Morgunblaðið - 21.03.2018, Page 3

Morgunblaðið - 21.03.2018, Page 3
Miðasala í Hörpu sinfonia.is harpa.is 528 50 50 @icelandsymphony / #sinfó 19:3023. MARS Jón Leifs Edda II: Líf guðanna - frumflutningur Hermann Bäumer hljómsveitarstjóri Hanna Dóra Sturludóttir einsöngvari Elmar Gilbertsson einsöngvari Kristinn Sigmundsson einsöngvari Schola cantorum kór Hörður Áskelsson kórstjóri Edda er stærsta verk Jóns Leifs og eitt metnaðarfyllsta tónverk íslenskrar tónlistarsögu, risavaxin tónsmíð byggð á textum úr Eddukvæðum og Snorra-Eddu. Fyrsti hluti verksins, Edda I: Sköpun heimsins, var frumfluttur í heild árið 2006 og útgáfa verksins á geisladiski vakti heimsathygli og fékk frábæra dóma. Það er stórviðburður í íslensku tónlistarlífi að Edda II sem Jón Leifs samdi fyrir meira en hálfri öld og var á sínum tíma stærsta verk sem íslenskt tónskáld hafði samið, skuli nú loksins vera frumflutt. Tónleikakynning: Árni Heimir Ingólfsson fræðir gesti um Eddu í Kaldalóni miðvikudaginn 21. mars kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.