Morgunblaðið - 21.03.2018, Side 19

Morgunblaðið - 21.03.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 Fuglabað Þeir voru heldur betur kátir þessir fiðruðu félagar sem skelltu sér saman í bað með tilheyrandi skvettugangi. Það er vorhugur í fuglunum og eins gott að þrífa sig fyrir pörun. Kristinn Magnússon Sá sem ekki hefur setið landsfundi Sjálf- stæðisflokksins á erf- itt með að skilja og skynja þann ótrúlega kraft sem sjálfstæðis- menn um allt land búa yfir. Sá sem ekki hefur reynt áttar sig illa á því hvernig hægt er að móta stefnu stjórn- málaflokks með þátt- töku á annað þúsund manns. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins er eins konar suðupottur hug- mynda og hugsjóna, þar sem kraumar vel undir. Tekist er á um einstök mál af festu, stundum hörku en með hreinskiptnum hætti. Stjórnmálaflokkur sem forðast átök, nýjar hugmyndir og skoðana- skipti, fær aldrei byr í seglin. Í lognmollu felst dauði og þá dugar ekki að reyna að rugga bara bátn- um. Líkt og oft áður létu ungir sjálf- stæðismenn til sín taka á landsfund- inum um liðna helgi, með skýrum málflutningi og beittum tillögum sem náðu flestar fram að ganga. Á landsfundi er dagskrárvaldið í höndum landsfundarfulltrúa sem koma alls staðar að af landinu – sjó- menn og útgerðarmenn, bændur og iðnaðarmenn, kennarar og for- stjórar, læknar og eldri borgarar, framhaldsskólanemendur og há- skólastúdentar, forritarar og versl- unarmenn, fiskeldismenn og nátt- úruverndarsinnar. Þverskurður þjóðarinnar sem sameinast undir gömlu kjörorði; stétt með stétt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sló tóninn í setningar- ræðu síðastliðinn föstudag: „Ég stend hér og segi ykkur að stefna Sjálfstæðisflokksins hefur gert lífið betra fyrir Íslendinga í gegnum tíðina. Við höfum byggt allt okkar starf á trúnni á frelsi einstaklingins. Að hlutverk stjórn- valda væri að hvetja og styðja við framtakssemi fólks. Við það myndi kakan stækka og allir njóta góðs af því. Síðustu ár eru sönnun þess að sú kenning er rétt. Við getum verið stolt af árangrinum.“ Báknið burt Í stjórnmálaályktun fundarins er undirstrikað að skattkerfi og reglu- verk atvinnulífsins eigi að vera ein- falt og sanngjarnt og að lækka þurfi skatta. Bent er á það sem öllum ætti að vera augljóst en virðist vefj- ast fyrir mörgum: „Atvinnufrelsi, virk samkeppni og hagkvæm nýting auðlinda eru forsendur efnahags- legra framfara og undirstaða vel- ferðarkerfisins.“ „Ríki sem reynir að sinna verk- efnum sem aðrir geta séð um og gerir það í þokkabót illa, er bákn,“ sagði Bjarni Benediktsson í setn- ingarræðunni og bætti við: „Þegar hið opinbera kæfir fram- takssamt fólk í skriffinnsku, lætur það þvælast milli stofnana með eyðublöðin, er það bákn. Sama gild- ir ef innheimtir skattar og gjöld fara í of miklum mæli í óþarfa út- gjöld. Losum okkur við slíkt bákn, en verum á móti stolt af því þegar okk- ur vex styrkur til að gera betur í mikilvægri opinberri þjónustu.“ Ég fullyrði að enginn annar for- maður stjórnmálaflokks á Íslandi talar með þeim hætti sem Bjarni gerir eða sýnir meiri skilning á því hve mikilvæg það er að opinberir aðilar séu ekki að leggja steina í götur frumkvöðla og sjálfstæðra at- vinnurekenda en um leið sé staðið myndarlega að velferðar- og menntamálum. Hann vill einfalda samskiptin við hið opinbera og inn- leiða rafræna stjórnsýslu. Taka op- inberar leyfisveitingar til gagn- gerrar endurskoðunar – snúa kerfinu á rönguna og ganga „út frá því að fólk í atvinnurekstri vilji al- mennt standa sína plikt“. Pólitískur kraftur Styrkur Sjálfstæðisflokksins felst ekki síst í því dagskrárvaldi sem al- mennir flokksmenn hafa á lands- fundum. Fulltrúar á landsfundi eru bakbein flokksins um allt land. Þeir eru tilbúnir að taka þátt í pólitísku starfi til að hafa áhrif á samfélagið – gera lífið betra fyrir alla. Skoðanir eru skiptar í mörgum málum en undir gunnfána frelsis eru allir þess fullvissir að Íslendingum vegni best þegar einstaklingurinn fær að njóta sín, fær svigrúm til athafna. Á landsfund kemur saman fólk sem vill koma böndum á ríkisvaldið – fólk sem hafnar sérréttindum en berst fyrir því að hver og einn fái að vera hann sjálfur, að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti jafnra tækifæra í líf- inu. Það er engin tilviljun að sjálf- stæðismenn leggja áherslu á öflugt menntakerfi eða eins og Bjarni Benediktsson sagði í ræðu sinni: „Menntakerfið er besta tækið sem við eigum til að tryggja að börnin okkar búi við jöfn tækifæri þegar þau halda af stað út í lífið. Með góð- um skólum getum við hjálpað öllum, lyft öllum þannig að öll börn séu í færum að nýta það sem í þeim býr.“ Mér hefur alltaf fundist magnað að upplifa hvernig samkeppni hug- mynda og skoðanaskipti á lands- fundi leysa úr læðingi pólitískan kraft. Landsfundurinn um liðna helgi var þar engin undantekning. Bjarni Benediktsson hefur aldrei staðið sterkar sem formaður en hann var endurkjörinn með yfir 96% atkvæða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlaut glæsilega kosn- ingu í embætti varaformanns eða tæp 96%. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir sem var endurkjörin ritari með tæp 94% atkvæða. Umboð þeirra þriggja er skýrt og þau fara vel nestuð af landsfundi. Fyrir þann sem hér skrifar var það sérstaklega ánægjulegt að hlusta á framboðsræðu Þórdísar Kolbrúnar síðastliðinn laugardag þar sem hún undirstrikaði að Sjálf- stæðisflokkurinn væri flokkur tæki- færanna – tækifæra hins venjulega manns: „Við sjálfstæðismenn eigum er- indi við framtíðina, af því að við skiljum hvers hún krefst af okkur. Hún krefst þess að einstaklings- frelsi og athafnafrelsi blómstri sem aldrei fyrr, í allra þágu. Því að þannig nær venjulegt fólk óvenju- legum árangri.“ „Að nenna að leggja á sig “ Konur voru áberandi í öllu starfi á landsfundinum og hafa aldrei ver- ið í sterkari stöðu til að móta og skerpa stefnu flokksins á komandi árum. Í átta málefnanefndum sem kosið var í eru konur í meirihluta sjö nefnda og formenn í fimm. Af þeim sem náðu kjöri í stjórnir mál- efnanefndanna voru 26 konur og 14 karlar. Konur leika því lykilhlut- verk þegar kemur að því að efna lof- orð Sjálfstæðisflokksins um að gera lífið betra fyrir alla. En auðvitað skiptir það litlu hvort það er karl eða kona sem tek- ur að sér að móta stefnu stjórn- málaflokks, ef hugsjónin og dugn- aðurinn til að berjast fyrir fram- gangi hennar er ekki til staðar. Bjarni Benediktsson, eldri, orðaði þetta með sínum hætti þegar hann brýndi landsmenn til virkrar þátt- töku í þjóðlífinu á 25 ára afmæli lýð- veldisins: „Menn koma engu góðu til vegar, nema þeir séu sjálfir virkir þjóð- félagsþegnar, geri upp eigin hug, þori að hugsa sjálfstætt, fylgja hugsun sinni eftir og átti sig á því, að fátt næst fyrirhafnarlaust. Menn verða í senn að nenna að leggja á sig hugsun og vinnu, ef þeir í raun og veru vilja knýja fram þær um- bætur, er löngun þeirra stendur til.“ Eftir Óla Björn Kárason » Styrkur Sjálfstæðis- flokksins felst í því dagskrárvaldi sem al- mennir flokksmenn hafa á landsfundum. Fulltrú- ar á landsfundi eru bak- bein flokksins. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gerum lífið betra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.