Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 21.03.2018, Síða 35
Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 Leikhópurinn, hljómsveitin og að- standendur hinnar vinsælu sýn- ingar Elly, sem leikin hefur verið í Borgarleikhúsinu fyrir fullu húsi, fengu afhenta gullplötu að lokinni sýningu á Stóra sviðinu síðastliðinn laugardag. Platan sem var gefin út með lögum úr sýningunni hefur selst í yfir 3.000 eintökum, en selja þarf 2.500 eintök til þess að fá gull- plötu. Á laugardaginn var ár liðið frá því að sýningin var frumsýnd. Síð- an hefur hún verið sýnd 138 sinn- um, alltaf fyrir fullu húsi, og yfir 60 þúsund gestir komið á sýninguna. Þetta var síðasta sýningin á þessu leikári þar sem leikarar í verkinu taka nú þátt í öðrum sýningum í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Sigurjón Syngja Ragnar Bjarnason og Katrín Hall- dóra Sigurðardóttir með gullplötuna. Lögin úr sýning- unni Elly í gullsölu Ringo Starr trymbill Bítlanna hlaut í gær formlega riddaratign við athöfn í Buckingham-höll í London sem Vil- hjálmur Bretaprins stýrði. Var hann gerður að riddara breska heims- veldisins, fyrir tónlistarstörf. „Þetta er mér mikils virði,“ sagði Ringo, eða Richard Starkey eins og hann heitir réttu nafni, við útsend- ara BBC. „Þetta er viðurkenning fyrir það sem við höfum gert. Það gladdi mig verulega að fá að veita þessu viðtöku.“ Ringo var gerður að riddara nú 53 árum eftir að Bítlarnir hlutu á sínum tíma MBA-orðuna bresku og hann sagðist sakna þess að hafa ekki hina þrjá Bítlana með sér núna. „Ég var frekar stressaður að standa þarna aleinn,“ sagði hann og bætti við að hann myndi bera heiðursorðuna þegar hann borðaði morgunmat. AFP Riddarinn Sir Ringo með orðuna sem staðfestir nýfengna riddaratignina. Ringo orðinn ridd- ari drottningar i8 galleríið tekur nú í vikulokin og um helgina þátt í hinni árlegu list- kaupstefnu Art Dubai í Dubai. Galleríið sýnir þar verk eftir sjö þeirra lista- manna sem það vinnur með, þau Ólafu Elíasson, Hrein Friðfinnsson, Kristján Guð- mundsson, Alicja Kwade, Örnu Ótt- arsdóttur, Eggert Pétursson og Ignacio Uriarte. Alls sýna 105 gallerí frá 48 lönd- um á listkaupstefnunni í Dubai að þessu sinni. Þetta er viðamesta list- kaupstefna arabalandanna og þótt mörg þekkt gallerí Vesturlanda taki þátt er markmið skipuleggj- enda að kynna einnig sérstaklega samtímamyndlist frá Miðaustur- löndum, Norður-Afríku og Suð- austur-Asíu. Hreinn Friðfinnsson i8 tekur þátt í list- kaupstefnu í Dubai Nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lettum-umferdinni Léttum á umferðinni Málþing um samgöngur Fróðlegar kynningar um það sem framundan er í samgöngum í Reykjavík. Boðið verður upp á léttan morgunverð fyrir fundinn frá kl. 8:30. Dagskrá málþingsins  Opnunarávarp Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri  Samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu til 2030 | Tillögur stýrihóps SSH, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins vegna samgönguáætlunar ríkisins 2018-2030 Hrafnkell Proppé, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu  Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur | Vinna við umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavík Berglind Hallgrímsdóttir, Verkís  Rafmagnsvæðing samgangna | Næstu skref hjá Orkuveitu Reykjavíkur Bjarni Bjarnason, Orkuveitu Reykjavíkur  Strætó í Reykjavík | Hvað er títt í leiðakerfis- og orkuskiptamálum? Valgerður Benediktsdóttir, Strætó  Borgarrýmin – götur og torg | Torg að breytast, torg í biðstöðu og göngugötur Edda Ívarsdóttir, Reykjavíkurborg  Zipcar í Reykjavík | Hvernig virka deilibílar í Reykjavík? Árni Sigurjónsson, Zipcar.  Bílastæðin í miðborginni | Tækninýjungar í undirbúningi Kolbrún Jónatansdóttir, Bílastæðastjóður/Reykjavíkurborg  Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar | Helstu áherslur og verkefnin framundan. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Reykjavíkurborg  Miklabraut í stokk | Frummat á þróunarmöguleikum Þorsteinn R. Hermannsson, Reykjavíkurborg Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs tekur saman helstu niðurstöður í lok fundar. Opið málþing um samgöngur í Reykjavík í Tjarnarsal ráðhússins föstudaginn 23. mars kl. 9-12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.