Morgunblaðið - 21.03.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, segir að endur-
skoðun tekjuskattskerfisins sé nú að
hefjast hjá hópi sérfræðinga, sam-
anber yfirlýsingu um aðgerðir rík-
isstjórnarinnar í þágu félagslegs
stöðugleika í tilefni af mati á kjara-
samningum á almennum vinnumark-
aði. Bjarni kynnti áætlunina á rík-
isstjórnarfundi í gærmorgun.
„Við höfum ákveðið að skipa hóp
sérfræðinga sem mun fara í grein-
ingarvinnu. Síðan verðum við með
stýrihóp, með aðkomu fjármála- og
efnahagsráðuneytis, félagsmála-
ráðuneytis og forsætisráðuneytis,“
sagði Bjarni í
samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Fjármálaráð-
herra segir að í
þeirri vinnu sem
nú er að hefjast,
þar sem tekju-
skattslækkun í
lægra þrepi verð-
ur undirbúin,
verði lögð áhersla
á að kalla eftir sjónarmiðum frá
vinnumarkaðnum, um fyrirhugaðar
breytingar.
Mikil vinna við reiknilíkan
„Við höfum lagt í talsvert mikla
vinnu hér í fjármála- og efnahags-
ráðuneytinu að undanförnu, við að
búa til einskonar reiknilíkan, sem
gerir okkur betur kleift að meta
áhrifin af breytingum á þessum kerf-
um og sú vinna mun gagnast mjög í
framhaldinu,“ sagði Bjarni.
Aðspurður hvort hann teldi að
frumvarp um lækkun tekjuskatts
kæmi fram á haustþingi og gæti tek-
ið gildi frá næstu áramótum, sagði
Bjarni: „Ég vonast til þess, en við
verðum bara að gefa vinnunni þann
tíma sem þarf.“
Miðað hefur verið við það í und-
irbúningsvinnu þeirri sem farið hef-
ur fram, að neðra tekjuskattsþrepið
lækki um eitt prósentustig, og slík
lækkun myndi kosta ríkissjóð um 14
milljarða í minni tekjum. Fjármála-
ráðherra sagði ótímabært að úttala
sig um kostnað á þessu stigi.
Fjari út með hækkandi tekjum
„Meðal þess sem við höfum verið
að skoða er að breyta persónuaf-
slætti. Við munum fara yfir það
hvernig það kæmi út að hafa hann
útgreiðanlegan og láta hann fjara út,
eftir því sem tekjur eru hærri. En
við ætlum líka að leggja mat á sam-
spil bótakerfanna, allt frá húsnæð-
isbótum, yfir til barnabóta og vaxta-
bóta, við tekjuskattskerfið og
persónuafslætti og sjá hvort við get-
um gert breytingar sem tryggja bet-
ur að við náum markmiðum okkar
varðandi lægri tekjuhópana,“ sagði
Bjarni.
Tekjulágir fái persónuafslátt
Fjármála- og efnahagsráðherra vonast til þess að tekjuskattslækkun geti tekið
gildi frá næstu áramótum Lækkun skattsins um 1% kostar 14 milljarða króna
Bjarni
Benediktsson
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra, upplýsti í skriflegu svari á Alþingi í gær að op-
inbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er
staðsett væri Reykjavík. Vísaði hann í því sambandi til 2.
mgr. 10. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar um stjórn
borgarinnar.
Fyrirspyrjandi var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður
Pírata, sem á yfirstandandi þingi hefur lagt fram 72 fyr-
irspurnir um hin aðskiljanlegustu mál. Í fyrirspurn um nöfn
sveitarfélaga vildi hann auk upplýsinga um heiti höfuðborg-
ar Íslands fá að vita hvert væri opinbert nafn sameinaðs
sveitarfélags Grímseyjar, Hríseyjar og Akureyrar annars
vegar og sameinaðs sveitarfélags Norðfjarðar, Mjóafjarðar,
Eskifjarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvar-
fjarðar hins vegar. Í svari ráðherra kom fram að í fyrra til-
vikinu væri nafnið Akureyrarkaupstaður og í hinu síðara
Fjarðabyggð.
Morgunblaðið spurði þingmanninn að því fyrir nokkrum
dögum af hverju hann legði fram fyrirspurn, þegar svarið
lægi í augum uppi. „Þessari fyrirspurn var skipt í tvennt í yf-
irlestri þingsins þannig að samhengið glataðist aðeins. Þetta
var hluti af fyrirspurn um skráningu á fæðingarstað barna.
Ég er með dæmi um ósamræmi og langar til þess að vita
hvort það ósamræmi heldur í svari ráðherra. Annars hefði
þetta verið fyrirspurn til upplýsingasviðs bara,“ sagði hann.
„Höfuðborgin heitir Reykjavík“
Þingmaður Pírata spurði
ráðherra um nöfn sveitarfélaga
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hef-
ur borið fram 72 fyrirspurnir um aðskiljanleg efni.
Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu
var í gær dæmd í níu mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir sér-
staklega hættulega líkamsárás og
brot á barnaverndarlögum gegn
tæplega tveggja ára stúlkubarni
sem var í hennar umsjá haustið
2016. Þá var henni gert að greiða
hálfa milljón króna í miskabætur.
Þetta kom fram í kvöldfréttum
Ríkisútvarpsins, en dómurinn hefur
ekki verið birtur á vef dómstólanna.
Konan neitaði sök og sagði barnið
hafa fallið úr barnastól en dómurinn
taldi sannað að hún hefði gerst sek
um brot gegn 2. málsgrein 218.
greinar almennra hegningarlaga
sem fjallar um sérstaklega hættu-
lega líkamsárás og brot gegn 98.
grein barnaverndarlaga sem fjallar
um brot umsjáraðila gagnvart barni.
Konan hætti störfum sem dagfor-
eldri í apríl á síðasta ári, um sex
mánuðum eftir að atvikið átti sér
stað.
Dagmóðir dæmd
fyrir árás á barn
Alvöru bókabúð og miklu meira
www.boksala.is
50-70%
afsláttur af erlendum
bókum og völdum
vörum.
15. mars til
20. apríl
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam-
þykkti á fundi sínum í gærkvöldi
nýtt deiliskipulag fyrir Framnesveg
9 til 11 þar sem gamla Sundhöll
Keflavíkur stendur. Deiliskipulagið
var samþykkt af meirihluta bæjar-
stjórnar auk fulltrúa Framsóknar-
flokksins en bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins greiddu atkvæði á
móti. Með nýju skipulagi gefst nú-
verandi eiganda svæðisins í kringum
sundlaugina tækifæri til þess að rífa
gömlu Sundhöllina og byggja á lóð-
inni fjölbýlishús.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, for-
ystumaður áhugahóps um verndun
gömlu Sundhallarinnar, segist vera
ósátt við að bæjarstjórn hafi sam-
þykkt nýtt deiliskipulag og það sé
sorglegt að hugsa til þess að gamla
Sundhöllin verði rifin.
„Sundhöllin er eitt af þremur hús-
um í Reykjanesbæ sem teiknað er af
Guðjóni Samúelssyni, og það er vel
hægt að finna þessu fallega húsi
hlutverk,“ segir Ragnheiður Elín.
Hún segir með ólíkindum að bæjar-
stjórn hafi samþykkt deiliskipulagið
þrátt fyrir að bent hafi verið á að
nefndarmaður í umhverfis- og skipu-
lagsráði sé hugsanlega vanhæfur til
þess að taka þátt í afgreiðslu málsins
vegna tengsla við eiganda hússins
sem er líka byggingarfyrirtækið sem
hefur rétt á framkvæmdum á lóðinni
eftir að deiliskipulag hefur verið
samþykkt.
„Þessi sami nefndarmaður hefur
áður talið sig vanhæfan við af-
greiðslur sem tengdust byggingar-
fyrirtækinu en í þessu máli er ein-
hverra hluta vegna annað upp á
teningnum. Sem skattgreiðanda í
Reykjanesbæ finnst mér ekki góð
stjórnsýsla að ganga svo frá málum
að bærinn skapi sér hugsanlega
skaðabótaskyldu gagnvart bygging-
arfyrirtækinu sem sé hugsanlega
komið með réttmætar væntingar um
leyfi til framkvæmda,“ segir Ragn-
heiður Elín og bætir við að áhuga-
hópurinn um verndun Sundhallar-
innar sé hvergi af baki dottinn. Hann
muni kæra hugsanlegt vanhæfni
fulltrúa meirihlutans í umhverfis- og
skipulagsráði og ef það dugi ekki til
verði óskað eftir skyndifriðun Minja-
stofnunar á gömlu Sundhöllinni. Það
verði allra leiða leitað til þess að
vernda húsið.
Guðbrandur Einarsson, forseti
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, seg-
ir að farið hafi verið að sveitarstjórn-
arlögum þegar deiliskipulagið var
samþykkt í umhverfis- og skipulags-
ráði Reykjanesbæjar.
„Fyrir bæjarstjórnarfundinn í dag
létum við kanna lögmæti afgreiðslu
umhverfis- og skiplagsráðs og það
kom í ljós að fulltrúi meirihlutans
var ekki vanhæfur við afgreiðslu
deiliskipulagsins samkvæmt 20. gr.
sveitarstjórnarlaga,“ segir Guð-
brandur og bætir við að það sé
nefndarmanna að meta hæfi sitt til
afgreiðslu mála.
„Það eru annars vegar stjórn-
sýslulög sem segja til um vanhæfi en
síðan eru það sveitarstjórnalög sem
taka yfir stjórnsýslulega þegar um
sveitarstjórnarmál er að ræða
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
er fulltrúinn ekki vanhæfur,“ segir
Guðbrandur sem telur að sjálfstæð-
ismenn séu að leita sér að tylliástæð-
um til að gera þetta mál tortryggi-
legt.
„Sjálfstæðismenn eru í leðjuslag
og þyrla upp moldviðri sem ekkert
er,“ segir Guðbrandur og gefur lítið
fyrir áhyggjur af því að Reykjanes-
bær geti hugsanlega hafa skapað sér
skaðabótaskyldu gagnvart bygging-
arfyrirtækinu sem fékk úthlutað lóð-
inni á Framnesvegi 9 til 11.
Guðbrandur segir að allir bæjar-
fulltrúar hafi lýst því yfir að það ætti
að rífa þetta hús á einhverjum tíma-
punkti og hann skilji ekki viðhorfs-
breytingu sjálfstæðismanna í mál-
inu.
„Menn eru held ég að nýta sér
þetta mál til þess að búa sér til stöðu
í aðdraganda sveitarstjórnarkosn-
inga,“ segir hann.
Pétur Ármannsson, sviðstjóri hjá
Minjastofnun, segir að stofnunin hafi
fundað með bæjaryfirvöldum í
Reykjanesbæ í gærmorgun og muni
funda með áhugahópi um verndun
Sundhallarinnar í vikunni. Hann
segir að skoða þurfi málið vel og það
sé ekki tímabært að ræða skyndifrið-
un Sundhallarinnar strax.
Pétur segir að nýtt deiliskipulag
fari nú til umfjöllunar hjá Skiplags-
stofnun og sjái stofnunin enga ann-
marka á skipulaginu né fái athuga-
semdir við það geti afgreiðsla
skipulagsins tekið allt að sex vikur.
Ef deiliskipulagið verði afgreitt
óbreytt eigi svo eftir að auglýsa það í
Stjórnartíðindum.
„Það er nógur tími til stefnu og við
munum skoða málið vel áður en um-
ræða verður tekin um það hvort
grípa eigi til skyndifriðunar,“ segir
Pétur.
Skyndifriðun er kostur í stöðunni
Heimilt að rífa Sundhöll Keflavíkur í kjölfar nýs deiliskipulags Fulltrúi meirihlutans gæti verið
vanhæfur Minjastofnun skoðar stöðuna Áhugahópur um Sundhöllina leitar allra leiða til verndunar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Minjar Sundhöll Keflavíkur er eitt af þremur húsum í Reykjanesbæ sem
Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði. Það á sér mikla sögu.