Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
✝ Maureen Pat-ricia Clark, eða
Pat eins og hún var
alltaf kölluð, fædd-
ist í Ohio 25. febr-
úar 1971. Hún lést á
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 21. desem-
ber 2017 eftir erf-
iða baráttu við
krabbamein.
Eftirlifandi eig-
inmaður hennar er
Snorri Jóhannsson fæddur 5.
desember 1959. Pat átti eina
dóttur úr fyrra sambandi, hana
Magdalenu Rós Hauksdóttur,
fædda 26. september 1993, faðir
hennar er Haukur Barkarson
fæddur 11. október 1968.
Magdalena Rós er gift Arnari
Sigurðardóttir, fædd 10. mars
1952, og James Clark, fæddur
10. nóvember 1950. Uppeldis-
faðir hennar er Óskar Þór Ósk-
arsson, fæddur 9. ágúst 1954.
Systkini Pat eru: 1) William
Howard Clark, fæddur 16. febr-
úar 1970, giftur Guðrúnu Magn-
úsdóttur, fæddri 20. mars 1970.
Saman eiga þau þrjú börn: Ant-
on Pétur Clark, fæddan 12. mars
1993, Matthías Leo Clark, fædd-
an 14. maí 1994, og Tinnu Marín
Clark, fædda 20. apríl 2001. 2)
Rebecca ósk Jane Faucher, fædd
9. september 1973, gift Philippe
Guy Faucher. Saman eiga þau
tvo drengi, þá Michael Alex-
andre Faucher, fæddan 2. nóv-
ember 1999, og Dominic Adam
Faucher, fæddan 5. desember
2004. Hálfsystkini Pat eru
Raphael Clark, fæddur 5. apríl
1976, Jasmine Denise Clark,
fædd 10. desember 1978, James
Clark Jr., fæddur 9. júlí 1985.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey að eigin ósk.
Þór Stefánssyni,
fæddum 28. nóv-
ember 1993. Pat
átti fjögur stjúp-
börn, þau Birgir
Rafn Snorrason,
fæddan 7. mars
1984, Ragnheiði
Thelmu Snorra-
dóttur fædda 24.
febrúar 1986, Vikt-
or Má Snorrason,
fæddan 13. janúar
1992, hann er í sambúð með Mar-
ín Jacobsen, fæddri 27. nóv-
ember 1995, og Köru Lind
Snorradóttur, fædda 6. maí
1994. Pat átti eina ömmustelpu
hana Magneu Rún Thelmudótt-
ur, fædda 7. september 2010.
Foreldrar Pat eru þau Sigrún
Okkur setti hljóð skömmu fyr-
ir jól þegar við fréttum að Pat,
fyrrverandi samstarfskona okk-
ar af Grænuborg, væri látin,
langt fyrir aldur fram. Pat vann í
Grænuborg með hléum samtals í
átta ár á tímabilinu 1996-2010 og
er óhætt að segja að hún hafi öðl-
ast alveg sérstakan sess í hjört-
um okkar allra sem hana um-
gengumst, bæði barna og
fullorðinna. Þegar við fyrrver-
andi samstarfsfélagar hittumst í
janúarbyrjun til að minnast Pat
og rifja upp gamlar minningar
kom í ljós að minningarnar voru
nánast einróma. Fallega brosið
hennar, smitandi hláturinn, ham-
ingjan og gleðin. Öll minnumst
við Pat með mikilli hlýju. Hún
var sérstaklega lífsglöð mann-
eskja, alltaf brosandi, jákvæð og
glöð og hún hafði einstakt lag á
því að dreifa gleðinni í kringum
sig. Bros hennar fékk okkur öll
til að brosa, hlátur hennar og
kátína kom öllum í gott skap.
Það leiðinlegasta sem hún vissi
var ef einhver var niðurdreginn
eða í vondu skapi, lítill í sér eða
leiður. Þá tók hún iðulega til
sinna ráða og sáði gleðifræjum
allt í kringum sig, brosandi
beindi hún talinu á jákvæðari
brautir, sagði brandara, söng,
hló eða gaf knús þar til öll fýla
var fokin veg allrar veraldar.
Átti þetta við bæði um stóra og
smáa innan Grænuborgar, allir
drógust að Pat og hrifust með
henni í gleðinni. Í samverustund-
um naut Pat sín vel og mátti oft
varla á milli sjá hvort hún eða
börnin skemmtu sér betur. Hún
lagði sig alla fram um að ná til
hvers einasta barns, söng og lék
á als oddi og kenndi börnunum
tákn með tali sem hún hafði til-
einkað sér og náð mikilli færni í
og kenndi tveggja ára krílunum á
Dropadeild bæði litina og stafina.
Oft var svo mikið fjör að sam-
verustundirnar teygðust á lang-
inn og hefðu í minningunni getað
varað endalaust.
Gott dæmi um það hversu
mikið Pat lagði á sig við vinnu
sína á leikskólanum var þegar
Pat, Snorri og Magdalena fluttu í
Hveragerði eftir nokkurra ára
búsetu í Reykjavík. Pat hélt
áfram að vinna í Grænuborg og
keyrði á milli dag hvern, í mis-
jöfnu veðri eins og gengur, en
aldrei kom hún samt of seint.
Frekar var hún mætt of snemma
til að taka brosandi á móti okkur
hinum sem tíndumst inn á kaffi-
stofuna, sum kannski aðeins of
sein þótt við kæmum aðeins úr
Vesturbænum eða Þingholtunum
– en ekki úr Hveragerði eins og
Pat. Pat var einstaklega hæfi-
leikarík á sviði myndlistar og
teiknaði og málaði ótrúlega
skemmtilegar, litríkar og líflegar
myndir. Hún myndskreytti fyrir
Grænuborg vinsæl sönglög eins
og Skrímslalag Olgu Guðrúnar,
lagið um dýrin í Afríku og Gutta-
vísur, og myndirnar voru svo
settar í möppu sem hægt var að
fletta á meðan börnin sungu.
Eins teiknaði hún dýr til að
skreyta hólf barnanna og jóla-
myndir sem eiga heiðurssess í
glugga og sal Grænuborgar um
Maureen
Patricia Clark
✝ Ingólfur Hall-dórsson fæddist
í Borgarnesi 18.
júní 1958. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 13. desem-
ber 2017.
Foreldrar hans
voru Halldór Valdi-
marsson frá Guðna-
bakka í Þverárhlíð
og María Ingólfs-
dóttir frá Hrafn-
kelsstöðum í Hraunhreppi. Ing-
ólfur átti fimm systkini: Helgu
Ólöfu, f. 3. mars 1953, Lilju Guð-
rúnu, f. 13. apríl 1954, Garðar, f.
29. október 1956, Ólöfu, f. 13.
apríl 1960, og Valdimar, f. 24. júlí
1966, d. 21. ágúst 1995.
Erik Williams. Ingólfur átti fimm
afabörn, sem voru honum afar
náin og kær.
Ingólfur ólst upp í Borgarnesi
og stundaði nám við barna- og
unglingaskóla Borgarness. Hann
lauk iðnskólaprófi í vélvirkjun
1983 og bifvélavirkjun árið 1985
frá Iðnskólanum í Borgarnesi.
Ingólfur starfaði um árabil hjá
bifreiða- og trésmíðaverkstæði
BTB í Borgarnesi, bæði með
námi og að því loknu. Frá árinu
1986 var hann verkstjóri á véla-
verkstæði varnarliðsins í Kefla-
vík um 10 ára skeið. Hann starf-
aði hjá Íslenskum aðalverktökum
við pípulagnir í nokkur ár. Frá
árinu 2006 til 2013 var hann mót-
tökustjóri á bifreiðaverkstæði
Krafts í Reykjavík. Síðustu árin
starfaði hann á þjónustuverk-
stæði vinnuvéla hjá Kletti í
Reykjavík þar til hann hætti
störfum sökum veikinda.
Útför hans fór fram í kyrrþey
21. desember 2017.
Ingólfur var
kvæntur Oddnýju
Ólafíu Sigurðar-
dóttur, f. 1.10. 1961,
þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra
eru: Sigurbjörg
María, f. 21. mars
1979, sambýlis-
maður Böðvar P.
Jónsson; Linda, f. 6.
ágúst 1984; Helena,
f. 24. júlí 1989; og
Eyjólfur f. 23. apríl 1992. Eftirlif-
andi eiginkona Ingólfs er Rut
Olsen, f. 30. september 1954.
Dætur hennar eru: Gunnlaug F.
Olsen, f. 19. ágúst 1974, maki
Sturla Ólafsson, og Jóna Kr. Ol-
sen, f. 18. desember 1985, maki
Ingólfur var fjórði í röðinni
okkar sex systkina og það kom
fljótlega í ljós að þar var á ferð-
inni mjög kraftmikill drengur. Á
uppvaxtarárum hans var tölu-
verður gestagangur á heimili
okkar í Kjartansgötu þar sem við
ólumst upp, ættingjar og vinir
áttu leið um. Þessum heimsókn-
um fylgdi gjarnan glens og gam-
an og er að hluta til sá jarðvegur
sem við krakkarnir ólumst upp í.
Á þessum árum var algengt að
börn fengju að fara í sveit, um-
gengni við náttúruna og samneyti
við dýrin er flestum börnum til
gleði og þroska. Ingólfur, sem
þótti ansi kröftugur og orkumik-
ill, eiginlega svolítið óþekkur, var
nokkur sumur í sveit hjá afa og
ömmu á Hrafnkelsstöðum.
Ingólfi féll vel að vera í úti-
verkum með afa sínum, sem hafði
gott lag á stráksa. Amma Lilja
vildi stundum hafa hann hjá sér í
inniverkunum og ef honum hugn-
aðist ekki verkið sem honum var
falið þá fann hann yfirleitt ein-
hverja „snilldarleið“ til að komast
hjá því. Einhverju sinni þegar
hann átti að sinna uppvaski
ásamt yngstu systur sinni hvatti
hann hana til að láta disk detta í
gólfið. Hún varð ekki við því, þá
gerði hann það bara sjálfur og
var að sjálfsögðu leystur frá
verkinu. Ingólfur var stríðinn og
einu sinni var afi að veita vatni í
slöngu úr ánni heim að húsi, fyr-
irmælin voru skýr; það mætti
ekki stíga á slönguna. En fyrst
það var bannað þá var málið
meira en lítið spennandi að láta
reyna á það. Ingólfur var dýra-
vinur og átti gott með að hæna
þau að sér. Gilti einu hvort um
var að ræða grimman hund eða
baldinn fola.
Ingólfur fór 14 ára sem vinnu-
maður að Hamri í Þverárhlíð og
var þar eitt sumar. Eftir iðnnám
vann hann í vélsmiðju BTB í
Brákarey. Hann var vel liðinn
starfskraftur, enda handlaginn
og nautsterkur. Ein saga er til þá
er menn voru að vinna við að taka
vél úr bíl að þeir treystu sér ekki
til að klára verkið vegna þess að
það vantaði talíu. Þá kemur Ing-
ólfur að og hann hélt að það væri
ekkert mál að taka vélina úr með
handaflinu einu saman sem hann
og gerði. Þetta lýsir honum svo
vel, hann lét ekkert vefjast fyrir
sér og gekk ákveðinn til verks.
Ingólfur var bóngóður og jafn-
an hægt að leita til hans um að-
stoð. Hann hafði góða lyndiseig-
inleika, var glaðvær, hnyttinn í
tilsvörum, kappsamur og mjög
duglegur maður.
Ingólfur bjó í Borgarnesi um
árabil eftir að hann var komin
með fjölskyldu og hélt hesta í fé-
lagi við pabba okkar.
Ingólfur og Rut, eftirlifandi
eiginkona hans, höfðu mikla
ánægju af ferðalögum innanlands
og áttu litla rútu sem þau höfðu
innréttað svo úr varð glæsilegur
húsbíll sem endurspeglaði fallegt
handbragð þeirra beggja. Fyrir
rúmu ári greindist Ingólfur með
nýrnakrabbamein. Hann gekkst
undir skurðaðgerð þar sem talið
var að tekist hefði að fjarlægja
meinið. En krabbameinið tók sig
upp og síðasta sumar gekkst
hann undir lyfjameðferð sem var
honum erfið og ströng. Fallegar
og góðar minningar um Ingólf
felast í augnablikum og samveru-
stundum liðins tíma. Megi þær
veita fjölskyldu Ingólfs styrk á
sorgarstundu.
Blessuð sé minningin um Ing-
ólf bróður.
Helga, Lilja,
Garðar og Ólöf.
Mér er það minnisstætt þegar
mamma kom til mín fyrir 15-16
árum til þess að segja mér frá
manninum sem hún var orðin ást-
fangin af. Ég gleymi ekki hvernig
hún ljómaði þegar hún lýsti þess-
um dásamlega manni sem var í
bónus svona myndarlegur! Það
var einfaldlega þannig að þau
horfðust í augu í fyrsta sinn og
svo varð ekki aftur snúið. Ég
samgladdist mömmu enn meir
þegar ég loks hitti hann Ingó
okkar. Einstaklega ljúfur, dag-
farsprúður og umhyggjusamur
maður sem fangaði hug okkar og
hjörtu um leið. Hann hafði nota-
lega nærveru, ekki var langt í
húmorinn og stríðnina, alltaf gott
og gaman að vera í kringum
hann.
Ingó var mjög handlaginn
maður og því mikluðu þau
mamma ekki fyrir sér að kaupa
sjö metra rútu sem þau rifu allt
innan úr og innréttuðu upp á
nýtt. Úr varð glæsilegur húsbíll
sem þau áttu eftir að ferðast á um
allt land næstu árin og varð
þeirra helsta áhugamál. Á þess-
um ferðalögum eignuðust þau
marga góða vini í Félagi húsbíla-
eigenda og bjuggu til hafsjó af
góðum minningum. Þeirra síð-
asta ferðalag saman var til Te-
nerife í haust, en vitað var að
stutt væri eftir af baráttunni og
ekki mætti tæpara standa. Þau
náðu þó að eiga þrjár góðar vikur
saman áður en lokaátökin hófust.
Þetta varð þeim dýrmætur tími.
Ingó og mamma voru svo lán-
söm að eiga hvort annað að sem
bestu vini og nutu samveru hvort
annars. Ég veit að það er því tóm-
legt í koti hjá elsku mömmu
núna. Ingó sá þó til þess að
mamma yrði ekki alein eftir að
hann færi burt í draumalandið.
Hann var mikill dýravinur og
langaði alltaf að eiga hund. Síð-
astliðið sumar, þegar Ingó var
orðinn veikur, fengu þau sér lít-
inn loðinn glókoll sem var nefnd-
ur Golli, en það var Ingó einmitt
kallaður í æsku. Nú kúrir Golli í
Ingó holu í sófanum og veitir
mömmu félagsskap.
Ingó sýndi mikið æðruleysi í
veikindum sínum en hélt þó alltaf
í vonina um að læknast. Það var
stutt í kímnina og gott að geta
haldið í það á erfiðum stundum.
Ingó okkar laut í lægra haldi fyr-
ir krabbameininu 13. desember
síðastliðinn, umkringdur ástvin-
um sínum.
Ég kveð elsku Ingó með sökn-
uði og þakka vináttu og kærleik
sem hann sýndi mér og mínum
gegnum tíðina. Hann var okkur
afar kær.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin; mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Gunnlaug F. Olsen
og fjölskylda.
Elsku Ingó.
Þá er stundum okkar saman
lokið, ég vildi að þær hefðu getað
verið fleiri.
Hjá englunum situr þú nú eins
og ég segi við Magnús minn þeg-
ar hann spyr „hvar er afi“?
Söknuðurinn um þá tíma sem
hefðu getað verið er alltaf ofar-
lega í huga, þá sérstaklega þá
tíma sem þú og mamma hefðuð
átt saman í ellinni góðu og að
Magnús minn hefði haft afa sinn
til að kenna sér allt um bílamálin.
Þú stóðst þig eins og hetja í
þessari baráttu sem bæði hjálp-
aði þér og öllum þeim sem stóðu
þér næst.
Ég vil þakka þér fyrir hversu
hlýr og góður þú varst alla tíð og
varst alltaf til í að rétta mér
hjálparhönd.
Takk fyrir að vera besti vinur
mömmu og þau frábær ár sem
þið tvö áttuð saman á húsbílnum,
öll ferðalögin og ævintýrin verða
mömmu ógleymanleg.
Elsku Ingó og elsku afi minn,
við munum ávallt sakna þín.
Elskum þig.
Jóna Kr. Olsen og
Magnús afastrákur.
Ingólfur
Halldórsson
✝ Garðar Ósk-arsson fædd-
ist 15. desember
1952 að Króki í Ölf-
usi. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 9. febr-
úar 2018.
Hann var sonur
hjónanna Óskars
Sigurðssonar, f.
28.10. 1903, og Þor-
bjargar Hallmanns-
dóttur, f. 17.1. 1916. Alsystkini
hans eru Sigurður Ingi, Hall-
mann Ágúst, Jónína, Björg, Ósk-
ar Þór og Jón Ólafur. Þorbjörg
átti fyrir tvo syni Einar og Reyni.
Garðar var þriðji yngstur og eru
öll systkini hans á lífi utan Jónínu
sem er látin.
Garðar var kvæntur Árnýju
Guðrúnu Jakobsdóttur, f. 31.5.
1956, hún var dóttir
hjónanna Jakobs
Sigvalda Sigurðs-
sonar, f. 3.1. 1935, og
Jónínu Margrétar
Hermannsdóttur, f.
21.1. 1937. Fyrir átti
Árný einn son, Jak-
ob Myrkva Garðars-
son, f. 22.11. 1974,
sem Garðar gekk í
föðurstað. Árný og
Garðar gengu í
hjónaband í ágúst 1977. Þau
bjuggu lengst af í Keflavík og
Njarðvík, en einnig á Akranesi og
Selfossi. Garðar vann síðustu
æviár sín hjá Íslenskum aðal-
verktökum, en stærstan hluta ævi
sinnar starfaði hann á þunga-
vinnuvélum og sem bílstjóri.
Útför hans fór fram í kyrrþey
22. febrúar 2018.
Ég á eina minning, sem mér er kær:
Í morgundýrð vafinn okkar bær
og á stéttinni stendur hann hljóður,
hann horfir til austurs þar ársól rís,
nú er mín sveit eins og Paradís.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður.
Ég á þessa minning, hún er mér kær.
Og ennþá er vor og þekjan grær
og ilmar á leiðinu lága.
Ég veit að hjá honum er blítt og bjart
og bærinn hans færður í vorsins skart
í eilífðar himninum bláa.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Í dag kveð ég bróður minn með
þessu ljóði og þakka þau ár sem
við fylgdumst að í þessu lífi. Ár-
nýju, Jakobi og öllum þeim sem
eiga um sárt að binda sendum við
Þórdís okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jón Ólafur
og Þórdís.
Við höfum kvatt kæran vin,
Garðar Óskarsson eða Gæja eins
og við kölluðum hann alltaf. Við
fyrstu kynni mynduðust sterk
tengsl okkar á milli því eiginkon-
urnar eru æskuvinkonur. Við eig-
um því langa sameiginlega sögu.
Það er margs að minnast á
svona stundum. Allar ferðirnar að
Skógum í Þorskafirði þar sem
leysa þurfti ýmis verkefni. Og ófá-
ar voru ferðirnar að Hofi í Skaga-
firði, þar sem Gæi lagði hönd á
plóg við ýmsar framkvæmdir,
hvort sem um var að ræða hita-
veitulagnir eða byggingarfram-
kvæmdir. Þótt unnið væri hörðum
höndum þá var líka brugðið á leik,
spilað og spjallað.
Það eru líka aðrar sameiginleg-
ar ferðir sem varðveitast í minn-
ingunni. Ein af þeim er minnis-
stæð ferð sem við fórum fjögur til
Bandaríkjanna og heimsóttum
m.a. musteri bahá’a í Wilmett.
Fyrir nokkru fórum við svo saman
til Ísraels til að heimsækja og
skoða sögulega staði sem tengjast
bahá‘í-trúnni. Þetta var reyndar
önnur ferð þeirra hjóna þangað,
því áður höfðu þau farið þangað
ásamt syni sínum. Nú í desember
áttum við svo pantaða ferð sem við
náðum ekki að fara saman en
stefnum á að fara hana síðar í
minningu Gæja.
Gæi og Árný kynntust bahá’í-
trúnni fyrir réttum 40 árum og
hún skipaði alla tíð stóran sess í lífi
þeirra. Hvar sem þau bjuggu
lögðu þau sitt af mörkum til upp-
byggingar samfélagsins. Gæi var
maður athafna en ekki orða. Hann
var hæglátur, traustur, hjálpsam-
ur og greiðvikinn. Hann var ráða-
góður og miklaði ekki hlutina fyrir
sér, heldur leysti viðfangsefnin
eitt af öðru, hvort sem þau tengd-
ust leik eða starfi. Það má því
segja að leiðsögn Bahá’u’lláh þeg-
ar hann sagði við fylgjendur sína:
„Látið gerðir en ekki orð vera
prýði yðar“ hafi alla tíð verið ein-
kunnarorð Gæja og endurspeglast
í öllu hans lífi, viðhorfi og fram-
komu. Umhyggjan sem hann
sýndi Árnýju, fjölskyldunni og
vinum er aðdáunarverð.
En svo gerist það haustið 2015
að þessi kraftmikli maður greinist
með krabbamein á háu stigi. Það
var strax ljóst að ekki væri von um
lækningu en læknar gerðu allt
sem í þeirra valdi stóð til að reyna
að hemja frekari vöxt, en því mið-
ur gekk það ekki sem skyldi og
Gæi kvaddi þetta líf tæplega
tveimur og hálfu ári síðar.
En það er okkur huggun í sorg-
inni að við trúum því og treystum
að lífið haldi áfram eftir tilveru
okkar hér á jörð. Þetta viðhorf
kristallast í orðum ’Abdu’l-Bahá
þegar hann segir: „Að álíta að eftir
dauða líkamans tortímist andinn
er eins og að ímynda sér að fuglinn
í búrinu muni tortímast ef búrið
brotnar … Líkami okkar er eins
og búrið og andinn eins og fugl-
inn … ef búrið því brotnar mun
fuglinn halda áfram að lifa og vera
til, tilfinningar hans verða jafnvel
ennþá sterkari, skynjun hans
meiri og hamingja hans eykst.“
Við þökkum Gæja samfylgdina,
hvatninguna og vináttuna gegnum
árin. Minning hans mun lifa með
okkur um ókomin ár. Hér kveðjum
við mikinn öðling og góðan dreng
og biðjum Guð og alla góða vætti
að vaka yfir Árnýju og Kobba.
Ragnheiður og Ólafur.
Garðar Óskarsson