Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samstarfsfólkið er bæði sam- vinnuþýtt og hvetjandi þessa dagana. Gerðu þér grein fyrir því hvað þú hefur það gott og sýndu þakklæti þitt með því að láta gott af þér leiða. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Reyndu að fara á stað sem þú hefur ekki komið á áður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú leggur þig yfirleitt fram um að halda friðinn en í dag er ómögulegt að gera öllum til hæfis. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur haft yfrið nóg að starfa að undanförnu en sérð nú fram á að eiga tíma aflögu fyrir sjálfan þig. Þú leggur grunninn að vinskap núna og hann reynist traustur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólk er tilbúið til að veita þér allan þann stuðning sem þú þarft því það trúir á það sem þú ert að gera. Láttu ekkert freista þín svo að fjármálin fari úr böndunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Því fylgir alltaf nokkur spenna, þegar takast þarf á við nýja og óvænta hluti. Ánægjulegir atburðir hafa gerst í lífi þínu og þú vilt deila þeim með öðrum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert bjartsýnni á framtíðina en þú varst á síðasta ári. Allt þitt erfiði hefur nú borgað sig og þú ættir að vera í góðu formi líkamlega og andlega. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki leggja of hart að þér í dag. Velgengnin virðist hreinlega leita þig uppi. Taktu því sem merki um að þitt álit og þinn stuðningur skipti máli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Oft getur reynst nauðsynlegt að hafa þolinmæði í samskiptum við fólk. Þú munt nú uppskera laun þess erfiðis þíns að hafa rétt samstarfsmanni hjálparhönd. 22. des. - 19. janúar Steingeit Forðastu að taka ákvarðanir að óyfirveguðu ráði. Kynntu þér þá kosti sem í boði eru og mundu að ekki er allt gull sem glóir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú ertu kominn á lokasprettinn með verkefni sem þú hefur lengi unnið. Þér er óhætt að láta eitthvað eftir þér í tilefni far- sælla verkloka. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða til að láta hug- fallast, þótt það verkefni, sem þú fæst við, reynist eitthvað snúnara en þú áttir von á. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð annarra. Hér er skemmtileg og vel ort rím- æfing eftir Ólaf Stefánsson, – ensk sonnetta hygg ég sé: Tími og veröld tölta sína leið, það tekur varla að erfa það við neinn. Enginn sagði: gatan sú er greið, og gönguslóðinn hann var aldrei beinn. Nú fámennt er það fylgdarlið sem beið, er fyrstu sporin tókst, og varst ei seinn. Þá vonargleðin var sem laufgur teinn og vinaskarinn magna gerði seið. Að lokum ertu látinn eftir einn, ljósið hörfar, opnast djúpin breið. Tónninn, áður tær og klára hreinn, er táður því að skáldgyðjan er reið. Samt er gott þó sitji í hjarta fleinn, að semja ennþá versin morgunheið. Hallmundur Kristinsson yrkir á Boðnarmiði: Fallega brokkar merin mín, mætir sól með kumri. Vorið yfir vetri gín virðist hóta sumri. Og tekur síðan fram innan sviga að hann eigi að vísu enga meri og hafi aldrei átt. Dagbjartur Dagbjartsson svar- aði: Samt við fögnum sumrinu svona í einni hendingu. Hitt er aukaatriði með eignarhald á merinni. Hallmundi þótti rétt að útskýra mál sitt frekar: Stunda vísnagerðargrín. Gróf eru mörkin skoruð, enda virðist merin mín mjög sem tittur horuð. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir lét í sér heyra: Hallmundur minn! Ó, minn fákur flest allt getur, fagnar sumri fallega hann fetar grundir flestum veitir unaðsstundir. Og bætti við: „En ég á engan fák- inn!“ Hér er staka eftir Jón Þor- steinsson á Arnarvatni: Töltir hún um tún og engi til að bíta: liggi tað á leiði grónu lengist flipi á Árna-Skjónu. Þessi vísa Jóns er flestum gleymd, – nema þriðja hendingin! Tryggvi var Þórhallsson og for- maður Framsóknarflokksins: Fellur regn með fossanið fúlt og ljótt í bragði. En allt er betra en íhaldið eins og Tryggvi sagði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rímæfing og síðan hestavísur „LÁTTU RANNSÓKNASTOFUNA FARA AFTUR YFIR NIÐURSTÖÐURNAR. HVERNIG Á ÉG AÐ AUKA VIÐ STARFSEMINA EF ÉG TAPA Á ÖLLUM SJÚKLINGUNUM?“ „VIÐ HÖFUM EKKI SÉÐ NEINA ÖND Í TVO KLUKKUTÍMA!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Að óska þess að þú gætir stoppað allar klukkur í veröldinni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÚ VEIST, ÉG HEF ALLTAF TALIÐ AÐ ÉG ÆTTI EFTIR AÐ GERA EITTHVAÐ MIKIÐ Í FRAMTÍÐINNI… HVAÐ VAR ÞETTA? MJÖG SÁR BÆLDUR HLÁTUR AFI, HVERNIG VAR FAÐIR MINN SEM BARN? HANN VAR ERFIÐUR! PABBI ÞINN SLÓST VIÐ ÖNNUR BÖRN UM NESTISPENINGANA ÞEIRRA! VISSIR ÞÚ ÞÁ AÐ HANN YRÐI VÍKINGUR? NEI, ÉG VISSI ÞÁ AÐ HANN YRÐI FEITUR! Á Íslandi er allra veðra von, enlandið er þó ekki þekkt fyrir miklar hitasveiflur. Á veturna silast meðalhitinn niður að núlli í Reykja- vík og á sumrin upp fyrir tíu gráður. Aðrir búa við meiri sveiflur og getur hæglega munað sextíu gráðum á kaldasta og heitast degi ársins í löndum í næsta nágrenni við Ísland. Þó telst fyrir einhverra hluta sakir til tíðinda þegar veður er betra á Ís- landi en í nágrannalöndunum. x x x Í fyrradag mátti til dæmis lesa fréttá mbl.is með fyrirsögninni „Hlýrra í Reykjavík en víða í Evr- ópu“ og var hún með mest lesnu fréttum vefsins þann daginn. Þessa dagana koma sem sagt ferðalangar til Íslands til að flýja kuldann í heimalandinu. Víkverji verður að játa að hann gleypti þessa frétt í sig, en getur ekki fullyrt að honum hafi orðið hlýrra við lesturinn. x x x Það hefur þó sennilega ekki veriðætlunin þegar ferðin var bókuð því að sú trúa er algeng að á Íslandi séu vetur kaldir. Þegar kuldakastið reið yfir Evrópu á dögunum og tug- þúsundir bíla sátu fastar á hrað- brautum í suðurhluta álfunnar vegna snjókomu fékk blaðamaður fjölmiðils á Bretlandi þá snjöllu hug- mynd að hringja til Íslands. Ætlunin var að spyrjast fyrir um hvernig væri að búa í landi þar sem veðrið væri alltaf svona. Sá sem varð fyrir svörum á ritstjórn Morgunblaðsins svaraði því til að veðrið væri sjaldan svona í Reykjavík. Hér væru veður öll mild og meðalhiti í höfuðborginni yfir frostmarki í janúar. Þetta svar kunni hinn breski fréttahaukur ekki að meta, enda þvert á hans fyrir- framgefnu hugmyndir og fréttin dauð. Samtalið varð því ekki lengra. x x x Janúar var reyndar óvenju kaldur íár. Meðalhitinn í Reykjavík var -0,2°, heilum 1,5° undir meðaltali ár- anna 2008 til 2017. Víkverji er ekki kominn með meðalhitann í Reykja- vík í júlí á þessu ári, en í júlí í fyrra var hann 11,7°, 0,6° kaldari en að meðaltali árin tíu á undan. vikverji@mbl.is Víkverji Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars. (Jóh: 13.35)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.