Morgunblaðið - 21.03.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.03.2018, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 80. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Síðasti nashyrningurinn allur 2. Hversu oft áttu að skipta á … ? 3. Alvarlegt umferðarslys í … 4. Börnin laus úr prísund og glaðari »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónskáldið J.S. Bach fæddist þenn- an dag, 21. mars, árið 1685 og af því tilefni blæs tónlistardeild Listahá- skóla Íslands, í samstarfi við Hörpu, til opinnar og óformlegrar æfingar á tónlist Bachs á göngum og í opnum rýmum Hörpu í dag frá kl. 11.30 til 13. Öllum er velkomið að mæta með hljóðfæri sín eða söngrödd og spila og syngja brot úr verkum Bachs. Allt höfundarverkið er undir og ætlunin að úr brotunum myndist voldugur og glundroðakenndur hljóðveggur, sann- kölluð Bachófónía. Stjórnandi verk- efnisins er Berglind M. Tómasdóttir. Bachófónía í Hörpu  Hljómsveit söngkonunnar Unu Stefáns kem- ur fram á tón- leikum Jazz- klúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Á efnisskránni verður tónlist eft- ir Unu og verða ný lög m.a. frumflutt og nokkur tökulög fá að fljóta með. Hljómsveit Unu Stefáns á Múlanum  Tríó Túnfífill, skipað Maríu Kon- ráðsdóttur sópran, Erlu Dóru Vogl- er messósópran og Svani Vilbergs- syni gítarleikara, leikur tónlist eftir John Dowland, Franz Schubert, Fer- enc Farkas, Anatoly Malukoff, Federico Carcia Lorca og Manuel de Falla, auk þjóðlaga- útsetninga Atla Heimis Sveinssonar, á tónleikum í röð- inni Klassík í Vatnsmýrinni í kvöld kl. 20 í Norræna húsinu. Túnfífill í Vatnsmýri Á fimmtudag Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum, en annars suðlæg eða breytileg átt, 3-10. Rigning eða slydda með köflum. Á föstudag Norðan 10-18 m/s og snjókoma norðvestantil, en ann- ars mun hægari og lítilsháttar rigning eða slydda. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s og fer að rigna, fyrst suðvestantil en suðlægari þegar líður á daginn. Hiti víða 3 til 8 stig. VEÐUR „Ég hef verið mjög tvístíg- andi með þessa ákvörðun síðustu vikur og mánuði og hugsað daglega um þetta. Niðurstaðan er þessi og núna er bara kominn tími til að hugsa um aðra hluti og horfa á íslenska fótboltann frá öðru sjónarhorni,“ segir knattspyrnumaðurinn Grét- ar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur sett fótbolta- skóna upp á hillu eftir átján ára feril í meistaraflokki. »4 Tími til að hugsa um aðra hluti „Þessi ákveðni varnarleikur kallar fram villimanninn í manni. Það eru talsverð læti og hann krefst mikillar vinnu og að allir leikmenn séu á fullri ferð. Þetta er skemmtileg vörn sem á vafalaust eftir að reynast okkur vel þótt erfitt hafi verið að venjast henni í upphafi,“ segir Arna Sif Pálsdóttir, reyndasti leik- maður kvenna- landsliðsins í handbolta sem tekur á móti Slóvenum í undan- keppni EM í Laugardals- höll í kvöld. »1 Varnarleikur sem kallar fram villimanninn Ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar yfir nánast allan völlinn tryggði Haukum sigur á Keflavík, 85:82, í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni karla í körfuknattleik í Keflavík í gær- kvöld. Haukar eru þar með komnir í 2:0 í einvíginu. Sama er að segja um Tindastól sem burstaði Grindavík á útivelli með rúmlega 30 stiga mun og stendur líka mjög vel að vígi. »2-3 Ótrúleg sigurkarfa Kára gegn Keflvíkingum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fíf- una, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Bjartmar kemur upp í hugann og sér- staklega laglínan „og pabbi yngist upp um átján ár, á nóinu,“ í laginu Týnda kynslóðin, því hress- leikinn er svo sannarlega í fyrirrúmi, þó að skír- skotunin hjá söngvaranum hafi verið önnur. Yfir- skriftin „Fífuganga til heilsubótar“ stendur vel undir nafni. Hjónin Sigurborg Þórarinsdóttir og Þorbergur Þórhallsson eru á fleygiferð í salnum, þegar Morgunblaðsmenn ber að garði. Þau segjast vera í endurhæfingu og hreyfingin geri þeim gott. „Ég byrjaði að ganga hérna eftir aðgerð á mjöðm fyrir sex árum og hef notað aðstöðuna síðan með góð- um árangri,“ segir Þorbergur. Sigurborg tekur í sama streng. Hún er nýbyrjuð að ganga sér til heilsubótar en er auk þess í skipulagðri þjálfun eftir aðgerð á hné. „Ég gat ekki gengið svona fyrir einu og hálfu ári,“ segir hún kát og þar með eru þau rokin af stað á ný. Tjaldurinn og lífið lifandi Nokkrir hressir Eyjamenn og vinir þeirra sitja við borð í anddyrinu og fara yfir sviðið eftir göngu úti í góða veðrinu. „Við höldum að það sé komið vor því við sáum tjald í morgun,“ segir Sigurður Guðmundsson, tæplega 87 ára og aldursforseti dagsins, en Ragnar Hafliðason, sem verður 90 ára í nóvember, var fjarverandi. „Hjá okkur er nefni- lega málið að lifa lífinu lifandi.“ Félagarnir byrjuðu að ganga saman sér til heilsubótar fyrir um 15 árum. Þeir búa allir í Kópavogi og hittust fyrst hjá Hilmi Þorvarðarsyni í Lakkhúsinu við Smiðjuveg – segja að hann hafi kennt Torfa Bryngeirssyni frjálsíþróttamanni – en hafa gengið í Fífunni síðan íþróttahöllin var opnuð fyrir almenningi. „Svo göngum við úti þeg- ar vel viðrar,“ segja þeir í kór og leggja áherslu á að þeir endi samverustundina með því að fá sér kleinur og kaffi í Reynisbakaríi. Heilsubót er útgangspunkturinn, en þeir nefna líka félagsskapinn og ekki síst fjörugar og harðar umræður. „Við tölum um allt, fiskveiðar, stjórn- mál, íþróttir, nefndu það bara,“ segir Friðrik Jónsson. „Það var til dæmis gott að heyra að eftir- litið með kosningunum í Rússlandi um helgina var í góðum höndum hjá Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, það náði til 3.000 af 96.000 kjör- stöðum.“ Friðrik og Haukur Sigurðsson segjast aldrei hafa komið nálægt skipulögðum íþróttum. „Ég er fæddur 1934 og alinn upp í Stakagerði,“ rifjar Haukur upp. „Þegar ég var pínulítill man ég eftir að hafa séð þýskar flugvélar fljúga í gegnum eiðið. Fólk var hrætt og sendi krakkana í sveit og ég var sendur austur í Öræfin, var þar meira og minna til 1950. Á næsta bæ við hann,“ segir Haukur og bendir á Guðjón Bergsson. „Við höfum haldið kunningsskap síðan,“ bætir sá síðarnefndi við. „Ég var aldrei mikið í íþróttum áður en við fórum að ganga okkur til heilsubótar,“ heldur Haukur áfram. „Það var helst stangarstökk þegar ég var að hoppa yfir læki og reka beljurnar í Öræf- unum.“ Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum Morgunblaðið/Hari Göngugarpar Frá vinstri: Hilmir Þorvarðarson, Guðjón Bergsson, Friðrik Jónsson, Haukur Sigurðs- son og Sigurður Guðmundsson bera sig vel eftir göngu á æfingasvæði Breiðabliks, jafnt úti sem inni.  Aðstaðan í íþróttahöllinni í Kópavogi vel nýtt á morgnana Fífan Hjónin Sigurborg Þórarinsdóttir og Þorbergur Þórhallsson við göngubrautina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.