Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  68. tölublað  106. árgangur  KYNLEG GLÍMA KYNJANNA FEMÍNÍSK ÚTÓPÍA MARKADROTTNING OLÍS-DEILDAR Í HANDKNATTLEIK GAGNVIRK ÞÁTTTÖKULEIKSÝNING 33 RAGNHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR ÍÞRÓTTIRGLÍMUKEPPNI Í MEXÍKÓ 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Miðað við ásett verð á söluvef Höfðatorgs kosta seldar íbúðir rúma 2,3 milljarða. Þar af kosta tvær þeirra 99,9 milljónir. Greinendur á fasteignamarkaði hafa að undanförnu lýst yfir efa- semdum um eftirspurn eftir dýrari íbúðum í miðborg Reykjavíkur. Mið- að við eftirspurnina í Bríetartúni er sá markaður á hreyfingu. Fjárfestar í kaupendahópnum Pétur Guðmundsson, stjórnarfor- maður Eyktar, segir trúnað gilda um kaupendur íbúðanna. Kaupendahóp- urinn sé fjölbreyttur. Þar séu bæði einstaklingar og fjárfestar. „Menn líta á þetta sem góða fjár- festingu. Þessi tilboð hafa verið að berast síðastliðinn hálfan mánuð,“ segir Pétur en formleg sala íbúðanna hófst á mánudag í síðustu viku. Spurður hvort hann hafi áður selt svo margar íbúðir svona hratt segist Pétur ekki minnast þess. Spurður um fjármögnun íbúðanna segir Pétur meiri varkárni í kaup- unum en fyrir hrun. Veðsetning sé minni og kaupendur almennt „hóf- stilltari“ við kaupin. Metsala á lúxusíbúðum  Eykt selur 42 íbúðir á 2,3 milljarða króna í nýjum turni á aðeins rúmri viku  Stjórnarformaður Eyktar minnist þess ekki að hafa selt svo mikið svona hratt MKaupendur biðu ekki … »4 3 íbúðir á 7-800 milljónir » Þrjár efstu íbúðirnar á 11. og 12. hæð eru óseldar. » Ætla má að samanlagt verð þeirra sé 700-800 milljónir. » Tvær hinna seldu íbúða kosta um 100 milljónir hvor en þær eru báðar á 8. hæð. „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við mun- um birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tækni- lega útfærslu á því að birta niður- stöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Greint var frá því á Mbl.is um helgina að Menntamálastofnun þyrfti að afhenda föður stúlku sem þreytti samræmd könnunarpróf í september 2016 aðgang að úrlausn- um stúlkunnar í íslensku og stærð- fræði ásamt fyrirgjöf fyrir hverja spurningu. Úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál kvað upp úrskurð þessa efnis í síðustu viku. Menntamálastofnun hafði neitað að afhenda umrædd próf og úrlausn- ir stúlkunnar þar sem mikilvægt væri talið að geta nýtt spurningar oftar en einu sinni. „Mikilvægt er að það komi fram að þetta gildir bara um prófin í 4. og 7. bekk. Úrskurðurinn sneri bara að þeim. 9. bekkjar prófin verða ekki gerð opinber fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar allri fyrirlögn er lokið,“ segir Arnór. hdm@mbl.is »4 Umdeild próf ekki birt að sinni Morgunblaðið/Eyþór Próf Samræmd próf og úrlausnir verða gerð aðgengileg á netinu.  Samræmd próf 9. bekkjar birt í haust Börnin á leikskólanum Mánagarði léku sér í gær við styttuna af Sæmundi fróða sem er fyrir fram- an aðalbyggingu Háskólan Íslands. Börnin sungu nokkur lög í Sæmundarstund í gær, en hún hefur verið haldin árlega við styttuna af Sæmundi á selnum frá árinu 2011. Styttan sem Ásmundur Sveinsson gerði vísar til þjóðsögu um viðureign Sæmundar við kölska sem endaði með því að Sæ- mundur var fluttur heim til Íslands í selslíki. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjörugir krakkar tóku lagið í Sæmundarstund  Íslendingar eru góðir kúnn- ar danska fyrir- tækisins DNA- test.dk, en um fimm Íslend- ingar eru viku- lega í viðskipt- um við fyrir- tækið, sem býður upp á ódýr og fljótleg erfðafræðileg próf eins og t.d. fað- ernis-, móðernis og systkinapróf, svo eitthvað sé nefnt. Eigandi fyrirtækisins segir fleiri Íslend- inga vera í viðskiptum heldur en Kaupmannahafnarbúa og að eftir- spurnin fari vaxandi. »6 Íslendingar leita sannleikans í DNA Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að verulega hægði á veltuaukningu í byggingarstarfsemi hér á landi í fyrra samanborið við árið 2016. Aukningin í fyrra var 14,8% en árið þar á undan 36,1%. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr vexti ferðaþjónustunnar. Vöxtur á sviði rekstrar gististaða og veitingahúsa var 9,5% á nýliðnu ári, sem er mun minna en á milli áranna 2015 og 2015 þegar hann var 26,9%. Bílaleiga heldur hins vegar áfram að aukast og nam veltuaukning í greininni 51 milljarði í fyrra. Það er 12,5% aukning miðað við 45 milljarða aukningu árið á undan. Velta í sjávarútvegi dregst áfram saman milli ára og heldur sú þróun áfram frá fyrra ári. Þannig reynist velta í fiskveiðum, fiskeldi og vinnslu sjávarafurða 318 milljarðar í fyrra, samanborið við 348 milljarða árið þar á undan. Er það samdráttur upp á 8,6%.Verulegur samdráttur hefur einnig orðið á sviði heild- og umboðsverslunar með fisk. »16 Veltan eykst talsvert minna Morgunblaðið/Hari Framkvæmdir Veltuaukning í byggingarstarfsemi dregst saman.  Minni aukning en undanfarið í stóru atvinnugreinunum  Dæmi eru um að fasteignagjöld áatvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt Árbók Reykjavík- ur skiluðu fasteignagjöld á atvinnu- húsnæði í borginni 8,42 milljörðum króna 2015 en 10,67 milljörðum í fyrra. Það er 27% hækkun. Fast- eignagjöld í borginni eru nú í lög- legu hámarki. „Það er deginum ljósara að borgin hefur mokað inn mörgum milljörðum í aukna skatt- byrði á fyrirtæki án þess að það sé neitt að gerast í rekstri langflestra þessara fyrirtækja sem endur- speglar það,“ segir framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda. »14 Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.