Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 2
Sjá mátti fjölmenna leitarflokka fara um ná-
grenni Morgunblaðshússins í Hádegismóum
í gær og grandskoða hvert strá og stein í
þeirri von að finna þar litla páskaunga sem
búið var að fela. Ungana mátti síðan nota
sem skiptimynt fyrir páskaegg eða aðra
vinninga í páskaeggjaleit útvarpsstöðvar-
innar K100. Einstaklega blítt veður gær-
dagsins, á pálmasunnudag, átti þátt í að
skapa eftirminnilega stund en áætlað er að
um tvö þúsund manns hafi tekið þátt í páska-
eggjaleitinni. Alls var sjö hundruð páska-
ungum komið fyrir í nágrenni Morgunblaðs-
hússins og var gestum boðið upp á léttar
veitingar, Andrésblöð og skemmtiatriði, þar
sem enginn annar en íþróttaálfurinn tróð
upp.
Heiðar Austmann, útvarpsmaður á K100,
var á svæðinu og segir að þrefalt fleiri hafi
tekið þátt í leitinni í ár en í fyrra.
Kátir leitarflokkar
leituðu að páskaungum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018
Alvöru bókabúð og miklu meira
www.boksala.is
50-70%
afsláttur af erlendum
bókum og völdum
vörum.
15. mars til
20. apríl
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Töluvert um sameiginlega lista í ár
Viðreisn víða í samstarfi við aðra flokka um framboðslista til sveitarstjórna Varaformaður flokks-
ins segir engar efasemdir um samstarf við Bjarta framtíð Sameiginlegur listi í mótun í Fjallabyggð?
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Nokkuð er um að stjórnmálaflokkar
bjóði fram í sameiningu til sveitar-
stjórnarkosninga í vor eða styðji við
lista sem kenna sig ekki við tilteknar
stjórnmálahreyfingar. Viðreisn hef-
ur víða tekið höndum saman með
öðrum flokkum um framboð til sveit-
arstjórna og býður einungis fram
undir eigin merkjum í Reykjavík.
Viðreisn á aðild að Garðabæjar-
listanum sem kynntur hefur verið til
höfuðs Sjálfstæðisflokknum í Garða-
bæ og mun bjóða fram sameiginleg-
an lista með Bjartri framtíð í bæði
Kópavogi og Hafnarfirði og sameig-
inlegan lista með Pírötum í Árborg.
Þá mun flokkurinn vinna með
Neslistanum á Seltjarnarnesi og
styðja framboð L-listans á Akureyri,
en viðreisnarfólk þar í bæ mun vænt-
anlega taka sæti á þeim lista, að sögn
Þorsteins Víglundssonar, varafor-
manns Viðreisnar.
„Við ákváðum strax í upphafi þeg-
ar farið var að ræða mögulegt fram-
boð í sveitarstjórnum að við mynd-
um ganga opin til samstarfs ef það
yrði í boði, að því gefnu að áherslu-
mál yrðu svipuð,“ segir Þorsteinn og
bætir því við að sveitarstjórnir snú-
ist oft um aðrar málefnaáherslur en
landsmálapólitíkin. Hann segir Við-
reisn ekki hafa efasemdir um sam-
starf við Bjarta framtíð í Kópavogi
og Hafnarfirði í ljósi þess litla fylgis
sem Björt framtíð nýtur á landsvísu.
„Það er alveg ljóst að Björt fram-
tíð fékk mikið högg í landsmálunum
sér í lagi en flokkurinn hefur haft
nokkuð sterka stöðu og verið þátt-
takandi í meirihlutasamstarfi bæði í
Kópavogi og Hafnarfirði, þannig að
okkur finnst þetta mjög fínt. Mál-
efnaáherslur flokkanna í báðum
sveitarfélögunum eru mjög svipaðar
og við teljum að það sé mikill styrkur
fyrir báða flokka að þessu sam-
starfi,“ segir Þorsteinn.
Sprettur upp hjá fólkinu
Birkir Jón Jónsson, formaður
sveitarstjórnarráðs Framsóknar-
flokksins, segir að sér sýnist sem
framboðsmálin hjá flokknum verði
með svipuðum hætti og þau voru fyr-
ir fjórum árum, en þau mál skýrist
betur eftir páska.
„Þetta er náttúrlega ekki eitthvað
sem er miðstýrt hjá flokknum, held-
ur eitthvað sem sprettur upp hjá
fólkinu í hverju og einu byggðarlagi.
Sú vinna er bara í gangi vítt og breitt
um landið,“ segir Birkir Jón, en í
gær kom fram á vefsíðunni Héðins-
fjörður.is að háværar raddir væru
uppi um sameiginlegt framboð
Framsóknar og jafnaðarmanna í
Fjallabyggð. Þar hefur einungis
Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnt fram-
boðslista enn sem komið er.
Þorsteinn
Víglundsson
Birkir Jón
Jónsson
Hjúkrunarnemar sem útskrifast
sumarið 2018 frá Háskóla Íslands og
Háskólanum á Akureyri eru ósáttir
við þau laun sem Landspítali býður
nýútskrifuðum hjúkrunarfræðing-
um. Þeir ætla ekki að ráða sig á spít-
alann nema þeim bjóðist grunnlaun
upp á 450.000 krónur. Þetta kemur
fram í yfirlýsingu 96 hjúkrunar-
fræðinema sem útskrifast í vor.
Allt að 60.000 króna munur
Í tilkynningunni segir að mikill
munur sé á þeim launum sem bjóð-
ist nýútskrifuðum hjúkrunarfræði-
nemum. Dæmi séu um að munurinn
sé yfir 60.000 krónur. Dagvinnulaun
í heimahjúkrun hjá Reykjavíkur-
borg séu 450.731
og þau séu
458.409 krónur
hjá Heilbrigðis-
stofnun Austur-
lands. Landspítali
greiði hins vegar
395.991 krónu í
laun.
Hildur Hol-
geirsdóttir, út-
skriftarnemi í
hjúkrunarfræði, segir að þau hafi
viljað halda áfram þeirri baráttu
sem hjúkrunarnemar hófu í fyrra.
Yfirlýsingin var send á stjórnendur
Landspítalans og voru nemarnir í
kjölfarið boðaðir á fund með Páli
Matthíassyni, forstjóra Landspítala,
og framkvæmdastjóra mannauðs-
sviðs spítalans á morgun. Hún segir
að þau hafi ákveðið að miða við
grunnlaun upp á 450.000 krónur
vegna þess að það séu þau laun sem
þau geti fengið nánast alls staðar
annars staðar fyrir vinnu sína,
meira að segja hjá ríkisstofnunum.
Um 84% þeirra sem munu útskrif-
ast frá HÍ og HA skrifuðu undir
yfirlýsinguna. Hildur segir alla
nemana styðja aðgerðirnar þó svo
þeir hafi ekki tök á að taka þátt í
þeim. „Það er bara ekki gaman að
íhuga starf sitt hver mánaðamót;
hvort það sé þess virði,“ segir hún.
olofr@mbl.is
Hjúkrunarnemar ætla ekki
að vinna á Landspítalanum
Vilja 450.000 í lágmarkslaun Segja launamun mikinn
Kjör Nemar eru
ósáttir við laun.