Þau áttu um
árabil einnig annað heimili á
Florída í BNA. Kjartan var ásamt
mági sínum eigandi Steypu-
stöðvarinnar Verk hf. Síðan rak
hann fasteignafyrirtæki þeirra
hjóna og var Þóra honum stoð og
stytta í því.
Útför Þóru fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 19. mars 2018 og
hefst athöfnin kl. 11.
band 29. september
1956. Kjartan er
sonur Ilse Luchter-
hand Blöndal, f. 17.
ágúst 1903, d 17.
ágúst 1987, og
Ragnars Halldórs
Blöndal, f. 3. maí
1901, d. 29. júní
1943. Börn Þóru og
Kjartans eru: 1)
Svanhildur, f. 16.
janúar 1957, maki
Júlíus Vífill Ingvarsson, f. 18. júní
1951. Börn þeirra eru Helgi Vífill,
f. 15. maí 1983, maki Elísabet
Jónsdóttir, f. 1976, sonur þeirra
er Viktor Vífill, f. 2015. Gunnar
S., f. 5. október 1988, maki Birna
Þorvaldsdóttir, f. 1989. Íris Þóra,
f. 5. október 1988, maki Guðjón
Örn Ingólfsson, f. 1983. Sonur
þeirra er Júlíus Ingi, f. 2015. Son-
ur Júlíusar Vífils er Halldór Krist-
Sá sem hverfur á braut hverfur
aldrei alveg. Minningin lifir. Þóra
Blöndal, tengdamóðir mín, á marg-
ar góðar minningar í huga okkar
sem hana þekktum. Ég minnist
þess hversu hamingjusöm hún var
þann tíma sem hún og tengdafaðir
minn, Kjartan Blöndal, dvöldu á
Flórída. Um árabil var hið sólríka
ríki þeirra annað heimili. Þau
kunnu að meta milt loftslagið en þó
ekki síður vingjarnlegt viðmót
þeirra sem þau kynntust á þessum
slóðum. Rólegheitin á Pompano
Beach áttu vel við þau. Á kvöldin
gengu Þóra og Kjartan við sjáv-
arsíðuna, sátu á strandstólum í
sandinum og nutu þess að horfa á
sólsetrið. Þarna held ég að þau hafi
átt sínar bestu stundir.
Síðar á ævinni voru það borgir
Þýskalands sem Þóra heimsótti til
að taka inn anda stórborganna,
ganga um stræti og tylla sér á
kaffihúsum. Stúlkan sem rakti ætt-
ir sínar norður í Svarfaðardal og
suður til Víkur í Mýrdal var heims-
kona sem naut ferðalaga. Það
leyndi sér ekki í Rómaborg og Na-
pólí þegar við Svanhildur vorum
við nám á Ítalíu. Þau Kjartan ferð-
uðust víða. Vinskap áttu þau vísan
hjá mörgum en á ferðum sínum um
heiminn voru þau sjálfum sér nóg,
óaðskiljanleg frá því þau kynntust
fyrst á táningsaldri í Verslunar-
skóla Íslands. Voru gefin saman í
hjónaband daginn sem Kjartan
náði tilskildum aldri. Hjónaband
þeirra var farsælt og kærleiksríkt.
Þau áttu tvö börn, Svanhildi og
Ragnar Halldór, þrjú barnabörn
og tvö barnabarnabörn. Hin síðari
ár, eftir að Kjartan fór að eiga
óhægt um vik að ferðast, fóru þær
saman Þóra og dóttir okkar, Íris
Þóra, í lysti- og innkaupatúra til
þeirra borga í Þýskalandi sem
Þóra þekkti best. Það var fallegt að
sjá hversu nánar þær voru og nutu
þess einlæglega að sýsla eitthvað
saman þrátt fyrir að kynslóðir
skildu að.
Þóra var „elegant dama“. Með
þeim orðum lýsti hún glæsilegum
kynsystrum sínum sem henni
fannst bera af í framkomu og
klæðaburði. Þannig var hún sjálf.
Alla tíð vel til höfð, nákvæm og
smekkleg. Heimili þeirra Kjartans
bar með sér listrænt innsæi hús-
móður, sem var alin upp á menn-
ingarheimili og hafði áhuga á því
sem fallegt er.
Þóra var greind kona og minn-
ug, vel lesin og fróð. Hún erfði
kímnigáfu forfeðra sinna í Svarf-
aðardal og orðvendni prestanna
frá Vík. Eins og sannri húsfreyju
sæmir vildi hún ráða því sem hún
taldi heyra undir sig og við sem
henni stóðum nærri hefðum ekki
viljað hafa það með öðrum hætti.
Nám í húsmæðraskóla skilaði sér í
stórkostlegum kræsingum og mar-
grétta máltíðum þegar fjölskyldan
kom saman á hátíðar- og tyllidög-
um. Þeirra glaðværu stunda minn-
umst við með hlýhug og geymum
þær minningar með okkur.
Reyndur ferðalangur hefur nú
lagt upp í sína hinstu för. Ég óska
Þóru fararheillar og kveð hana
með söknuði og innilegu þakklæti
fyrir samfylgdina.
Júlíus Vífill Ingvarsson.
Elsku amma mín, mikið þykir
mér sárt að þú sért farin. Lífið er
hverfult og erfitt er að sætta sig við
slíkan snöggan missi. Einungis
viku áður en þú kvaddir þennan
heim höfðum við það notalegt sam-
an og spjölluðum við eldhúsborðið
um hvað þér þótti gaman í afmæl-
isboði hjá Addý frænku helgina á
undan og hve þorrablótið hjá afa
hafi verið vel lukkað. Þá ræddum
við hvað við ætluðum að hafa fyrir
stafni í næstu viku og hve við
hlökkuðum til að fara saman til
Frankfurt í sumar. Ferðirnar okk-
ar til útlanda voru yndislegur tími
og við nutum þess að sitja úti í sól-
inni og horfa á mannlífið á milli
þess sem við versluðum. Eftir góð-
an verslunarleiðangur hittumst við
og sýndum hvor annarri fallegar
flíkur sem við keyptum yfir dag-
inn. Þó var alltaf ein flík sem stóð
upp úr í hverri ferð og það var flík-
in sem þú gafst mér til minningar
um ferðina okkar. Þú hefur ætíð
verið ákaflega örlát við mig og sýnt
mér væntumþykju. Þegar ég var
yngri þótti ykkur afa ekkert til-
tökumál að keyra í nokkrar klukku-
stundir til þess eins að sækja mig í
sveit þar sem ég dvaldi um skeið á
hverju sumri. Á leiðinni heim
stoppuðum við eitt sinn á veitinga-
stað og fengum okkur blómkáls-
súpu. Við sammæltumst um að
ömmu súpa væri betri – því þú
varst afbragðskokkur. Eitt sinn er
þú varst að elda ljúffengan mat á
Sólbrautinni spurði ég þig hvort þú
hefðir ekki farið í matreiðsluskóla
en þegar þú gerðir lítið úr því var
ég ákaflega hissa því ömmu matur
var jú bestur. Þá þótti mér mikið
sport að fá að gista á Sólbrautinni
og fá ömmudekur. Síðar meir, er
þið afi fluttuð í Efstaleiti, var áber-
andi hvað þú hafðir gaman af því að
hafa fallegt heimili. Þann áhuga hef
ég fengið frá þér en við áttum
margt sameiginlegt og vorum góð-
ar vinkonur. Ef það var eitthvað
gastu alltaf leitað til mín og sagðir
gjarnan „mikið ertu góð við mig“ en
svar mitt var ávallt á sömu leið „og
þú við mig“, sem voru orð að sönnu.
Ég er þakklát fyrir þær stundir
sem við áttum saman en er í senn
sorgmædd yfir að þær séu ekki
fleiri. Mér þótti ákaflega vænt um
þig og veit að þú vakir yfir okkur.
Hlakka til að hitta þig og faðma aft-
ur þegar við hittumst næst, elsku
amma Þóra.
Íris Þóra Júlíusdóttir.
Þóra Blöndal
Elsku drengurinn okkar, bróðir og
barnabarn,
EINAR SIGURBJÖRNSSON,
lést á heimili sínu 6. mars.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju,
Kópavogi, þriðjudaginn 20. mars
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp,
banki 322-26-40040, kt. 551173-0389.
Brynja Jónsdóttir
Sigurbjörn Einarsson Karen Sif Þorvaldsdóttir
Eggert Árni Sigurbjörnsson
Magnús Þorkell Sigurbjörnsson
Dagur Steinn Arnarsson
Haukur Logi Arnarsson
Hilmar Örn Arnarsson
Hanna Ósk Jónsdóttir Jón Sigurðsson
Guðrún Edda Gunnarsdóttir Einar Sigurbjörnsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KRISTÍN ELLEN HAUKSDÓTTIR
frá Holti, Breiðdalsvík,
lést þann 15. mars. Útför mun fara fram í
kyrrþey.
Hrafnkell Gunnarsson
Gauti Brynjólfsson Þórdís Kristvinsdóttir
Daði Hrafnkelsson Herborg Drífa Jónasdóttir
Diljá Hrafnkelsdóttir Kristinn Magnússon
Selja Janthong Sigurður G. Sigurðsson
og barnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR E. ÞÓRÐARSON,
lést 13. mars. Útförin fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 22. mars
klukkan 15.
Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á að styrkja Reykjadal, sumarbúðir fyrir
börn með fötlun, reikningur 0526-04-250210, kt. 630269-0249.
Álfheiður Skarphéðinsdóttir
Þórður J. Ólafsson Kim Ólafsson
Björn Árni Ólafsson Kristbjörg M. Jónsdóttir
Sævar Þórðarson Christina Thordarson
Ólöf Þórðardóttir Dan Leising
Marta Líf Bjarnardóttir Eldey Gígja Bjarnardóttir
Skarphéðinn Á. Bjarnarson
barnabarnabörn