Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
Aðalfundur Samtaka sparifjáreigenda
verður haldinn á Hótel Sögu,
miðvikudaginn 28. mars n.k. kl. 17.00.
DAGSKRÁ
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
7. gr. samþykkta félagsins.
Réttur til fundarsetu er bundinn við félagsmenn.
Stjórn Samtaka sparifjáreigenda
lífeyrissjóðum án þess að þær fjár-
hæðir skerðist vegna tekna, þarf að
uppfylla ákveðin skilyrði. Viðkom-
andi þarf að vera orðinn 65 ára,
greiðslur frá TR og lífeyrissjóðum
þar sem einstaklingar hafa áunnið
sér réttindi, þurfa að hefjast sam-
tímis og samanlögð greiðsla frá TR
og lífeyrissjóði má ekki vera lægri
en sem nemur fullum lífeyri frá
Tryggingastofnun. Hann er í dag
239.484 kr. hjá lífeyrisþega í sambúð
og 300.000 hjá þeim sem búa einir.
Einnig er hægt að taka út hálfa
heimilisuppbót með hálfum lífeyri
og tekjur hafa ekki heldur áhrif á
þær greiðslur ef þessi kostur verður
fyrir valinu hjá eftirlaunaþegum.
að sjá sér hag í því miðað við þær
reglur sem breytingarnar eru
byggðar á.
Geta frestað til 80 ára aldurs
Aukinn sveigjanleiki í eftirlauna-
kerfinu snýr bæði að möguleika á að
flýta töku ellilífeyris gegn varan-
legri lækkun á mánaðarlegum ellilíf-
eyri eða að því að fresta henni til allt
að 80 ára aldurs og þá gegn varan-
legri hækkun fjárhæðarinnar.
Markmið breytinganna er að ein-
falda kerfið, auka möguleika á
sveigjanlegum starfslokum og
hvetja til aukinnar atvinnuþátttöku.
Svo hægt sé að taka út 50% ellilíf-
eyri hjá TR á móti 50% lífeyri frá
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Danska fyrirtækið DNAtest.dk býð-
ur upp á ýmis erfðafræðileg próf,
en athygli vekur hversu margir Ís-
lendingar eru í viðskiptum við það.
„Það eru um fimm manns á viku
sem eru í viðskiptum við okkur frá
Íslandi,“ segir Johannes Brejner,
eigandi fyrirtækisins, sem svaraði
sjálfur í símann sökum anna. Hann
segir það svo sem ekki mikið m.v.
heildarveltuna, en segir að fleiri Ís-
lendingar séu í viðskiptum við sig
en allir Kaupmannahafnarbúar,
jafnvel þó að þeir séu um þrefalt
fleiri en Íslendingar.
Brejner, sem stofnaði fyrirtækið
árið 1998, segir eftirspurnina fara
vaxandi, ekki síst frá Íslandi og að
þau séu nú að íhuga að gera vefsíðu
fyrirtækisins í enskri útgáfu, m.a.
til að geta þjónustað íslenska við-
skiptavini betur sem virðast eiga í
einhverju basli með dönskuna.
Sjónvarpsþættir hafi áhrif
Vinsælustu prófin sem Íslend-
ingar láta gera séu faðernispróf,
móðernispróf og systkinapróf, í
þessari röð að sögn Brejner. „Fólk í
dag er orðið mun áhugasamara um
uppruna sinn en áður, svo virðist
sem sjónvarpsþættir um fólk sem er
að leita uppruna síns hafi áhrif,“
segir Brejner, sem hefur svo sem
ekki sérstaka skýringu aðra á því
hvers vegna Íslendingar leiti til fyr-
irtækis hans í stórum stíl, en segir
að hugsanlega sé þjónustan hans
ódýrari og/eða fljótari en annað
sem Íslendingum standi til boða í
erfðafræðiprófum. Faðernispróf
hjá DNAtest.dk kostar t.d. 1.385
DKK, eða tæpar 23 þúsund krónur
og tekur tvo til fimm daga.
DNA-próf vinsæl
hjá Íslendingum
Danskt fyrirtæki hefur nóg að gera
DNA Erfðaefnið geymir upplýs-
ingar sem geta komið á óvart.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna
ákallinu í loftslagsmálum. Það sést
best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar
um mikinn metnað í þeim málum,“
segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra.
Tilefnið er gagnrýni fulltrúa lofts-
lagshreyfingarinnar á takmarkaðar
fjárveitingar til málaflokksins. Birtist
gagnrýnin m.a. á vinnustofu um þessi
mál hjá Toyota á Íslandi sl. föstudag.
Guðmundur Ingi segir að á þessu ári
muni ríkisstjórnin leggja fram að-
gerðaáætlun til ársins 2030 sem verði í
takt við markmið Parísarsamkomu-
lagsins í loftslagsmálum. Sú áætlun sé
nú í undirbúningi.
Þegar þessum
áfanga verður náð
taki við undirbún-
ingur að því mark-
miði í stjórnarsátt-
mála ríkis-
stjórnarinnar að
Ísland verði kol-
efnishlutlaust
samfélag árið
2040. „Þetta er
stór og mikil
áskorun sem hefur ekki áður verið á
borði stjórnvalda,“ segir Guðmundur
Ingi.
Spurður um þá gagnrýni nokkurra
fulltrúa loftslagshreyfingarinnar að
fjármunir hafi ekki fylgt yfirlýsingum
stjórnvalda vísar hann til áforma.
„Við megum ekki gleyma því að
ríkisstjórnin er aðeins þriggja mánaða
gömul. Ég tek undir að auka þarf fjár-
veitingar til loftslagsmála. Það þarf að
setja fjármagn í að draga úr losun, í ný-
sköpun og bindingu kolefnis. Þetta eru
atriði sem við erum að vinna að í ráðu-
neytinu og munum setja fram áætlanir
um síðar í ár.“
Rangt að hafna leiðum
Borið hefur á deilum innan ólíkra
hópa loftslagshreyfingarinnar að
undanförnu. Meðal annars er deilt um
hvort endurheimt votlendis eða skóg-
rækt sé heppilegri leið til að binda kol-
efni í andrúmsloftinu.
Guðmundur Ingi segir hreyfinguna
ná meiri árangri sé hún samstillt.
„Ég beini því til alls þessa góða fólks
að þetta er samvinna en ekki sam-
keppni. Hjá stjórnvöldum og þeim sem
undir þau heyra hvílir sú skylda að
sinna þessu ákalli í loftslagsmálum. Við
höfum ekki efni á því að sniðganga ein-
hverja eina leið fremur en aðra, heldur
þurfum við að líta til þeirra allra og sjá
hvernig við getum nýtt þær sem allra
best.“
Guðmundur Ingi segir stjórnvöld
jafnframt þurfa að skýra betur hvernig
þau útdeila stuðningi til verkefna á
sviði kolefnisbindingar, hvort heldur
sem þau eru í formi skógræktar, land-
græðslu eða endurheimt votlendis.
„Ég hyggst vinna að því að skil-
greina betur hvernig það verði gert og
þá hvernig stuðningur hins opinbera
við aðgerðir taki mið af heildstæðri
stefnumörkun um landnotkun í þágu
margþættra markmiða loftslagsmála,
baráttunnar gegn landeyðingu og
verndun líffræðilegrar fjölbreytni,“
segir Guðmundur Ingi sem telur að-
spurður að skort hafi á heildstæða
stefnu um landnýtingu. Ein leið til að
taka á því sé í gegnum svonefnda
landsskipulagsstefnu.
Horfa líka til Kolviðar
Reynir Kristinsson, stjórnarformað-
ur Kolviðar, hefur gagnrýnt stjórnvöld
fyrir að þiggja ekki boð um að kolefnis-
jafna ríkisreksturinn.
Guðmundur Ingi segist ekki viss
hvort Reynir eigi við núverandi ríkis-
stjórn. Hún hafi fyrir hálfum mánuði
samþykkt að undirbúa áætlun sem hafi
það markmið að ráðuneytin verði kol-
efnishlutlaus. Leitað verði til fjöl-
breyttra aðila vegna þess verkefnis.
Kynna loftslagsáætlun síðar í ár
Umhverfisráðherra boðar auknar fjárveitingar Hvetur loftslagshreyfingar til að slíðra sverðin
Heildstæð landnýtingarstefna fyrir Ísland í undirbúningi Skilgreina þarf stuðning ríkisins betur
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Venjan er sú að taka ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins hefst við 67
ára aldur en samkvæmt skýringum á vef TR koma til sérútreikningar ef
menn velja að taka hálfan ellilífeyri fyrr eða seinna.
Ef töku er flýtt til 65 ára aldurs lækkar sá hluti lífeyrisins sem er tekinn
en frestaði hlutinn hækkar ef honum er frestað fram yfir 67 ára aldur.
Hægt er að fresta töku allt til áttræðs eins og fyrr segir og þá kemur til
hækkun á þann hluta mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna sem tekinn er eftir
67 ára aldur og frestaði hlutinn heldur áfram að hækka þar til fullur ellilíf-
eyrir er tekinn.
Einstaklingar geta unnið samhliða töku hálfs lífeyris frá og með 65 ára
aldri þar sem tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.
Þetta gildir um allar skattskyldar tekjur, s.s. atvinnutekjur, lífeyrissjóðs-
tekjur og fjármagnstekjur.
Lífeyrir lækkar ef töku er flýtt
HÆGT AÐ FLÝTA EÐA FRESTA TÖKU HÁLFS ELLILÍFEYRIS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sveigjanleiki hefur verið aukinn á
töku ellilífeyris og verður 65 ára og
eldri gert kleift á þessu ári að taka
út hálfan ellilífeyri hjá Trygginga-
stofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri
hjá lífeyrissjóði. Tekjur viðkomandi
hafa þá engin áhrif á upphæð ellilíf-
eyrisins ef töku hans er flýtt með
þessum hætti. Gildir það þar til líf-
eyristaka hefst að fullu.
Lífeyrissjóðir breyta
samþykktum sínum
Breytingin um sveigjanlega töku
ellilífeyris tók gildi 1. janúar sl. og
byggist á lögunum um ellilífeyri sem
tóku gildi 1. janúar 2017 en lífeyris-
sjóðir hafa þurft lengri tíma til
undirbúnings því breyta þarf sam-
þykktum sjóðanna. Verður það gert
á aðalfundum sjóðanna á næstu vik-
um, verður m.a. tillaga stjórnar Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna að
breytingum á samþykktum sjóðsins
vegna aukins sveigjanleika lögð
fram til umræðu og afgreiðslu á árs-
fundi í dag.
Skv. upplýsingum Þórhalls B.
Jósepssonar, fjölmiðlafulltrúa Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna, er gert
ráð fyrir að þessi breyting öðlist
gildi hjá sjóðnum 1. september nk.
Aðspurður á hann ekki von á að
stór fjöldi sjóðfélaga muni nýta sér
þennan möguleika þar sem viðkom-
andi þurfa væntanlega að hafa
áunnið sér rífleg lífeyrisréttindi til
Morgunblaðið/Eggert
Lífeyrisréttindi Þegar lífeyrissjóðir hafa breytt samþykktum sínum verður hægt að fá greiddan hálfan ellilífeyri
hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum frá og með 65 ára aldri að skilyrðum uppfylltum.
Geta tekið út hálfan
ellilífeyri 65 ára
Tekjur hafa engin áhrif á greiðslur hálfs lífeyris frá TR