Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018
mánudaginn 19. mars, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
EiríkurSm
ith
Listmunauppboð nr. 109
Forsýning á verkunum mánudag kl. 10–17
Br
ag
iÁ
sg
ei
rss
on
Ég er með fjölskyldunni á Tenerife,“ segir Dagbjört Þyri Þor-varðardóttir hjúkrunarfræðingur, sem á 60 ára afmæli í dag.„Við hjónin ákváðum að fara í frí í tilefni afmælisins og vera í
rólegheitum með allri fjölskyldunni, fjórum börnum okkar, tengda-
börnum og barnabörnunum þremur. Þetta er yndislegt.“
Dagbjört var ekki búin að ákveða nákvæmlega hvað hún ætlaði að
gera í dag, á sjálfan afmælisdaginn, þegar blaðamaður ræddi við hana
fyrir helgi. „Ég hugsa að börnin komi mér á óvart og við förum eitthvað
flott út að borða og farið verði í skemmtilega ferð.
Dagbjört er verkefnisstjóri á flæðisviði Landspítalans, en flæðisviðið
er stærsta svið Landspítalans, með um 700 starfsmenn, og þar er öll
bráðaþjónusta og öldrunarþjónusta. „Ég er aðallega í öldrunarmál-
unum, er á Landakoti og er mest að vinna að gæðamálum og bæta þjón-
ustu við aldraða og gera hana skilvirkari, gera útskriftir öruggari og
þess háttar.“
Áhugamál Dagbjartar eru golf og veiði meðal annars. „Ég var mikið
á skíðum og hestamennsku en fannst það orðið glæfralegt og fór út í
golfið í staðinn. Við hjónin förum núna reglulega í golfferðir til útlanda
og höfum verið að reyna að tæla krakkana okkar með í golfið hægt og
rólega, og dóttir okkar er orðin mjög dugleg í því.“
Eiginmaður Dagbjartar er Guðni Kristinsson, lyfsali í Lyfjavali. Börn
þeirra eru Kristinn Haukur, blaðamaður á DV, Hafsteinn Óli læknir,
Guðni Dagur, nemi í efnaverkfræði, og Elísabet Þórunn sjúkraþjálfari.
Hjónin Guðni og Dagbjört Þyri í golfferð á Spáni síðasta haust.
Öll fjölskyldan
saman á Tenerife
Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir er sextug
I
lmur Kristjánsdóttir fæddist
í Reykjavík 19.3. 1978 og
ólst þar upp, í Þingholt-
unum. Hún var í Austur-
bæjarskóla, stundaði nám
við MH og lauk þaðan stúdentsprófi
1998, stundaði síðan nám við leiklist-
ardeild Listaháskólans og lauk það-
an prófum 2003. Hún stundaði nám í
guðfræði við HÍ 2009 og 2011.
Ilmur vann ýmis sumarstörf, var
herbergisþerna á hótelum í Kaup-
mannahöfn, starfaði við götuleikhús
í Reykjavík og í fiskvinnslu í Grund-
arfirði en þangað á hún ættir að
rekja. Þar dvaldi hún oft barn, með
foreldrum sínum og systkinum, í
landi Lágar.
Ilmur hefur lengst af leikið hjá
Borgarleikhúsinu en helstu aðal-
hlutverk hennar þar eru Lína Lang-
sokkur, Salka Valka, Ófagra Veröld,
Fólkið í kjallaranum og Svar við
bréfi Helgu. Hún hefur einnig leikið
nokkur stór hlutverk í Þjóðleikhús-
inu, s.s. Heddu Gabler og Jón Grind-
víking í Íslandsklukkunni. Auk þess-
ara má nefna einleikinn Ausa
Steinberg hjá Leikfélagi Akureyrar.
Meðal helstu sjónvarps- og kvik-
myndahlutverka má nefna sjón-
varpseríuna Ófærð (2015) sem hefur
nú verið sýnd úti um allan heim við
miklar vinsældir. Tökur standa nú
yfir á annarri seríu sem fer í sýningu
í október 2018. Einnig má nefna
gamanseríurnar Stelpurnar og Ástr-
íði 1 og 2. Hún lék einnig í mynd
Silju Hauksdóttur Dís (2003), mynd
Baltasars Kormáks, Brúðguminn
Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og varaborgarfulltrúi – 40 ára
Á sviði Ilmur stendur í ströngu í leikritinu Svar við bréfi Helgu, sem sýnt var í Borgaleikhúsinu árið 2012.
Ilmur elskar líf og leik
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Úr tökum á Ófærð 2 Ilmur sem hin galvaska lögreglukona, Hinrika.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.