Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 26

Morgunblaðið - 19.03.2018, Side 26
Auðvelt er fyrir notendur að gleyma sér í Íslensku orðaneti Jóns Hilmars, og raunar er upplýsingamagnið svo mikið, og svo breytilegt eftir því hvaða orði er flett upp, að getur tekið örlitla stund að læra á alla eiginleikana á Ordanet.is Nota má orðið „árangur“ sem dæmi, en ef það er slegið inn birtist listi yfir átján tilvik um notkun orðsins sem nafnorð og annan eins fjölda þar sem „ár- angur“ er notað sem auðkenni með lýsingarorði. Ordanet.is birtir líka lista yfir 90 skyldheiti „árangurs“og 11 grannheiti raðað eftir vægi, 6 metin vensl og 11 samsetningar auk 257 vensla í gegnum hugtök. Þeir sem læra að grúska í síðunni ættu fljótlega að verða margs fróðari um íslenskuna, og jafnvel líka fjölfróðir, margfróðir, víðlesnir, vel að sér, gagn- fróðir, sannfróðir, víðfróðir, stórfróðir og fullir af fróðleik, sem Íslenskt orða- net birtir sem grannheiti orðsins „fróður“. Hafsjór fróðleiks um málið ALLT SEM ÞÚ VILDIR VITA UM ORÐIN VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fræðimenn eins og Jón Hilmar Jónsson eru að snúa vörn í sókn og gera aðgengilegan á netinu heilan hafsjó af fróðleik um íslenska tungu. Jón Hilmar er fyrrverandi rann- sóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og á heiðurinn af vefsíðunni Orðanet.is. Hann lét nýlega af störfum við Árna- stofnun en heldur áfram vinnu við orðanetið. Vefsíðan er m.a. byggð á gögnum úr prentuðum orðabókum eftir Jón Hilmar, einkum Stóru orða- bókinni um íslenska málnotkun sem út kom árið 2005. Fyrir skemmstu kom líka út á vegum Árnastofnunar bókin Bundið í orð með úrvali greina eftir Jón Hilmar. Fyrir Jóni Hilmari vakti, öðru fremur, að búa til tæki sem auðveld- að gæti fólki að fá innsýn í orðaforð- ann, sjá notkunarsamhengi orðanna og bera saman valkosti í orðalagi. „Notandinn getur slegið inn orð og fengið upp lista af orðasamböndum og samheitum og svipast um á ein- stökum merkingarsviðum,“ útskýrir Jón Hilmar og bætir við að hann vonist til að vefsíðan veki forvitni notenda um tungumálið. „Notendur geta verið jafnt þeir sem þurfa hjálp við að leysa krossgátu og fólk sem er almennt umhugað um að skerpa og bæta orðalag í rituðum texta eða töl- uðu máli.“ Hann segir sérstöðu orðanetsins m.a. felast í því að það sameinar ólík orðabókarhlutverk sem ekki hafa átt samleið með góðu móti í prentuðum orðabókum. „Það er jöfnum höndum samheita- og hugtakaorðabók auk þess sem orðasamböndum eru gerð rækileg skil. Þá er lögð áhersla á að láta vitnisburð orðanotkunar í texta- samhengi sýna hvaða orð og orða- sambönd eiga mesta samleið merk- ingarlega. Birting á orðabókarefni á netinu hefur líka þann kost að þar eru engar hömlur á orðafjölda eða umfangi efnisins og bæta má við og lagfæra eftir því sem þörf er á.“ Netið bæði himna- sending og skaðvaldur Er með miklum ólíkindum hve miklu magni upplýsinga Jón Hilmar hefur safnað inn í orðanetið en hann segir verkinu langt frá því lokið og að hann muni halda áfram að fylla upp í smáar jafnt sem stórar glufur. Stafræn tækni og möguleikar nets- ins hafa gert fræðimönnum mun auðveldara að rannsaka og kort- leggja tungumálið og greina mis- munandi notkun orða og samhengi þeirra við önnur orð. „Ég hef t.d. mikið notað Tímarit.is sem er heil náma af textum sem nýta má til leit- ar og greiningar á orðanotkun. Að þessu leyti hefur netið og tölvutækn- in verið algjör himnasending fyrir mitt fræðasvið.“ En netið og tæknin virðast líka fela í sér ákveðna ógn við íslenskuna. Talið berst að því hvernig íslenskan er að breytast og þá sérstaklega hvernig yngstu kynslóðirnar nota málið. Margir hafa verulegar áhyggjur af því að málnotkun fari hrakandi hjá unga fólkinu, bent er á að það hafi ekki nógu auðugan orða- forða, eigi fullt í fangi með að skrifa skýrt og rétt og grípi iðulega til enskunnar til að tjá sig. Jón Hilmar segir að þarna hafi netið vafalaust mikil áhrif, enskan sé áleitin á þeim dægurmiðlum sem börnin nota á netinu og á samfélags- miðlum sé málið oft óvandað. Við þessu þurfi að bregðast og til þess séu aðstæður að mörgu leyti góðar. Nú sé hægt að bjóða upp á miklu markvissari og virkari leiðsögn um málnotkun en áður en netið kom til sögunnar og sú leiðsögn þurfi að miklu leyti að vera í opnu aðgengi. Orðabækur eru ekki eins skýr mark- aðsvara og áður fyrr og því verða opinberar stofnanir eins og Árna- stofnun að beita sér enn frekar en áður á þessu sviði. „Hér skiptir fræðileg undirstaða höfuðmáli og að framsetningin sé til þess fallin að kveikja og örva áhuga notenda á efninu. Fræðslan og miðl- unin hvílir svo að miklu leyti á herð- um kennaranna og vonandi ná þeir að vekja hjá nemendum sínum það viðhorf að það sé eftirsóknarvert að hafa góð tök á notkun málsins við ólíkar aðstæður. Við nútíma- aðstæður verða upplýsingarnar og leiðsögnin að vera tiltækar á netinu hverju sinni, enda eru Íslendingar, eins og aðrar þjóðir, vanir að geta „Sköpunargleðin finni sér farveg í notkun málsins“  Nútíminn kallar á að Íslendingar geti fundið upplýsingar um tungumálið á netinu, hratt og örugglega  Með því að færa orðabókarefni yfir á netið má, að sögn Jóns Hilmars Jónssonar, sjá fyrir sér mun virkari notkun en áður 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018 LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. Elizabeth Peyton sýnir í Kling & Bang Morgunblaðið/Eggert Gaman saman F.v Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Sólveig Katrín Ragnars- dóttir, Ragnar Kjartansson og Hekla Dögg Jónsdóttir brostu breitt. Félagar Þrándur Þórarinsson og Snorri Helgason litu við á opnuninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.