Morgunblaðið - 21.03.2018, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018
ICQC 2018-20
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir mánudaginn 16. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla,
brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og
brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu.
Brúðkaups-
blað
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl
Alþjóðlega ljóðahátíðin í Gdansk í
Póllandi, sem kennd er við ljóða-
gerð um frelsi, verður haldin í
fimmta sinn um næstu helgi. Hátíð-
in og samkeppnin „Evrópska frels-
isljóðskáldið“, sem er hluti af henni,
eru haldin af Gdansk-borg. Mark-
miðið er að heiðra og kynna þann
þátt ljóðlistar sem, eins og segir í
stefnuskrá hátíðarinnar, fæst við
eitt mikilvægasta viðfangsefnið fyr-
ir lesendur í dag – frelsi – og það á
afgerandi listrænan hátt. Verðlaun-
in eru veitt lifandi evrópsku ljóð-
skáldi og hafa átta skáld verið til-
nefnd fyrir bækur sem allar hafa
verið þýddar á pólsku af því tilefni.
Linda Vilhjálmsdóttir er ein hinna
tilnefndu, fyrir bók sína Frelsi, sem
Jacek Godek hefur þýtt.
Fjölmörg skáld og annað bók-
menntafólk mun safnast saman í
Gdansk og taka þátt í viðamikilli
dagskrá. Auk upplestra verður
ljóðaslamm og rökræður, málþing
og fyrirlestrar um ljóðlist.
Munu tilnefndu skáldin taka þátt
í upplestrum ásamt þýðendum bók-
anna. Auk Lindu eru tilnefnd skáld-
in Selim Babullaoglu, Tatev
Chakhian, Dumitru Crudu, Plamen
Doinov, Erkka Filande, Alice Os-
wald og Menno Wigman, öll til-
nefnd fyrir ljóðabækur sem fjalla
um frelsi á einn eða annan hátt.
Frelsi Lindu kom út haustið 2015
og fékk mikið lof, meðal annars í
gagnrýni hér í blaðinu. Þar segir að
efist einhver um að „skáld samtím-
ans geti ort af þrótti um samtíma-
málefni og pólitík, og hafið sig með
erindið og óvægna mynd af heim-
inum upp yfir ómarkvisst og suð-
andi orðagjálfur dægurumræð-
unnar, með tilkomumiklu ljóðmáli,
þá ættu viðkomandi að lesa Frelsi
Lindu Vilhjálmsdóttur“.
Auk tilnefndu skáldanna kemur
fjöldi annarra skálda fram á
ljóðahátíðinni í Gdansk, þar á með-
al Sigurbjörg Þrastardóttir. Hún
kemur víðar fram á meginlandinu
þessa dagana. Hún les upp í ljóða-
miðstöðinni í Berlín, Haus für Poe-
sie, í kvöld, á heimsljóðadeginum.
Þar kemur hún fram ásamt skáld-
um frá ólíkum svæðum jarðar, frá
Sýrlandi, Bandaríkjunum, Alsír og
Þýskalandi, sem lesa upp ásamt
þýðendum ljóða þeirra.
Frelsi Lindu keppir um verðlaun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skáldið Linda Vilhjálmsdóttir kemur
fram á ljóðahátíðinni um frelsi í Gdansk.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Áhorfendur mega búast við að
þeim sé skemmt, þeim ögrað með
forminu og þeir vaktir til umhugs-
unar um netnotkun og sjálfsmyndir
okkar í nútímanum,“ segir Bergdís
Júlía Jóhannsdóttir, ein sjö leik-
kvenna sem taka þátt í leikhús-
gjörningnum 35 x Me and Some
Actresses eða 35 x ég og nokkrar
leikkonur sem sýndur verður í
Rósenborg á Akureyri í kvöld kl. 18
og 20 og í Tjarnarbíói 24. og 25.
mars kl. 19 og 21 báða daga, en sýn-
ingin tekur nákvæmlega tvo klukku-
tíma í flutningi. Gestaleikkonan fyr-
ir norðan er Saga Geirdal Jónsdóttir
en Kristbjörg Kjeld fyrir sunnan.
Gagnrýna staðlaðar hugmyndir
Spurð um tilurð sýningarinnar
rifjar Bergdís upp að haustið 2016
hafi finnska leikdúóið Blaue Frau
kallað eftir samstarfi við listamenn
frá Norðurlöndunum vegna sýning-
arinnar. „Finnsk vinkona mín, Anna
Korolainen sem rekur með mér leik-
hópinn Spindrift Theatre, hafði bent
mér á þennan hóp og ég séð nokkrar
sýningar. Mér fannst þetta verkefni
hljóma svo spennandi að ég sendi
inn mína frásögn,“ segir Bergdís og
bendir á að umsækjendur hafi átt að
lýsa því hvernig hið persónulega og
faglega skarast og sameinast á net-
inu í starfi þeirra sem leikkona.
„Blaue Frau hlaut alls 139 um-
sóknir frá norrænum leikkonum
sem allar virtust eiga í svipuðum
vanda. Í kjölfarið á áheyrnarpruf-
unum voru fimm leikkonur valdar til
þess að taka þátt í, og skapa þessa
gagnvirku þátttökuleiksýningu,“
segir Bergdís, en auk hennar eru í
leikhópnum Lidia Bäck, Sepideh
Khodarahmi, Nina Matthis, Klara
Wenner Tångring, Sonja Ahlfors og
Joanna Wingren.
Tvær síðastnefndu leikkonurnar
stofnuðu Blaue Frau árið 2005 eftir
að hafa verið hluti af dragleik-
hópnum Sub Frau, sem íslenska
leikkonan María Pálsdóttir stofnaði
ásamt sjö norrænum leikkonum í
magisternámi þeirra við Leiklistar-
háskólann í Helsinki um aldamótin.
„Blaue Frau hefur verið öflugt í að
gagnrýna staðlaðar hugmyndir um
samfélagið en ávallt á uppbyggi-
legan hátt og með það að markmiði
að breytingar leiði til hins betra,“
segir Bergdís.
Netið eins og leikhúsið
„Ég kýs að lýsa sýningunni sem
gagnvirku þátttökuleikhúsi. Í upp-
hafi sýningar fylla áhorfendur út
spurningalista sem ákvarðar hvaða
leið þeir fara í gegnum sýningar-
rýmið. Við leiðum áhorfendur að
ákveðnum gagnvirkum stöðvum þar
sem fram fer ákveðin kennsla. Við
leiðbeinum áhorfendum í að þróa og
setja fram persónu sína á netinu,“
segir Bergdís og bendir á að sjálfs-
myndin sé meðal þess sem sé til
skoðunar í sýningunni.
„Í nútíma samfélagi er það ekki
einungis leikarinn sem stendur
frammi fyrir stöðugum vangaveltum
um eigin sjálfsmynd, heldur eru
flestallir einstaklingar í stöðugri
endurskoðun um hverjir þeir eru og
hvernig þeir birtast öðrum. Þetta er
bein afleiðing af daglegri notkun
mismunandi samfélagsmiðla,“ segir
Bergdís og bendir á að netið líkist
leikhúsinu að því leyti að notendur/
þátttakendur eru sífellt að leika og
fylgjast hver með öðrum.
Samkennd og samstaða
Að sögn Bergdísar er markmið
sýningarinnar að leiðbeina áhorf-
endum hvernig þeir geta tekið
meira rými í hinum stafræna heimi.
„Netið hefur enn ekki verið al-
gjörlega undirlagt feðraveldinu. Ein
kenning vinnuhópsins er að við get-
um smeygt okkur inn í netið, mótað
það og skapað femíníska útópíu,“
segir Bergdís og heldur áfram til út-
skýringar að útópían felist í rými
þar sem konur geti fundið sam-
kennd og samstöðu. „Við sjáum það
nú þegar gerast á samfélagsmiðlum
þar sem konur standa saman og
hvetja hver aðra til dáða. Hér er því
um að ræða listræna tilraun þar
sem leitast er við að skapa annan
valmöguleika á móti kynbundinni
menningu sem hefur orðið meira
áberandi í kjölfar byltinga á borð við
#metoo.“
Titillinn 35 x Me and Some Act-
resses vísar til þess að aðeins kom-
ast 35 áhorfendur á hverja sýningu.
Verkið var frumsýnt í Lilla Teatern
í Helsinki í febrúar og verður sýnt í
Svíþjóð í haust og í Danmörku vorið
2019. „Einnig hefur sýningunni ver-
ið boðið til Brussel og fleira er á
prjónunum. Við munum sýna hana
út næsta ár,“ segir Bergdís, en þess
má geta að sýningin er leikin á
ensku. Dramatúrg sýningarinnar er
Stefan Åkesson, leikmynd hannar
Kristina Sedlerova búningar, förðun
og hárgreiðsla var í höndum Malin
Nyqvist, lýsingu hannar Meri Ekola
og hljóð Stefan Johansson.
Skapa femíníska útópíu
Blaue Frau sýnir gagnvirku þátt-
tökuleiksýninguna 35 x ég og nokkrar
leikkonur í Rósenborg og Tjarnarbíói
Sjálfsmynd Bergdís Júlía Jóhannsdóttir (fremst fyrir miðju) ásamt hinum leikkonum sýningarinnar.