Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 13
Mánaskin.
ára ferli sínum sem glímukappi.
Blönduð keppni kynjanna eins
og hér um ræðir segir blaðamaður
AFP að spegli að mörgu leyti sam-
skipti kynjanna í Mexíkó. Í landi þar
sem karlremba á sér djúpar rætur
og þar sem konur berjast fyrir jafn-
rétti og eru myrtar og þeim nauðgað
í þúsundavís á hverju ári.
Skurðir og sár
Glíma er feikilega vinsæl hjá
áhorfendum og í Mexíkó flokkast
hún mitt á milli þess að vera alvöru
íþrótt og skemmtun. Glímukapp-
arnir, sem kalla sig skringilegum
nöfnum, með fáránlegar grímur og í
búningum í stíl, skapa enda heil-
mikið sjónarspil. Úrslitin eru ekki
ákvörðuð fyrirfram, fullyrðir Mána-
skin og glímusystur hennar, þær
Melisa, Legna prinsessa og Lilly
stjarna. En höggin eru sannarlega
raunveruleg, allar þjást af bakverkj-
um og fót- og handleggir þeirra eru
alsettir skurðum, skrámum og mar-
blettum. Þá mega þær þola kynja-
misrétti og gagnrýni – stundum af
hálfu fjölskyldna sinna – fyrir að
keppa í karlaíþrótt. „Fjórar af hverj-
um fimm keppnum eru bara fyrir
karla,“ segir Legna prinsessa sem
skartar grænblárri grímu.
Kvenkyns glímukappar þurfa
yfirleitt að deila búningsklefum með
körlunum og stundum segir Legna
prinsessa að þeir áreiti þær með
augunum. Nasista stríðsmaðurinn,
sem fullyrðir að hann hafi einungis
valið nafnið vegna þess að það hljómi
svo ógnvekjandi, segir að hann reyni
að vera ekki eins ruddalegur þegar
hann berst við konur í hringnum.
„Ofbeldi gagnvart konum er „í lagi“
upp að vissu marki,“ sagði hann í
gríni við blaðamann AFP áður en
hann klifraði upp á sviðið ásamt
móður sinni, glímukappa sem kallar
sig Swastika.
Eiginmaður Mánaskins og
þjálfari, Gabriel Martinez, sem einn-
ig er glímukappi, segir að hann kom-
ist í uppnám þegar kona hans meið-
ist í hringnum. „En þetta er vinnan
hennar og gjaldið sem hún þarf að
greiða fyrir að gera það sem hana
langar til að gera,“ bætir hann við.
Öðruvísi líf
Kófsveitt vippar Mánaskin sér
frá köðlunum og stefnir að miklu
stærri andstæðingi, sem kallaður er
Pambacin-trúðurinn og slær hann
kaldan. Hún segist alltaf hafa viljað
verða eitthvað annað en húsmóðir.
Og sé heppnari en margar mexí-
kóskar konur, ekki aðeins með að
eiginmaður hennar sé femínisti held-
ur hafi faðir hennar alltaf stutt hana
skilyrðislaust. „Ég á starfsframann
pabba að þakka. Hann borgaði lík-
amsræktarkortið mitt, keypti handa
mér íþróttaskó og hefur alltaf verið
stoltur af mér,“ segir hún.
Mánaskin býr og þjálfar í einu
fátækasta ríki í Mexíkó, skammt frá
höfuðborginni, þar sem ofbeldi
gagnvart konum er það mesta á
landsvísu, 301 kona var myrt þar í
fyrra. Hún lauk ekki gagnfræðaprófi
frekar en margar konur á þessum
slóðum, en segir að sem glímukappi
hafi hún öðlast „öðruvísi“ virðingu
sem hún hefði ekki fengið vegna
skólagráðu. Öllum þyki til dæmis af-
skaplega mikið til um ef einhver úr
fjölskyldunni fær mynd af sér með
glímukappa.
Lilly stjarna, fíngerð 28 ára
kona, sem sinnir móðurhlutverki
sínu þegar hún er ekki að glíma, tek-
ur í sama streng. „Maður verður
hamingjusamur þegar fólk fagnar
og dáist að manni,“ segir hún.
Stuðlað að ofbeldi?
Eiginmaður Mánaskins segir að
glíma hjálpi konum að horfast í augu
við óttann og eiginmenn sína, sem
oft kúgi þær. Konurnar sem hann
þjálfi mæti oft á æfingar með skurði
og marbletti eftir heimilisofbeldi.
Hann segir glímu auka þeim sjálfs-
virðingu og kenni þeim að verjast.
Tania stríðsmaður, rúmlega fertug,
hvíthærð og gamalreynd í faginu lít-
ur öðrum augum á málið. Henni
finnst glímukeppni milli kynjanna
hættuleg. „Við erum að reyna að
stemma stigu við ofbeldi gegn kon-
um. Hvaða skilaboð sendum við til
áhorfenda þegar við stillum konum
upp gegn körlum, sem eru svo miklu
stærri en þær? spyr hún.
Slíkt virtist blaðamanni AFP-
fréttaveitunnar þó ekki þvælast fyr-
ir Mánaskini og vinkonum hennar í
keppninni Stríði kynjanna. Eftir að
hafa þolað olnbogaskot, barsmíðar
og hártog tókst þeim að tryggja sér
sigur þegar Nasista stríðsmaðurinn
fékk bylmingshögg í magann. Áhorf-
endur fögnuðu eða púuðu og hróp-
uðu hver í kapp við annan, al-
gjörlega frávita af æsingi.
Legna prinsessa. Kristal. Lilly stjarna.
AFP
Hvergi smeyk Mánaskin og hinar glímudrottningarnar glíma oft við karla
sem miðað við þær að minnsta kosti eru miklir rumar og óárennilegir.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
Hildur Björnsdóttir, myndlistarkona,
verður gestur Gunnars Hersveins,
rithöfundar og heimspekings, á
heimspekikaffi kl. 19.30 í kvöld,
miðvikudaginn 21. mars, í Borgar-
bókasafninu í Gerðubergi. Þar
stendur yfir ljósmyndasýning Hild-
ar, Fjölþing og byrjar hún kvöldið
með leiðsögn um sýninguna.
Yfirskrift heimspekikaffisins er
Hamingja og frelsi annarra og
munu þau Gunnar og Hildur m.a.
velta fyrir sér hvernig við getum
stuðlað að gagnkvæmri virðingu og
skilningi á milli ólíkra menningar-
heima og hvernig hamingja og
frelsi birtast þar sem fátækt ein-
kennir mannlífið? Þau munu ræða
ferðalög um framandi heima og spá
í spurningar um frelsi, tjáningu,
samfélög manna og trúarbrögð í til-
efni af ljósmyndasýningunni, en
Hildur tók myndirnar á ferðalögum
sínum um Asíu þar sem hún kynnt-
ist fjölbreyttri menningu, trúar-
brögðum og lífsháttum.
Heimspekikaffið í Gerðubergi
hefur verið vinsælt undanfarin
misseri, en þar er fjallað á manna-
máli um hvers konar líferni er eft-
irsóknarvert. Gestir taka virkan
þátt í umræðum og hafa margir
fengið gott veganesti eftir kvöldin
og hugðarefni til ræða frekar.
Heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld
Hamingja og frelsi annarra
Líf og list Hildur Björnsdóttir og Gunnar Hersveinn ræða stóru málin.