Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Snautaðu aftur inn í eldhús,andskotans kerlingar-skassið þitt!“ hrópar æsturaðdáandi í áhorfendastúk-
unni þegar glímukappi að nafni
Moonbeam, eða Mánaskin, í pallí-
ettuskreyttum hlébarðabúningi og
háum stígvélum, tekur vinstri krók á
andstæðing sinn, beljaka mikinn,
sem kallar sig Nazi Warrior, eða
Nasista stríðsmann.
Mánaskin lætur frammíköll
ekki slá sig út af laginu. Þvert á móti
segir hún það „mjög fallegt“ þegar
karlkyns aðdáendur hreyta í hana
svívirðingum af þessu tagi. „Það
þýðir að maður stendur sig vel, ögr-
ar þeim og að þeir fái útrás fyrir
streitu,“ sagði hún blaðamanni AFP-
fréttaveitunnar á dögunum þegar
hann fylgdist með glímukeppni með
yfirskriftinni „Stríð kynjanna“.
Keppni sem að hans sögn var engin
venjuleg mexíkósk glímukeppni,
heldur hörku átök milli þriggja
kvenna og þriggja karla, mun stærri
en þær á alla kanta.
„Með því að öskra fá karlarnir
útrás fyrir reiði sína og vanmáttar-
kennd í stað þess að lemja konurnar
sínar þegar þeir koma heim,“ út-
skýrði Mánaskin, sem er 42ja ára og
þriggja barna móðir. Hún segist
elska að berjast í blandaðri keppni,
karla og kvenna, sem hún lítur á sem
valdabaráttu. „Við viljum sýna al-
menningi og mótherjum okkar að
við getum líka farið í glímu, hún er
ekki bara fyrir stóra, sterka karla.
Við erum hæfileikaríkar, við vitum
hvernig á að berjast og við getum
sigrað þá,“ bætti hún galvösk við.
Afrekaskrá hennar vitnar um að
Mánaskin fer ekki með staðlausa
stafi; hún hefur sigrað næstum sjö-
tíu karlkyns andstæðinga á fimmtán
Kynleg glíma kynjanna
Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin,
Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla
kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Í landi þar sem karlremban á sér djúpar
rætur og konur eru myrtar og þeim nauðgað í þúsundavís á hverju ári, speglar
keppnin aukinn styrk kvenna. Glímudrottningarnar eru a.m.k. hvergi bangnar.
AFP
Stríð kynjanna Mánaskin slær Pambacin-trúðinn kaldan fyrir framan
áhorfendur, sem eru af báðum kynjum og á öllum aldri – og sumir með snuð.
AFP
Í góðri þjálfun Þær Mánaskin og Lilly stjarna eru báðar í þjálfun hjá eig-
inmanni þeirrar fyrrnefndu, sem einnig er glímukappi.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju
MYND ER MINNING
Fermingarmyndir
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Félag áhugafólks um Downs-heilkenni
fagnar Alþjóðlega Downs-deginum,
sem er í dag, 21. mars, með samkomu í
veislusal Þróttar í Laugardalnum, milli
kl. 17 og 19.
Sameinuðu þjóðirnar lýstu því
formlega yfir árið 2011 að þessi dagur
væri alþjóðadagur Downs-heilkennis
og markmiðið væri að auka vitund og
minnka aðgreiningu. Dagsetningin er
táknræn að því leyti að hún vísar til
þess að Downs-heilkenni er orsakað af
aukalitningi í litningi 21, þ.e. þrjú ein-
tök af litningi 21 - 21.03.
Allir eru velkomnir á samkomuna
þar sem hátíðarskapið ræður ríkjum
og Friðrik Dór mun gleðja gesti með
nokkrum lögum.
Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag
Gleði Á samkomunni í dag mun gleðin taka völdin eins og jafnan á þessum degi.
Margbreytileikanum fagnað
Andri Steinþór Björnsson, prófessor
við Sálfræðideild Háskóla Íslands,
fjallar um áhrif hugsana um eigið útlit
á líðan ungmenna kl. 12 - 13 á morgun,
fimmtudaginn 22. mars, í hátíðarsal
Háskóla Íslands. Erindið er í röðinni
Háskólinn og samfélagið - Best fyrir
börnin.
Andri leitast við að varpa ljósi á það
af hverju útlit skiptir okkur máli og
hvenær sú áhersla verður að sálræn-
um vanda, á borð við átraskanir og lík-
amsskynjunarröskun sem er algeng
og oft alvarleg geðröskun.
„Líkamsskynjunarröskun einkenn-
ist af áleitnum hugsunum um útlits-
galla sem eru ekki til staðar. Til þess
að greinast með röskunina þarf fólk
að hugsa um þessa líkamshluta og
eigið útlit í minnst klukkutíma á dag,
auk þess sem það bregst við þessum
hugsunum með einhverjum hættim
eins og með því að horfa tímunum
saman í spegil, bera sig endurtekið
saman við annað fólk, fela líkamshluta
með farða, fötum eða með öðrum leið-
um, og fara í endurteknar lýtaaðgerð-
ir. Yfirleitt veldur þessi geðröskun
mikilli vanlíðan og hefur talsverð nei-
kvæð áhrif á líf fólks,“ segir Andri
Steinþór sem hefur í rannsóknum sín-
um og klínískum störfum sérhæft sig í
líkamsskynjunarröskun og félagsfælni
og þætti áfalla í sálrænum vanda.
Háskólinn og samfélagið - Best fyrir börnin
Af hverju skiptir útlitið máli?
Líkamsskynjunarröskun Að spegla sig tímunum saman og bera sig endur-
tekið saman við annað fólk getur bent til líkamsskynjunarröskunar.
Getty Images/iStock photo