Morgunblaðið - 21.03.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.03.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 ✝ GuðrúnBirna Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 1. apr- íl 1953. Hún lést á Landspítal- anum 9. mars 2018. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Guð- steinsdóttir, hús- freyja á Nesja- völlum f. 20.5. 1909, d. 5.8. 2001, og Jón M. Sigurðsson, bóndi á Nesjavöllum, f. 26.7. 1909, d. 5.3. 1976. Systkini Birnu eru Axel Jónsson, f. 1930, d. 2010, Svava Jónsdóttir, f. 1932, d. 2017, Erla Jónsdóttir, f. 1940, Sigurður Jónsson, f. 1943, Grétar Jónsson, f. 1945, d. 1959, Hrefna Jónsdóttir, f. Birna hóf sambúð 2010 með Stefáni Ólafssyni, f. 9.10. 1953, vélstjóra í Reykjavík. Börn Stefáns eru Birgir Stefánsson, f. 1979, Guðrún Olga Stefáns- dóttir, f. 1983, og Ólafur Þór Stefánsson, f. 1988, og eru barnabörn Stefáns sex. Birna ólst upp á Nesjavöll- um í Grafningi og stundaði nám við Ljósafossskóla og síð- an Hvolsskóla ásamt því að sækja síðar hin ýmsu námskeið í bókhaldi, tölvunarfræði og fleiru. Á námsárunum vann Birna við ýmis störf á Hvolsvelli og víðar og síðan við bókhald og fleira hjá Kaupfélagi Rang- æinga og tengdum einingum meðan hún bjó á Hvolsvelli. Árið 2004 flutti Birna til Reykjavíkur og vann þar við bókhald þar til heilsan brast í byrjun árs 2016.Útför Birnu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 21. mars 2018, klukkan 13. 1946, Ómar G. Jóns- son. f. 1950. Birna, eins og hún var alltaf köll- uð, hóf sambúð 1969 með Eyþóri Ósk- arssyni, f. 11.4. 1950, bifvélavirkja á Hvolsvelli, þau slitu samvistum 1986. Sonur þeirra er Ómar Úlfur Eyþórs- son, f. 28.4. 1980, smiður og útvarpsmaður. Eig- inkona hans er Bára Jóns- dóttir, f. 18.2. 1983, lögfræð- ingur. Börn þeirra eru Grétar Þór Ómarsson, f. 2011, og Þór- dís Ómarsdóttir, f. 2015. Hálfsystkini Ómars eru Æg- ir Eyþórsson, f. 1988, Hjördís Eyþórsdóttir, f. 1989, og Þórey Eyþórsdóttir, f. 1994, búsett í Noregi, á Hjördís tvær dætur. Við vorum svo lengi tvö ein. Ég man svo vel þegar þú skúraðir Húsasmiðjuna og ég kom með og hjálpaði til. Ég man svo vel laug- ardagskvöldin þegar við fórum í Björkina, keyptum stjörnupopp og horfðum á Tvídranga. Ég man svo vel þegar allt var erfitt og ég gat ekki hjálpað þér. Það eru ótrúlega mörg svona atriði sem koma upp í hugann við að kveðja þig, mamma mín. Ég man svo ósköp fátt úr Litlagerðinu fyrir 1986 en eftir að við urðum eftir tvö ein gerðum við allt saman. Við vorum dugleg að fara í hesthúsið, oft leiddist mér það nú samt en lét mig hafa það, komst ekki upp með neitt múður. Við fórum mikið í sveitina og ég gleymi því aldrei þegar að þú keyrðir Subaruinn í skafl í brattri brekku á leiðinni á Nesjavelli. Ég spurði hvort þú vildir ekki bara sígó þegar við loks komumst upp við illan rammleik skjálfandi af hræðslu. Litlagerði 10 var alltaf opið fyrir alla vini mína, alltaf máttum við leika okk- ur heima og hálfsystkini mín voru hálfgerðir heimalningar hjá okk- ur fyrstu árin sem er ómetanlegt eftir á að hyggja. Þú varst ströng við mig, á góð- an hátt samt. Þú lagðir áherslu á að ég hlýddi, færi að sofa á réttum tíma og námið varð ég að stunda. Ég hafði óskaplega gott af þess- um aga, nógu frekur var ég nú samt. Þegar ég fer yfir farinn veg koma líka upp minningar þar sem ég er hræddur og leiður yfir því að geta ekki hjálpað þér þegar þér leið illa. Þú varst alkóhólisti, mamma mín, þó að þú fyndir aldr- ei leiðina til að takast á við það. Það hefði farið þér svo vel að hætta að drekka. En þú elskaðir mig skilyrðislaust og vildir alla tíð allt fyrir mig gera. Þú náðir að af- reka svo ótrúlega margt þrátt fyr- ir þessi veikindi þín og það segir svo mikið um það hversu mögnuð kona þú varst. Alltaf komstu ef maður bað þig um aðstoð. Þú hjálpaðir til við barnaafmæli og flutninga og að- stoðaðir okkur þegar við tókum íbúðirnar okkar í gegn. Alltaf var gengið í allt með sama kraftinum og af sömu smekkvísinni. Þú varst alla tíð mikil barnagæla og börnin okkar Báru, Grétar Þór og Þórdís Anna, elskuðu „ömmu sín“. Þú varst þeim frábær amma og ég mun halda minningu þinni á lofti við þau. Þau sakna þín bæði eins og við öll. Ég er óskaplega þakk- látur fyrir tímann sem þú og Stef- án áttuð saman þó að auðvitað væri hann alltof stuttur. Stefán var þér afar góður og hefur reynst okkur öllum vel, alger öðlingur í alla staði. Það er svo skrýtið að geta ekki bjallað í þig, við töluðum saman í síma á hverjum einasta degi. Það voru ótrúlega sterk bönd á milli okkar. Það var ekkert auðvelt fyr- ir þig að standa uppi ein eftir skilnaðinn og ég veit að það var ekki alltaf auðvelt. Þú varst bara svo mikil kjarnakona að þú lést það ganga. Á mínum erfiðustu tímum studdir þú alltaf við bakið á mér. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Ég vona heitt og innilega að þú hafir kvatt stolt af stráknum þínum. Ég man svo gjarnan glaða tíð í hlýjum faðmi þínum. Þú alltaf lifir mamma mín í minningunum mínum. (ÓÚE) Þinn sonur Ómar Úlfur Eyþórsson. Kær systir og vinur, Birna Jónsdóttir, er látin langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm í rúm tvö ár. Í þessum erfiðu veikindum var aldrei bilbug né uppgjöf að sjá né heyra hjá Birnu, fyrr en þá síð- ustu dagana þegar öll sund voru lokuð til frekari bata. Já, lífið er gjöfult en getur jafn- framt verið hverfult, því miður. Það er dapurt og sárt þegar svona áfall skellur á og góðir tímar voru fram undan hjá Birnu með Stefáni, Ómari, Báru og barnabörnunum sem hún unni svo mjög, fjölskyldu og vinum. Birna var forkur til vinnu, lífs- glöð að eðlisfari og stutt í kímni- gáfuna og því ávallt skemmtilegt að umgangast hana í leik og starfi. Hún ólst upp í faðmi foreldra sinna, systkina, systkinabarna og vina í fjallasal Nesjavalla með sín- um margbreytilegu litbrigðum á fallegum vor- og sumardögum og baðandi norðurljósum á vetrum, sýn sem allir kunna að njóta sem unna íslenskri náttúru eins og Birna gerði. Það var oft glatt í barnahópn- um í leik og starfi á Nesjavöllum og heimilið jafnframt gestkvæmt. Ævintýrin leyndust víða í leik, heyskap, smölun, réttum og fleiru hjá lítilli hnátu sem þótti afar vænt um sveitina sína og mann- lífið þar. Áhugi og umhyggja fyrir dýr- um var ávallt í fyrirrúmi hjá Birnu, ekki hvað síst hestum allt frá unga aldri á Nesjavöllum og síðan á Hvolsvelli, þar sem hún fór til framhaldsnáms með dvöl hjá systur sinni Erlu og Kristjáni og síðan til vinnu/búsetu og starfa næstu áratugina. Þar kynntist hún fyrrverandi sambýlismanni sínum, Eyþóri Óskarssyni, og átti með honum kæran son, Ómar Úlf. Á Hvolsvelli undi Birna sér vel og starfaði lengst af við bókhald hjá Kaupfélagi Rangæinga og ein- ingum því tengdum. Þar var hestamennskan einnig í hávegum hjá Birnu sem fyrr í líf- legu samfélagi og oft glatt á hjalla í reiðtúrum um sveitina sem víðar. Oft minntist hún þessara tíma, minningin var henni afar kær úr vinahópi á Hvolsvelli. Birna var mjög myndarleg hús- móðir og ekki í kot vísað að koma til hennar í mat og kaffi þ.e. svipað og var hjá móður okkar, ávallt hlaðið kaffiborð og veislumatur. Sumarið 2004 flutti Birna til Reykjavíkur og starfaði þar við bókhald og fleira. Í byrjun árs 2010 hóf hún sam- búð með Stefáni Ólafssyni og framtíðin blasti við til ferðalaga og meiri samveru með fjölskyldu og vinum þegar heilsubrestur skall á í byrjun árs 2016. Kærar þakkir til Stefáns, Óm- ars og Báru fyrir góða umönnun í veikindum Birnu. Lífið er hverfult og sporin oft þung sem margir verða að ganga í gegnum á lífsleiðinni eins og stór- fjölskylda Birnu hefur fengið að kynnast. Með söknuði og þökk fyrir kærar samverustundir, skemmti- legu símtölin, hláturinn og um- hyggjuna við Erlu kveðjum við okkar kæru Birnu og biðjum guð að vernda hana og minningu hennar. Minning sem ávallt mun lifa í hugum okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Innilegar samúðarkveðjur til Stefáns, Ómars og Báru, barna þeirra, fjölskyldunnar og vina í bæn um styrk og ljós til framtíðar. Ómar Gaukur og fjölskylda. Það er erfitt að minnast Birnu vinkonu minnar í fáum orðum, svo stórbrotin var hún í mínum huga og svo margt áttum við saman á tæpri hálfri öld. Ég hafði ekki bú- ið á Hvolsvelli nema í örfáa daga þegar ég hitti Birnu, sem var að fara á dansleik með frænku minni. Birna leit á mig og fannst að ég ætti að koma með þeim í Hvolinn, þyrfti að kynnast lífinu í „Naflan- um“ ef ég ætlaði að búa þar. Ég var ólétt af Bósu minni og Sirrý bara níu mánaða, sagðist ekkert eiga til að fara í og hefði ekki barnapíu. Þið sem þekkið Birnu mína vitið að hún hlustaði ekki á svona mótbárur, hefði hún ákveð- ið annað. Þessi glæsilega, tág- granna og úrræðagóða tánings- stúlka átti ekkert til að lána mér og fór til mágkonu sinnar og fékk hjá henni síða fallega hvíta peysu sem faldi óléttuna og Birna redd- aði auðvitað barnapíum, sem áttu eftir að passa stelpurnar mínar næstu árin. Þarna og þannig upp- hófst okkar áratuga vinátta sem hélst fram á síðasta dag. Minningarnar sem hrannast upp gætu verið efni í heila bók og jafnvel í nokkrum bindum en þau skrif verða að bíða, enda ekki öll prenthæf. Mannkostir Birnu voru margir og miklir og munu eflaust margir minnast hennar fyrir dugnað og hjálpsemi. Hún var alltaf tilbúin að leggja nágrönnum sínum lið, bæði við stórt og smátt. Gestrisnari manneskju en Birna verður seint fundin, hún var einstaklega skemmtileg og laðaði að sér fólk á öllum aldri. Það má segja að í Litlagerði 10 hafi marg- ir átt sitt annað heimili, ekki síst Hanna frænka hennar, dætur mínar og vinir Ómars. Ég held að það hafi ekki verið neitt sérstakt áhugamál Birnu að vera svona frábær húsmóðir, heldur meðfædd skyldurækni og frábært fegurðarskyn. Áhugamál átti hún svo sannarlega og þar var íslenski hesturinn númer eitt. Hún og Eyþór héldu hesta á með- an þau voru saman og hún hélt því áfram eftir að leiðir þeirra skildu. Birna sinnti hestamennskunni af alvöru og áhuga eins og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Mætti á hestamannamót bæði hérlendis og erlendis og engin lognmolla var þar sem hún fór. Ekki voru allir dagar í lífi Birnu góðir, hún hafði sinn drösul að draga og fann ekki leiðina til lausnar. Það breytir þó ekki því að hennar verður minnst sem mikils gleðigjafa og mannkostamann- eskju. Síðustu árin bjó Birna með Stefáni Ólafssyni og voru þau sér- lega samrýnd og umhyggja hans í veikindum hennar einstök. Birna greindist með krabba- mein fyrir rúmum tveimur árum og gekkst undir margar meðferð- ir. Hún átti stundum góða daga en þrekið varð aldrei samt og áður og var það henni erfitt, enda vön að afgreiða alla hluti fljótt og vel. Fyrir örfáum vikum var henni sagt að ekki yrði meira að gert og tók hún því af miklu æðruleysi með sinn frábæra húmor að vopni. Sárast þótti henni að geta ekki fylgst með Grétari Þór og Þórdísi vaxa úr grasi. Um leið og ég votta Stefáni, Ómari, Báru, Grétari Þór, Þór- dísi, systkinum hennar og öðrum ástvinum samúð mína kveð ég ást- kæra vinkonu. Þakka samfylgd- ina og sé ég hana fara héðan á Heródesi með Helming til reiðar. Ingibjörg Hekla (Imba). Ég finn lyktina af steiktu lambalæri í ofni, brúnni sósu, rauðkáli og rabarbarasultu. Ég er stödd í Litlagerði 10 á sunnudegi eftir gott skrall hjá fullorðna fólk- inu. Birna búin að rífa sig á fætur fyrir allar aldir og maturinn á borðinu stundvíslega klukkan 12. Við systurnar búnar að gista því við vorum að passa litla prinsinn. Svei mér þá, í minningunni áttum við Sirrý hann Ómar. Vorum litlu mömmur hans, ekki nema níu og tíu ára þegar við byrjuðum að passa hann. Samgangurinn var svo mikill að Litlagerðið var okk- ar annað heimili. Við vorum líka alveg ákveðnar í því að ef mamma og pabbi myndu falla frá áttu Birna og Eyþór að ættleiða okkur. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Birnu. Það gustaði af henni myndarskapurinn og skemmtilegheitin. Alltaf tandur- hreint heima hjá henni og ég finn lyktina af Ajax, kaffi og sígó. Hún var eins og maskína og gerði allt fljótt og vel. Eldaði heimsins besta mat, henti í grill með ann- arri og afmælisveislur með hinni, saumaði föt og hún var snögg að þessu öllu. Man mjög vel eftir samfestingum sem hún saumaði á okkur systurnar. Sirrý fékk vín- rauðan og ég bláan, hvítir renni- lásar og alles. Ég er þakklát að eiga þessar minningar og ég er lánsöm að hafa átt mitt annað heimili í Litla- gerðinu. Nú finn ég lyktina af varðeldi, birki og gleðskap og er komin í Þorleifsstaði við Þríhyrning. Ég heyri Birnu syngja og hún er manna kátust. Svona man ég hana og þakka henni alla ást sem hún skildi eftir í brjósti mínu. Þýtur í laufi, bálið brennur. Blærinn hvíslar: sofðu rótt. Hljóður í hafið röðull rennur, roðnar og býður góða nótt. Vaka þá ennþá vinir saman varðeldi hjá í fögrum dal. Lífið söngur, glaumur, gaman. Gleðin hún býr í fjallasal. (Tryggvi Þorsteinsson) Bóel. Birna Jónsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR HERMANNSSON, fyrrverandi ráðherra og bankastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 23. mars klukkan 13. Bryndís Sverrisdóttir Guðni A. Jóhannesson Kristján Sverrisson Erna Svala Ragnarsdóttir Margrét K. Sverrisdóttir Pétur S. Hilmarsson Ragnhildur Sverrisdóttir Hanna Katrín Friðriksson Ásthildur Lind Sverrisdóttir Matthías Sveinsson Greta Lind Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar og afi, SIGURÐUR ÞORLEIFSSON tæknifræðingur, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 11. mars. Verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 21. mars klukkan 13. Sigríður Anna Sigurðardóttir Timo Salsola Hergill Sigurðsson Arna Rut Hjartardóttir Hrannar Sigurðsson Gerður Guðjónsdóttir og barnabörn Bróðir okkar, SKÚLI SVEINSSON frá Hvannstóði, er lést á heimili sínu Borg, Borgarfirði eystra, verður jarðsunginn frá Bakkagerðiskirkju laugardaginn 24. mars klukkan 14. Systkinin frá Hvannstóði Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON skipstjóri og fv. alþingismaður frá Ísafirði, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 17. mars. Marianna Barbara Kristjánsson Guðrún Ásta Guðjónsdóttir Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir Kristján Andri Guðjónsson Kolbeinn Már Guðjónsson Arnar Bergur Guðjónsson Margrét María Guðjónsdóttir Jerzy Brjánn Guðjónsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Didda, Sjávargötu 28, áður til heimilis að Smáratúni 3, Selfossi, lést í Skógarbæ laugardaginn 17. mars. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jenný Jóna Sveinsdóttir Þorvaldur Pétur Böðvarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEINBJÖRG ELÍASDÓTTIR, Staðarhrauni 24a, lést á Landspítalanum 17. mars. Útförin verður auglýst síðar. Árni Eiríksson Elías M. Rögnvaldsson Laufey S. Birgisdóttir Daníel Árnason Sunna Dís Ólafsdóttir Arinbjörn Árnason Luis F.T. Meza Erna S. Árnadóttir Sigurður E. Axelsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.