Morgunblaðið - 21.03.2018, Page 14
Félagsmönnum í stéttarfélaginu
VR fjölgar ört og var metfjölgun
félagsmanna á seinasta ári að
sögn Ragnars Þórs Ingólfs-
sonar, formanns VR. Þessar
upplýsingar komu fram á aðal-
fundi félagsins í fyrrakvöld sem
var vel sóttur. Heildarfjöldi
félagsmanna taldi rúmlega 35
þúsund í lok seinasta árs.
35 þúsund
félagsmenn
METFJÖLGUN Í VR Í FYRRA
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dæmi eru um að fasteignagjöld á at-
vinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækk-
að um 35% á árunum 2016-18.
Atvinnurekandi í Reykjavík sem
óskaði nafnleyndar sýndi Morgun-
blaðinu álögð fasteignagjöld á atvinnu-
húsnæði í hans eigu. Hann óskaði þess
jafnframt að nákvæmar tölur um
gjöldin yrðu ekki birtar.
Gjöldin hækkuðu um 13% milli ára
2016 og 2017 og svo aftur um 20% milli
ára 2017 og 2018. Hækkun milli ára
2016-18 var því alls 35%. Gagnrýndi
maðurinn þessar hækkanir.
Samkvæmt Árbók sveitarfélaga
skiluðu fasteignagjöld á atvinnu-
húsnæði í Reykjavík 8,42 milljörðum
króna 2015 en 10,67 milljörðum árið
2017. Það er 27% hækkun. Tölur fyrir
árið 2018 liggja ekki fyrir.
Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í
Reykjavík eru nú í löglegu hámarki
sem er 1,65% af markaðsvirði eigna.
Hækkuðu um 27% í borginni
Samanburður milli sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að
fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði
hækkuðu hlutfallslega mest í Reykja-
vík árin 2015-17, eða um 26,6%. Garða-
bær var í öðru sæti en þar var hækk-
unin 23,8%. Hækkun í hinum sveitar-
félögunum var undir 20% á tímabilinu.
Alls innheimti Reykjavík 10,7 millj-
arða í fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði
í fyrra. Það voru margföld samanlögð
gjöld hinna sveitarfélaganna. Vægi
Reykjavíkur er því mikið í gjöldunum
og hífir aukningin í borginni upp með-
altal höfuðborgarsvæðisins.
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda, segir
fulltrúa borgarinnar ekki hafa svarað
efnislega spurningum félagsins um
hækkun fasteignagjalda á
atvinnuhúsnæði.
„Það er deginum ljósara að borgin
hefur mokað inn mörgum milljörðum í
aukna skattbyrði á fyrirtæki án þess
að það sé neitt að
gerast í rekstri
langflestra þess-
ara fyrirtækja
sem endurspeglar
það.
Hækkun á
markaðsvirði fast-
eignar, sem álagn-
ing fasteigna-
gjaldsins byggist
á, endurspeglar
ekki endilega aukinn hagnað eða
tekjur, sem gerir fyrirtækinu kleift að
standa undir þessari auknu skatt-
byrði. Borgin hefur einfaldlega ekki
verið til viðtals um að gera eins og
nokkur af nágrannasveitarfélögunum
hafa gert, sem er að lækka álagning-
arprósentuna og sýna þannig fyr-
irtækjum sömu sanngirni og eig-
endum íbúðarhúsnæðis. Álagningin er
í löglegum toppi.“
Ólafur segir Félag atvinnurekenda
hafa óskað skýringa á afstöðu Reykja-
víkurborgar en án árangurs.
„Þegar við höfum skrifað borginni
og farið fram á rökstuðning fyrir að
beita 25% álagi á fasteignagjöldin, sem
heimild er fyrir í lögum, hefur enginn
rökstuðningur komið. Þegar við höf-
um beðið um sundurliðun á kostnaði
við að þjónusta fyrirtæki fáum við
engin svör. Það segir í greinargerð
með lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga að fasteignagjaldið eigi ekki að
vera eignaskattur heldur endurgjald
fyrir veitta þjónustu,“ segir Ólafur.
Tíðindi af málsókn á næstunni
Fyrirtæki innan raða Félags at-
vinnurekenda hafa undirbúið málsókn
gegn Reykjavíkurborg þar sem látið
verður reyna á beitingu álagsins og
ýmsa þætti útreiknings og álagningar
fasteignagjalda. Ólafur segir frétta af
þeim þætti málsins að vænta á næstu
vikum.
Gjöldin hækkuðu um
35% árin 2016- 2018
Atvinnurekandi gagnrýnir fasteignagjöld í Reykjavík
Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði 2015-2017
15
10
5
0
milljarðar kr.
2015 2016 2017
Heimild: Árbækur sveitarfélaganna
30%
20%
10%
0%
Reykjavík Kópa-
vogur
Seltjarn-
arnes
Hafnar-
fjörður
Garða-
bær
Mosfells-
bær
Breyting
2015 2016 2017 2015-16 2016-17 2015-17
Reykjavík 8.423 9.487 10.666 12,6% 12,4% 26,6%
Kópavogur 1.465 1.603 1.733 9,4% 8,1% 18,3%
Seltjarnarnes 45 46 49 2,9% 6,9% 10,0%
Hafnarfjörður 1.379 1.472 1.573 6,8% 6,9% 14,1%
Garðabær 497 560 615 12,8% 9,8% 23,8%
Mosfellsbær 212 231 248 8,8% 7,1% 16,5%
Alls 12.020 13.400 14.884 11,5% 11,1% 23,8%
Höfuðborgarsvæðið, milljónir kr.
Höfuðborgarsvæðið alls Höfuðborgarsvæðið, breyting 2015 til 2017
14,9
13,4
12,0
17%
24%
14%
10%
18%
27%
Ólafur
Stephensen
Tillaga um að lengja kjörtímabil
stjórnarmanna og formanns VR úr
tveimur árum í fjögur ár náði ekki
fram að ganga á aðalfundi félagsins í
fyrrakvöld. Samkvæmt reglum fé-
lagsins er formaður kosinn til tveggja
ára í senn og kjörtímabil stjórnar-
manna er einnig tvö ár en helmingur
stjórnarmanna er kosinn árlega.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir að þetta mál hafi upphaf-
lega verið lagt fram á árinu 2014 í for-
mannstíð Ólafíu B. Rafnsdóttur, fyrr-
verandi formanns VR, en verið fellt
þá á aðalfundi vegna þess að það hafði
ekki fengið næga kynningu. Þeirri
vinnu var síðan haldið áfram og eftir
frekari kynningu var það lagt fram á
nýjan leik á fundinum í fyrrakvöld.
Fékk tillagan 60% atkvæða en þurfti
66% til að ná fram að ganga.
Ragnar Þór segir þetta snúast um
að sumum finnist of mikið að kjósa til
stjórnar á hverju ári. ,,Ég hef alltaf
verið annarrar skoðunar sjálfur en
þetta var tillaga stjórnar þannig að ég
setti mig ekki upp á mótið því,“ segir
hann.
Tekjur félagsins jukust um 13,3% í
fyrra og voru samtals 3,9 milljarðar
kr. Gjöldin jukust um 20,6% og eru
samtals 3,6 milljarðar króna.
omfr@mbl.is
Tillaga stjórnar felld
Tillaga um að
lengja kjörtímabil
í VR í 4 ár felld
Árvakur/Golli
Verslun Félagsmenn VR eru nú
orðnir 35.231 og fjölgaði í fyrra.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Í rúman áratug hefur verið vaxandi
áhersla á sjálfbærni í skipulagi á
Norðurlöndum. Dr. Sigríður Krist-
jánsdóttir, lektor
í skipulags-
fræðum við
Landbúnaðarhá-
skólann á Hólum,
ritstýrði og skrif-
aði í nýja bók um
skipulagsfræði á
Norðurlöndum,
Nordic Experien-
ces of Sustain-
able Planning,
Policy and Prac-
tice. Bókin er ritrýnd og gefin út af
Routledge og útgáfuhóf verður
haldið í Þjóðminjasafni Íslands á
milli kl. 16 og 18 í dag þar sem Sig-
ríður kynnir bókina. Sjálf skrifaði
hún fimm kafla af átján, en aðrir
kaflar eru skrifaðir af skipulags-
sérfræðingum víða að af Norður-
löndunum. Í bókinni er m.a. leitast
við að svara spurningum um hvort
sé að verða stefnubreyting í skipu-
lagi og rannsóknum í skipulags-
málum er varðar sjálfbærni og
hvort sjálfbærniumræðan sé að
leiða til pattstöðu í skipulagi.
„Í sjálfbærri þróun erum við að
tala um efnahagskerfið, náttúruna,
samfélagið og félagslegan jöfnuð.
Að skipulagið eigi að finna jafnvægi
á milli þessara þátta er mikil áskor-
un. Í bókinni set ég fram skipulags-
pýramída og byggi bókina upp á
honum. Þá er ég að horfa á horn-
steinana sem eru náttúran, hag-
kerfið, stjórnsýslan og lagaramm-
inn. Þessir þrír þættir ákvarða
rammann sem skipulagið passar
inn í. Svo verður skipulagið að
byggðu umhverfi, við búum til leik-
svið til að lifa í. En í skipulagi
verða stundum árekstrar á milli
hagsmuna, t.d. náttúran og efna-
hagskerfið, eigum við að virkja eða
ekki og svo hvernig. Líka hvernig
náttúrufarslegum og hagrænum
gæðum er deilt svo að allir geti haft
jafnan aðgang að þeim,“ segir Sig-
ríður..Í bókinni er yfirlit skipulags-
kerfa á Norðurlöndum þar sem
vaxandi áhersla á sjálfbærni er
dregin fram, en að sögn Sigríðar er
skipulag þar norrænni velferðar-
hugsun.
Í bókinni rýna valinkunnir fræði-
menn á sviði skipulagsfræða, borg-
arhönnunar, arkitektúrs, landslags-
hönnunar, hagfræði, fasteignamála
og ferðamennsku hvernig hug-
myndin um sjálfbærni hefur mótað
rannsóknir í skipulagsmálum á
Norðurlöndum.
Teikning/Sigríður Kristjánsdóttir
Skipulagspýramídinn Sigríður byggir bókina á grunnstoðum í skipulags-
fræðum sem hún stillir upp sjónrænt sem þrívíðum pýramída.
Sjálfbærni og patt-
staða í skipulagi
Ný fræðibók um skipulagsmál
Sigríður
Kristjánsdóttir